Þjóðviljinn - 22.10.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.10.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Herra forseti. Heiðruðu til— heyrendur. Ekki fer milli mála að ýms mikilvæg mál, sem standa i beinu sambandi við afgreiðslu fjárlaga eru enn óútkljáð og því er fullvíst að f járlagafrum- varp það sem hér liggur fyrir mun taka miklum breytingum, bæði til samræmis við stað- reyndir sem þegar eru Ijósar í efnahagsmálunum og aðrar, sem væntanlega liggja fyrir áður en frá frumvarpinu verð- ur endanlega gengið. Brýn nauðsyn er einnig á að endur- skoða rækilega alla útgjalda- hlið frumvarpsins með tilliti til sparnaðar í ríkisrekstrin- um, ef unnt á að reynast að vel tekst til og hvað miður og hversu úr megi bæta því, sem aflaga fer. Stefnuyfirlýsingin ekki að ófyrirsynju Stefnuyfirlýsing núverandi ríkisstjórnar frá 24. júlí 1956 hefst á þessum orðum; „Rík- isstjórnin mun taka upp sam- starf við samtök verkalýðs og launþega, bænda, útgerðar- manna og annarra framleið- enda til þes að finna sem hyggilegasta lausn á vandamál- um atvinnuveganna. Markmið þessa samstarfs flótti úr sjávarbyggðum Vest- ur-, Norður- og Austurlands- ins jókst ár frá ári vegna land- lægs atvinnuleysis. Tekjur manna á þeim slóðum komust árið 1955 niður í einn þriðja hluta af launatekjum i Kefla- vík. Sjómennimir flýðu unn- vörpum af togurum og bátum til óarðbærrar hemaðarvinnu, vegna þess að ekkert var að- hafzt til að bæta kjör þeirra, en í staðinn voru fluttir inn 2000 Færeyingar og dýrmætum gjaldeyri varið til launa þeirra. Markaðsmálin voru í full- komnum ólest.ri. Svo var komið þegar íhaldið var rekið frá stjórn þeirra mála á miðju ári Hvernig hafa þeir uppfyllt yf- irlýsingar sínar, sem hér hef- ur verið minnt á og hvað hef- ur þeim mistekizt? Ef frá eru skildir örfáir stað- ir, sem sumir eiga við að búa sérstaklega erfið skilyrði frá náttúrunnar hendi, má nú segja að hver maður í sjávar- þorpum og bæjum landsins hafi næga og stöðuga atvinnu, jafnvel svo, að þar sem áður var landlægt atvinnuleysi mik- inn hluta árs leggja menn nú nótt við dag til þess að afla sér tekna og skapa þjóðfélag- inu verðmæti. Allur fólksflótti úr sjávarbyggðum landsins er nú stöðvaður og segir það sina krefst stöðvunar verð bólgunnar og öruggs verðlags En þœr ráðstafanir verÓ a ekki keyptar meS þvi að fórnaS sé hagsmunum v erkamanna i einu eða neinu standa undir þeirri útgjalda- aukningu, sem fyrirsjáanleg er orðin vegna breytts verðlags og kaupgjalds í landinu, um- fram þá sem í frumvarpinu er reiknað með — ef spyma á við nýrri gjaldheimtu af almenn- ingi, sem aftur hlyti að hleypa af stað hækkuðu vöruverði og kaupgjaldi, nýrri verðbreytingu til hækkunar. Mun ég víkja nánar að þessu síðar. Allt að 2/5 þjóðartekn- anna ráðstaíað af þingi Sjálft fjárlagafrumvarpið speglar ekki nema hluta.af þeim viðfangsefnum, sem Alþingi og ríkisstjórn hljóta að fást við í sambandi við efnahagsmálin. Með lögum um Útflutningssjóð o.fl. frá sl. vetri var skilið full- komiega á milli hinnar hefð- bundnu fjárlagaafgreiðslu, sem varðar rekstur ríkissjóðs og þeirra ákvarðana, sem árlega verður að taka vegna atvinnu- veganna og ekki eru siður mikilvægar fyrir afkomu þjóð- arbúsins. Fjárlagafrumvarpið greinir frá ráðstöfunum á rösklega 900 millj. kr., en Útflutningssjóður mun á líðandi ári ráðstafa um 1100 milljónum króna. Samtals verða þetta um 2000 millj. kr. en allar þjóðartekj- urnar námu á sl. ári 5—6 þús. millj. kr. Það liggur því fyrir að Al- þingi og ríkisstjóm ráðstafi með fjárlögum og lögum um Útflutpingssjóð meira en þriðj- ungi allra þjóðarteknanna, ef til vill allt að tveim fimmtu. Hér er því að samanlögðu orðið um að ræða fjármála- stjórn á öllu þjóðarbúinu, fjár- málastjóm, sem ræður alger- lega úrslitum um allt efna- hagslífið og _gf^pmuji..þveyg. manns í 'l^íRiigkn^Pg^r- því að' vönum að alluf almenning- ur láti síg miklu varða hversu þessi stjóm fer úr hendi, hvað skal vera að auka framleiðslu landsmanna, tryggja atvinnu og kaupmátt tekna og efla almenn- ar framfarir í landinu“ Og síð- ar segir: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að skipuleggja alhþða uppbyggingu í landinu einkum i þeim þremur lands- fjórðungum, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnulegum efnum“. Eins og ástand og horfur voru í atvinnu- og efnahags- málum á miðju ári 1956 var slík yfirlýsing um gerbreytta stjórnarstefnu vissulega ekki gefin að ófyrirsynju. Hún var sem töluð úr hjarta hvers manns, sem kynnzt hafði af dýrkeyptri raun stjónarstefnu afturhaldsins og sá hvert stefndi. í rúmlega ár eða frá vordög- um 1955 hafði afturhaldið hald- ið uppi ofsalegri hefndarpóli- tík á hendur launamönnum, Verkfallið mikla 1955 þegar að- þrengdir verkamenn freistuðu þess að endurheimta nokkuð af hagfræðilega útreiknaðri kjaraskerðingu undanfarinna ára, var notað sem gerviástæða gegndarlausra verðhækkana, sem þrengdi kosti launamanna dag frá degi. Ekkert verðlags- eftirlit verndaði þá gegn hóf- lausri álagningu og okri. Hverju sem tautaði skyldi öllu sem áunnizt hafði rænt aftur öðru sinni. Vitandi vits og af vel ráðnum hug var stefnt til styrjaldar við alþýðusamtökin, hvað svo sem hún kynni að kosta • þjóðfélagið. Ekkert var aðhafazt i þá átt að undirbyggja sjálft atvinnulífið og gera það þannig færara um að standa undir lifskjörunum. Fiskiskipa- stóllinn stóð í stað eða rýrn- aði ár frá ári. Aukning varð ekki einu sinni til samsvörun- ar árlegri fólksf jölgun í landinu Fiskverkunarstöðvarnar stóðu langtímum ónotaðar. Iygþgy^r- andi ,pg tíðar Æekstrarstöð.vpmn tiátá- óg 'togaraflotans skertu þjóðartekjurnar um hundruð milljóna króna árlega. Fólks- 1956, að þau frystihús, sem nokkra verulega starírækslu höfðu voru stöðvuð eða um það bil að stöðvast, vegna þess að þau lágu með allar geymslur fullar af fiski, sem íhalds- stjórnin gat ekki selt. Við lá að síldarvertíð sumarið 1956 stöðvaðist mitt í einni mestu aflahrotu síðari ára, vegna þess að ekki hafi verið séð fyrir nægri fyrirframsölu á framleiðslunni. Síðast en ekki sízt: Sjálfur rekstrargrundvöllur fram- leiðsluatvinnuveganna var að hruni kominn. í hefndarþorsta sínum gegn alþýðusamtökunum og verðhækkunarflóði því, sem magnað var eftir ósigur aftur- sögu um þá gerbreytingu, sem hér hefur átt sér stað. Ilvers konar stöðvanir í framleiðslu með tilheyrandi skaða fyrir þjóðfélagið heyra nú fortíðinni til. Sérhver mögu- leiki togara, báta og fisk- vinnslustöðva til að afla og vinna aflann, sem að landi er dreginn er nýttur til hins ýtr- asta, Og hann hrúgast þar ekki upp sem illseljanleg vara. Það varð eitt af fyrstu verk- um núverandi ríkisstjórnar, að hindra stöðvun á rekstri tog- araflotans og frystihúsanna með því að afla markaða fyr- ir þann fisk sem þá fyllti all- ar geymslur hraðfrystihúsanna með viðskiptasamninsi við ‘O Iil.fl ■':!i 16 i\t Á Ræða Björns Jénsscnar við fyrstu umræðu fjárlaganna í fyrrakvöld (>V haldsins í verkfallinu 1955 var ekki skirrzt við að herða svo að sjávarútveginum, að í ársbyrj- un 1956 var allur vélbátaflot- inn stöðvaður í heilan mánuð og togaraflotinn að nokkru leyti. Þegar svo var komið var að vísu hlaupið til og lagðar á álögur upp á 250 milljónir, en ekki var þar viturlegar að farið en svo, að þessar álögur fleyttu ekki útgerðinni einu sinni fram yfir kosningahrið- ina í júnímánuði. Hvemig hefur tekizt til um efndirnar? Þótt hér sé stiklað á stóru, gefur þetta nokkra hugmynd um viðskilnað afturhaldsins fyrir rúmlega tveimur árum og þá jafnframt um þau verkefni, sem lágu fyrir núv. ríkis- stjórn við aðkomuna sumarið 1í056.:<:iií::h cíjníi mv 64 Æní^rnig Jíirtelí- izt fyrir núverandi stjómar- flokkum í þeim efnum sem nú hefur verið drepið á? Sovétríkin, og tryggja áfram- haldandi síldveiðar með auk- inni sölu. Allt frá þeim tíma hefur svo verið haldið á mark- aðsmálunum, að viðstöðulaus- ar afskipanir hafa farið fram á allri framleiðslu sjávaraf- urða, hverju flaki sem fram- leiðslumáttur okkar hefur get- að unnið. Þessi staðreynd er þeim mun athyglisverðari sem vitað er að á sama tíma eiga ýmsar fiskveiðiþjóðir við mikla markaðsÖrðugleika að striða og verða jafnvel að draga sam- an útgerð sína af þeim sökum. En það hefur ekki aðeins tekizt að afla markaða fyrir framleiðslu okkar eins og hún var fyrir tveimur árum. A þeim árum hefur framleiðslan og jafnframt sala hennar auk- izt meira en áður eru dæmi til á jafnskömmum tíma, Stóríelld framleiðslu- aukning Aflamagn báta og togara það sem af er þessu ári er nú um 20% meira wi á sama tíma á fyrra ári. Á ÖIlu sl. ári var framleiðsla mikilvægustu útflutningsvöru okkar, hraðfrysts fisks 56 þús- und tonn en nú á ÍHÓ niánuði þessa árs er sama framleiðsla orðin 66 þúsund tonn eða 20 prósent meiri en allt sl. ár. Nú má telja víst að heildar- framleiðsla á fiski verði á þessu ári allt að 80 þúsund tonn, sem er langsamlega mesta framleiðsla okkar á einu ári. Til enn frekari samanburð- ar má minna á að 1952 nam öll framleiðsla liraðfrysts fisks 29 þús. tonnum eða miklu minnu cn við nú seljum til Sovétríkjanna eirma. Þessi stórfellda framleiðslu- aukning er ekki tilkomin fyrir neina hendingu eða tilviljun, heldur fyrir markvísar ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar til þess að auka fiskiskipastólinn og fiskvinnslustöðvarnar í land- inu og búa hvort tveggja full- komnum vé’um og tækjum. Það hefur verið horfið frá þeirri hrunstefnu að láta flot- ann standa í stað og níðast niður. Á árunum 1957 og 1958 verður samanlögð aukning stærri báta samtals yfir 60 skip að rúmlestatölu um eða yfir 4000 l&stir. Þetta svarar til 20% aukningar á öllum fiskiskipaflotanum á tveimur árum. Nokkur hluti þessarar miklu aukningar er þó ekki enn kom- inn í gagnið, það er að segja 12 250 lesta fiskiskip, en hin fyrstu þeirra munu sigla á mið- in í næsta mánuði og síðan hvert af öðru og verða íi in mikilvægasta atvinnuleg lyfti- stöng í tólf sjávarþorpum landsins og jafnframt bæta sínum skerf til aukinnar fram- leiðslu þjóðarinnar, Aíkastageta fiskvinnslu- stöðva aukin Afkastageta fiskvinnslustöðv- anna hefur verið aukin meira éft',til samræmis við auknirgu flotans. Fimm stór hraðfrysti- hús hafa tekið til starfa og því nær hvert frystihús í landinu hefur verið endurbætt eða J'stækkað og samanlagt hafa þau verið búin tækjum fyrir tugmilljónir króna. Þegar vinnuaflsskortur er víða orðinn eitt helzta vanda- mál atvinnulífsins þá skilar þessi nýja vélvæðing fisk- vinnslustöðvanna óneitanlega framleiðsluaukningu og tryggir rekstur flotans að sínu leyti. íslenzku. fiskiskipin he.fa aldrei verið betur útbúin en nú. Mikill hluti bátafloians er nú búinn fiskileitartækjum af fremstu gerð. Til þess he'ur miklum fjárhæðum verið var- ið. Nýjar gerðir neta og sí’.d- amóta hafa rutt sér tti rúms. Árangur þessa er m.a. orðinn sá að rökstuddar vonir standa nú til að sumarsíldveiðin, sem jafnan hefur verið eins ko' ar happdrætti með takmai’kaðri vinningsvon, sé að verða ár- viss atvinnugre-in, sem nokkuð örugglega megi reikna með í þj óðarbúskapnum. Nýjar ýiLlutafegXgifiöjnr hafa verið eSldar.'Bg'nefni Stin dæmi þess, að nú í ár og á fyrra ári hafa vei’ið flutt út Framhald á 1U. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.