Þjóðviljinn - 21.10.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.10.1958, Blaðsíða 7
— ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 21. október 1958 Þriðjudagur 21. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — <7 ÞIÓÐUILIINN tJtKeiauai. ono«uuM«niouiit alDÝBa - Sóslallstaflokkurlnn. - Rltstíórar Maknós Kiartansson áb.). SiKurBur Quðmundsson. — Préttarltstiórl: Jón Blamason. - Biaðamenn: Ásmundur Slsrurlónsson. Guðmundur ViBÍússon. ívar H. Jónsson. aíaunus Torf 1 Olafsson, SigurJón Jóhannsson, Sieurður V. f'HSbiófsson. - AuglýslngastJórl: Guðgeir Magnússon. — Rltstjóm. af- creiðsla. ajigiýslngar. Drentsmiðia: Skóla.örðustig 10. - Síml: 17-500 (B iínurl — Áskrlftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann arsstaðai Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðvlljans Efliiig útflutningsfrainleiðslunnar Tjhns og nýlega var vikið að hér í blaðinu voru kaup á 15 nýjum togurum gerð að einu helzta stefnuskráratriði núverandi ríkisstjórnar við myndun hennar fyrir atbeina Aiþýðubandalagsins. Var þetta e.itt af þeim atriðum til efl- ingar og uppbyggingar at- vinnulífsins sem Alþýðubanda- lagið' lagði áherzlu á við stjórnarsamningana. Sumum þessara atriða stjórnarsáttmál- ans hefur vel miðað í áttina en öðrum miður eins og togara- kaupunum, þar sem samstarfs- flokkarnir hafa þvælzt fyrir og hindrað raunhæfar aðgerðir. ¥»au umskipti sem orðið hafa * að því er snertir viðhald og aukningu vélbátaflotans eru stórt spor í rétta átt. í því efni var líka brýn nauðsyn á algerri stefnubreytingu frá því aðgerðarleysi sem rikjandi var í stjómartíð Ólafs Thórs. Síð- ustu árin sem Ólafur Thórs fór með sjávarútvegsmál vantaði mikið á að viðhald og aukn- ing bátaflotans væri viðun- andi. í þessu efni urðu alger umskipti um leið og Lúðvík Jósepsson tók við forustu í sjávarútvegsmálum þjóðarinn- ar, IThtt stærsta einstaka átakið sem gert hefur verið á þessu sviði eru samningarnir um smíði fiskiskipanna í Aust- ur-Þýzkalandi. í samræmi við þá samninga fá íslendingar á næstu mánuðum 12 stór fiski- skip inn í landið. Þessi skip fara til þeirra staða út um land sem brýnasta hafa þörfina fyr- ir ný framleiðslutæki. Þau eiga að verða aflgjafi og undirstaða aukins og traustara atvinnu- lífs, öruggari atvinnu og betri afkomu almennings á þéssum stöðum. Það eru þorpin á Aust- fjörðum, Norðurlandi og Vest- fjörðum sem verða þessara nýju skipa aðnjótandi. Jafnhliða þessum aðgerðum ríkisstjómarinnar til aukn- ingar á vélbátaflotanum hafa verið gerðar ráðstafanir til að koma áfram og í fullt gagn þeim hraðfrystihúsum og fisk- iðjuverum sem í byggingu voru en stöðvast höfðu vegna fjárskorts. Gagnvart þeim vanda stóð fyrrverandi ríkis- stjórn skilningssljó og ráð- þrota. Framtak núverandi rík- isstjórnar var hins vegar nægj- anlegt til þes að þessi miklu og dýru mannvirki urðu að því gagni fyrir framleiðsluna og þjóðarbúskapinn sem að var stefnt með því að ráðast í byggingu þeirra. ¥aetta framtak núverandi rik- isstjómar bæði að því er snertir aukningu vélbátaflotans og byggingu hraðfrystihúsa og fiskiðjuvera, leggur ekki aðeins grundvöll að aukinni og traust- ari atvinnu verkafólks víðs- vegar um landið heldur hefur það og skotið nýjum og mikils- verðum stoðum undir þjóðar- búskapinn í heild. Fullvíst er að á þessu ári verður landað hér innanlands meira magni af fiski en nokkru sinni áður. Kemur þar, auk góðra afla- bragða og vaxandi skipastóls, einnig til greina sá hindrunar- lausi rekstur á öllum fiski- flota landsmanna sem núver- andi ríkisstjórn hefur tekizt að tryggja í algerri mótsögn - við þær síendurteknu framleiðslu- stöðvanir sem fylgdu íhalds- stjórn Ólafs Thórs eins og skugginn og ollu þjóðinni stór- felldu tjóni á ári hverju. l^essi mikilsverða breyting * gerir hvorttveggja í senn, að auka atvinnuna í landinu og að færa þjóðinni meiri gjaldeyristekjur, Enda sjást þess merki í mikilli og stöðugri vinnu um allt land við hag- nýtingu .aflans. Munu þess fá dæmi á síðari áratugum að at- vinna verkafólks hafi verið jafn mikil og almenn um land allt og verið hefur á þessu ári. Útflutningsverðmætin eru líka meiri en áður og kemur sér nú vel að búa við þá miklu og traustu markaði sem fengizt hafa fyrir íslenzkar sjávaraf- urðir í hinum kreppulausu löndum sósíalismans. TPn þótt segja megi að vel ^ horfi um atvinnu almenn- ings eins og sakir standa gef- Ur það ekkert tilefni til að slaka á þeirri fyrirætlan ís- lendinga að auka togaraflota sinn eins og ráð var fyrir gert. Búbkapur þjóðarinnar krefst þess að útflutningsframleiðsl- ,an sé efld en fremur dregið úr óarðbærum fjárfestingarfram- kvæmdum. Framleiðslan verður að ganga fyrir vinnuafli þjóð- arinnar eigi vel að fara. Það er því mikil skammsýni að standa gegn aukningu togara- flotans á grundvelli þess að þjóðin geti ekki mannað fleiri skip. Það sem íslendinga vant- ar er aukin framleiðsla sjáv- arafurða, meiri vöruvöndun og fulkomnari nýting aflans. Við þurfum því fleiri fiskiskip og fleira fólk til starfa að fram- leiðslunni, bæði á sjónum og við nýtingu aflans í landi. Og að því þarf að vinna, m.a. með því ,að hrinda án tafar í fram- kvæmd smíði þeirra 15 togara sem fastbundin var í stefnuyf- irlýsingu ríkisstjómarinnar. LÁGMYND eftir Sigurjón Ólafsson. Hún er höggvin í grásteinsbjarg, og er myndflöturinn 150x80 sm. Lágmyndin hefur að undanförnu staöið fyrir utan vinnustofu listamannsins á Lauganesi, en á fundi sínum í gœr ákvað Menntamálaráö íslands aö festa kaup á henni, handa Listasafni ríkisins. SIGURJON OLAFSSON FIMMTUGUR Kæri Sigurjón! ÓsJca þér til hamingju með fimmtugsafmœlið og þjóðinni með þig. Það brennur að vísu ennþá við að þjóðin okkar vilji grafa listamennina sína lifandi og gráta þá því hjartnœmar dauða. En þakka þér fyrir tryggðina við hana og list- ina, sem þú gefur henni. Gríska lýðrœðið forna hefði kunnað að búa rétt að þér. Við skulum vona^ að ís- lenzka lýðveldið lœri það líka bráðum. Þinn Einar Olgeirsson. Reykjavík er um margt ein- kennilegur höfuðstaður. Þar er hægt að ganga um lengi dags án þess að rekast á neitt sem ber þess vott að land þetta byggi forn menningarþjóð. Þar eru til dæmis háskóli og þjóð- leikhús sem minna meira á úrelta þýzka útvarpsgrammó- fóna en hús. Aðrar opinberar byggingar sverja sig óþægi- lega í ætt við stofnanir þær vestur í Ameríku sem hafðar eru til þess að einahgra hættu- lega afbrotamenn. Það sem aðrár iafngamlar og grónar fél5'á! sjálfsagt til hag- ræðis og augnayndis, er þær skipuleggja borgir sínar, er í Reykjavík ýmist talið óþarft eða gert af slíkum klaufaskap, , að minnir helzt á skoplegar stælingar frumstæðra þjóða, sem langar til að tileinka sér vestræna menningu. En samt, ef grannt er að gáð og farið út í afkima þessa stað- ar, má sjá eitt og eitt hús sem rís undir nafninu byggingar- list Eins og af slysni hafa slæðzt á opin svæði fáeinar höggmyndir, sem stinga mjög í stúf við asnalega karla sem standa eins og kústsköft víða um háborgina og virðast tákn ríkjandi hugmynda þessa stað- ar um höggmyndalist. Sé geng- ið enn lengra, til dæmis inn í Lauganes, þar sem engin bygging er samkvæmt skipu- lagsuppdráttum hinna ábyrgu borgara, rofar enn til. Þar nið- ur við sjó fjarri alfaraleið, er einn af þeim skúrum, sem hinir ábyrgu borgarar gleyma yfirleitt, þegar þeir halda skál- arræður um það að íslenzk al- þýða lifi um efni fram. Um- hverfis skúr þennan standa af handahófi, eins og þær séu að bíða eftir að komast burt, nokkrar myndir barðar í grá- grýti. í skúmum býr sá mað- ur sem hoggið hefur grjót og hnoðað leir af hvað mestri list á Norðurlöndum um lang- ,an aldur. Sigurjón ólafsson fór ungur utan þar sem honum var bú- inn mikill frami. Eins og geng- ur vakti frægð hans óskiptan fögnuð þeirra er heima sátu, og Morgunblaðið birti annað veif- ið fregnir af honum. Þama átti ísland enn einn fulltrúa sem slegið gat á eskimóakomplex þjóðarinnar. En Sigurjón skeytti ekki um þá reglu, að því lengra að heiman sem landinn dvelst, þeim mun ástsælli. í stað þess að flytja suður til Timbuktú og verða ástmögur þjóðarinnar um ald- ur og ævi tók hann upp á þeim skramba að koma heim. Síðan hefur verið heldur hljótt um Sigurjón Ólafsson. Morgunblaðið hætti fljótlega að finna nokkuð fréttnæmt í honum og sneri sér að öðrum, sem bjuggu í útlöndum. Mynd- ir úr íslenzku grágrýti hlóðust upp í skúrnum og utan við hann. Á tólf árurn voru 4 myndir Sigurjóns sett-ar upp á almann.afæri þar af ejn, sú er fjærst var mannabyggð- um, á vegum hins opinbera. Ef satt er að auðævi hverrar þjóðar séu falin í þegnum hennar, þá eigum við ekki svo Htil auðævi í þessum eina þegn, Sigurjóni Óiafssyni. Á það bæði við um starf það sem hann á að baki sér, og verk þau sem hann er megnugur að leysa af hendi. Það er sjálf- sagt óraunhæft að ætiast til þess af hinu opinbera að það geri nokkuð af viti í menn- ingarmálum. En mönnum eins og Sigurjóni á að fela mikil og stór verkefni, svo að kom- andi kynslóðir þurfi ekki að bera kinnroða fvrir eintómt drasl eins og verið er að koma á laggirnar austur í Skálholti og víðar. Nú er í tízku allskonar dað- ur við fortíðina. Það er varla svo haft upp á sendibréfs- snuddu frá öldinni sem leið, að lærðir meim fórni ekki höndum og hrópi; pretiotissima! En hvað um verðmæti nú- tímans? f Kaupmannahöfn, á pakkhúsloftum, í kjöllurum og i vörzlu einstaklinga er fjöldi mynda gerður af Sigurjóni Ól- afssyni. Einhverntímann fellur Sigurjón frá, en hann einn veit með nokkurri vissu hvar mynd- ir þessar eru niður komnar. Víst er að það er hvergi skráð. Það verður ærið verk- efni lærðum mönnum að hafa upp á þeim ef ekki er ráð í tíma tekið. Nú er Sigurjón fimmtugur. Hann hefur ekki ávaxtað pund sitt á borgaralega vísu g mun án efa aldrei eignast sáluhjálp- artákn hins sanna íslendings, — bíltíkina. En aétli svo sem hálfu bíltíkarverði væri ekki vel varið til þess að safna sam- an myndum þessuni og koma þeim heim? Þótt nú horfi ef til vill verr en nokkru sinni fyrir hinni ís- lenzku þjóð, þar sem hugsjóna- hórdómur í þágu Ameríkana er óðum að verða atvinnuhórdóm- úr, með öllu því kaldrifjaða , hugarfari sem því fylgir, má ekki gefa upp vonina um að þeir sem á eftir koma hreinsi af sér lúsina. Handa þeim verð- um við að varðveita frá tortím- ingu þau menningarverðmæti sem til eru, þótt við gerum ekki annað við þau en henda þeim ofan í svaðið inni í Laug- arnesi eða annars staðar, unz þeir koma sem 'vita hvað þeir eiga að gera við þau. Ekki skulum við vorkenna Sigurjóni þótt valt sé veraldar- gengi, Hann hefur hlotið þau laun sem sérhverjum ljsta- manna hans hvar sem er í heimjnum. — Þessi piltur frá Eyrarbakka lofaði þegar í upp- hafi meiru en flestir, ef ekki aliir, jafnaldrar hans, og það væri mikið vanþakklæti að halda því fram að hann hefði ekki staðið við þau loforð hingað til. Fáir hafa auðgað myndlistarheim okkar sem Sig- urjón, brotið upp á nýstárlegri hlutum, jafnframt því sem h.ann hefur gert fjölda manna- mynda í hefðbundnum stíl, ávo tæknilega fuilkomnar, að manni finnst að hann hefði sómt sér vel sem prófessor við hvaða listaháskóla sem er, frá því hann var rúmlega tvítugur. Sigurjón er hreinræktaður myndlistarmaður, í verkum hans tala form og hlutfö’.l sínu skýfa máli, þar tjóir ekki að leita neinskonar tilfinninga- semi eða rómantískra hughrifa sem svífa fyrir utan og ofan myndjrnar, þær hvíla örugg- lega í efninu sjálfu, þenslu þess og jafnvægi. Óhjákvæmjlega hljóta frum- legustu verk mikilla lista- viskíflaska; það er verið að skúra gólfið og stundin nálg- ast, þegar menn eiga að um- gangast listaverk með sama svip og þeir stæðu yf:r mo’d- um hæfilega fjarskyids ætt- ingja. — Þú verður að fara að koma þér heim og klæða þig í pípu- hattinn, segir félagsformaður- inn, Klukkan átta kemur for- setinn. — Forsetinn? Það er hann sem kenndi mér að teikna; já, veiztu það ekki? Myndhöggvarinn snarar sér að viskíflöskunni og losar tappann með einni hreyfingu þumalfingurs; siðan gár hún í kring, en það er einn sem vill ekki drekka af stút. — Þú ert eins og helvítið hann Knútur R.assmundssen þegar ha.nn var á ísnum. Þótt hann væri í lífsháska, já í blindhríð, vildi hann ekki drekka nema úr afskaplega finu glasi. Áður en varir er myndhöggv- arinn farinn að hafa yfir passíusálma eftir séra Hall- manni eru öllum lífsþægind- um ofar; ,að vinna verk sem máli skipta, verk sem fyrr eða síðar verða metin að verðleik- um. Kjartan Guðjónsson Það er stundum sagt meðal gamalla menningarþjóða að myndlistarmenn öðlist fyrst fullan þroska og áræði eftir fimmtugsaldur, þá séu þeir búnir að vinna sér inn fyrir sínum mestu verkum. Þegar litið er yfir verk Sig- urjóns Ólafssonar blasir við ævintýralegur árangur, hvert stórverkið af öðru sem öll bera merki um svo óskeikula eðlis- gáfu að lengi má leita að hlið- manna að verða umdeild fyrst í stað, enda hefur Sigurjón orð- ið fyrir árásum, en hann getur líka glaðst yfir því á fimm- tugsafmælinu að honum hefur hlotnast mikil viðurkenning, einkum erlendis þar sem mynd- listarsmekkur er rótgrónari en hér. Það er mikil ástæða til að óska honum og þjóðinni ailri til hamingju með þennan af- mælisdag og sýningu þá sem haldin er í þcssp tilefnj.. Þorvaldur Skúlason. Ég rekst inn í Listamanna- skálanum á afhallandi laugar- degi i rigningu; Myndir Sig- urjóns eru komnar upp á stöpl- ana, nema á einn. Þar uppi á stendur fagurlega ódrukkin grím, en ekki upphátt eða fyr- ir alla í senn, heldur víkur hann sér með eldsnörum hreyfingum frá einum til ann- ars og lætur þá hafa þá ljóð- línu í eyra sem honum þykir bezt eiga við. í miðju versj slær hann út höndunum, skyndilega orðinn jafn afhuga séra Hall- grími og pínu lausnarans og segir: — Það er verst hvernig ven- usinn hefur skrapazt á rassin- um! Hann litur af einum á annan; það er snögg ásökun í augnaráðinu,: líkt. og hver og einn liggi undir grun. —• Það gerir ekkert. Skál! Kallinn sem hafði hana í Dan- mörku lamdi af henni haus- inn með sleggju; svo þegar hún er loksins komin heim er hún skröpuð á rassinum. Svona gengur þetta íil! Það er erfjtt að vera myndhöggvari. Ég fer að líta í kring um mig. Stöplarmr standa hrein- ferðugir á nýskúruðu gólfinu; fyrir átafninum trónar upp trémyndin með teinunum, sem heitir ýmist Póstskipið kémur eða Krían og guð almáttugur. Nú heitir hún aðeins Krían. Hún er eins qg hafrænan á Laugarnesinu á vorin, svipiétt- ur þytur, áhyggjuleysið algjört. Hún æt.i að stamda á aitari i nakinni, hvítri kirkju þar sem guð er einn. Á hinum g.aflveggnum er stór lágmynd, biá og gull’ituð, með fugli sem hefur sig yfir landið. Hún er sennilega eizta myndin hér inni. Ég horfi á haha og er farinn að halla nokkuð mikið undir fla.tt þeg- ar ég tek eftir því að mynd- in stendur á rönd. — Já, það er sko paliurinn. Hann er ekki nógu breiour til þess að hún geti staðið rétt. Af hverju á ég einn að hafa fyrir þessu? Af hverju má fólk ekki leggja svolítið á sig líka? Það er harðsnöggur heims- ádeilutónn í röddinni, og ég sé að ég hefði ekki roð við honum þótt hann hefði bitið það í sig að láta ailt púbiik- umið standa á haus eftir klukk- an átta. . Og þar eru Þau höfuð, sam engin slík. . . Það má virð- ast þröngsýn útkjálkamennska að halda því fram, að einhver hlutur sé gerður betur á Is- iandi en annarstaðar í heim- inum. Ég ætla samt að taka á mig þann dóm að halda því fram, að höfuðmyndir Sigur- jóns Ólafssonar séu einhver beztu myndhöggvaraverk sinn- ,ar tegundar, sem gerð eru á okkar dögum. Sigurjón byrj- ar Þar sem meðalgóðir menn enda; hann greypir ekki að- eins í myndina svipmót manns- ins, já fas hans, heldur er lífsviðhorf mannsins eins og lifandi strengur í þessum kalda eir. Meistaraverk eins og myndimar af Jóni Krabbe, a£ Sigurði Guðmundssyni og móð- ur listamannsins eru að þessu ieyti óviðjafnanleg. Þótt við . hefðum aldrei séð þetta fólk, getum við næstum því heyrt hvernig það talar, séð hvern- ig það hreyfir sig, fundið við- mót þess, snöggt eð,a hlýtt c ða fágað; það eru ævisögur í einu andliti, og þó miklu meir. Það eru brot af mannfólkinu á jörð- inni og myndimar hefðu sama gildi, hvort sem þær stæðu á safni suður í Ítalíu, vestur í Ameríku eða hér. Og ekki er Sigurjón síðri þegar hann not- ar meitilinn. I gabbrómyndinni af Ásgrími Jónssyni er formið samhæft efninu á þann hátt, að það mun löng leitin að öðru slíku. Allur hinn rólyndi traustleiki hins gamla lista- manns er saman kominn í þc ;su einfakla formi, veður dagan.na þegar hanh stóð úti með léreft sitt, djúp íhyglin þegar hann sat einn heima. Þá man ég það, að þessi gabbróhnullungur kostaðimála- ferli á sínum tíma. Hann er ættaður frá Einari í Hvalsnesi Pramhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.