Þjóðviljinn - 30.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.10.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fxmmtudagur 30. október 1958 þlÓÐVIUINN ÚtBefandi: Sameiningarflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: MaKnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar K. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. 1 Reykjavik og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. StórfelM umskipti jVfforgunblaðinu er það mjög í 4 mun að koma þeirri skoðun irm hjá almenningi að lítill eða enginn munur verði gerð- ur á störfum núverandi ríkis- stjómar og þeirra sem á und- an henni sátu. Mikið af áróðri blaðsins gengur einmitt út á þetta og segir það sína sögu um • raunverulegt álit þeirra Morgunblaðsmanna á mati al- nennings á stjómvizku Ólafs Thórs og þeirra sem með hon- um sátu í ríkisstjóm. Ijað fer ekki á milli mála að *■ Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið og telur núverandi ríkis- stjóm óalandi og óferjandi í alla staði. Til þess hefur Sjáif- stæðisflokkurinn að sjálfsögðu sínar óstæður og sumar æmar fró sjónarmiði þeirra sérhags- :nunahópa sem mestu róða um stefnu flokksins og telja hann réttilega hagsmunatæki sitt. En pegar mólgögn og máisvarar Sjólfstæðisflokksins reyna að koma höggi ó ríkisstjómina ó þeim forsendum að hún hafi ■Sízt reynzt betur en fyrirrenn- arar hennar er um leið kveðinn JPP þungur dómur yfir ríkis- stjórnum íhaldsins sjólfs. í ákafanum við að leitast við að :ió sér niðri ó núverandi stjórn gætir Bjarni Benediktsson þess ekki að hann slær einnig sjólf- an sig og skjólstæðinga sína. 'C'n sé litið ó þetta mól af full- ^ komnu raunsæi og með ó- irjólaðri dómgreind byggðii ó staðreyndum einum saman er auðvitað á engan hátt unnt að bera saman störf og stefnu í- haldsstjórna þeirra sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur róðið mestu í og núverandi ríkis- stjórnar. Það er eins og svart og hvítt, og skal þó á engan íiátt dregið úr því sem núver- andi ríkisstjórn hefur mistekizt eða hún látið vangert. ”lÆorgunblaðið hefur hvað eft- ir annað haldið því fram að ríkisstjórnin hafi brugðizt bví heiti sinu að hafa sem nán- ast samstarf við verkalýðssam- lökin. Auðvitað er þetta til- iiæfulaust með öllu og engir vita betur um það en forustu- :nenn og meðiimir verkalýðs- samtakanna. í þessu efni hefur orðið svo alger breyting frá beirri fjandskaparafstöðu sem ráðandi var til verkalýðsins, hagsmuna hans og samtaka í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins að enginn samanburður er mögulegur. Um þetta eru ekki aðeins samráðið um efnahags- :málin í tíð núverandi stjóm- ar órækur vitnisburður, þótt ekki hafi tekizt að ieysa þann ■anda að öllu leyti að vilja verkalýðsins, heldur og lögfest- ing fjöimargra hagsmunaatriða vinnandi fólks, sem fengizt hef- ur síðan ríkisstjórnin var mynduð. Að þeim ávinningum býr verkalýðsstéttin ekki að- eins í dag og á morgun heldur einnig um alla framtíð, beri hún gæfu til að standa sam- einuð og sterk um unnin rétt- indi og ávinninga. C’kki tekur betra við fyrir ■^ Sjálfstæðisfiokkinn ef bor- in er saman frammistaða stjórna hans í atvinnumálun- um og það sem eftir núver- andi ríkisstjórn liggur á því sviði, að í stað atvinnuskorts og fátæktar sem ríkjandi var víða um land hefur verið sköp- uð svo yfirdrifin atvinna við íslenzk framleiðsiustörf að víða er vinnuaflsskorturinn mesta vandamálið í stað atvinnuleys- isins áður. Þetta er því eftir- tektarverðara þegar þess er gætt að hernámsvinnan sem var helzta athvarf vinnandi fólks í stjórnartíð íhaldsins hefur fyrir atbeina stjórnar- valdanna verið dregin svo saman að hún er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Þetta er sannar- lega ánægjuleg þróun enda hef- Ur hún beinlínis stöðvað fólks- flóttann og upplausnina í kaup- stöðum og sjávarþorpum út urn land, sem var eitt helzta ó- hyggjuefni manna meðan Sjálf- stæðisflokkurinn réði mestu um stjómarstefnuna. Tjessi uppbygging blómlegs at- vinnulífs, samfara öflun öiv uggra markaða fyrir alla fram- leiðsluna og það mikilvæga skref sem stigið var með út- færslu fiskveiðilandhelginnar eru staðreyndir sem öll þjóðin þekkir og virðir hvernig sem íhaldið og Morgunblaðið lætur. Margt fleira mætti telja þótt það skuli ekki gert að sinni. En það sem máli skiptir er að öll- um almenningi er Ijóst að ekk- ert af þessu hefði verið gert ef íhaldið hefði mátt ráða. Við byggjum þá við hemámsvinnu sem helzta framfæri vinnandi fólks og vaxandi upplausn og fólksflótta víðsvegar af lands- byggðinni. íslenzkú fram- leiðsluatvinnuvegir hefðu hald- ið áfram að grotna niður og þjóðin orðin bónbjargamaður erlends herveldis. Við hefðum heldur enga 12 mílna landhelgi heldur 4 eða í mesta lagi 6 og útlendingar héldu áfram að skafa fiskimiðm við ísland. Þetta veit þjóðin og þess vegna fagnar hún því að íhaldið fékk frí frá stjórnarstörfum, fagn- ar þeim áföngum sem nóðst hafa með samstarfi vinnustétt- anna. Slík verk verða ekki bor- in saman við ógæfu Sjálfstæð- isflokksins með öðrum árangri en þeim sem honum er óhag- kvæmastur og verður aðeins til að inna á þróttleysi hans og gæfuskort meðan hann hafði forustu í ríkisstjóm. JónbjÖra Gíslason: Hvert stefnir? Það orkar naumast tví- mælis að hver sú þjóð sem hefur komið velferðarmálum alþýðunnar í viðunandi horf eé talin með fremstu menn- ingarþjóðum nútímans. Þar er séð sómasamlega fyrir hag þeirra stétta sem bera hita og þunga daganna og eru ætíð í fremstu víglínu ef svo mætti að orði komast. Enginn þjóð getur í raun og veru kallazt siðmenntuð, sem vanrækir málefni alþýð- unnar, því það er hún sem framleiðir og skapar þau verðmæti sem nauðsynleg eru fyrir hvert framsækið þjóðfé- lag, hvort sem það er stórt eða smátt. Hin mesta gæfa hverrar þjóðar hvar sem er í veröld- inni er að eiga framsækna og félagsbundna alþýðustétt, sem þekkir sinn vitjunartíma og skilur sitt hlutverk að fullu. Síðan ég kom heim til Is- lands, fyrir tveimur árum, hefi ég leitazt við að gjöra mér grein fyrir gangi áhuga- mála alþýðunnar í heild, eins og þau liggja fyrir í dag; hvernig þau séu rekin og hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. lEg var þeim ofurlítið kunn- ugur fyrir rúmum þrjátíu ár- um síðan. Á þeim tíma duld- ist mér ekki að þar var að vaxa upp kostameiður sem muriii veita ríkulega umbun, væri að honum hlúð eins og bezt mætti verða. Þá var verklýðsbaráttan i barndómi og lítt þroskuð, en gaf góð fyrirheit sem síðar urðu að glæsilegum veruleika. Þó að ég ■væri í fjarlægð fylgdist ég með öllum meiri- háttar átökum og afköstum alþýðusamtakanna og gladdist yfir hverjum sigri sem vannst,1^ smáum og stórum, því allt stefndi það markvisst í hina einu réttu átt — lokasigur hins vinnandi manns. Nú er verklýðshreyfingin orðin stórveldi 1 íslenzkum þjóðmálum og viðhorfið ann- að en var fyrir þrjátíu árum. Þá var blaðakostur alþýð- unnar smár, en gaf þó góð fyrirheit um framtíðina. Siðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og viðhorfið gjör- breytt; nú á verkalýðurinn tvö ágæt dagblöð sem stjórn- að er af ágætum og alkunn- um gáfumönnum. Staða ritstjóra yfirleitt er alveg sérstæð í sinni röð; hlutverk þeirra er slíkt að þeim gefst meiri málefnayfir- eýn en öðrum, þeir skynja öll pólitísk veðrabrigði öðrum fyr og geta annað tveggja, fært sér þau í nyt eða var- azt þau. Þeir eru spámenn sem sjá fyrir hálforðna hluti og haga starfi sínu samkvæmt því. Þeir eru sáðmenn fram- tíðarinnar og eiga dr.ýgstan þátt í hverskonar andiegUF gróður þroskast og vex í hug- arfari blaðalesendanna. Þeir eru einnig uppeldisfræðingar í beztu merkingu, vegna þess að þeir prédika hinum jmgri lesendum stéttarlega háttvísi í hvívetna. Engir einstaklingar eru jafn lífsnauðsynlegir sínum eam- herjum og þeir, hvort sem um er að ræða málefnalegan hraðbyr eða harðan barning. Það er vafalaust mál, að hver einasti sannur alþýðu- maður óskar stétt sinni gæfu o§f gengis, en eru ef til vill ekki á einu máli um, hverjar aðferðir skuli við hafa. En með því að hver og- einn við- hafi sína eigin aðferð og trú- arjátningu í þeim efnum verða kraftar fjöldans aldrei full- komlega sameinaðir. Það er mikil ógæfa vegna þess að sumt af því mik'a afli sem alþýðan hefur yfir að ráða, er þar óhagnýtt með öllu og er þar miklum andlegum fé- lagslegum verðmætum kastað á glæ. Þar kemur til hlutverk blaðanna; með óþreytandi eljn ber þeim að jafna allan skoð- anamun sem ríkja kann og sannfæra fjöldann svo ekki verði um villzt eða misskilið að sameinaðir sigrum við í hverju máli, en sundraðir töpum við. Hvar í vek'ldinni, sem al- þýðan er ósamþykk innbyrðis, byggja löndin aðeins tvær stéttir: herrar og þrælar, ekkert þar á milli. Eg er þess killviss að þetta vandamál er ritstjórum blaðanna áhyggjuefni en þeir eru einmitt hinir einu menn sem hafa aðstöðu til að greiða úr jessu vandamáli svo við- unandi sé. Það er hlutverk blaðanna. að styrkja þá þræði í félagsuppistöðunni sem veil- a.stir eru og liklegastir eru til að beita. Með samstilltum einhuga og festu er ég þess fullviss að að blöðin muni bera gæfu til að greiða úr þessu áhyggju- máli, sem liggur eins og mara á stéttvisum almenningi.. Eg og mínir jafnaldrar munu lítils n.jóta eða gjalda hvernig tekizt hefur með sam- vinnu alþýðunnar í framtíð- inni, enda smátt atriði i þessu máli en það er hin unga kyn- slóð og sú óborna sem ekki má gleyma, það er hún sem nýtur þeirra ávaxta eem sáð er til í dag. Komandi kynslóð mun blessa þá forystumenn fólks- ins sem í dag standa saman öruggir og félagslega heil- steyptir um málefni framtíð- arinnar. Hér á ekki að tjalda til einnar nætur, heldur ókomins tíma. Það sem lengi á að standa, skal vanda eftir föngum. Alþýðusambandsþing Is- lands hefst innan skamms. Athygli allra sem komnir eru til vits og ára mun beinast að því hvernig málum verð- ur þar hagað. Einlæg ósk um gæfuríkt starf. Jónbjörn Gíslason. Grikkir Framhald af 1. síðu. Sprenging varð í gær á flug- velli við Nikósiu, höfuðborg Kýp- ur, þegar hópur brezkra her- mann var á leið í farþegaþptu sem flytja átti þá til Bretlands." Tíu hermannanna særðust nokk- uð. Sprengjunni hafði verið kom- ið fyrir í handtösku eins her- mannsins. Útgöngubann var aftur sett í grísku hverfunum í Nikósíu í gær. í þorpi einu í austurhluta eyjarinnar var grískættaður lög- reglumaður í þjónustu Breta skotinn til bana. Hann var í fylgd með brezkum embættis- manni sem var á leið til þorpps- ins með 1000 sterlingspund í op- inberu fé. "Frjálslyndi,, íhaldsins Morgunblaðið skrifar margt þessa dagana um árásir sov- ézkra rithöfunda á Boris Pastemak í tilefni þess að lionum hafa verið veitt nób- elsverðlaun fyrir bókmennta- störf. 1 gær eeilist blaðið meira að segja svo langt að það birtir heila forustugrein þar sem það hælir sjálfu sér og Sjálfstæðisflokknum fyrir frjálslyndi og víðsýni og of- stækisleysi í menningarmál- um; það sé eitthvað annað hvernig íhaLiið hafi komið fram við Halldór Kiljan Lax- ness en framkoma sovézkra ráðamanna við Pasternak! Morgunblaðið heldur auð- sjáanlega að íslendingar séu ekki langminnugir. Sú stað- reynd mun þó aldrei fyrnast, að afturhaldið svipti Halldór Kiljan Laxness listamanna- launum ár eftir ár — einmitt þegar hann þurfti á þeim að halda — til þess að reyna að refsa honum fyrir stjórnmála- skoðanir hans. Bókmennta- sagan mun einnig geyma frá- sagnir um allar níðgreinarnar sem Morgunblaðið birti um Halldór, þar sem sérstaklega var klifað á því hversu mjög hann spillti áliti þjóðarinnar út á við! Það mun einnig lengi í minnum haft hvemig einn af embættismönnnum Bjarna Benediktssonar í utan- ríkisþjónustunni ferðaðist land úr landi til þess að reyna að koma í veg fyrir að Atóm- stöðin yrði þýdd og gefin út erlendis. Islendingar vita einnig hverjir það voru sem reyndu að koma í veg fyrir að Halldór fengi nóbelsverð- laun og gerðu að lokum ör- væntingarfulla tilraun til þess að sjá svo um að hann fengi þó aldrei nema hálf verðlaun! Og svo þungt var íhaldinu í skapi, þegar Halldóri voru veitt verðlaunin, að daginn eftir birti Morgunblaðið á for- síðu níðgrein um nóbelsverð- launaskáldið eftir aðalleiðtoga Sjálfstæðisflokksins í menn- ingaimálum. I þessum efnum sem flest- um cðrum hefur orðið að ' kenna íhaldinu mannsæmandi háttalag, sem það tekur þó aldrei upp fyrr en það er til neytt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.