Þjóðviljinn - 31.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.10.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJ^)VILJINN — Föstudagur 31. október 1958 þlÓÐVILHNN Útgeíandl: Sameiningarflokkur alÞíSu — Sósialfstaflokkurinn. — Ritstíórar: Maenús KJartansson (ftb.), Sigurður GuSmundssou. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaoamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, fvar K. Jónsson, Magnús Torli Ólafsson, Sigurjón Jóhannssorf. Slgurður V. FriðMófsson. — Auglýsingastjórl: GuSgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiSsla, auglýsingar, prentsmiSja: SkólavörSustig 19. — Slmi: 17-500 (5 línur>. — ÁskriftarverS kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — PrentsmiSJa ÞjóSviljans. Kjördæmamálið á dagskrá öitstjórnargrein sem Þjóðvilj- *™ inn birti fyrir nokkrurn dögum um kjördæmamálið hefur vakið athygli, umtal hafizt og skrif. Er brýn nauð- syn að halda málinu vakandi og skiljást ekki við það fyrr en iundin hefur verið leið til a5 oæta úr fanglæti því og mis- rétti sem þrífst í skjóli hinnar úreltu kjördæmaskipunar og kosningalaga. Engin skynsam- leg rök eru fyrir því að þeir íslendingar sem nú eru órétti beittir með áhrif á þing og stjórn landsins, gerðir þar miklum mun réttlægri en aðr- ar þegnar.. láti slíkt viðgangast engur. Ófremdarástand úreltr- ar kjördæmaskipunar hefur þegar varað allt of lengi, og þeir sem verða fyrir barðinu á ranglætinu eru nógu margir til að koma nauðsynlegum breyt- ingum fram. Alþýðublaðið birtir ritstjórn- •^* argrein um málið í fyrra- dag. Bendir blaðið á skýr dæmi ranglætisjns og nefnir sem höfuðatriði er tryggja verði í tnæstu breytingu kjördæma- skipunarinnár réttlætiskröfu ainna fjölmennustu byggða um fleiri Alþingismenn. „Höfuð- staðurinn getur ekki með nokkru móti sætt sig við ann- að en að fá fleiri þingmenn og hraðvaxandi kaupstaðir eins og Akranes og Keflavík hljóta að verða sjálfstæð kjördæmi vif inæstu breytingu. Þá kemur ^g ntijög til álita fjölgun þing- manna fyrir kjördæmi eins og Akureyri, Hafnarfjörð og Gull- öringu- og Kjósarsýslu, sem hafa 6400 til 8300 íbúa, meðan til eru tvímenniskjördæmi með 2500—3000 íbúa." Alþýðublað- ið leggur áherzlu á að þetta megi ekki dragast lengi og hafi .núverandi ríkisstjórn viður- kennt þetta mikla vandamál neð því að setja það* á stefnu- skrá sína. Telur blaðið eðlilegt að freistað væri í næstu breyt- ingu að finna einhverja þá skipan kjördæmamálsins sem ¦íryggði af sjálfu sér leiðrétt- ingar til samræmis við byggð iiandsins, án þess að þurfa að 'jjúfa að mestu leyti annað -starf í landsmálum og efna til •ivcnnra kosninga. ,]|Æorgunblaðið getur ekki stillt ¦^ sig um venjulegt karla- grobb um áhuga Sjálfstæðis- ilokksins fyrir málinu, þótt ilokkurinn hafi löngum verið i>eggja handa jám í kjördæma- málinu og komið fram með :mjög afturhaldssamar tillögur um breytingar. Nú segir Morg- unblaðið að ekki muni standa á Sjálfstæðisflokknum „þegar aafizt verður handa um endur- skoðun kjördæmaskipunarinn- ar. Það er skoðun Sjálfstæðis- manna að slík endurskoðun geti ekki dregizt. Nýja kjör- dæmaskipunin verður í senn að byggjast á réttlæti og fram- sýni. íslendingár verða að leggja nýjan og traustan grund- völl að lýðræðis- óg þingræðis- skipulagi sínu. Um baráttuna að því marki verða allir þeir að sameinast, sem sjá og skiJja þá hættu sem nú steðjar að þjóðinni vegna þess að löggjaf- arsamkoma hennar er aðeins skrípamynd <af þjóðarviljan- um" npíminn segir í ritstjórnar- ¦*¦ grein: „í blöðum Sjálfstæð- ismanna og kommúnista eru nú felldir þungir dómar um kjör- dæmaskipun landsins og kosn- ingafyrirkomulag, Því skal ekki neitað að sumt af þessari gagnrýni á rétt á sér". Síðan telur blaðið að gallarnir stafi af því að of litið tillit hafi ver- ið tekið til vilja Framsóknar- flokksins í málinu, en telur að kosningaskipunin „þarfnist eigi að síður gagngerra umbóta. Slíkar umbætur verða hins vegar ekki gerðar í einni svip- an, heldur krefjast undirbún- ings af hendi færustu manna. SHkan undirbúning þyrfti vissulega að hefja sem fyrst" Rétt er að láta þess getið, að nokkur tími er liðinn frá því Tíminn viðhafði þessi ummæli, en það var 29. júní 1956. Rík- isstjórnin var mynduð nokkru síðar og setti hún sér það verk- efni m.a. að endurskoða kjör- dæmaskipun og kosningatilhög- un á kjörtímabilinu. Hefur á- hugi Framsóknarflokksins til að vinna það verk vægast sagt ekki reynzt mikill. IT'ramsóknarflokkurinn hefur *• allra flokka mest hagnazt á ranglæti kjördæmaskipunar- innar. Áhrif hans á Alþingi og ríkisstjórn hafa löngum verið langt um meiri en fylgi hans með þjóðinni hefur réttlætt. Svo langt getur misréttið geng- ið, að í síffustu kosningum hlaut Framsókn níu þingmenn á 3519 atkvæði. Annar flokkur, Þjóðvarnarflokkurinn, hlaut 3693 atkvæði og engau þing- mann. Slík kjördæmaskipan er ekki til frambúðar. Værj án efa skynsamlegra fyrir Fram- sóknarflokkinn að ganga heils hugar að endurskoðun og leið- rétfingum þeim sem óhjá- kvæmiiegar eru, en að kjósa sér þann hlut að sitja að rang- lætmu meðan sætt er og eiga á hættu að aðrir flokkar móti hina nýju skipan í kjördæma- málinu. Kristián Huseby Minningaiorð lí/tgja- i. v'Cf ~-h 1 dag fer fram útför vin- ar míns Kristians Huseby. Hami var fæddur i Noregi 18. marz árið 1899. Huseby kom hingað til lands árið 1921. Hafði hann lært kop- arsmíði í heimalandi sinu og árið 1924 réðist hann til H.f. Hamars og ^10101 þar til dauð- adags. Hann kvæntist eftir- lifandi konu sinni Matthildj Nikulásdóttur árið 1927. Þeim varð ekki barna auðið, en tóku tvö börn í fóstur, sem þau gengu í foreldrastað, þau Gunnar og Brithu. Ég kynntist Huseby, þeg- ar ég hóf iðnnám í Hamri, árið 1925 og urðu þau kynni að vináttu, sem hefur hald- iz-t æ síðan, eða í 33 ár. Huseby varð islenzJtur ríkis- borgari og var góður þegn Islands, en hann unni ávallt Noregi fæðingarlandi sínu. Huseby tók mikinn þátt í starfi stéttarfélags síns, Fél- ags járniðnaðarmanna og var fulltrúi þess oft á þingum A. S.í. Einnig vann Hann mikið og gott starf innan félags- ins í ýmsum málum, enda var hann gerður að heiðurs- félaga þess fyrir mörgum ár- um. Hann var trúnaðarmað- ur félagsins i h.f. Hamri og í því starfi komu í Ijós hans miklu mannkostir og skyldu- rækni, sérsiiaklega var það áberandi í fari hans, að þeir sem lítils voru megnugir áttu ávallt athvarf hjá honum. Ég tel það mikla hamingju að hlafa átt hann að vini. Það var ávallt gott að leita til Huseby ef þurfti að ráða fram úr einhverju vandamáli, hann hafði ætíð eitthvað gott til málanna að leggja. Þegar ég nú kveð þennan vin minn þakka ég honum af alhug fyrir alla vinsemdina og drengskapinn, sem hann auðsýndi mér og votta eftir- lifandi kónu hans og börn- um innilegustu samúð mina. Kristinn Ág. Eiriksson. sem stundaði síldveiðar á Is- i lándsmiðum. Það sumar kynnt- iíst hann á Siglufirði íslenzkri stúlku, er síðar varð eigin- koná hans. ; I|m haustið fór únnustashans með honum til Noregs. Að ári liðnu komu þau svo aftur til Islands. Bjuggu þau fyrst í Hafnar- firði, en fluttust að þremur mánuðum liðnum til Reykja- víkur og áttu hér heima allan sinn búskap upp frá því. Fyrstu búsetuár sín hér «&- Kristian Huseby stundaði Huseby ýmiskonar daglaunastörf. Árið 1924, í febrúar, réðst hann til starfa í vélsmiðjunni Hamri og vann sem járnsmiður þar að mestu óslitið til dauðadags. Er Huseby hafði dvalizt hér á landi í um tuttug^i og fimm ár hlaut hann íslenzkan ríkis- borgararétt, sem hann mat mikils, enda reyndist hann hér góður þegn. Kvæntur var Huseby Matt- hildi Nikulásdóttur, ættaðri af Snæfellsnesi, hinni mætustu konu. Lifir hún mann sinn á- samt börnum þeirra tveim Gunnari og Brithu. Eru þau bæði uppkomin og búsett hér. Tvö systkini á Huseby á lífi; Gudrunu búsetta í Þýzka- landi og Peter í Noregi. Komu þau bæði í heimsókn'tii hans i eumar. Systur síha hafði Huseby þá ekki séð, í þrjátíu og sjS ár. . -, ' %. Huseby naut virðihgar og trausts samstarfsmahna sinná og vina. Hann var hreinn og ¦heinn og hafði. fulla einurð á að láta skoðun sína í ljósi við hvern sem í hlut átti með þeim myndarbrag, sem ekki er öllum gefinn. 1 tæplega tuttugu ár var hann trúnaðarmaður Félags járniðnaðarmanna á sínum vinnustað. Það getur oft ver- ið erfitt að gegna slíku starfi, en Huseby leysti það af hendi með slíkri prýði, að til fyrir- myndar má teljast. í gegnum það starf átti hann ríkan þátt í að móta starfsemi stéttarfé- lags síns og efla það að á- hrifum. Samfleytt í níu ár átti hann sæti í trúnaðarmannaráði fé- lagsins. Hann átti einnig sæti á Alþýðusambands}:ihgum sem fulltrúi þess og í Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Auk þeirra trúnaðarstarfa, sem hér er getið áð framan, vann Huseby mikið starf í nefndum fyrir félagið. Átti hann t.d. oft sæti í san«iinga- nefndum þess. Má .segja að hann hafi um lahgah" tíma verið með í ráðum úm" mik- ilsverðustu ákvarðánír félags- ins. Fyrir störf sín í'þágu Fé- lags jámiðnaðarmáhhá var hann kjörinn héiðursfélagi þess á 30. ára starfsafmæli félagsins árið 1950. Eg vil fyrir höhd okkar, eftirlifandi félaga Kristians Huseby, votta honum þakkir fyrir þau miklu störf, sem hann hefur unnið fyrir sam- tök okkar. Félagslyridi hans og ósíngirni í starfi mun okk- ur öllum lengi í mirini. Einnig vil ég votta eftirlif- andi konu hans og "börnum þeirra innilega samúð. Snorri Jónsson. o Kristian M. Huseby, járn- smiður, verður jarðsunginn í dag frá Fossvogskirkju. Hann lézt að heimili sínu hér í Reykjavík aðfaranótt þess 25. þ.m. Huseby hafði ekki gengið heill til skógar um langt ára- bil, en þrautseigja hans og karlmannslund var elík að hann gekk að vínnu sinni allt til hínztu stundar. — And- lát hans bar brátt að. Fæddur var hann í Þránd- heimi í Noregi 18. marz 1899. Foreldrar hans voru bæði norsk, þau voru Karen Alex- andria og maður hennar Gumerius Huseby, eirsmiður. Þegar Huseby var rúmlega 14 ára gamall fór hann tíj Álasunds og nam þar járn- smíði og vélstjórn. Þegar hann hafði lokið námi var lítið um atvinnu í Noregi. Hann réði sig að námi loknu i skiprúm og var á þeim árum m. a. vélstjórí á síliiarbátum. Sum- arið 1920 var hann á skipi Ýmsar fágætar famkm á uppboði Sigurðar Benedlkíssonar í dag Tímarít Bókmennfaíélagsins, Andvari, árbók FerSafélagsins, bækui Laxness, og IjóS S!gurður Benediktsson hefur bókauppboð í Sjálfstœð- ishúsinu í dag klukkan 5 síðdegis. Er þar að vanda margt fágætra og torfenginna bóka. Mínir vinir eftir Þorlák Ó. John- son, Piltur og stúlka — óvenju- góð frumútgáfa. Þá eru 13 af bókum Kiljans, íslenzkur aðall Þórbergs og Blindsker Hagalíns. Margar ljóðabækur eru til boða: Stefáns Ólafssonar, Gríms Thomsens, Jóns Ólafssonar, Guð- mundar Friðjónssonar, Páls Ár- dals, Illgresi Ar-nar : Arnarsonár (1924), Úrvalsrit Sigufðar Breið- fjörðs (1894), Söngbók stúdenta (1894) og Lilja {24, -útg). Hér skal láta staðar numið þó margt sé enn ótalið. Bækurnar eru óvenjuvel með farnar og að- eins örfáar sem þörf er á að binda. Bækurnar verða til sýnis í litlá salnum í Sjálfstæðishúsínu frá kl. 10—4 í dag, en uppboð- ið hefst kl. 5. Á skránni eru 60 bókarheiti, en bækur töluvert fleiri, >ví þarna eru t d. Tímarit hins ísl. Bókmenntafélags frá 1880—1899, bundið í sámstætt skinnband, Andvari 1.—51. árgangur, einn- ig í samstæðu skinnbandi og Ár- bók Ferðafélags íslands frá 'upphafi. Allt eru þetta bækur sem margir hafa beðið eftir tækífæri til að eignast og má því vænta harðrar samkeppni. Af fágætum bókum eru þarna Hálfir skósólar og Spaks manns spjarir Þórbergs Þórðarsonar,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.