Þjóðviljinn - 26.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.10.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVHJINN — Sunnudagur 26. október 1958^ glIÓÐVIUINN Útgelandi'. Bam«ininfw.mokJrar alMBa — SAslaltstaflokturlnti. — Rltstjorari Magnús KJartansson 'áb.), SlíurEur GuSmundsson. — Fréttarltstjórl: Jiín ?)arnason. — BlaSamenn: Ásmundur Bleurjónsson, Ouðmundur Visfdsson, var H. Jónsson. Magnúa Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, SigurSur V. F'fSbJófsson. — AUKlýsingastJórl: GuSgeir Magnúason. — Rltstjórn, af- «rei6sla. aUKlýslnsar, prentsmiBla: Skóia.örauatíg 19. — Biml: 17-5U0 (» anuti. — AsHrliuirverG kr. 30 á máu. í íteykjavik og nágrenni; kr. 27 an araataBai. — LausasöluverS kr. 2.00. — PrentsmlSJa ÞJóovlUans. Hættulegt ranglæti Ftyrir skömmu birtust í Hag- tíðindum tölur um mann- fjölda á Islandi fyrsta des- ember í fyrra. Þar er að finna margar staðreyndir sem vekja tii umhugsunar, ekki sízt í sambandi við þá gerúreltu kjördæmaskipan sem enn við- gengst hér á landi. Það kerfi hefur orðið fráleitara og frá- leitara með hverju ári sem liðið hefur, sökum þess hve þjóðin hefur fært sig til í sambandi við breytingar á at- vinnuháttum, og er nú þvílíkt afskræmi' að hliðstæður munu torfundnar. Qkýrslurnar sýna að 1. des- í *^ ember í fyrra voru lands- menn nær 167 þús. talsins, en af þeim fjölda bjuggu 110 þúsundir í kauostöðum eða um 70%. Kjördæmakosnir þingmenn í kaupstöðunum eru • hins vegar 14 af 43 eða tæp i 33%. Séu uppbótarþingménn i í kaupstaðakjordæmum taldir með verður hlutur kaupstaða- kjördæmanna 21 þingmaður af 52 eða 40%, en skipting f' þeirra er sem kunnugt er ; foýsna miklum tilviljunum • háð. Þessar tölur sýna þó að ! þau 70% landsmanna sem í 1 kaupstöðum búa senda 30 — 40% þingmanna á Alþingi; ¦ hafa sem sé helmingi minni rétt til að kjósa menn á þing i en þeir sem búa utan kaup- staðanna. Þó gefur það engan vegin rétta mynd að taka : kaupstaðina þannig sem heild. Þannig hefur langminnsti kaupstaður landsins, Seyð- isfjörður með 730 íbúa — sér-j i stakan þingmann, og hefur stundum haft tvo og legið við að hann hefði þrjá! Ef i Reykvíkingar ættu að hafa sama rétt og Seyðfirðingar í ; þingkosningum, þá þyrfti að velja í höfuðborginni 93 kjör- dæmakosna þingmenn! i f Reykjavík bjuggu í fvrra um 40% landsmanna. Höf- uðborgin velur hins vegar að- eins 8 kjördæmakosna þing- menn af 43, eða tæp 20%. Að : upnbótarþingmönnum með- töldum verða tölurnar 11 af ' 52, en það er sem næst sama i hlutfall. Á suðvesturhluta landsins frá Borgarfjarðar- i sýslu að Árnessýslu búa sem næst % hlutar landsmanna, en kiördæmakosnir þingmenn • af þessu svæði eru aðeins tæpur þriðjungur á Alþingi, i og séu uppbótarþingmenn ; meðtaldir verður hlutfallið '< rúmur þriðjungur. Þannig mætti taka dæmi án enda, mörg miklu fráleitari þegar borin eru saman einstök kiör- dæmi og réttur þess fólks sem í þeim býr. k fleiðingin af þessu kerfi er sú að Alþingi gefur mjög afbakaða og ranga mynd af vilja þjóðarinnar. 1 kosningunum 1956 varð Framsóknarf lokkurinn minnsti flokkur þjoðarinnar og fékk 15,6% atkvæða. Engu að síð- fékk hann 17 þingmenn, en Alþýðubandalagið — sem fékk 19,2% greiddra atkvæða, og orðið næst stærsti flokkur þjóðarinnar fékk aðeins 8 þingmenn! Á bak við hvern þingmann Framsóknarflokks- ins voru aðeins 760 kjósend- ur, en á bak víð hvern þing- mann Alþýðubandalagsins 1983. Ef Alþýðubandalagið hefði fengið þingmenn í sama hlutfalli og Framsókn hefðu þeir í/t að verða 21! f síðustu kosningum var vís- •*¦ vitandi reynt að nota þetta rangláta kerfi til þess að fá meirihluta á þingi út á þriðjung atkvæða með fram- boðsaðferð Hræðslubandalags. ins og munaði minnstu að það tækist. En þótt svo herfilega hafi ekki til tekizt enri sem komið er, hafa kosningalög- in haft í för með sér hina stórfelldustu mismunun í öllu stjórnmálalífi þjóðarinnar. Það birtist ekki aðeins við af- greiðslu mála á Alþingi, stjórnarmyndanir og annað slíkt, heldur í allri með- ferð fjármála þjóðarinnar. Mörg hin óskynsamlegustu dæmi um fjárfestingu eru bein afleiðing af kjördæma- skipulaginu, fé er flutt í stór- um stíl í ýmis hin smærri kjördæmi, þar sem atkvæðis- réttur manna er margfaldur á við það sem tíðkast t.d. . í Reykjavík, án tillits til þess hvort framkvæmdirnar eru gagnlegar þjóðarheildinni. Af þessum ástæðum hefur fjár- festing i landbúnaði verið svo ör, að nú verður í sívaxandi mæli að eyðileggja mjólkur- afurðir, flytja út kjöt fyrir sama og ekkert verð og nota smjör í skósvertu. Hvers- kyns hreppasjónarmið eru allsráðandi hjá ýmsum þeim þingmönnum, sem eiga rang- lætinu einu að þakka vist sína á Alþingi. Hið fráleita kjördæmaskipulag veldur póli- tískri spillingu, sem ágerist með hverju ári sem líður, og efnahagslegar afleiðingar þess .eru orðnar mjög alvarlegt vandamál. ¥*egar núverandi stjórn var * mynduð hét hún því í stefnuyfirlýsingu sinni að taka kjördæmamálið til end- urskoðunar. Þjóðviljanum er ekki k'unnugt um að því verki hafi neitt miðað áfram; Framsókn lætur enn sem komið er skammsýn sérhags- munasjónarmið ráða afstöðu sinni. En þetta vandamál verður að leysa á því kjör- tímabili sem nú er meira en hálfnað, enda er ekki &ð efa að mikill meirihluti þing- manna er því fylgjandi. Kínverskt leikrit Kúó Mójó: ÓÐURINN UM GLÓALDINLUNDINN eða Sjú Júan. Leikrit í fimm þáííun^. Haitnes Sigfússoli íslenzkaði. Heímskringla. 107 bls. Það er ekki oft sem kínversk skáldrit koma út á íslandi. . Mál og menning og systurfor- lag þess eru einu útgefend- urnir sem gert hafa sér far um að kynna okkur skáldskap þessarar fjari'ægu stórþjóðar. Fyrir skömmu kom út bókin Mannabörn eftir Lú Hsún brautryðjanda nútímabókm. í Kína Nú birtist kínverskt leik- rit í þýðingu Hannesar Sigfús- sonar skálds með formála eft- ir dr. Jakob Benediktsson. Höfundur Oðsins um glóald- inlundinn. Kúó Mójó, er með- al fremstu manna þjóðar sinn- ar. Að foríium, kínverskum hætti er hann í senn skáld,<«> fræðimaður og stjórnmálamað- ur. Hann hefur ort ljóð og sam- ið skáldverk í óbundnu máli, ritað um kínverska sögu og bókmenntir og tekið þátt í bar- áttu þjóðar sinnar gegn erlend- um óvinum og innlendum glæframönnum. Nú er Kúó Mó- jó einn af varaforsetum Kína- þings og forseti Vísindaaka- demíu Kína. Leikrit þetta samdi Kúó Mójó landflótta i Hongkong vetur- inn 1941 til 1942, þegar einna hjá konungi, og síðustu tvo áratugina sem hann hfði mátti hann horfa upp á stöðuga hnignun ríkisins, sem hann hafði reynt að bjarga. Loks öryænti hann með öllu um framtíð þess og drekkti sér í ánni Míló 62 ára gamall. Stjórnmálaafakipti Sjú Jú- ans komu engu til leiðar, en ljóðin, sem hann orti eftir að hann hafði dregið sig í hlé, lifa með kínversku þjóðinni enn þann dag í dag. A dánar- dægri skáldsins. fimmta degi hins fimmta mánaðar tunglárs- ins, minnast Kínverjar hans með kapppsiglingum drekabáta. Hrísgrjónabollum er varpað í ár til að ala drekana og slöng- urnar, svo að þessi kvikindi rífi ekki lík Sjú Júans. Ástsæld Sjú Júans stafar af því að hann var mikið skáld, Kúó Mó,ió óvænlegast horfði um skjóta lausn mikils hluta Kína undan oki jinnrásarherjai. Aðalpers- ónan og ýmsar aukapersónur eru sannsögulegar. Skáldið og stjórnvitringurinn Sjú Júan var uppi fyrir 2300 árum, á þeirri öld kínverskrar sögu sem Kínverjar nefna tímabil stríð- andi ríkjanna. Sjö ríki börð- ust innbyrðis um hvert þeirra skyldi ráða Kína. Sjú Júan var af aðalsætt í stærsta rík- inu, Sjú. Það var þá á hnign- unarskeiði. Konungur Sjú gerði Sjú Júan að „vinstri handar ráðherra" sínum, en bar ekki gæfu til að notfæra sér vitur- legar ráðleggingar hans, heldui- lagði eyru að máli svikara | þjónustu konungs skæðasta ó- vinaríkisins. Samsærismönnum tókst að koma Sjú Júan í ónáð alþýðlega sinnaður og orti á alþýðumáli. Ljóð hans marka tímamót í fornri ljóðlist Kín- verja. Leikrit Kúó Mójó fjallar um það þegar Sjú Júan féll í ónáð hjá Hvæ konungi. Djúphugsuft ráð hans til varnar landi sínu eru að engu höfð fyrir valda- græðgi drottningar og nokk- urra hirðgæðinga. Hann mætir aðeins skilningi hjá nokkrum einstaklingum, alþýðufólki sem skilur hvað i húfi er. Hannes Sigfússon hefur þýtt leikritið á þróttmikið mál. Inn í það er skotið ljóðum eftir Sjú Júan. Hætt er við að ýmislegt í þeim hafi farið forgörðum á krókóttri leið af kínversku yfir ensku á íslenzku. Hvernig sem því er varið, er þjóðvís- an sú arna ekki amaleg: Dvelur á himnum drottinn vor með drukkna engla sér við hlið; frá heimi þar sem öld er ill augTtinum renna þeir á snið. M.T.Ó. Skáldaþáttnr ^RitsLjóri: Sveinbjörn Beinteinsson Engin þjóð er svo illa komin að hún stundi ekki skáldskap í einhverri mynd. En sumar þjóðir eru svo illa á vegi staddar, að þær hafa afrækt skáldskap sinn og herma síð- an eftir öðrum þjóðum. og kalla það skáldskap. Ef við hugleiðum hvernig þessu er varið hjá fslending- um í svipinn, þá verður að gæta þess að hér hefur þró- azt samfelfd ljóðlist í margar aldir og þessi ljóðlist hefur haldið íslenzku máli óskemmdu lengur en dæmj eru til um aðr- ar þjóðtungur. Og ijóðinu fylgdi söngur sem var í sam- ræmi við eðli þess og efni, forn lög og þó ætíð ný. Ríman erfði lag hinna fornu kvæða og samdi það eftir þörfum og kröfum hverrar ald- ar, Þegar skáldið fann upp nýj- an bragarhátt þá var honum einnig" sett lag við hæfi, en skáldið gladdist af nýung sinni. Þennan brajr ég fyrstur fann og fór með hann, vil ég- heiti valstífan ef vitnast karm. Guðmundur Bergþórsson. Því ég sjálfur þann til bjó, þeruian kenna fáir slagínn; nýhendu má nefna þó nokkuð þokkalegan braginn. Sigurður Breiðfjörð. Gjöfiia braga geðs um fagra gleðidaga veitist mér að hróðurinn heiti; hann ég f ann og ann með sanni. Arni Böðvarsson. Skáldskapurinn var með ýmsu móti én það var söngur í þessu öllu saman og ófalsk- ur- tónn. Sléttist gefla, gljáði á refla, gi'unnleið teflir öldujói, masfurs trefla höldar hefla, hætti að skefla digur sjór. Bólu-Hjálmar. En íslendingum var sagt að hætta þessu gauli; þeir fengu orgel í kirkjurnar og harmon- iku í dansinn — og nú þurftu þeir ekki lengur að syngja gömlu lögin eða kveða rímur sínar. Og samt kvað hún, þessi þrautseiga og þrautpínda þ'jóð. Bar með straumi kvöldsins káta kvæðagVaumur ungan svein; mörg í launii gömul gáta gegnum drauma nýja skein. Jóhannes úr Kötlum. Rímum og stökum.hefur ver- ið boðin vist meðal fornminja á söfnum, þar skyldu þær geymast eins og aðrir úreltir hlutir til sýnis. En vísnagerð íslendinga er ekki þess eðlis að gerast safngripur; hún er lifandi list og verður það með- an íslenzk tunga er töluð. Við eigum háskóla sem ekki hefur hirt um bau menning- arverðmæti sem í vísum og rímum felast. Við eigum þjóð- leikhús og það vanrækir með öllu list og fegurð islenzkra rímnalaga. — En við eigum kannski þjóðarmetnað sem ekki lætur dýrustu eignir okkar glatast. Og þá er um leið þess að minnast að nú eru gerðar meiri og hærri kröfur til vísna- listar en nokkru sinni fyrr. ís- lenzka stakan er ákaflega fal- legt ljóðform og vandasamt og hefur á engan hátt misst gildi sitt með breyttum tím- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.