Þjóðviljinn - 30.10.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.10.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 30. október 1958 Vinnuskilyrði íslenzku lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli fil háðungar Framhald af 12. síöu. vandræði að stríða á fleira en einu sviði. Þeir sem til þekkja á Keflavíkurflugvelli kannast við skúra er standa við hlið þau er opna mönnum og farartækjum hinn gullna veg inn á Keflavík- urflugvöll. Kofar þessir sem eru 6 að tölu, sem sé einn við hvern veg inn á flugvöllinn, eru þann- ig að þeim ætti tafarlaust að loka sökum óþrifnaðar og engra hreinlætistækja — Hvar leyn- ast þeir menn sem eiga að gegna heilbrigðiseftirliti? Hvorki vatn né salerni í kofum þessum, sem sumir hverjir hafa ekki verið skúrað- ir í nokkur ár og hvorki er í vatn né salerni, verða lögreglu- menn að hýrast frá 7—10 klst samfleytt og verða að gera þarf- ir sínar þar sem eitthvert afdrep er að finna til þess, því lögreglu- stjórinn hefur lagt algert bann við því að menn séu leystir af verði til að fá sér matarbita eða sinna öðrum „luxusathöfnurp“ fyrir sjálfa sig. Slík er virðingin Síðan er ætlazt til af lögreglu- Liúfa ■ Leikfélagið Mímir á Selfossi frumsýndi sjónleikinn Ljúfa Maren eftir norska skáldið Oscar Braaten, föstudaginn 17. þ.m. Leikrit þetta gerist í Osló kringum 1880, og segir frá tveim stúlkum, sem koma úr sveitinni til borgarinnar. Er önnur þeirra, Karen, ráðin hjá kaupmannshjónum, en hin, Mar en, ræðst þar líka. Þar fá þær ýms vandamál við að stríða, og á vinnumaður kaupmanns- ins ilrjúgan þátt í ógæfu ann- arrar. Þarna kemur einnig við sögu sveitungi stúlknanna, at- vinnulaus náungi og illa gefinn, sem vill þó vinna en vantarl handlagnina. Einnig kemur fram unnusti Marenar. Persónur leiksins einkennast helzt af umhyggju hver fyrir annarri, hver vill öðrum hjálpa eftir megni. Annars er leikritið heldur tilþrifalítið, þó sumar senur séu góðar en endirinn helzt til daufur, vantar nægan stíganda, og vík ég þá aðeins að leikendunum. Níels Andrésson kaupmann leikur Guðmundur Jónsson með ágætum, eins og af honum var von. Var gerfið gott og leikur- inn allur jafn frá upphafi til enda. Matthildi konu hans leik- ur Ólöf Österby, framkoma hennar var öll ágæt, maður trúti því að hún væri heilsu- stjóra og öðrum að lögreglu- menn framkvæmi tollleit í bif- reiðum, farangri farþega og jafnvel á farþegum sjálfum. Munu flestir aðrir en lögreglu- stjóri, Björn Ingvarsson, telja slíkt til litilla þrifa, og þeim er um flugvallarhliðið fara litill sómi sýndur, að ekki sé talað um virðingu þá sem lögreglu- stjórinn og aðrir stjórnendur löggæzlumála á Keflavíkurflug- velli sína starfsfólki sinu með slíkum vinnuskilyrðum. Sem dæmi um framtaks- og hugsunarleysi lögreglustjórans má geta þess, að fyrir tveimur árum var tekið í notkun nýtt hlið á Keflavíkurflugvelli. Var byggður þar stór skúr, en hvorki lagt í liann vatn né frárennsli. Lögreglustjórinn hefur enn ekki gert néinar sjáanlegar ráðstaf- anir til þess að ráða bót á ó- fremdarástandi þessu og gæti því virzt vera einna mest áhugamál hjá honum, að lögreglumenn þurfi að koma sem skítugastir og verst til hafðir fram fyrir það fólk sem um flugvallarhlið- in þarf að fara, og hefur að- eins reynzt unnt að Jeggja vatn og frárennsii að einu þeirra 6 Maren laus og böguð, en vald það sem hún á að hafa yfir Níels kom kannske ekki alltaf nógu vel fram. Svava Kjartansdóttir leikur Maren, vinnukonuna hjá kaup- mannshjónunum af sannri inn- lifun, þar sem hvergi slakar á. Það er sannarlega ánægjulegt fyrir Selfossbúa að eiga leik- konu, sem gerir hverju hlut- verki þau beztu skil sem á verður kosið, og vonumst við eftir að fá að sjá hana í veiga- meiri hlutverkum. Elín Arnoldsdóttir leikur Karen, hina vinnukonuna, mjög laglega. Hlutverkið er vanda- samt, en Elín skilaði því með sóma. Axel Magnússon leikur Þóri, atvinnulausan slæping, þar er nokkuð vandfarið með hlut- verkið, en Axel var vandanum vaxinn. Ólafur Ólafsson leikur vinnu- mann kaupmanns ágætlega á köflum, en ekki bláþráðalaust. Páll Sigurðsson leikur unn- usta Marenar. Hann er nýliði á sviði og ber þess merki. Leikritið hefur verið sýnt á nokkrum stöðum síðan, og á- valt við góðar undirtektir. Það er vel þess vert að eyða einni kvöldstund við að horfa á það. Selfossi 24.10. 1958, S. Ó. hliða sem eru opin inn á flug- völlinn. Vegamál Austfirðinga Ábyrgðartilfiniiing’ og Sandgerðisgæzla Virðingarleysi lögreglustjprans fyrir mönnum sínum er þó ekki allt talið. Síðastliðinn vetur tók hann upp á því að senda einn lögregluþjón til gæzlu í Sand- gerði á hverri nóttu. Verður maður þessi að hýrast matar- laus í illa- og óupphituðu hús- næði, stundum allt að 10 klst. — Rétt er að geta þess að áður I blaðinu í fyrrad. voru birtar nokkrar ályktanir, sem gerðar voru á f jórðungsþingi Aust- firðinga í síðasta mánuði. Hér fara á eftir tvær ályktanir, önnur um vegamál, hin um fiugmál. Ályktun: „1. Fjórðungsþing Aust- firðinga flytur vegamála- stjóra þakkir fyrir hve vel hann liefur brugðizt við á- a. Að vegur frá Reyðar- firði um Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð til Breiðdalsvíkur verði fullgerður. b. Að lokið verði vega- gerð frá Hallormsstað að Hrafnkellsstöðum. b. Að lagt verði svo ríf- legt fé til Austurlands- vegar frá Víðidal að Jökulsárbrú hjá Foss- völlum, að þeirri vegar- lagningu verði lokið á átta árum. e. Að tekin verði í vega- lög vegur frá Seyðis- firði um Loðmundar- fjörð og Húsavík til Borgarfjarðar. f. Fjórðungsþingið lítur evo á, að vegur yfir Öxi verði mikil sam- göngubót fyrir byggðar- lög sunnan Berufjarð- ar og skorar k Alþingi, að veita fé til þess, að ruddur verði vegur þessa leið og koma þannig til móts við þá, sem heima fyrir safna fé til þessarar fram- kvæmdar". Stafliðirnir e. og f. voru samþvkktir með 8:2 og 7:1 atkvæðum. Að cðru leyti var ályktunin samþykkt samhljóða. störfuðu í Sandgerði 2 lögreglu- þjónar, en hættu báðir störfum þar eð þeir töldu starfið of mik- ið og áhættusamt fyrir aðeins 2 menn, enda oft margt um mann- inn og óeirðasamt meðan ver- tíð stendur yfir. Virðist þetta vera glöggt og gott dæmi um þann hug og ábyrgðartilfinningu er lögreglustjórinn ber til þeirra manna ej undir hans stjórn þurfa að lúta. ekorun um viðgerð á Ey- vindarárbrú. Telur þingið viðgerð þá, sem fram hefur farið góða úrlausn til bráða- birgða. 2. Fjórðungsþing Aust- firðinga beinir því til al- þingismanna af Austfjörð- um, að þeir vinni á næstu árum að því, að eftirfarandi framkvæmdir í vegamálum verði af hendi leystar: Frá Átlhagafélagi Strandamanna Vetrarstarfið hefzt með spijakvöldi í Skátaheimilinu föstudaginn 31. þ.m. kl. 8.30 e.h. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjórnin. mmmm 1 vélbata Fást í öllum bifreiðavöruverzlunum og kaupfélögum. PðLAR H.F Ályktun um fhigTnál: „Fjórðungsþing Austfirð- inga bendir Flugfélagi Is- lands á, að mjög er óheppi- legt, að flugvélum skuli að jafnaði ætlað að lenda á Egilsstöðum eftir kl. 4 daginn. Margir farþegar eiga langa leið heim til sín frá flugvelli og auk þess er >4 veðri þannig farið á Fljóte-*^* dalshéraði, að oft þyngir í * lofti eða leggur yfir lágþoku síðdegis og verður þá ekki lendandi fyrir flugvélar, þó að bjart sé framundir mið- aftan“. Samþykkt samhljóða. Biskupar Framhald af 12. síöu. Takið eftir Dömu og telpujakxar í flallegu úrvali. Svo og margar gerðir af telpu og drengjapeysum með V — háls- máli. Ennþá höfum við vörur á gamla verðinu. PrjóniístofaK Hlín Skólavörðustíg 13 frumvarp um biskup þjóðkirkju íslands. Var það nefndarálit kirkjumálanefndar, er hafði lagt frumvarpið til hliðar og samið' nýtt frumvarp. Er þar lagt til að biskupar skulu vera tveir. Skal annar sitja í Reykjavík og nefn- ast Skálholtsbiskup. Hinn bisk- upinn skal sitja á Akureyri og nefnast Hólabiákup. Umræður um málið halda áfram í dag. Þá sendi þingið Jóhannesi, biskupi kaþólskra á íslandi samfagnaðar- I skeyti með nýjan páfa. Vélstjórafélag íslands Happdrættið biður útsölumenn sína að herða söluna og gera jafnóðum skil fyrir selda miða. — Þeir, sem þegar hafa selt sína miða, ættu að koma í skrifstofuna og taka viðbót. Þeir, sem enn hafa ekki fengið miða, en taka vilja þátt í sölunni, ættu að koma sem allra fyrst og sækja sér miða eða hringja í síma 17500 og verða miðarnir þá sendir. Látum nú hendur standa fram úr ermum. Aðalfundur félagsinis verður haldinn í Grófinni 1, þriðjudaginn 4. nóvember klukkan 20.00. Dagskrá samkværnt félagslögum. Félagar. Fjölmen'iið á fundinn. STJÓRNIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.