Þjóðviljinn - 21.10.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.10.1958, Blaðsíða 12
I Q f rnupr rstcis ylkingarínnar Guðmundur Magnússon kjörinn forseti sam- bandsstjórnar. — Þingi lauk í fyrradag 17. þingi Æskulýðsfylkingarinnar lauk seint í fyrra- kvöld hér í Reykjavík. Þingið, sem hófst á föstudags- kvöld, fór vel fram og ríkti þar mikill áhugi fyrir öllum viðfangsefnum samtakanna. Fyrir hádegi á sunnudag fóru nefndarstörf fram, en eftir há- degi hófust þingfundir á ný. Miklar umræður urðu um fram- tiðarverkefni Æskulýðsfylking- arinnar og ríkti einlægur áhugi um að efla félagsstarfið að mun. Hrafn Sæmundsson hafði framsögu um félagsmál og lýsti á'yktun félagsmálanefnd- ar og var ákveðið að endurnýja félag'sstarfið á margan hátt og efla starf deildanna úti á landi. Þinginu bárust kveðjur frá Alþjóðasambandi lýðræðissinn- aðrar æsku, frá dönskum. ung- kommúnistum, frá íslerizkum umræða um stjórnmál og verka iýðsmál og einnig um laga- breytingar. Að lókum fór fram kosningj sambandsstjórnar. Forseti sam-j bandsstjórnar var kjörinn Guð-| mundur Magnússon, íngvaldur Rögnvaldsson var kosinn vara- forseti, Hjörtur Gunnarsson ritari, Ingólfur Ólafsson gjald- keri og Lúther Jónsson með- stjórnandi. Þessir fimm félagar skipa framkvæmdanefnd Æ.F. HfðOVUJIN Þriðjudagur 21. október 1958 — 23. árgangur — 237. tölublað. Mikið os blomWt líf r 1 leiklistinni í Rúraeníu — segir þióðleikhússtjóri nýkominn úr kynnisferð um landið Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri er nýkominn heim úr nokkurra vikna kynnisferð um Rúmeníu. Guðmundur Magnússon núver- ^indi forseti sambandsstjórnar stúdentum, eem eru við nám í Austurevrópu og frá ungum sósíalistum í Vestmannaeyjum. Ályktana þingsins verður getið síðar hér í blaðinu. Þjóðleikhússtjóra var boðið í för þessa af stofnun þeirri i Rúmeníu, sem hefur^ með hönd- um kynningu á rúmenskri menn- ingu erlendis. Dvaldist hann um 10 daga skeið í höfuðborginni Búkarest, en fór síðan í ferða- lag um landið, allt norður til Karpatáfjalla^ Blómlegrt leiklistarlíf I viðtali við fréttamenn í gær sagði Guðlaugur Rósinkranz að leikliát stæði greijnilega með miklum blóma í Rúmeníu og leiklistaráhugi virtist mjög mik- ill. ,,í Búkarest einni eru t. d. 20 leikhús og fullsetin áhorfend- um á hverri sýningu. Annars stendur leiklist á gömlum merg í Rúmeníu, aðalleiklistarskólinn þar er t. d. 150 ára gamall og flest leikhúsanna reist á fyrri- hluta þessarar a'dar. Eru leik- húsin, að söp;n þjóðleikhú;stjóra, mjög fullkomin og vtl að þeim búið. Sýnd eru jöfnum höridum rúmensk leikrit og erlend, m. a. eru verk Shakespeares jafnan á verkefnaskrá leikhúsanna, einnig oftlega leikrit Shaws, Ibsens, Strindbergs, Tsékoffs, svo nokk- ur nöfn séu nefnd. Þjóðleikhússtjóri'átti þess kost að sjá allmargar óperu- og leik- sýningar í Rúmeníu og lýkur hann á þær miklu lofsorði, eink- um fannst honum mikið til um leiksviðs- og leiktjaldabúnað all- an. Meðal leiksýninganna sem þjóðleikhússtjóri sá var sýning á rúmenskri óperettu. Hefúr komið til tals, að Þjóðleikhúsið tæki óperettu þessa til sýninga og fengi þá rúmenskan leikstjóra til Framhald á 2. síðu. Þingfulltrúar að störfum. Fjörugar umræður urðu um alþjóðasamstarfið og samþykkt að lýsa yfir stuðningi við 7. heimsmót æskunnar, sem fer fram í Vínarborg næsta sumar. Þá var á sunnudaginn 'síðari Olympíuskák- mótið 1 6. umferð á Olympíuskák- mótinu I Miinchen tefldu ís-l lendingar við Pólverja og' skildu þeir jafnir með 2 vinn- ingum gegn 2. Ingi vann Sliwa, sem er kunnur alþjóðlegur meistari, Guðmundur og Frey- steinn gerðu jafntefli, en Ar- inbjörn tapaði sinni skák. 1 þessari umferð urðu jafntefli hjá öllum löndunum í B'-fiokki, nema Ungverjaland vann Belg- íu með 4 vinningum gegn eng- ium. 1 7. umf. tefldu Islending- ar við Kólumbíumenn og urðu úrslit þau, að Kólumbíumenn linnu með S1/^ vinningi gegn ihálfum. Ingi tapaði fyrir Quell- ar, Guðmundur fyrir Sanch- ez, Freysteinn gerði jafntefii við de Greiff og Jón taiaði ifyrir M[artin. Önnur úrslit í 7. umferð urðu þau að Pólland vann Israel með 2V2 gegn 1%, Kanada Frakkland 3V2— Vz, Finnland Belgíu 2%—IV2 Ungverjaland 'Holland 3l/->— V2 og manmörk °S Svíþjóð skildu jöfn 2—2. Eftir 7. umferð var röðin S B-flokki þessi: Ungverjaland 21Va vinningur, Holland 17V2, Framhald á 5. síðu. en fyrsti varamaður er Gunnar Guttormsson og annar vara maður Árni Björnsson. Aðrir í sambandsstjórn vorú kosnir: Bogi Guðmundsson, Ragnar Arnalds, Eysteinn Þor- valdsson, Guðmundur Ágústs- son, Margrét Blöndal, Hrafn Sæmundsson, Kristján Jónsson, Huldar Smári Asmundsson, Steinar Lúðvíksson, og Þórólf- ur Daníeisson. Varamenn: Al- bina Thordarson, Finnur Hjör- leifsson og Angantýr Einars- son. Eignciréttur ríkisins á Ábnv&°> arverksmíðíuniii ótvíræður Frumvarp Einars komið til 2. umræðu og nefndar Kirl'áing var seíí á laugardaginn Heíur þegar kosið í kirkjuráð og ræðir í dag írumvörp um biskupa oa kirkjugarða Kirkjuþing hinnar íslenzku þjóSkirkju var sett hér í Reykjavík s.l. laugardag. Þingið er háð í Bindindis- höllinni viö Fríkirkjuveg. Þingið hófst með því að Frumvarp Einars Olgeirssonar um breytingu á lög- imum um Áburðarverksmiðjuna var til 1. umræðu á fundi neðri deildar Alþingis í gær. Flutti Einar fram- söguræðu en að henni lokinni var málið sett í fjárhags- nefnd. um áburðarverksmiðju á Is- landi var talið sjálfsagt að hún yrði ríkiseign. Nefndi Einar ýmis dæmi, m.a. hefði þótt sjálfsagt að Sogsvirkjunin tryggði verksmiðjunni rafmagn á lágu verði, svo lágu að óeðli- legt yrði að teljast ef aðrir en ríkið ætti í hlut. Einar minnti á, að hann hefði flutt samhljóða frumvarp áður, en vænti þess að nú gætu þingmenn sameinazt um að breyta lögunum. Hann minnti á að allt frá því að fyrst var farið að hugsa þessarar breytingar væri' verk- smiðjan orðin eign þessa hluta- félags. Þegar Einar flutti frumvarp á Alþingi um breyt- ingu á rekstrarfyrirkomulag- inu, kom skýrt fram að ekki einungis þingflokkur Sósíalista- flokksins heldur einnig Alþýðu- "flokkurinn leit svo á, að alveg ótvírætt væri að Áburðarverk- smiðjan sé eign ríkisins. Það frumvarp var þó ekki afgreitt, og því er nauðsyn að flytja málið inn á Alþingi á ný, svo afstýrt verði framtíðardeil- 1 lögunum stenduf: „Verk-' um um eignarrétt fyrirtækisins. sunginn var sálmurinn ,,Faðir andanna" undir stjórn Páls ísólfssonar tónskálds. Þá flutti hr. Ásmundur Guðmundsson biskup setningar. ræðu, rakti aðdraganda að stofnun kirkjuþings og bauð þingfulltrúa velkomna til starfa. Þingið samþykkti að senda forseta íslands kveðjur og árn- aðaróskir. Kosin var kjörbréfanefnd. Siðar sama dag hélt þingið á- fram störfum og skiiaði þá kjörbréfanefnd áliti og voru öll kjörbréf tekin gild. Þá hófst kosning forseta og skrifara. Biskup er sjálfkjörinn forseti þingsins. 1. varaforseti var kjörinn Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra og 2. vara- forseti var kjörinn séra Frið- rik A. Friðriksson, prófastur á Húsavík. Skrifarar vóru kjörnir séra Þorgrímur Sig- urðsson Staðarstað og Þórður Tómasson Vallnatúni. Þá var kosið í tvær fasta- nefndir þingsins, kirkjumála- nefnd og allsherjarnefnd. I kirkjumálanefnd voru kosnir: Framhald á 2. siðu smið.ian er ejálfseignarstofnun,! er lýtur sérstakri stjórn. Verk- smiðjuna má hvorki selja né veðsetja nema heimild sé veitt til þess af Alþingi" Hún er þvi stofnun sambærileg við Landsbankann, sí'darverksmiðj- urnar og önnur sUk stórfvrir- tæki, sem hafa að vísu tak- markaða ábvr^ð k eigin rekstri, en eru eign 1 jóðarinnar, -eign ríkisins. Á síðnstu stigum málsins í þinginu var hins vegar bætt i frumvarpið um áburðarverk- smiðju ákvæðum, sem eru nú í 13. grein laganna. Þar er gefin heimild áð leita eftir 4 milljónum króna hlutafé af einkafjármagni, og fáist það skuli ríkissjóður leggja fram 6 milljónir i hlutafé og „skal verksmiðjan þá rekin sem hlutafélag". Nokkru seinna fór að gæta þess mifiskilnings, að vegna Málinu var vísað til 2. umr. o<r fjárhagsnefndar. Sprenging í olíu- skipi drepur 20 ógur'eg sprenging varð í olíu- flutningaskipi, Stanvac Japan, á Indlandshafi í gær. Öll yfirbygg- ingin miðskipa tættist í sundur og biðu 10 af 16 yfirmönnum skipsins bana þegar í stað, þ. á. m. skipst.iórinn. Tíu aðrir skipverjar létu lifið, en marg- ir hinna 50 særðust hættulega. Þeir hafa verið fluttir í önnur skip. ' Skipið sem er 17.000 lestir var á leið frá Marseille til Persaflóa að sækja olíu og mun sprenging- in hafa orðið þegar verið var að hreinsa geyma þess. Reynt verður að draga skipið til hafnar, en leki er kominn að því og dælurnar í ólagi. Kaupið miða í Happdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.