Þjóðviljinn - 21.10.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.10.1958, Blaðsíða 10
20) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagrur 21. október 1958 ■4 Sigurjón Framhald af 7. síðu. og kom hingað suður sem til- vonandi legsteinn. En það átti sem sagt ekki fyrir honum að Jiggja að hafna í Fossvoginum.^ heldur lenti hann í höndum Sigurjóns og það varð mikil rekistefna. . . A veggjum salarins eru ljós- myndir af fjarstöddum lista- verkum. Hér er -Verkamaður- inn, sem færði Sigurjóni gull- pening Konunglega Akademís- ins 1.030, og hér eru lágmynd- irnar fjórar, sem hann gerði fyrir Vejle á Fjóni og færði borgarstjórninni fimmtán ára þras. Það var ekki fyrr en eft- ir stríð, að hún komst að þeirri niðurstöðu, að fjónsk siðmenn- ing liði samt ekki undir lok, þótt þær væru settar upp. Nú standa þær fyrir framan ráð- húsið og eru helzta stolt þess bæjar. Hér er einnig ljósmynd af Fjölskyldunni, sem stendur nú í fordyri UNESCO-byggingar- innar í Róm. Hún er höggin í gildan trjástofn, eins hlý og upprunaleg og þessi minnsta eind mannlegs samfélags get- ur verið innilegust í hamingju sinni. Það hefur aldrei verið lista- maður á íslandi sem hefur haft eins sterka tilfinningu fyrir efninu sem hann hefur í höndunum og Sigurjón Ólafs- son. Tré er honum ekkj aðeins ■ hráefni, sem má þvinga eftir geðþótta sínum; né steinn heldur. Efnið hefur sitt sér- stæða skap, sem verður að virða; það verður að vinna með því, eins og það væri lif- andj persóna. Stundum verður jafnvel að iáta það ráða. Sig- urjón er ekki sú manntegund, sem hefur forfínast af ísskápa- menningunni; hann handleikur tré rétt eins og þegar afi hans gekk á reka; hann þarf að finna þyngd grjótsins í fang- inu tiJ þess að verða elskur að því. Og þegar Sigurjón og steinninn hans eru orðnir ein- ir saman í bragganum inni á Laugarnesi, þá á Múhameð þann einn kost að koma til fjal’sins, ef hann ætlar að vera með. Það er oft talað um þjóð- lega iistamenn eða alþjóðlega Ólafsson og átt við, að þeir hafi ann- aðhvort sprottið upp og að- lagazt í kálgarðshorninu heima eða þá riðið gandreið á fínum teóríum suður í París. Verk Sigurjóns eru engin menning- arblómstur í þeim skilningi. En það er í þeim sá rammi frumkraftur, sem einn gefur list alþjóðlegt gildi B. Th. Bj. Listin á ekki að þjóna Mammoni Framhald af 3. síðu. betur fór ekki sá, en kostaði þriggja mánaða lærdóm! Eft- ir stríðið kom ég heim. Ekki byrjarðu að höggva stein út í loftið. — Nei, maður sér hlutinn fyrir sér áður en maður byrj- ar og vinnur svo markvisst samkvæmt því. Það er ekki hægt að láta sig dreyma þetta á einni nóttu. Hinsvegar veit maður ekki fyrirfram hvernig hluturinn muni líta út ná- kvæmlega fuligerður. Þetta er ekki unnið ’eftíh' pöntun. Heldurðu að þetta væri héma ef það hefði verið unnið^ fyrir tímakaup? Eg hef alltaf unnið án þess að vera að flýta mér fyrir ei- lífðina. Þetta þarf ekki að vera gott eða vont. Það er þessi trú sem giidir; hver steinn er tímaniót í lífi manns. — Og hvað er list? —, Því get ég ekki svarað Hvað er lífið? Það er margt sem erfitt er að svara. Maður vinnur að því að sjá hlutjna í kringum sig í öðru Ijósi en vanalega. Esjan er ekki enda- veggur fyrir Reykjavík. Það eru önnur fjöll á bak við hana. Og hún er ekki hæsta fjall heimsins, önnur fjöll eru hærri — og svo er hægt að fara upp fyrir þau öll og sjá þau að ofan. Viðhorfið til listamannsins er að taka þá ekki alvarlega, Hann er listamaður segja menn. Hver tekur listamann alvarlega. Hann getur verið gaman- samur, — og því miður hefur margur slegið á það að vera gamansamur. Listin er ekkert grin. Þvert á móti. Hún er barátta, bar- átta í sambandi við það að svíkja eða svíkja ekki. — Hvað er að svíkja list- ina? — Það get ég sagt sér: það er að láta auðgast: halda að maður geti slegið slöku við til að auðgast á um stund — og ætla svo að gera hið stóra á eftir. Það endar venjulega með því að þeir gera aldrei þ'að stóra. — Hverju á listin að þjóna? — Eg get sagt þér hverju hún á ckki að þjóna. Hún á ekki þjóna Mammoni. ★ ★ * Svo tek ég í hendina á Sig- urjóni og hverf útfyrir. Það næðir svalur haustvindur um Laúgarnesið. J. B. gm Framhald af 1. síðu. hreyfingarinnar örlagarík verk- efni sem hún getur ekki leyst nema henni takist að skapa einingu í eigin röðum. Á Al- þýðusambandsþinginu sem kem- ur saman að tæpum mánuði liðnum verða allir fulltrúar verkalýðsféíaganna að muna að þeir eru fulltrúar stéttar en ekki flokka. Þeir verða að móta þar skýra og ótviræða af- stöðu alþýðusamtakanna í efna- •hagsmálum og sanna stjórn- málaflokkunum, ríkisstjórn, Al- þingi og þjóðinni allri að frá þeiryi stefnu verði ekki vikið. Björn lauk ræðu sinni á þessa leið: Verkalýðshreyfingin getur verið sterkasta þjóðfélagsaflið í þessu landi. Nú eins og áður æskir hún einskis fremur en að beita því mikla aíli í samstarfi við ríkisvaldið til þess að skapa vinnandi stéttum Iandsins bsett lífskjör, en hún kaupir heldur ekki friðinn því verði að fórna hagsmunum verkamanna í einu eða neinu. Hér hefur aðeins verið drep- ið á fá atriði þessarar ýtar- legu og rökföstu ræðu, en hún verður birt öll í næstu blöð- um. okamarkaiur Helgafells i Unuhusi - Veghásasfíg 7 Þessa daga stendur yíir mikil útsala á bókum í Unuhúsi. Nokkur þúsund bóka, sem smalað hefir verið utan af landi, verða seldar fvrir lítið brot af upprunalegu verði þeirra. Langflest mjög eigu- legar bækur. Allar aðrar eldri bækur í Unuhúsi verða seldar í eina viku með 20% afslætti. Framkvæmdar- stjórastarf Bæjarútgerð Akraness vill ráða íramkvæmdarstjóra. Umsóknir ásamt launakröfum sendist formanni út- gerðarráðs, Guðmundi Sveinbjörnssyni fyrir 1. nóv. Bæjarútgerð Akraness. ERLEND BLÖÐ 00 BÆKUR Utvegum erlend blöð, tímarit og bækur. Blöðin og timaritin send beint frá útgefendum til kaupenda. Skrifið á pöntunarseðilinn þau blöð, títaarit eða bækur, sem þér óskið að fá, og sendið okkur hann. Tilgreinið einnig nafn útgefanda og heimilisfang. PÖNTUNARSEÐILL Undirritaður óskar að (kanpa) gerast áskrifandi að: Dags :....... Nfcfn: ...................... Heimili: ....... Póststöð; ..................... TIL BÓKA. OG BLAÐASALAN Importistoj de libroj kaj abono-agentoj, P.O.B. 202, AKUREYKI. Tilkynning Nr. 28/1958 Innflutningsskrifstofan hefur í dag ákveðið eftirfar- andi hámarksverð í heildsölu og smásölu á inn- lendum niðursuðuvörum: Heildsöluv. Smásöluv Verð kr. Verð kr. Fiskibollur 1/1 ds. 11,55 15,00 — 1/2 — 7,80 10,15 Fiskibúðingur 1/1 — 13,50 17,55 — 1/2 — 8,20 10,65 Murta 1/2 — 11,00 14,30 Sjólax 1/4 — 8,10 10,55 Gaffalbitjar 1/4 — 6,60 8,60 Kryddsíldarflök , 5 lbs. 55,00 71,50 — 1/2 ds. 14,00 18,20 Saltsíldarflök 5 lbs. 51,00 66,30 Sardínur 1/4 ds. 6,30 8,20 Rækjur 1/4 — 9,00 11,70 — 1/2 — 28,60 37,20 Grænar baunir 1/1 — 9,00 11,70 -— —• 1/2 — 5,80 7,55 Gulrætur og grænar baunir 1/1 — 12,25 15,95 1/2 — 7,15 9,30 Gulrætur 1/1 - 13,50 17,55 — 1/2 — 8,65 11,25 Blandað grænmeti 1/1 — 12,75 16,60 — —• 1/2 — 7,75 10,10 Rauðrófur 1/1 — 17,75 23,10 — 1/2 — 10,20 13,25 Athugið að hér er margt ágætra gjafabóka. Kaupið jólagjafabækurnar á markaðnum í Sölusi^attur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 20. október 1958. Verðlagsstjórinn. ........... Helgafelli I Unuhusi Veghúsastíg 7. — (Sími 16837). Auglýsið í Þjóðviljaimm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.