Þjóðviljinn - 26.10.1958, Side 11

Þjóðviljinn - 26.10.1958, Side 11
Sunnudagur 26. október 1958 ÞJCœVILJINN — (11 PETER CURTIS: 21. daaur. spjallaði hressiíéga og fjörlega um Díönu og garð- inn, ræddi um nágrannana og lét smátt og smátt á sér skiljast, að ekki ætti ?,ö minnast á þetta fram- ar. Eg var sárfeginn og svaraði á sama hátt og þar með upphófst næsta 'stig. í heilan mánuð gerði hún allt sem hún gat til að þóknast mér. Hún gaf mér peninga, hún gaf mér gjafir, hún hlustaði á hvert orð sem ég sagði eins og vísdómsperlur hrykkju sífellt af vörum mér, hún stakk jafnvel upp á utanlands- ferð, en dró þá tillögu til baka þegar hún varð þess vör að ég féllst á hana, og bar þvl við að hún gæti ekki farið frá barninu. Eg reyndi að veita verðug andsvör, en þau hafa sjálfsagt verið henni ófullnægjandi. Því að það Vár eins og eitthvað hefði þoxnað upp í mér þegar Ant- onía fór. Ákafinn og orkan voru á bak og burt og ég gat jafnvel ekki lengur gert mér upp. Eg gat verið kurteis, stimamjúkur og tillitssamur við Eloise, en elckert fram yfir það. En hún hafði þó áhugamál og gat gefið tilfinning- um sínum útrás. Hún hafði garðinn, húsið, Emmu Plume og barnið: Eg hafði ekki neitt. Stundum sá ég sjálfan mig ganga gegnum lífið eins og húsdýr í bandi. En þetta hafði ég valið sjálfur. Og með næst- um hvaða kvenmanni öðrum hefði ég getað sætt mig við þessa tilveru, og þakkað fyrir að ég hefði þó að minnsta kosti þak yfir höfuðið og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af næstu máltíð. En með Eloise var það ómögulegt. Jafnvel nú, þegar ég lít til baka, finnst mér erfitt að skýra hvernig á þessu stóð eða gefa einhverja ástæðu fyrir tíðum og ofsalegum deilum okkar. Fjöldi fólks verr upplýst en við, hefur lifað saman um ára- bil án þess að standa í því stríði sem við þurftum að heyja. En sennilega á slíkt fólk eitthvaö sameigin- legt, annaðhvort kynferðislega aðlöðun, sameiginleg- an metnað eða bara hatur á öllum heiminum. Án þessa alls varð líf okkar dálítið helvíti innan þessara fjogurra veggja. Rifrildi kviknuöu uppúr engu, bloss- uðu upp, hjöðnuöu, síðan komu afsakanir og nokkurra stunda vopnaður friður unz sama sagan endurtók sig. Næstum hver einasti skoðanamunur varð til þess að Eloise fékk kast. Hún grét, barði höfðinu niður og höndunum, fleygði sér jafnvel í gólfið og barði niður Og við hvert kast var eins og ég yrði steinrunninn, stóð álengdar og virti hana fyrir mér, þangað til hún var orðin hálf meðvitundarlaus. þá fyrst gat ég hrist af mér'slenið, barið á hendurnar á henni (sem ég gerði alltaf með mestu ánægju), borið ammóníak upp að nefinu á henni eða dreypt koníaki milli tannanna á henni. Allt betta gerði ég með ógeði sem æfingin gat ekki unniö bug á: og ég fékk sannarlega æfingu, því að um þessar mundir var EmmaJPlume önnum kaf- in af barninu, og þótt hún vissi betur en nokkur ann- ar hvernig málum var.háttað okkar á milli, vissi hún þó ekki hversu tíðar né hversu skelfilegar deilur okk- ar voru. Þótt undarlegt megi virðast, snerust þær sjaldnast um peninga, þótt ætla mætti að þeir yrðu okkur kær- komið deiluefni. Eg átti enn dáJítið .eftir af pening- unum sem fengust fyrir húsið í Birmingham, en meðan þeir entust ætlaði ég ekki aö biðia um meira. En skömmu eftir að Antonía fór, upphófst nýr þáttur hjá Eloise: frá því að vera næstum hlægilega spar- söm, varð hún ævintýralega eyðslusöm. Rándýr smekk- laus föt fvlltu hvern einasta skáp í húsinu. Fyrir Sá hlær bezt Diönu var bvggður stór sólskáli úr gleri í garð- inum var gerð sundlaug, með afgirtum, grunnum bletti, svo að Díana gæti vanizt vatni og lært að synda fyrir- hafnarlaust, sagði Eloise, sem siálf var dauðhrædd við vatn og sund. Þetta kostaði offjár. Auk þessarar eyðslu, gaf hún miklar upphæðir til góðgerðastarfsemi,,, Hún v,arð.,,við næstum hverri hjálp- arbeiðni, sem henni var send. Reksturskostnaðurinn við heimilishaldð í Reykháfshúsinu var sáralítill,. mið,- að við þær fiárhæðir sem húsmóðirin varði til góðgerða- starfsemi; Allt var þetta ósköp fallegt og göfugt og ég taldi það ekki eftir fyrr en einn daginn, þegar Eloise sagði: ..Heyrðu, Richard, við verðum að fara að spara eitt-j hvað af tekjum okkaf.” (Ágætt fyrir mig sem engam tekjur hafði). „Annars verður þú allslaus ef ég fell frá. Sjáðu til, pabbi gerði svo einkenniiega erfðaskrá., Tokjurnar renna mér til framfæris, en að öðrum kosti til ýmissa félaea í Birmingham. Þú fengir ekki neitt. Svo að við verðum að spara.” Eg var henni þakklátur fvrir þessa vinsamlegu til-; lögu, en það var ekki til frambúðar. Næstum sama | daginn ákvað hún að Díana þyrfti að fá meira siávar- loft og hreinna en völ var á á nokkurri baðströnd, svo 1 að hún tók á leigu lystisnekkju í þrjá mánuði og við r 1 1 JlEIMIUSÞATTURi fíTlTinniii;iiiiiinti!iiiii'Bmmmiii!niimmFff4Í i 1 rr' Lm endist eklti að eilífu SIGLRIíJÖKG GUÐBRANDSÖOTTIK frá Litla-Galtardai, andaðist að heimili sínu, Sigtúni 53, þann 25. þ.m. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýncfa samúð við fráfall og jarðarför sonar okkar, bróður og mágs JÓNS ÁRNASONAB einnig þökkum við læknum og hjukunarliði Lands-' spítalans fyrir góða hjúkrun og aðhiýnningu. Stefania og Arni Jónsson, Gylfi Árnason, ívristic og Stefáu Árnason. ■wwrirnimiiwnfMmwTnT-''--' b— Elskulegi eiginmaður og, faðir okkar, IRIS'flAN M. HCSBBY, 'ézt' áð þéifhili sínu aðfaranótt 25. þ.m. M3,tthildn- M. Huseby böra Handklæði og þurrkur endast ekki eilíflega og ekki dúkar og munnþurrkur heldur. Þunnar glasþurrkur eru orðn- ar slitnar eftir nokkurra ára notkun. Þá er aðeins hægt að nota þær í gluggahreinsun eða eitthvað þess háttar. Heillega búta úr siitum hand- klæðum má sauma saman og festa í það nýjan hanka. Þá er það ágætt eldhúshandklæði, • Þegar stoppa þarf og gera við lín er skynsamlegt að aðgæta fyrst hvaða möguleika saumavél- in veitir. Eí ekki er til stopp- fótur með ö!lu tilheyrandi, ætti að vera hægt að kaupa sérstak- an stoppfót sem passar í næstum allar vélar. Saumavél sem saum- að getur zik-zak saurn getur Verið mjög þægiieg við línvið- gerðir. Stoppið alltaf með sér- stökum stopptvinna. Stórt gat á gallalausum dúk verður að sjálfsögðu að gera við. Stór göt verður alltaf að gera við í ramma til þess að hægt sé að strengja á efninu. Gatið ó dúknum á myndinni er næstum út við jaðar og því þarf að sauma hjálparbót á dúkjnn til þess að viðgerðin gerði stöðug. Bótin er saumuð við með löng- um sporum sem auðvelt er að gatið erU greiddir með fínni greiðu eða nál, svo að þeir vísi allir í rétta átt, Saumið í hönd- u-num dálítinn gasbút á frá röngunni, og klippið brúnirnar burt alveg að saumnum. Svo er stoppfóturinn settur á véiina og byrjað að stoppa. Maður verður sjálfur að færa efnið fram og aftur, þess vegna er nauðsyniegt að nota ramm- arm. Byrjið að stoppa yfir inn- sláttarþræðina. Saumið hægt en flytjið rammann hratt fram og aftur. Þá verða sporin löng. Snú- ið efninu siðan á hinn veginn. Látið nú vélina sauma hratt og flytjið rammann hægt fram og aftur. Þá verða sporin stutt. Stoppið er varla sýnilegt, þeg- ar búið er að þvo og strjúka Eramhald af 7. síðu. prinsinn í ævintýrinu, maður nokkuð við aldur og hefur af eigin rammleik brotizt á- fram til auðs og valda: útlit og framganga Haralds hæfa honum sem bezt má verða. Hlutverlcið er fremur lélega samið, en atriðið í Washing- ton veitir þó ágætt tælcifæri til mergjaðs skopleiks og það grípur Haraldur tveim hönd- um, lýsir taugaveiklun, æs- ingi og leikaragrillum hins volduga manns af svo miklu fjöri og auðugu skopi að minnt getur á Jakob skáld í „Dóra“ Tómasar Hallgríms* sonar sællar minningar; eink- um er gaman a.ð kostulegu látbragði hans og skrýtnum, svipbrigðum. Það er annað en auðvelt að gera mikið úr forstjórunum fjórum, en allir eru þeir í góðum höndum. Inariði Waage er fyrir þeim kump- ánum og leikur eðlilega og skemmtilega, forstjóri þessi er sýnilega útsmoginn og samningalipur, sléttmáll og hrif'ígður til . Jióglífis og kve'ma. Snjallastúr er Lárus Pálsson og tekst að gera furðumikið úr sínu viðfangs- efni, gjaldker1 hans er í öllu sannur fulltrúi fégirndar og ósvifins gróðabralis, þröng- sýnn, meinlegur í orðum, ill- skeyttur og hgrður í horn að taka. Valdimar Helgason sóm- ir sér vel á sinum stað, sæl- legur og samvizkulaus kaup- sýslumaður. Róbert Arnfinns- son er allur hinn vörpuleg- asti og skapfellilegastur þeirra félaga, og áhugi hans á stólfótasmíðinni sannur og lifandi. Brvndís Pétursdóttir fer á- gæta vel með hlutverk einka- ritarans og skapar heilsteypta mannlýsingu, við hljótum að fá samúð með þessari sak- lausu, viðkvæmu og vandræða- legu stúlku. Skyndileg ofurást hennar á húspóstinum liggur kannski ekki í augum uppi, en Flosi Ólafsson heldur þó vel á sínum hlut. Sigríður Þ ’Gsdóttir er sýningar-'1 stúlkfi og sannarlega. á rétt- stað, og nýliðinn Svandíe jónsdóttir leikur snoturlega c' rifs+.ofustúlku í Washington. Bnn koma fréttamenn, ljós- "-i'mdarar og sjónvarpsþulir eum atriðin ent p-'-’d í siónvarpi, og er það nviung hér á landi. Atriði þ'ssi eru ekkert augnayndi, en veita eflaust góða hug- mynd um fréttaflutning I sjónvarpi; töku þeirra annað- ist Óskar Gislason. — „Sá hlær bezt“ er vægast s'agt ómerkilegt grín og engu Þjóð- leikliúsi til sóma.; almennan smekk og listræna fundvísi má leikhúsið sízt af öllu skorta. á. Hj. spretta burt aftur. Þræðimir við' dúkinn nokkrum sinnum. Framhald af 4. síðu. j 55. a7 c2 56. Bb3f Kd6 57. Dd3t og Panno gafst upp. Eftir 57. — Keö yrði fram- haldið 58. Dc4f, Ke7. 59. Dxc2, Hxa7. 60. Dc5t og vinn- ur. Óhemju viðburðarík og h."rð skák, þótt ekki sé hútt gallalaus.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.