Þjóðviljinn - 30.10.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.10.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. október 1958 — í*JÓÐVILJINN — (7 Undanjarið liefur mikið verið rætt og ritað um stóriðju á íslandi og hvernig afla beri fjár til slíkra framkvœmda. Þjóðviljanum hefur borizt grein um þessi vandamál eftir ungan menntamann sem nú stundar nám í Skotlandi, Gísla Gunnarsson. Rœðir hann þar ýmsa þætti þessa vandamáls frá sínú sjónarmiði, og véentir Þjóðviljinn þess að grein hans geti orðið upphaf frekari umræðna um þessi mikilvægu mál. I A undanfömum árum hef- xir tal um erlenda fjárfestingu hér á landi aukizt mikið. Þeir, sem einkum hafa vakið máls á henni hér, eru flestir ungir, tæknimeimtaðir menn, sem lært hafa erlendis og finnst seði fá- tæklegt í atvinnumálum, þegar heim er komið. Erlend fjárfest- ing er oft auðveldasta aðferð- in við að hefja stórfram- kvæmdir, því að oft vill verða erfitt um lántökur erlendis eða fjármagnsmyndun heima fyrir. Má því segja af afstaða þess- ara manna sé á ýmsan hátt skiljanleg. Hinsvegar hefur ekki borið mikið á, að erlend auðfélög séu áfjáð að koma fé sínu fyrir hér á landi, en útlit er fyrir. að breyting verði á því bráðlega, •— einkum þó er kemur við vinnslu á þungu 'vatni. íslendingar geta bæði skilið stórhug Einars Benediktsson- ar, þegar hann vildi að Gull- foss væri virkjaður, og hræðslu Þorsteins Erlingssonar um að • fegurð fossins hyrfi vegna gróðavonar erlendra auðhringa. Ef ákveða á, hvort gefa eigi erlendum auðfélögum leyfi til að koma á fót stóriðju hér á landi, verður að sjálfsögðu að vega bæði kosti og galla á því og vita, hvort þyngra yrði á metunum. Tii þess að vera fær um að gera það tel ég eðli- legt að athuga hver reynsla annarra þjóða er í þeim efnum. II Eitt af helztu efnahagslög- málum iðnaðarvelda nútímans er þörf fyrirtækja til að losna við hagnað sinn. í auðvalds- þjóðfélagi fer hluti þessa liagn- aðar að vísu til einkaeyðslu eig- enda fyrirtækjanna, en það er oítast aðeins litill hluti, yfirleitt fer hagnaður þar til meiri fjár- festingar, og er þá gróðasjón- . armið að sjálfsögðu eitt látið skera úr um, hver hún verður, en ekki hagsmunir „ættjarðar- ihnar“. Oft vill því verða „fjár- flótti“ frá þessum löndum; — auðhringarnir koma fé sínu fyrir í erlendum löndum af því að slíkt gefur von um meiri gróða; Ein af afleiðingum þess var sókn Evrópuþjóða í ný- lendur og önnur eru afskipti Bandaríkjanna af málefnum Suður- og Mið-Ameríku. Ef lit- ið er á þá reynslu, sem þessi fómarlömb vestræns auðvalds hafa öðlazt vegna erlendrar f júrfestingar, hlýtur hún að hræða; erlend fjárfesting færði þeim fátt gott en hins vegar mjög margt slæmt; glötun á sjálfstæði, fyrst efnahagslegu, síðan stjómmálalegu. Þegar er- lent auðfélag hefur stórfram- kvæmdir í einhverju landi öðl- ast það efnahagslegt vald þar; efnahagsvald getur orðið mikið og raunveruiegt stjórnmála- vald, ef hinu erlenda íélagi tekst að gera stjóm landsins sér háða um of, stundum i þáð ríkum mæli, að það ga#i sett á laggirnar ríkisstjórn, sem breytti í samræmi við vilja félög til að ,Jesta“ þar fé og lofaði, að fullar bætur kæmu, þegar þau fyrirtæki, sem væru ef til vill stofnuð, væru þjóð- nýtt. Af einhverjum ástæðum leizt erlendum auðmönnum samt ekki á boðið. En hvaða skýringa ber þá að leita á því fyrirbrigði, að sum lönd hafa grætt á erlendri fjárfestingu en önnur ekki? IV Til að svara þessari spum- ingu vil ég fyrst benda á þann nauðsyn þess, að í ríki, þar sem erlend fjárfesting fer fram, sitji að völdum stjórn, er hugsi um hag allrar þjóðarinnar en ekki litils hagsmunahóps. í riki, þar sem mikil stéttabará^ta er, getur erlend fjárfesting þvi orðið hættuleg. Hún var hættu- leg á 19. öld við slíkar aðstæð- ur og hún er hættuleg ennþá í dag. Þegar iðnvædd lönd eins og t.d. Bandaríkin og Bretland hófu áður að koma fé sínu fyrir í löndum, sem skammt voru á veg fyrir í efnahags- Gísli Gunnarsson: Erlend fjárfesting félagsins en ekki þjóðarinnar. Slíkt var og er algengt, og þegar þannig stendur á hefur erlend fjárfesting í för með sér ennþá meiri fátækt almennings efnahagslíf landanna er komið undir duttlungum erlendra aúð- félaga. En er öll erlend fjárfesting hættuleg? III Ef saga 19. aldar er látin skera úr um það hlýtur svar- ið að verða jákvætt. Þótt Bret- ar hæfu framkvæmdir í Ind- landi og endurbættu landbúnað í Egyptalandi og Standard Oil Company græfi olíu í Venezu- ela og United Fruit Company ræktaði ávexti í Mið-Ameríku, komu þessar framfarir þessum þjóðum að litlu gagni, þar sem allur ágóði rann í vasa erlendu auðfélaganna, og öll laun voru mjög lág. Það var þá, að Karl Marx skilgreindi nýlendustefnu á þann hátt, að hún væri út- flutningur á þjóðarauði ein- hvers lands í þágu einhvers annars. En ef litið er á sögu 20 ald- ar hlýtur svarið að vera flókn- ara. Erlend fjárfesting hefur að vísu reynzt mörgum þjóðum ennþá ógæfuspor, en samt má finna mörg dæmi um hið gagn- stæða á þessari öld líkt og Vestur-Þýzkaland. Auk þeirr- ar miklu aðstoðar, sem Banda- ríkjastjórn hefur gefið vestur- þýzku stjórninni hafa banda- rískir auðhringar ausið fé í þýzkan iðnað og er ein skýring á því margþvælda orðtaki „þýzka kraftaverkið". Önnur góð dæmi eru lönd eins og Ghana og Marokkó. Nkrumah, forsætisráðherra Ghana, hefur hvatt erlend auðfélög til að koma fé sínu þar fyrir, og stjórn Marokkó gerði nýlega samning við ítalskt olíufélag um að það hæfi leit að og vinnslu á olíu í Atlasfjöllum. Til bragðbætis get ég að end- ingu getið þess, þegar upp- bygging stóriðju var hafin í Sovétríkjunum um 1930 og Sov- étstjómin hvatti erlend auð- mismun, sem er á þjóðum heims á 19. og 20. öld og hvað ennþá er þeim sameiginlegt. Á 19. öld ríktu yfirleitt aðr- ‘ ar skoðanir meðal stjómmála- manna en nú og þekking þeirra í stjórnmátavísindum þætti æði léleg eftir mælikvarða ársins 1958. Stjórnmálamenn á þessari öld eru hinsvegar yfirleitt miklu betur menntaðir og skilja betur duttlunga þjóðfé- lagsins, Sú skipan mála, að allt, — jafnt atvinnulíf og' ann- að, gangi áfram án afskipta ríkisvaldsins, — „laisses faire“ stefnan, hefur allsstaðar hörf- að fyrir þátttöku ríkisins í nær öllum greinum þjóðfélgsins. Nefndir og ráð, sem alls kyns sérfræðingar eru í, hafa eftir- lit með að gjaldeyri þjóðarinn- ar sé ekki eytt of mikið, að fjárfesting sé hvorki of mikil eða of lítil o. s. frv. Þannig er það bæði, þar sem þjóðin tel- ur sig búa við hagskipulag sósí- alisma eða „einkaframtaks". Það er staðreynd, að þjóðum er stjórnað miklu minna en áður af ræðuskörungum og valda- bröskurum, sem aðeins hugsa um hag sinn eða hagsmuna- hópsins, er gaf þeim fylgi, en í æ ríkara mæli af sérfræðing- um, sem álíta stjórnmál vís* indi. Ein afleiðing þess er sú, að nú bæði vilja stjórnmála- menn og geta betur en áður kornið í veg fyrir, að auðfélög misnoti aðstöðu sína, en furst- ari Indlands á átjándu og nitj- ándu öld hugsuðu lítið um slíkt; þeir hvorki vildu það né gátu. Því miður eru ennþá til mý- mörg dæmi um hið sama á þessari öld; víða eru stjóm- endur landa ekki áhugasamir menn með hugsunarhátt 20. aldar, heldur fulltrúar gam- alla og rotinna yfirstétta. Er ég tala um misnotkun erlendra auðfélaga á aðstöðu sinni á ég því einnig við, þegar þau styrkja í sessi fámenna yfir- stétt og múta henni til að fá aðstoð . hennar við að græða áfram. Oftast er hér um að ræða landeigendastétt eins og viða má sjá í Vestur-Asiu og Suður-Ameríku. Augljós er því málum, var um að ræða næst- um einu fjárfestingu, sem átti sér stað þar. Löndin urðu því algerlega háð erlendum auðfé- lögum í öllu, er laut að mörg- um mikilvægustu atvinnu- greinum sínum. Nú er þetta yfirleitt breytt. Þegar erlend fjárfesting á sér stað nú, er hún oftast samfara mikilli inn- lendri fjárfestingu og kafnar oft í henni. Eg vil taka það skýrt fram, Gísli Gunnarsson að erlend fjárfesting kemur alltaf að gagni fyrir þjóðir að lokum, hvernig, sem byrjun málsins hefur verið. Starfsemi erlendra olíufélaga í Vestur- Asíu hefur ennþá fært arab- iskri alþýðu fátt gott en margt ‘illt eins og verðbólgu, en síð- ar meir mun hún færa sér rétt- mætar eignir sínar sér í nyt. Reynsla þessarar aldar sýnir, að slík þróun er alls staðar ó- hjákvæmileg. En nú ætla ég að víkja máli mínu aftur að þeim ríkjum, sem ég sagði áðan, að hefðu hlotið einkum góða reynslu af erlendri fjárfestingu. Slíkt er bæði hægt að segja um Kanada og Vestur-Þýzka- land. En þess ber að gæta, að í fyrsta iagi búa bæði þessi lönd við gamla iðnmenningu, þau höfðu bæði nægilega marga menn til að stjórna uppbygg- ingu atvinnulífsins, i öðru lagi var ekki fyrif þar spillt yfir- stétt, sem engan áhuga hafði á að koma fé sínu fyrir í at- vinnuvegum þjóðarinnar held- ur aðeins að fleyta rjómann af mútufé erlendra auðhringa; í þriðja lagi átti sér stað í báð- um þessum löndum fjárfesting innlendra aðil.ia í sömu at- vinnugreinum o® erlend fyrir- tæki lögðu fé í; í fjórða lagi má benda á, að í Vestur-Þýzka- landi hafði ríkisvaldið (efna- hagsmálaráðuneytið) mjög mik- ið eftirljt með öllu verðlagi og einnig í xúkum mæli með fjár- festingu og uppbyggingu (síð- an er talað um „frjálst fram- tak“ þar i slagorðum víða um heim), s’ikt gerðu Kanadamenn ekki og iðrast þess nú stórum. Erlend fjárfesting virðist einnig eiga að gefa góða raun í löndum eins og Ghana og Mar- okkó. Þótt þau búi ekki við gamla iðnmeianingu eins og t. d. Þýzkaland og eigi auk þess í höggi við leifar úrelts léns- höfðingja og ættarhöfðingja- valds, bæta þau sér slíkt með öðrum leiðum. Þau búa bæði við mjög sterkt ríkisvald, sem heldur öllum sundrungarhópum í skefjum og hefur taumhald á öllum greinum þjóðlífsins, þ. á. m. atvinnuvegunum, og rikið stjómar allri iðnvæðingu eftir áætlun; en inn í hana fellur að sjálfsögðu öll erend fjár- festing. Ríkisstjómir styðjast þar heldur ekki við yfirstétt heldur fyrst og fremst hóp þjóðemissinnaðra mennta- manna, sem vinna fyrst og fremst fyrir alla þjóðina og þá ekki sízt fátækustu þegnana. Þess ber þó að gæía, að er- lend fjárfesting heyrir einkum til framtíðarinnar í þessum löndum, en allt útlit er fyrir, að hún muni samt heppnast vel. VI Ef ég dreg það nú saman, sem ég hef sagt hér að fram- an, verða niðurstöður mínar þessar; Það má telja almenna reglu að nú, árið 1958, sé eriend fjár- festing síður hættuleg en á 19. öld, og veldur því sú þekking, sem nú er í stjórnmálavisind- um, en var ekki og sem aftur orsakar, að nú gríoa ríkis- stjórnir allsstaðar fyrir hendur einkafyrirtækja bæði með sköttum eða beinu eftirliti. En til að koma í veg fyrir, að nokkur hætta verði af erlendri fjárfestingu, þarf að fullnægja þessum skilyrðum: 1. Ríkisvaldið þarf að vera nógu sterkt til að geta haldið mismunandi hagsmunahópum í skefjum. (Æskilegast væri. að þjóðfélagið væri stéttlaust). 2. Ríkisvald þetta verður að nota í þágu allrar þjóðarinn- ar en ekki lítillar yfirsíéttar eða örsmárrar klíku braskara. 3. Ráðamenn þessa ríkisva’ds þurfa að vera starfi sínu nógu vel vaxnir til að koma í veg fyrir, að erlend fjárfesting hafi óheillavænleg áhrif á þjóðarbú- skapinn. 4. Samfara erlendri fjárfest- ingu verður að vera innlend fjárfesting í sömu atvinnugrein- um, svo að landið yrði ekki of háð duttlungum erlendra gróðamanna. Framhald.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.