Þjóðviljinn - 26.10.1958, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.10.1958, Síða 7
Sunnudagur 26. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þióðleikhúsið: SÁ HLÆR BEZT (Minning Sigurjóns Danívalssonar) Tefðu ekki lengur það tekur að dimma af nótt. .4 tungu uráa í lyngsins eldföla skini svipar mig hvíslandi líki þitt laufbleikt og hljótt liðið með kyljum fram um sölnandi dal Mig kallar af leiðslu kveðja frá horfnum vini. Á leið ég sný þar hjá sem í hamranna kvi hnípinn og auður á botni dýpkandi skugga kofinn þinn brýnir burst við regnstöfuð ský; hans bið verður löng að þú tendrir í kvöldsins ró skíði á arni og álfakolu í glugga — og hvelfir þak hans draumum í heiði og hæð himinljómans, er vaggar á titrandi bárum undri lífsins í ómœlistign þess og smæð, eilífðarblómsins krónu, sem lýkst upp og deyr. lýkst upp og deyr eins og Ijósgeislar brotna i tárum. Þú kraupst því undri við altari röðuls og fjalls, ásýnd þess lýsti’ yfir þiq á dimmum vegi; og nístu þig eggjar, í ómegni leiddan til falls, varð und þín heil í návist hins liknandi valds og skœrari’ •{ augum þér bjarminn af daganda degi. Ó, morgunhilling! ný vitund, ný veröld manns vorhvít í brimþungum sœ undir regnbogans þaki, takandi hjartað töfrum vors œttarlands, titrandi’ í blœ þess og Ijósi einn hverfulan dag í grun um þinn fögnuð og fegurð að sjóndeildar baki. Sem œvist himins spegluð í líðandi lind, sem leiftur strengja, sem fjarskans hlœjandi seiður, sem kraftur hins hljóða, sem krossins dreyruga mynd, svo kallarðu börn þín til vegar og fylgir þeim sem eggjun og þrá, og söknuði svarinn eiður. Þú kallar þau heim, þó angist og útlegð þér frá um aldur þeim dæmist; og skammt sem í horfið miðar er vegfarinn sœll sem deyr inn í dagsbrún þá. ef dáð Hans og trúfesti þokuðu hindrun úr leið á alda braut þíns langþreyða frelsis og friðar. Og þar sern hann lagði í leit sinni einmana slóð. unz lokið var torsóttri göngu og þrotinn styrkur, þar vaka í kyrrðinni fjarskans fagnaðarljóð, og fræjum blómanna þinna er helgað skjól í máðum sporum, sem hverfa’ út í haust og myrkur. Svo varir hver gleymdur geisli stjörnu og rúms, gœzku og fórnar; og Ijóssins dýrð er án saka þótt augað taki tregi nætur og húms, er tímans skuggsjá, mannshjartað, brestur af kvöl og eilífð og draumar heimta barn sitt til baka. Þorsteinn Valdimarsson --- -------.....-... ........... eftir HOWARD TEICHMANN og GEORGE KAUFMAN Leikstjóri: Ævar R. Kvaran Það er víst ekkert launung- armál að Þjóðleikhúsið sýnir jpennan ameríska grínleik til þess eins að afla sér skot- silfurs, freista að efla fjár- hirzluna. Þeim tilgangi verður eflaust náð, frumsýningar- gestir virtust flestir skemmta sér prýðilega, hláturinn var tíður og hjartanlegur í þétt- skipuðum salnum. En skemmtilegra og mergjaðra, mannlegra og hugtækara að láta ógert — eftir marg- víslega og hávaðasama vafn- inga tekur hun völdin í sín- ar hendur og rekur forstjór- ana fjóra alla í einu, verður varaformaður, ritari og aðal- gjaldkeri hins mikla auðfélags og ekur um Wall Street í gull- inni reið, það er kádilják af dýrustu gerð. Höfundarnir skopast ó- spart að kaupsýslunni amer- ísku, það er helzt á þeim að Óskubuska og forstjórarnir vondu (Róbert Arnfinnsson, Lár- us Pálsson, Emilía Jón(asdóttir, Indriði Waage, Valdimar Helgason. auð- skilja að bisness og verstu féglaefrar sé eitt og hið sama, og forustumenn bandarískra gróðafyrirtækja yfirleitt mis- indismenn og menntunar- snauðir leiðinidapokar. En sönn ádeila á spillingu þjóð- félags og fjármála er ekki falin í grínleik þessum, enda er niðurstaðan sú ein að stjórnarskipti verða í voldugu auðfélagi, og þau skipti breyta ekki neinu, eru engum til gagns eða meins nema for- stjórunum einum; öllum öðr- um hlýtur að standa hjartan- lega á sama. Leikstjóri er Ævar Kvaran gardan ætti að vera gert að finna, bæði í Banda- xíkjunum og öðrum löndum — þótt leikurinn heiti „The Solid Gold Cadillac" á frum- málinu er málmurinn hvorki dýr né traustur, frjó og al- kunn skopgáfa George Kauf- mans hefur ekki borið ríku- legan ávöxt í þetta sinn. „Sá hlær bezt“ er gersneytt öllu bókmenntagildi og fremur beinabert og sundurlaust verk, fátækt að verulega skoplegum atvikum; í annan stað eru til- 'svörin oftlega smellin og fyndin, enda aðal leiksins. Um eiginlegar mannlýsingar er vart að ræða og hlutverkin litt girnileg viðfangs að einu und- anskildu, söguhetjunni sjálfri. Hlutverk þetta lék Josephine Hull á Broadway, að sögn flestum skopleikurum ástsælli um sína daga, og skýrir það að nokkru vinsældir leiksins vestur þar. ■ Þetta er ævintýrið um Öskubusku og vondu forstjór- ana fjóra, segir í skýringum sögumannsins sem raunar eru ekki fluttar á sviðinu. Ösku- buska þessi er næsta ó- lík hinni víðfrægu nöfnu smni, hún heitir Lára Part- ridge o g er fátæk upp- gjafaleikkona þegar sagan hefst og mjög tekin að reskj- ast, barnaleg og bragðvís í senn, meinhæg að jafnaði en ærið aðsópsmikil þeg- ár því er að skipta. Hún á tíu hlutabréf í einu af voád- ugustu gróðafyrirtækjum Bandaríkjanna, General Pro- ducts h.f., og leggur svo ó- þægilegar spurningar fyrir forstjórana á aðalfundi að þeir sjá þann kost vænstan að reyna að þagga niður í henni með því að fela henni starf í fyrirtækinu sjálfu, fá henni skrifstofu og einkarit- ara. En það hefðu þeir átt og leggur sýnilega rækt við starf sitt, sýningin er áferð- argóð og smekkleg, hlutverk- um farsællega skipt og á það lögð sérstök og sjálfsögð á- herzla að hin smellnu orðsvör njóti sín til fulls. Skrifstof- urnar þrjár eru verk Gunnars Bjarnasonar, þokkalegar sviðs myndir og þægilegar í litum. Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi hefur snarað leikritinu á svo kjarngóða og eðlilega íslenzku að þess verður hvergi vart að um þýðingu sé að ræða. Og þýðing í þröngri merkingu orðins er þetta ekki, sumum orðsvörum er breytt, öðrum sleppt og nýjum bætt við í staðinn. Aðferðin er al- kunn og hefur reynzt happa- drjúg á þessum stað, en frá henni ætti að skýra í leik- skránni. Aðalhlutverkið er falið hinni vinsælu leikkonu Emilíu Jón- asdóttur og hún túlkar það með öruggri tækni og ósvikn- um þrótti, ofleikur og ýkir 'hvergi, en segir hin skoplegu tilsvör svo hnittilega og hressilega að jafnan vekur ó- svikinn hlátur* bezt er hún ef til vill þegar gamla kon- an byrstir sig og lætur mest að sér kveða, en getur þá að vonum minnt á tengdamömm- una frægu. Emilía hefur hlut- verkið á sínu valdi, en barns- legu eakleysi og persónuleg- um töfrum þessarar sérstæðu konu tekst henni ekki í öllu að lýsa, en Lára Partridge á að hljóta óskipta samúð á- horfenda, vinna hug þeirra og hjarta. Spyrja mætti hverju innileiki og hlýja Arndísar Björnsdóttur hefðu fengið orkað í hinu skemmtilega og vandasama hlutverki. Haraldur Björnsson er auð- maðurinn Ed hinn mikli, Framhald á 11. síðu. Lára Partridge og Edward McKeever (Emilía Jónasdóttir og Haraldur Björnsson. í I Innsta - dal

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.