Þjóðviljinn - 26.10.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.10.1958, Blaðsíða 1
I Sunnudagnr 26. október 1958 — 23. árgangur — 244. tölublað. Stjórn Líbanons skipaði bandaríska hernámsliðinu brott, — og það fór Síðustu flokkarnir af 14000 manna herliði lögðu af stað frá Beirut í gærmorgun með sex flutningaskipum 1 Allt bandaríska setulöið, sem verið hefur í Líbanon hefur nú verið flutt brott samkvæmt skipun ríkisstjómar landsins, og vom síðustu sveitirnar fluttar þaðan í gær með sex flutningaskipum. Þegar þessar fregnir berast hljóta íslendingar að minn- ast þess að ríkisstjórn fslands hefur enn ekki efnt lof- orð sitt um að gera það sama og Líbanon hefur nú gert. Brotthvarf Bandaríkjahers frá Líbanon sannar að Banda- ríkjamenn treysta sér ekki til að hersitja land, þar sem skelegg ríkisstjórn vísar þeim brott. Bandaríska herliðið var sett á land í Líbanon í júlímánuði í sumar samkvæmt beiðni fyrr- verandi ríkisstjórnar landsins undir forystu Sami Solh. Chamoun var þá enn í forseta- stóli og eins og menn mun reka minni til, var gerð vopnuð upp- reisn í iandinu geg|n sitefinu Chamouns forseta og ríkisstjórn- inni, sem mjög voru hlyimt vesturveldunum. Bandarískt herlið streymdi til landsins í stórum stíl og í ágúst- mánuði voru yfir 14000 banda- rískir hermenn í landinu. Þjóðin reis upp gegn hernámi Bandaríkjamanna og afturhalds- stjórn landsins. Nýr forseti, Chehab var kosinn og leppstjórn Sami Solh hrökklaðist frá völdum. Fyrsta verk hinnar nýju' stjórnar og forseta var að vísa bandaríska herliðinu úr landi. Bandaríkjamenn sáu sér ekki annað fært en að verða við Brezkur hermjaður týndi lífi á Kýpur í gær þegar sprengju var varpað inn í húsagarð lög- reglustöðvar á austurhluta eyj- arinnar. Sjö hermenn aðrir særðust. Klukkunni var seinkað í nótt Athygli lesenda blaðsins skal vakin á því, að klukkunni var seinkað um eina klukkustund í nótt. vélin með hermenn þangað í gær. Ætlunin er að Ijúka brott- flutningi herliðsins frá Jórdaníu á um það bil fimm dögum. Tvö þúsund manna brezkt herlið hef- ur verið í landinu síðan í júlí í sumar. þeirri ósk. Þeir byrjuðu að flytja her sinn brott í september og luku því í gær. Brezka herliðið fer frá Jórdaníu Byrjað er eð flytja herlið Breta frá Jórdaníu. Brezku her- mennirnir eru fluttir með flug- vélum til Kýpur og kom fyrsta Sex brezkir veiðiþjófar í londhelgi í gær voru 6 brezkir togarar að veiðum innan fiskveiðitak- markanna hér við land. Út af Langanesi var einn brezk- ur togari að veiðum innan 12 sjómílna markanna undir vernd frágátunnar Blackwood. Auk þess voru allmargir brezkir tog- arar að veiðum langt utan fisk- veiðitakmarkanna á þessum slóð- um. Út af Vestfjörðum voru 5 brezk- ir togarar að veiðum innan tak- markanna undir vernd tundur- spillisins Hogue. Þá voru og nokkrir togarar þarna að veið- um utan 12 sjómílna markanna. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað hjá brezku flotadeild- inni hér við land. Freigátan Zest kom hingað til lands í fyrradag og ennfremur tundur- spillirinn Hogue. Laust eftir há- degið í gær kom svo tundurspill- irinn Lagos, en báðir þessir tundurspillar hafa áður verndað brezka togara við veiðar innan fiskveiðitakmarkanna hér við lánd. Aldraiur kardínáli hné dauðnr ni ur er páfakjör var að hef jast Kardínálarnir haía verið múraðir inni í Six- tínsku kapeilunni og byrja að kjósa í dag Seint í gærdag gengu kardínálarnir inn í Sixtínsku kapelluna í Róm og þar munu þeir dvelja innan fjögurra lokaðra veggja þar til þeir hafa kosið nýjan páfa, en páfi verður ekki réttilega kjörinn nema hann hljóti a.m.k. tvo þriðju hluta atkvæða og einu betur. Þar til kjöri er lokið munu þeir ekki hafa neitt samband við umheiminn. „Þakklátur, hrærður... I. gær barst framkvæmdastjóra Nóbelsverðlaunanefndar Sænski- akademíunnar, dr. Ánders Öst erling, simskeyti frá sovézk? skáldinu Boris Pasternak, serr> hlaut bókmenntaverðlaunin í éí Símskeytið er á þessa leið: „Óstjórnlega þakklátur, hræro- ur, hreykiim, undrandi yfir- þyrmdur.“ í útvarpssendingu frá Moskva í gær var Pasternak hallmælii fyrir að láta handritið af skáld- sögunni Sívagó læknj af hendi við borgaralegan útgefanda. Mec því hefði hann brotið siðaboð- orð sovézkra rithöfunda. ítalski bókaútgefandinn Féltr inelli, sem gaf Sívagó lækni út var í Kommúnistaflokki Italíu þegar hann fékk handritið, en hefur síðan sa.at sig út- honum Moskvaútvarpið sagði einnig' að það væri stjórnmálabragi'* gegn Sovétríkjunum að veitp Nóbelsverðlaun fyrir miðlungs- skáldverk eins og Sívagó lækni Skýrt var frá því að ritstjórn: bókmenntatímaritsins Noví Múr hefði lesið handritið árið 1956' en hafnað því, vegna þess að hún hefði talið það andbylting- arsinnað. Byrjað var að kjósa í gær og verða fjórar kosningaumferðir á dag allt þar til einn kardínál- anna nær nægilegu fylgi. Kardínálarnir voru viðstadd- ir sérstaka guðsþjónustu í st. Péturskirkjunni í gærmorgun. Við það tækifæri hvatti hinn opinberi talsmaður ríkisstjórnar páfaríkisins (Vatikansins) kard- íná'ana til að kjósa tiltölulega ungan mann í embætti páfa, — mann sem gæti brúað bilið milli kirkjunnar á austur- og vestur- löndum. Þetta er meðal fréttaritara túlkað eindregið sem opinber hvatning til að kjósa Armeníu- manninn Agagíanian, sem eir meðal yngstu kardinálanna, að- eins 63 ára gamall! Einn týndi lífi í gær Flestir kardínálanna eru há- aldraðir og komnir á fallanda fót. Það var því ekki nema það sem búast mátti við, er einn úr hinni öldruðu sveit, Mooney kard- ínáli frá Detroit, hné dauður niður skömmu áður en sveitin var múruð inni í Sixtínsku kap- ellunni þar sem kosningin fer fram. Mooney, er var 76 ára gam- all, er annar kardínálinn sem gefur upp öndina siðan að Pius páfi 12. kvaddi heiminn fyrii tveim vikum. Fyrir átta dögum !ézt italski kardínáHnn Constant- ini 82 ára að alári. Fjórir kard- ínálar eru ekki færir um að taka þátt í páfakjöri sökum hrum- leika. STEF vann stríðið við her- namslsc]0 Undanfarið hafa staðið yf- ir samningar milli varnar- máladeildar utanríkisráðu- neylisins og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli um greiðslur til STEFs vegna tón- flutnings útvarpsstöðvar vam- arliðsins á Keflavíkurflug- velli. Nýlega hefur verið gengið endanlega frá samkomulagi, sem tryggir greiðslur til STEFs fyrir tónflutning út- varpsins á Keflavíkurflug- velli. (Frá utanríkisráðuneytinu, vamarmáladeiid). ins ii. k, [iri i____t •Sós^ilistaféiag Keykjavíkur beldur aðalfund sinn n.k. þriðjudagskvöld klukkan 8,30 í fundarsalnum í Tjaraar- götu 20. .4 fundinum fara fram "venjuleg aðaHundarsttör/ ,svo sem að flutt verður skýrsla fráfarandi félagsstjórnar, lesn- ir upp endurskoðaðir reikningar og kjörin stjórn /élags- ins fyrir næsta starístímabll. Mynd Jiessi er tekin í Síxtinsku kapellunni í líóm, ]*ar sem kjör páfa hefst í dag. Hvelfr- ingu þes^arar sö.gufrægu kapellu skreytti meistarinn Michaelangelo á sínum tíma og eru Jiaf.4 málverk lians talin hin merliilegustu listaverk. Þegar einlivcr kardínálaima hefur náð tilskild. um átkvæðafjöldja, eru kjörseðlarnir brenndir í sérstökum ofni. Þegar reykurinu af bálimft liðast upp úr reykltáfinum er ljós veit /ólkið sem h.’ður fyrir utan að kosinn hcfur verið páfi*1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.