Þjóðviljinn - 26.10.1958, Side 3

Þjóðviljinn - 26.10.1958, Side 3
Sunnudagur 26. október 1958 ÞJÓÐVILJINN — ($* Þingsályktunartillaga ilutt um athugun á aðbúnaði íanga Flutningsmenn Alfreð Gíslason og Björn Jónsson Austurrískur hljómsveitar- stjóri til Ríkisútvarpsins Austurríkismaðurinn Hans Antolitch hefur verið ráð- inn hljómsveitarstjóri útvarpsins í stað Hans-Joachim Wunderlich, sem ekki gat dvalizt hér lengur. Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, Alfreð Gíslason og Björn Jónsson, flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um athugun á aðbúnað fanga. Tillagan er þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórmnni að skipa þriggjja manna nefnd, er í eigi sæti lögfræðingur, geð- læknir o,g sálfræðingur. Skal nefndin rannsaka allan að- búnað þeirra manna, sem dajnulir eru liér á landi til refsivistar. Komi í Ijós við þá atlmgun, að aðbúnaðin- um sé í einliverjum atriðum áfátt frá sjónarmiði betrun- ar, skal nefndin gera til- lögur um nauðsynlegar end- urbætur. Skal nefndin hafa lokið störfum og skilað á- litsgerð fyrir 1. október 1959. í greinargerð segir: Sú skoðun mun almenn, að fangelsismálum þjóðarinnar sé í'ýmsu- mjög ábótavant. Á það ekki hvað sízt við um þann þátt þeirra, sem mikilverðast- ur er, meðferð brotamanna og afvegaleiddra ungmenna. í menningarþjóðfélagi hlýtur sú meðferð að miðast við það að ná sem beztum árangri í lækningu þeirra sálrænu mein- semda, sem orsaka misgerðir og afbrot. Þessum þætti mun lítill sómi sýndur í verki og árangur refsivistar reynast í samræmi við það. -Meðal afbrotamanna eru margir, sem hafa orðið fyrir óhollum áhrifum á viðkvæmu aldursskeiði og af þeim sök- um leiðzt af réttri braut. Aðrir vinna óhappaverk undir áhrif- um áfengis eða á annan hátt i sambandi við drykkjuskap. Loks eru í hópi afbrotamanna geðveilir menn og geðveikir, þótt sú bilun þeirra liggi ekki ætíð f augum uppi. Sú skoðun á nú orðið al- mennu fylgi að fagna með menningarþjóðum,, að með réttum, mannúðlegum og fé- lagslegum vekjandi aðferðum megi í flestum tilfellum leiða þetta .fólk á rétta braut og bjarga þannig lífi þess því sjálfu og þjóðfélaginu til handa. Áherzla er lögð á að veita hverjum einstökum af- brotamanni þá meðferð, er honum hæfir bezt. Ástand hans er vandlega rannsakað, og í samræmi við niðurstöðu þeirr- ar rannsóknar er meðferðin á- kveðin. Jafnvel fyrir meðfæddri glæpahneigð gefast menn ekki upp, heldur leitast við að upp- ræta hana og með vaxandi ár- angri. Islenzk fangelsismál virðast bera þess lítil merki, að tekn- ar hafí verið til fyrirmyndar þær miklu framfarir, sem í slí'kum málum hafa orðið víða um heim, m.a. á Norðurlöndum Á eina svokallaða vinnuhælið, Litla-Hraun, hefur um ára- skeið verið safnað saman flest- um eða öllum afbrotamönnum, sem dæmdir hafa Verið til verulegrar refsivistar, og hefur þá ekkert tillit verið tekið til þess, hvers eðlis afbrotin voru eða manngerðirnar, sem látnar voru deila aðbúð og kjörum. Afleiðing þessa hefur orðið sú m.a., að óhörnuð ungmenni, sem fyrst og fremst þarfnast sálarlegrar aðhiynningar og nytsamra starfa, hafa verið ofurseld áhrifum vanræktra og forhertra glæpamanna. Munu þess dæmi, að slík ungmenni hafi þá fyrst ói’ðíð löggæzlu- mönnum alvarlegt viðfangsefni og hættulegt, er þau höfðu af- plánað hegningu sína á þess- um stað. Hælið á Litla-Hrauni er í rauninni hvorki vinnuliæli með nútímasniði né heldur innilok- unarfangelsi fyrir hættulega glæpamenn. Virðist þar helzt hafa ráðið ríkjum tætingslegt sambland af átjándu aldar hug- myndum um meðferð fanga og nýrri skoðunum um frjálsræði, en þær skoðanir þó án allra tengsla við þau vinnubrögð, sem nútímaþekking á þeim sviðum segir fyrir um. Mun þetta óhæfilega sambland af hörku og agaleysi oftar en einu sinni hafa leitt til hinna alvarlegustu árekstra. Það skal fram tekið, að hér er ekki verið að veitast að lög- gæzlumönnum. Þeir hafa sann- arlega átt erfiða aðstöðu. Mein- ið á rætur sínar fyrst og fremst 1 vanrækslu stjórnar- valda. Nauðsynlegar umbætur á þessu sviði hafa aldrei kom- izt. í framkvæmd. Það hefur verið vanrækt allt I senn, að koma upp sómasamlegum stofn unum, að fá sérfróða menn til að móta betrunarmeðferð fanga í samræmi við fengna reynslu erlendis og að framkvæma sið- an þá meðferð. Með þeirri þáltill., sem hér er fram borin, er gerð tilraun til þess að undirbyggja á raun- hæfan hátt þær aðgerðir, sem telja verður fullkomna nauð- syn í þessu efni. Nákvæm at- hugun sérfræðinga á ástandinu, eins og það er nú, ásamt sund- urliðuðum tillögum um endur- bætur er óhjákvæmilegur und- anfari framkvæmda, sem siðan verða að fylgja í kjölfarið. Þann vansæmdarblett, sem fangelsismálin eru nú, ber að afmá hið allra fyrsta. Bandalag háskólamenntaðra manna Tilgangur m.a. að stuðla að bættri aðstöðu til vísindastarfa hér á landi Hinn 23. þ.m. var stofnað hér Bandalag háskóla- menntaðra manna, en þaö er samband flestra íslenzkra starfsgreinafélaga þeirra manna, er lokiö hafa háskóla- prófi. Slík samtök h^fa starfað um skeið á hinum Norðurlöndun- um, og fyrir nokkrum árum kom fram frá Lyfjafræðinga- félagi Islands hugmynd um stofnun þeirra hérlendis, en málið lá niðri þar til í sl. vor, að Lögfræðingafélag íslands sendi bréf til hliðstæðra félaga hérlendis, og hefur stofnunin verið undirbúin á nokkrum fundum í sumar. Tilgangur bandalagsins er: „1. Að efla samheldni háskóla- menntaðra manna á Islandi. 2. Að gæta í hvívetna hagsmuna háskólamenntaðra manna hér á landi og vera í fyrirsvari fyr- ir þá gagnvart innlendum og erlendum aðiljum. 3. Að stuðla að bættri aðstöðu til vísinda- legra starfa á íslandi og vinna að auknum skilningi lands- manna á gildi þeirra“. Banda- lagið er stofnað af þessum fé- lögum: Dýralæknafélagi Is- lands, Félagi ísl. fræða, Félagi ísl. eálfræðinga, Félagi við- skiptafræðinga, Hagsmunafél. náttúrufræðinga, Lyfjafræð- ingafélagi íslands, Læknafélagi Islands, Lögfræðingafélagi Is- lands, Prestafélagi Islands, Tannlæknafélagi íslands og Verkfræðingafélagi íslands, en öðrum liliðstæðum starfsgreina félögum sem að meirihluta eru skipuð mönnum með háskóla- prófi, er enn opin leið að ger- ast stofnendur. í ofangreind- um félögum munu verða full 1200 manna með háskólaprófi. Málefnum bandal. stjórnar fulltrúaráð þess, en í því eiga sæti fulltrúar allra aðildarfé- laganna. Fulltrúaráðið kýs 5 manna framkvæmdastjórn úr sínum hópi. Fyrstu stjórn bandalagsins skipa: Ármann Snævarr prófessor formaður, Sveinn S. Finarsson verkfræð- ingur varaformaður, Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur, Gunnlaugur Snædal læknir og Jón p. Edwald lyfjafræðingur. Varastjórn: Árni Böðvarsson cand. mag., sr. Jón Þorvarðs- son, Rafn Jónsson tannlæknir, Símon Jóh. Ágústsson próf- essor og Valdimar Kristinsson viðskiptafræðingur. Auglýsið í Þjóðviljanum Hans Antolitsch er Vítiarbúi, stundaði nám við Tóníistarhá- skólann í fæðingarborg sinni, Hans Antolitch var síðan hljómsveitarstjóri í ýmsum borgum í Þýzkalandi, en hvarf í stríðslok aftur til Vínar og hefur dvalizt þar síðan. Hann er stjórnandi Vínar Sinfóníu- hljómsveitarinnar, en stjórnar einnig útvarpshljómsveitum þar og kemur auk þess oft fram á opinberum tónleikum. Hefur hann ferðazt nokkuð um Þýzka- land sem hljómsveitarstjóri hin síðari ár, en einnig stjórnað hljómsveitum á Ítalíu. Fyrstu tónleikar Hans Antol- itsch í útvarpinu verða á þriðju- dagskvöldið. Verða þá leikin verk eftir Mozart, Schubert, Sib- elíus og Béla Bartók. Síðan mun útvarpshljómsveitin væntanlega leika reglulega kl. 4,30 síðdegis á sunnudögum og verða sumir þeirra fluttir í hátíðasal há- skólans. Næstu tónleikar verða að líkindum helgaðir samborg- ara hljómsveitarstjórans, Jó- hanni Strauss, og eingöngu flutt verk eftir hann. Merkjasala — Góð starfsemi — Áleitnir guðs- orðabóksalar — Lítt í anda Krists. ÞAÐ ER ósjaldan fárast um, hvílík plága allar merkjasöl- urnar og happdrættismiðasöl- urnar séu orðnar, og víst eru þær þreytandi. Þess ber þó að gæta, að merkjasölurnar eru í flestum tilfellum bundnar ein- hverjum einum ákveðnum til- gangi, t. d. selja Berklavörn, Blindrafélagið, Mæðrastyrks- nefnd og mörg fleiri samtök merki til agoða i'3'r i r starf- semi sína einn dag á ári^ og starfsemi slíkra samtaka er tví- mælalaust góð starfsemi,' sem maður styrkir með glöðu geði. Sömuleiðis finnst flestum sjálf- tags að kaupa merki 17. júní, 1. maí, sumardaginn fyrsta, o. s. frv. Allt öðru máli gegnir um það, þegar hitt og' þetta fóik er að reyna að troða upp á mann einhverjum vasabiblí- um og helgiritum ýmiskonar, en slíkt er nú orðið ærði oft. Ef maður vill ekkj kaupa merki, þá segir maður einfald- lega nei takk, og er þar með laus .allra mála; en það er nú ekki aldeilis að slíkt dugi, þeg- ar guðsorðabóksalar eru á ferðinni. Ef maður kærir sig ekki um að kaupa ritin, þá verður maður að gera annað hvort að skella hurðum í fússi við tæmar á bóksalanum, — og það er ekki kurteislegt, — eða þá að hlusta þolinmóður á fjálglegar útskýringar á inni- haldi pésanna, — og það er ákaflega þreytandi, einkum þar sem maður virðist oft fullt eins kunnugur efninu eins og sá, sem er að útskýra það fyrir manni. Venjulega endar þetta með því, að maður kaupir einn pésa til að losna við hinn ó- boðna gest. Nú er auðvitað ekkert við því að segja, þótt fólk úr hinum ýmsu sértrúar- flokkum boði trú sína af miklu kappi, en sú aðferð að þröngva guðsorðapésum upp á náungann með fyrirtölum, er ekki líkleg til árangurs, ekki sízt þar sem rit þessi eru venjulega útþynntir útdrættir úr einhverju guðspjallanna, eða þá lítt sannfærandi vitnanir frelsaðs fólks. Miklu kristilegri og geðþekkari aðferð við að boða fagnaðarerindið fyndist mér, ef fólk úr sértrúarflokk- unum gengi í hús og byði að- stoð sína í verki þar sem henn- ar væri þörf, í stað þess að bjóða guðsorð til sölu, byði fram húshjálp ýmiskonar eða rétti á annan hátt hjálparhönd á bágstöddum heimilum, sem því miður er enginn hörgull á. Áreiðanlega væri slík starfsemi meira í anda Krists heldur en sú, að ganga hús úr húsi og freista þess að selja ritlinga á túkall stykkið. Eg held að hvorki guði almáttugum né Jesú Kristi sé neinn greiði gerður með því að reka þessa uppáþrengjandi pésasölu í þeirra nafni. Og cf þessi pésa- sala er eingöngu fjáröflunar- leið viðkomandi safnaða, þá fyndist mér ólíkt viðkunnan- legra að selja verakllcg skemmtirit heldur en vasa- biblíur og útdrætti úr guð- spöllunum. Gerið skil fyrir selda miða - Happdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.