Þjóðviljinn - 26.10.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.10.1958, Blaðsíða 10
r 'IOJ, — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. október 1958 Sósíalistafélag Reykjavíkur Aðalfundur Sósíalistaíélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 28. október klukkan 8,30 eítir hádegi í Tjarnargötu 20. Ðagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sijónun. LAGAKEPPNIN í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 9. Hin spennandi úrslitakeppni nýju dansíanna. Lögin, sem keppa um verðlaunin, eru: Liðin vor. — Sprett úr spori, í Egilsstaða- skógi, — Minning, — 1 landhelginni, — Endurfundir, — Sólargeisli á grund, — og Syngdu. Haukur Morthens Adda Örnólfsdóttir Helena Eyjólfsdóttir Baldur Hólmgeirsson Syngja og kynna lögin \WP\ FJÓRIR JAFNFLJÓTIR LEIKA i^. — Ný, eftirtektarverð dægurlaga-söngstjarna syngur S fyrsta sinni. AÐGÖNGTJMIDAR K1. 8. Tékkneskar asbest sement plötur Byggingareíni, sem heíur marga kosti: * Létt * Sterkt * Auðvelt í meðíerð * Tærist ekki. Einkaumboð: Mars Trading Co. Klapparstíg 20. Sími -17373. Kínastjórn býður vopnahlé og hjálp Kínverska stjórnin hefur til- kynnt að hún muni gera vopna- hlé á Kvemoj-svæðinu annan hvern dag til þess að gefa For- mósumönnum tækifæri til að flytja birgðir til eyjanna. Alla mánaðardaga, sem hafa jafna tölu, verður ekki skotið á eyjarnar að því tilskyldu að bandarísk herskip fylgi ekki birgðaskipum Formósustjórnar- innar til þeirra. Þá lætur Kínastjórn þess getið við þjóðernissinna, að éf þá vanhagi um eitthvað, skuli þeir láta sig vita og hún muni láta þeim það í té. Lítilsháttar skothríð var frá meginlandinu í gær á eyjarnar. Sendiherrar Kína og Banda- ríkjanna í Varsjá frestuðu enn í gær fundi sínum og það er í þriðja sinn sem honum er frest- að á fáum dögum. ------\---------------------------------------- Brezk orustuþota Brezk orustuþota hrapaði til jarðar í einu úthverfi Detroit í Bandaríkjunum. Áhöfnin, 6 menn, beið- bana. Allmargt fólk slasaðist á jörðu niðri, er flug- vélin hrapaði, þrjú hús gjör- eyðilögðust og mörg önnur skemmdust mikið. Sex lík fundin Björgunarsveitir vinna enn að því að reyna að bjarga þeim sem lokuðust inni í námunni í Nova Scotia í Kanada í fyrri- nótt. Sex lík hafa nú fundizt en ennþá eru 87 menn lokaðir niðri í námunni og er engin von talin um að þeir séu á lífi. Nígería fær sjálf- stæði 1960 Bretar hafa nú heitið að veita Nígeríu sjálfstæði hinn 1. október 1960. Var þetta til- kynnt í London í gær á stjórn- arskrárráðstefnunni fyrir Ní- geríu. Langt er síðan brezka stjórn- in lofaði Nígeríu sjálfstæði, en ennþá hefur það loforð ekki verið efnt. Bretar hafa alltaf leitazt við að ala á úlfúð í ný- lendunni sjálfri t.d. með því að skipta henni niður á fylki og stofnað til deilna milli fylkj- anna um völdin eftir að land- ið allt fengi sjálfstæði. Upplýsingar f rá tungleldflaug Bandaríkjamenn hafa skýrt frá upplýsingum, sem fengizt hafa frá eldflauginni, sem þeir reyndu að skjóta til tunglsins á dögunum. Segja þeir að í ljós hafi komið að umhverfis jörðina sé 9000 kílómetra þykkt belti af geim- geislum, sem eru svo sterkir að þeir séu banvænir fyrir væntan- lega stjórnendur geimfara, nema þeir séu í blýklæðum. Þá er sagt að hitinn utan gufu- hvolfsins sé allt að 1000 gráð- um. Montgomery Framhald af 5. síðu að taka Berlín, en það höfðu þau hæglega getað gert að hans áliti. Stjórnmálaþróunin eftir stríðið hefði orðið allt önnur segir hann ef herir vésturveld- anna hefðu lagt undir sig Ber- lín, Vín og Prag og orðið fyrri til en sovézki herinn. Lífskjbr í hafi norðan Islands N.k. mánudag hefst vetrar- starfsemi Hi^is ísle(nzka nátt- úrufræðjfélags með samkomu í fyrstu kennslustofu Háskólans, kl. 20:30. Flytur Unnsteinn Stef- ánsson, efnafræðingur, erindi með skuggamyndum, er hann nafnir „Um lífskjör gróðurs og dýra í hafinu norðan íslands". Byggir hann erindið á niðurstöð- um íslenzkra hafrannsókna síð- ustu ára. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sérstak- lega skal sjómönnum og útgerð- armönnum bent á fróðleik erind- isins. ¦ Gamanþáttur um sölu buvara Framhald af 8. síðu. lega að hausunum, því volg svið er minn kjörréttur. Hér má enginn misskilning^ir koma til greina. Volg svið voru það kölluð í mínu ung- dæmi, þegar dansaður var vangadans, en hér er bara höfðað til kindarhausa. En þegar hausarnir komu, tók steininn úr. Ég hélt fyrst að þetta væri af köttum eða ref- um, en með því að þreyfa ofan í hnakkann fann ég að á þessum skepnum höfðu myndazt horn. Þarna voru fleiri að kaupa og útkoman var sú sama. Einn maður fór að skamma afgreiðslustúlkuna, en hún kvaðst ekkert geta að þessu gert, það fengi ekki annað. Ég sá strax af hyggjuviti mínu hvað það var hlálegt að skamma stúlkuna, sem hér átti enga sök. Reiði maður- inn heimtaði þá að tala við ráðamanninn en hann var þá ekki við, sennilega kominn á hausaveiðar á <ný. Við skulum sleppa því að tala um verðið á slátrunum, en það verður ekki hjá því komizt að minnast þeirrar lúa legu og lúsalegu aðferðar, að týna það mesta úr hausnum til að selja okkur á okurverði, en láta svo þessa kattarhausa fyigja slátrununum. <s Öðruvísi getur þetta ekki verið, því enginn á svona hausaðan fjárstofn. Eg veit líka að þetta er gert í óþökk bænda, því þeim mundi sjálf- um aldrei detta evona úthlut- un í hug. Slátursalan í sundurgrein- ingu §r snar þáttur fyrir sig og mætti í því sambandi minna á hinn forna bænda- höfðingja Hafliða, sem um var sagt „Dýr mundi Hafliði allur". Með núverandi kjördæma- skipun er hægt að bjóða okk- ur malarbúum flest, en mey skal að morgni lofa, en dag að kveldi. Hausana vóg ég, undir votta, er heim kom og lögðu þeir sig f jórir til samans f jög, ur kíló. Ilalidór Pétursson. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.