Þjóðviljinn - 22.10.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.10.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 HEIMIIISÞÍTTUR nírÍl n-rtr»rrt-»Tt^-rrt rHfff mtifliir. Dýramyndir á barnafötum taka þær upp, og allir eiga mislita efnisbuta i fórum sin- um. Dýrin þurfa ekki að vera í sínum eðlilegu litum, hérinn þarf ekki nauðsynlega að vera brúnn og fíliinn grár. Lítil böm liafa yndi af sterk- um litum, en munið að ganga úr skugga um að efnisbútarnir sem þdð notið séu litekta. Á bókahlífar er fallegt að klippa dýramyndirnar úr flóka. Það er alltaf skemmtilegt að: skreyta bamaföt með dýra- mynlum, t.d. smekki, treyjur, svuntur eða annað þess hátt- ar. Líka getur verið gaman að hafa dýramyndir á handa- vinnutösku eða bókahlíf. Meðfylgjandi teikningar eru mjög einfaídar og auðvelt að Birt aftur vegna mistaka. í prentun mjmdanna í hluta úþp- lagsins í gær. PETER CURTIS: 17. dagur. í næsta desember kom Woodhouse hrunið. Svo nefndur marg milljónungur skaut sig gegnum höfuöið í íbúö 1 París og þaö var rétt eins og þaö skot hefði veriö hið fyrsta í leynilegu stríði, því að fólk fór aö gefa upp öndina um allan heim á ýmsar. hátt. Pipar- meyjar sem misst höfðu aleigu sína, stungu síðasta skildingnum í gasmælinn og lögðust niður viö bakara- ofninn. Ríkir menn sem alit í einu uróu öreigar, opnuöu glugga á íbúðum sínum á þrítugustu hæð í skýjakljúfum New York og fleygðu sér niður á götuna. Herforingjar beindu byssum sínum að sjálfum sér og bljúgir kirkjunnar þjónar reyndu aö punda í sig aspiríni. Joshua Meekin þurfti ekki að hafa fyrir því að grípa til örþrifaráða; hann las stutta frétt í morgunblaðinu, roönaði í andliti, tók andköf og hné niður örendur framan við sinn eigin arin. Enn einu sinni stóð vesl- ings Antonía allslaus uppi. Þessi sældartími hennar hafði aðeins staðiö rösklega tvö ár. Hún átti reyndar dálítiö af skartgripum og fatnaöi, en aö ööru leyti var eins ástatt fyrir henni og áður var. Eloise hafði ekkert misst af eignum sínum. Antonía var sannarlega aumkunarverð, svartklædd og hæfilega snyrt. Það þurfti ekki mikið að ýta undir Eloise tíl þess að hún byði frænku sinni í annað sinn skjól undir sínu þaki. Og í þetta skipti þáði Antonía það. Fyrst í stað vorum við gagntekin tilhlökkun. Tilhugsun- Hjartlcæri sonur okkar, bróðir og niágv.r. IÖN ÁBNASON, verður jaiðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudng- inn 23. október kl. 2 e.h. Btórn afbeðin, en þeim sem vildu minnast lxans er Ykasatalega&t bent á líknai'stofnanir. Stefaida og’ Árui Jóa&som, Oylfi Árnasoa., 6ád ós íaivJid -i>Kástáa *g StefíÍB AíMím. ..................... ■■ ■■■ Framhald af 10. síðu. verulegu leyti aukinni þörf atvinnuveganna og ríkissjóðs með takmörkunum á fjórfest- ingu og skynsamlegri heildar- stjói'n á þeim málum öllum, en á slíkri heildarstjóm, þar sem unnið er eftir fyrirfram gerðum áætlunum er nú ríkari þörf en nokkru sinni fyrr. Það er líka unnt að spara tugmilljónir ! sjálfum ríkjs- rekstrinum. Ýmsar greiðslur uppbóta úr Útflutningssjóði sæta almennri gagnrýnj og lítil vafi er á að þar mætti einnig draga s'aman útgjöld á sumum sviðum, án þess að atvinnulífið í heild líði tjón af. Þungbærar vaxtagreiðslur mætti lækka stórleg'a jafnhiiða gagngerðum ráðstöfunum til verðstöðvunar. Vextir eru nú einn þriðii hluti alis b.vggingar- kostnaðar og' einn allra stærsti útgjaldaliður framleiðsluat- vinnuveganna. Háir vextir og okur eru fylgifiskar verðbólgu. Takist að stöðva hana skapast jafnframt grundvöllur til vaxtalækkunar, sem létt gæti stórlega rekstur atvinnuveg- anna. Allt of mikið af afkastagetu þjóðarinnar er bundið í verzl- un og öðrum þjóðféiagslega ó- arðbærum störfum. Því ber' að breyta m.a. með því að ríkið sjálft taki í sínar hendur mik- ilvægar greinar verziunarinn- ar svo sem olíusölu o.fi. og tryggi þannig atvinnuvegun- um sannvirði rekstrarvara og hindri hóflausa fjárfestingu og sóun vinnuafls. Það eru slíkar leiðir, sem verður að fara jafnframt á- framhaldandi atvinnuuppbygg- ingu ef vinna á bug á þeim vanda, sem nú steðjar að þjóð- inni efnaiega og unnt á að reynast að stöðva dýrtiðar- skrúfuna. Verklýðshreyfngin hefur hér úrslitahlutverki að gegna, Ef hún mótar sina afstöðu í efna- hagsmálunum einhuga og sterk, er hún það afl, sem getur knú- ið fr.am þær breytingar á stjórnarstefnu sem óhjákvæmi- legar eru ef lífskjörin eiga að haldast eða batna frá því sem nú er, Það hefur frá öndverðu verið stefna verkalýðshreyfingar- innar að sporna vð aukinni dýrtið og meta meira verðgildi launa en krónutölu. í því sam- bandi er rétt að minna á, að a.m.k. síðan 1946 þegar raun- veruleg lífskjör almennings voru hvað hæst, sem þau hafa orðið, hefur verkalýðshreyf- .ingin aldrei gert kaupkröfur nema sem beinar og rökréttar gagnráðstafanir gegn verð- . hækkunum. Þessi staðreynd er nú viðurkennd af málsmetandi hagfræðingum, lika þeim, sem ekki verða „sakaðir" um að teljast málsvarar alþýðusam- takanna. Ósannindaþvæla í- haldsmanna, sem lapin er í hvert sinn, sem þeir stiga i ræðustól og tala um efnahags- mál, um að alþýðusamtökin eigi sök á verðbólgunni er dautt og ómerkt fleipur, mælt geg'n betri vitund þess, sem finnur að Ivann er sjálfur hinn ■seki. ■*■ n-> — (.. 9a®a ■ ihaijtsiös,, þitt. ekki sé r lengra „rakin en frá árinu .1947 ei' samfelld saga um baráttu þess fyrir, vaxandi dýrtíð og árásum á lifskjör almennings. 1947 stóðu þeir fyrir þvi að skerða lögsamda greiðslu á vísitöluuppbótum um 28 stig og binda vísitöluna jafnframt. Samtímis voru skattar og toll- ar stórhækkaðir og nýir fundnir upp. Á einni nóttu voru launakjör alþýðuheimil- anna rýrð um 10 af hundraði. 1950 knúði íhaldið fram geng- isfellinguna mikiu, sem hækk- aði allan erlcndan gjaldeyri um 73% og magnaði nýtt dýr- tíðarfióð og kaupskerðingu og í ársbyrjun 1956 skellti það enn nýrri öldu yfir aðþrengda landsmenn með hundruð mitlj- óna álögum. Hlutur íhaldsins í stjórnarandstöðu En svo ljót sem sú saga er öll, þótt hér verði ekki nán- ar rakin væri þó synd að segja að hlutur' íhaldsins heíði batn- að eftir að það hröklaðist úr sjálfri landsstjórninni. Þegar verðfestingarlögin voru sett á ágúst 1956 æpti íhaldið sín verstu ókvæðisorð að ríkisstjórninni. Mennirnir sem höfðu ákveðið að binda. kaupgjaldið og fella gengið þegar að loknum kosningum urðu æfir þegar þeir fengu ekki lengur fullt frelsi til að spenna upp vöruverðið. Þegar ríkisstjórnin kom á ströngu verðlagseftirliti til þess að vernda kaupmátt launa ætlaði íhaldið að ærast. Þegar heildsöluálagning var lækkuð umturnaðist Morgun- blaðið og allt þess lið. Þegar verðbólgugróðamönnum var gert, með stóreignaskattinum, að endurgreiða nokkuð af feng' sínum hlaut sú ráðstöfun full- komna fordæmingu, þar var komið við sjálft íhaidshjartað. Þannig hefur öll viðleitni í- haldsins síðan það komst í stjómarandstöðu beinzt að því að auka dýrtíðina og eyði- leggja allar aðgerðir til að stemma stigu við henni, en lé- legustu. tegundir loddarabragða verið notaðar til þess að villa um fyrir almenningi. Þegar áiagning var lækkuð heimtuðu íhaldsmenn liærri á- lagningu, en sögðust jafnframt vera málsvarar lægra vöru- verðs. Við afgreitjslu fjárlaga heirnta þeir meiri framlög til flestta framkvæmda en eru jafnframt á móti al’ri tekjuöfl- un til að standa straum af þeim sömu framkvæmdum. Þegar ráðstafanir eru gerðar til að tryggja rekstur atvinnu- veganna krefjast þeir ætíð margfalt nieiri uppbóta en þörf er á en eru jafnframt á móti því að fjár sé aflað til að standa undir þeim. Þessi skrípaleikur á að dylja hina raunverulegu stefnu í- haldsins, stefnu kaupbindingar gengislækkunar og verðbólgu. íhaldið veit sem er, að það eru skjólstæðingar þess, auðmenn og braskarar sem hagnast á dýrtíðarskrúfunni. Þess vegna hefur það beitt sér a£ oddi og eggju giegn aTlri viðleitai til að stöðra tea»a íhohflð veit að verkalýðshreyfingin er það eina afl, sem líklegt er til þess að geta knúið fram þær breyting- ar á þjóðarbúskapnum, sem tryggja stöðvun verðbólgu, efnahagslegar framfarir og bætt lífskjör. Þess vegna beinir það nú stormsveitum sínum að verkalýðshreyfingunni. Þess- vegna hefur auðmaimastéttin beitt peningavaldi sínu og mannafla í kosningunum til Al- þýðusambandsþingsins undan- fama daga; í þeim tilgangi að brjóta niður styrk samtakanna innan frá. Sú ráðagerð má ekki takast. Framundan bíða værka- lýðshreyfing'arinnar örlagarík verkefni, sem hún getur ekkí leyst nerna henni takist að skapa fulla einingu í eig'in röðum. Á Aiþýðusambands- þinginu, sem kemur saman að tæpum mánuð'i liðnum verða allir fulltrúar vinnandi íslend- inga að muna að þeir eru for- ustumenn siéttar en ekki flokka, Þeir verða að móta þar skýra og ótvíræða afstöðu al- þýðusamtakanna í efnahags- málunum og sanna stjómmála- flokkunum, ríkisstjóm, Alþingi og alh’i þjóðinni að frá þeirri stefnu verði ekki vikið. At- þýðusamtökin verða að slá skjaldborg urn þá stórfelldu efnahagslegu ávinninga, at- vinnuuppbygginguna, fram- leiðsluaukninguna, viturlega meðferð markaðsmálanna, út- rýmingu atvinnuleysis og út- færslu fiskveiðilögsögunnar, sem unnizt hafa í samstarfi við ríkisstjórnina á s.l. 2 árum — en þau verða jafnframt að krefjast þess svo kröftuglega. að ekki verði undan vikizt að verðþenslan verði stöðvuð og stöðugt verðlag tryggt í land- inu. Ekki að þeirri leið að laun verkafólks verði skert með kaupbindingu eða vísitöluskerð- ingu, heldur með því að taka upp stefnu sparnaðar í öllum opinberum rekstri, með því að miða fjárfestingu vjð efnahags- þol þjóðarinnar og framkvæma aðrar nauðsynlegar aðgerðir i efnahagslífinu, jafnvel þótt þær ■ >\/n hafi einhvem sársauka í för með sér fyrir vissa aðila í þjóðfélaginu. \ rúerkasta þjóðíélagsaílið í lahdinu Sú ríkisstjórn, sem nú er við völd í landinu fékk þau fyrir frumkvæði og fylgi alþýðunn- ar, sem batt við hana miklar vonir og' veitti henni traust til mikilla afreka. Á fjölmörg- um sviðum hefur þessi ríkis- stjórn í'eynzt traustsins verð og unnið ómetanlegt starf. Á öðrum sviðum hefur skort á að nægilegt tillit væri tekið til verkalýðsstéttarinnar og hags- muna hennar. Þetta verður að breytast ef vel á að fara. Verkalýðshreyf- ingin getur verið sterkasta þjóðfélagsaflið í þessu landi. Nú eins og áður æskir hún einskis fremur en að beita því mikla afli í samstarfi við rikis- valdið til þess að skapa vinn andi stéttum landsins bætt Ufs- kjör, en hún kaupir heldur ekki friðinn því verði að fóma hags- mtmurn umbýóðenda sinpa 1 einu eða ueinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.