Þjóðviljinn - 26.10.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.10.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — Kosf naiur vii undirbúning Squaw ValSey um 300 mi vetrar- Þegar litið er til baka virðist ekki langt siðan Cortina var miðstöð íþróttafréttanna í heim- inum, en Cortina var staðurinn suður á ítalíu þar sem síðustu vetrarólympíuleikar fóru fram. Olympíad, eins og tímabilið milli leikjanna er kallað á mörg- um málum, er ekki lengi að líða, og nú er rúmlega eitt ár þangað til að vetraríþróttamenn heims. ins koma saman til keppni, en að þessu sinni er það ekki eins í Þjóðbraut og 1956. Þeir sem vetrarleikina sækja verða að fara alla leið vestur í Kletta- fjöll á vesturströnd Bandaríkj- ¦ anna. Þar vesíur frá hefur ekki ver- ið setið auðum höndum, þann tíma sem liðinn. er frá leikjun- um í Cortina. Hefur þar raun- ar gengið á ýmsu, þvi að sam- kvæmt fréttum vestan að hef- ur framkvæmdanefndin orðið að standa í stappi við landeig- endur um heimild til þess að reisa þar nauðsynleg mannvirki, og einnig hefur oft verið kvart- að undan peningaleysi til fram- kvæmda. Sem betur fer hafa þeir vestra sigrazt á öllum erfiðleikum og Þess verður ekki langt að bíða að flest mannvirkin verði til- búin eða það langt komin að allt getur hafizt á tilsettum tíma. Staðurinn, sem leikirnir fara fram á heitir Squaw Waiiey, og tíminn sem valinn hefur verið fyrir þá er 18.—28. febrúar 1960. í fregnum og frásögnum af undirbúningnum er sagt að ekk ert sé til sparað. Þeir hafa feng- ið sér ráðunauta sem hafa mikla kunnáttu í að undirbúa leikina 3,5 niillj. dollarar í ís- knattleiksleikvang Leikvangurinn fyrir -'^knatt- leikinn verður mikið mannvirki óg er það nokkuð langt komið. Á það að taka 11 þús. manns í sæti og einnig má gera stæði. Bandaríkjastjórn veitti til leik- vangsins B% milljón dollara, svo að sjá má að þetta er enginn smávöllur. Brautin. þar sem hraðhlaup- ín eiga að fara fram, verður til- búin í vetur og einnig verða tilbúnir æfingavellir fyrir ís- knattleik. Skíðalyftur verða tilbúnar núna í vetur, en þær eru þrjár. Ein er fyrir konur þær sem keppa eiga í svigi og stórsvigi, en þæv brautir hafa þegar verið ákveðnar. Önnur lyftan verður tilbúin til notkunar fyrir ára- mót í vetur, en hún ejj f.yrir karl- menn og konur sem keppa í bruni. Sú braut verður ákveðin síðla næsta vetur, vegna þess hve mikið getur snjóað í Squaw Valley. Þess má geta að hin fræga bandaríska skíðakona í fjallagreinum,. Andrea Mead Lawrence, . hefur athugað mjög vel brautirnar og lýkur á þær miklu lofsorði. Nokkrar fjarlægðir verða milli hinna ýmsu staða sem keppnin fer fram á. T.d. verða göngu- brautirnar í 15 og 30 km göngu um 30 km frá Squaw Valley og lagningu þeirra mun verða lok- ið á næsta sumri. Þykir mörg- um fjarlægðin of mikil milli höfuðstöðvanna og þess staðar sem gangan á að fara fram á, og t.d. Norðmenn halda því fram að þetta sé brot á reglum Al- þjóða-olympiunefndarinnar, þar sem segir að keppnin skuli fara fram í eða í námunda við aðal- leikvanginn. Sérst&kar vélar sem tr*ða snjó Það vekur mikla athygli að , gerðar hafa verið margar til- raunir með sérstakar vélar sem troða snjóinn í stað þess að fót- troða hann eins og venja hef- ur verið. í vetur á að gera á- framhaldandi tilraunir og ef þær ganga vel, mun þessi aðferð notuð og vélarnar 'látnar hafa fyrir stritinu. Með þessu spar- ast mikill tími. Eru mörg skíða- lönd sem hafa mikinn áhuga á því hvernig þetta tekst. Mikið kapp hefur. verið lagt á það að hafa stökkbrautirn- ar tilbúnar í vetur til þess að hægt væri að reyna þær og efna til keppnpi í þeim. Gert er ráð fyrir að það muni tak- ast. Þær eru 'tvær og er önnur 60 m. en hin 80 m. Þar sem svo mikið verður að byggja upp að nýju í Squaw Valley hefur framkvæmdanefnd- in átt í mörgum erfiðleikum í starfi sínu. Eitt m. a. sem var erfitt að leysa var það, hvern- ig hægt væri að koma öllum þeim bílafjölda fyrir sem þang- að kæmi, en það er gert ráð fyrir að þeir skipti þúsundum daglega. Hefur í því sambandi komið til tals að nota sérstakar mottur sem leggja má á snjó- inn, sem um það leyti sem leik- irnir fara fram, er að jafnaði mikill. Reist hafa verið mörg hótel í sambandi við leikina og aðrar vistarverur til að taka á móti keppendum, fararstiórum flokka og starfsmönnum. Talið er að vistarverur allar verði mjög full- komnar og ekkert til sparað að gera þær sem þægilegastar og skemmtilegastar. sgr-^mí öiiinr Hafa nær 300 milljónir til umráða Það er ekkert smáfyrirtæki að sjá uni vetrarólympíuleiki með þeim kröfum sem-Alþjóða — Ol- ympíunefndin gerir til þeirra sem um þá sjá. Talið er að nefndin hafi sem svarar 300 milljónum íslenzkra króna til umráða og ekki vitað hvort það nægir, Hefur þetta komið frá Kaliforníuríki og einnig frá ríkinu Nevada, og svo frá þingi Bandaríkjanna í Washing- ton. Gert er ráð fyrir að mik- ið af þessu komi aftur á sjálfum leikjunum á ýmsan hátt og svo standa þessi mannvirki eftir sem glæsileg vetrarhótel og dvalar- staður fyrir skíðaáhugaménn og hvíldarþurfandi borgara. Hafa keppendur Norður- landa samflot? í norrænum blöðum má sjá, að gert er ráð fyrir að Norður- löndin vinni saman að undir- búningi ferðarinnar vestur og ferðist saman. Mundi það þá verða á svipaðan hátt og þegar þau fóru saman til Melbourne 1956. Voru það hinar olympísku nefndir landanna sem skipulögðu það mál. í ágúst í sumar fóru fram um- ræður um þetta milli nefndanna og fór sá fundur fram í Stokk- hólmi, en ekki er íþróttasíðunni kunnugt um það hvort Island átti þar nokkurn fulltrúa. Yfirleitt er gert ráð fyrir að þátttaka verði minni en vant er á Vetrar -OL. og er fjarlægð- in frá þeim stöðum sem mest iðka skíðaíþróttina og til Squaw Walley, taiin orsökin. KITCHENAID-hrærivélar Nokkur stykki aí stærstu geið nýkomin.- Raftækjadeild Skólavörðustíg 6. Simi 16441. Sölubörn óskast $3 til að selja merki Sjálf sbjargar — félags fatlaðra —- í dag — sunnudaginn 26. október. Merkin verða afhent á þessum stöðum, frá kl. 10 fyrir hádegi: Melaskólanum, fordyri; Miðbæjarskólanum; Austur- bæjarskólanum; Lauganesskólanum, fordyri; Háa- gerðisskólanum; Langholtsskólanum, fordyri. SÖLULAUN. Foreldrar: Hvetjið börnin til að selja merkin. Sjálísbjöfg — iélag fatlaðra. (r -^- ugmyndasamkeppn 1 tilefni 50 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar, ákvað stjórn „RAPHA" að gefa fjárupphæð til lagfæringar á „Læknum", til framtíðarskipulags og fegrunar, og í þvíl sambandi láta fara fram hugmyndasamkeppni. Veitt verða verðlaun sem hér segir: 1. verðiaun kr. 12.000.00 2. verðlaun kr. 8.000.00 3. verðlaun kr. 5.000.00 Gögn varðandi keppnina verða afhent í skrifstofu „RAFHA'* í Hafnarfirði, frá og með 27. október, 1958, gegn 200 kr. skila- tryggingu. Úrlausnum sé skilað fyrir 1. febrúar 1959. DÓMNEFNDIN. ^> NÝKOMWÆR háar, tékkneskar gúmmíbomsur; stærðir og barnastærðir. Karlmannastærðir,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.