Þjóðviljinn - 31.10.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.10.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 31. október 1958 í>J ÓÐ VILJINN — (9 Þar sem ríkir vilfi og áhugi og ungir og gamlir faka höndum saman. - nœst árangur — jegir Karl Guðmundsson knaitspyrnuÍDjálíari nýkominn írá Noregi Þegar Íþi'óttasíðan skýrði frá því í fyrravetur, að íslenzkur knattspymuþjálfari hefði farið utan til þess að kenna knatt- spyrnu í Noregi, munu fáir hafa gert ráð fyrir því að það yrði nein frægðarför eða hugs- að sem svo að við værum frem- ur þurfandi í þeim efnum en frændur okkar Norðmenn, það væri sanni nær að flytja inn erlenda þjálfara en að við vær- um að fljdja þá út. Sjálfsagt hafa þeir menn byggt á þeirri reynslu sem þeir telja að feng- izt hafi yfirleitt af íslenzkum þjálfurum. Þeir hafa eðlilega gert ráð fyrir, að þjálfarar hér fengju í hendur menn sem væru námfúsir og reiðubúnir að leggja á sig það sem þjálf- arinn ætlaðist til, menn sem sýndu vilja og áhuga fyrir æf- ingum og því sem að þeim lýtur. Hin almenna skoðun hef- ur svo verið sú, að árangurinn hafi viljað láta á sér standa, knattspymunni fari ekki fram, og venjulega er skuldinni skellt á þjálfarana og gildir einu máli þó þeir séu erlendir. Því er sjaldan haldið á loft að stór hluti þeirra manna sem leggja sig í þjálfun, leggja ekki í það forsvaranlega vinnu, miðað við áhugamenn. Nú hefur það ævintýri skeð, að íslenzkur þjálfari, Karl Guð- mundsson, hefur dvalið eitt keppnistímabil í Noregi og þjálfað sapia liðið allan tímann með þeim árangri, áð lið hans komst í úrslit í Noregsmeist- arakeppninni og það er efst í sínum riðli í fyrstu deild. Hefur verið frá því sagt hér áður. Kar] er nú nýkominn heim úr þessari utanför sinni og í tilefni af því hefur Íþróttasíð- an rabbað við hann um dvöl hans í Lilleström og ástæðurn- ar fyrir velgéngni félags þess sem hann þjálfaði. —- Áttir þú ekki erfitt með að komast í samband við þetta nýja umhverfi og menn sem töluðu annarlegt mál? — Nei, engan veginn, málið truflaði ekkert og það má segja að ég hafi þegar í stað nóð sambandi við þá sem ég átti að þjálfa og eins þá sem höfðu forustu í félaginu, og þá getur þú séð að það voru ekki miklir erfiðleikar á veginum. Mér vai'ð það strax Ijóst að allir piltarnir voru mjög áhugasam- ir, reiðubúnir að gera sitt bezta - og draga hvei'gi af sér, og sama var um knattspymu- nefndina, hún var svo vak- andi að á betra verður ekki kosið. — Eg varð þess líka fljótt var að opinberir aðilar vildu líka gera sitt til þess að okk- ur gengi sem bezt. — Og hvenær byrjuðuð þið svo æfingar? — Það mundi nú þykja nokk- uð snemmt hér, en við byrjuð- rim 15. janúar, Var þá byrjað með tvær æfingar í viku inni, og 15. febrúar var svo einni æfingu bætt við og þá æft úti. Um það leyti var mikill snjór á jörðu en bærinn hélt svo til auðu svæði sem við gátum æft ó og leikið okkur, auk þess sem það var upplýst með flóðljós- um. Þarna úti æfðum við hlaup, mest spretti, leikfimi og allskonar leiki og þ. á. m. körfuknattleik. Allar þessar æf- ingar voru mjög fjölbreyttar og' fannst piltunum þær skemmtilegar. Nokkru síðar flytjum vjð svo aðra inniæfinguna út, og í marz erum við komnir með allar æf- ingamar út. Eg legg mjög mikið upp úr þessum vetraræfingum, þvi að þær eru undirstöðuæfingarn- ar undir sumarið — grunn- þjálfunin —. Fi'éttamanninum datt í hug: Hvenær ætli að íslenzkir knatt- spymumenn yfirleitt skilji þennan sannleika, og' hve lengi munu þeir bíða með að taka þetta upp, vitandi að þeim er Karl Guömundssoix það eins nauðsynlegt og öðrum þeim sem knattspyrnu iðka og vilja ná árangri. Við ræddum þetta, við Karl, og fullyrti hann að ísienzkir knattspyrnumenn notuðu ekki vetrartímann eins og þyrfti, og fyiir það„skoi'ti þá grunnþjálfun og öryggi í leiki sína, og framfarir. — Mikið um rabbfundi? — í hverri viku höfðum við fundi þar sem ég ræddi við þá um leikinn og skipulag hans. Ennfremur sögu hans og þró- un, og hinar ýrnsu leikaðfei'ðir. Þessa fundi héldum við allan tímann allt til loka keppnis- tímabilsins og eftir -að leikirn- ir byrjuðu, þá voru fundimir alltaf á fimmtudögum og voru þá ræddar leikaðferðir sem nota átti í næsta leik. Fundir þessir höfðu mjög mikla þýð- ingu fyrir leikina, þar sem oft varð að breyta um skipulag eða gera ráð fyrir að móti okk- ur yrði leikin þessi eða hin leikaðferði*. — Fylgdusj gömlu leikmenn- imir með? — Það má nú segja, margir af leikmönnum félagsins sem hættir eru að keppa komu og horfðu á flestar æfingar liðs- ins, þeir ræddu við piltana, hlustuðu á þá og færðu sér í nyt. Þetta varð líka til þess að piltarnir fundu að þeir voru ekki einir og að með þeim var fylgzt, og þeir kunnu að meta það. Þetta var hvöt fyrir mig og piltana líka, Og for- maður úrtökunefndarinnar kom á allar æfingar sem fram fóru. — Vinnuskilyrði? — Alveg sérstaklega góð. í fyrsta lagi var æfingasókn mjög góð, í öðru lagi var kapp- liðsnefndin samhent í því að gera mér lífið eins létt og hægt var og aðstoða um allt sem mögulegt var, til þess að ág gæti einbeitt mér að sjálfri þjálfuninni óhyggjulaus um allt annað. Þetta gerði mér miklu auðveldara óð vinna, og það svo, að allan tímann gat maður verið í andlegu jafn- vægi og aldrei kom til minnstu átaka um það sem gei'a skyldi, því var hlýtt með Ijúfu geði og ekki aðeins hlýtt, heldur lögðu piltamir sig fram hverju sinni. Mér leið því allan tímann vel, ég var upplagður hverju sinni og þeir sáu fyrir því að ég væri stai'fsglaðui'. A öllu þessu getur þú séð að ég átti ekki í erfiðleikum,. og í svona umhverfi hlýtur ár- angur að nást, þar sem allir hjálpast að: Ungir efnilegir leikmenn, vakandi leiðtogar, hjálpsamir gamlir og reyndir félagar, og svo fann maður að bak við þetta allt saman stend- ur svo allt fólkið í bænum. Sem dæmi um áhuga íólksins má nefna framtak þess þegar undirbúinn var leikurinn LiIIe- ström—Fredrikstad sem fara átti fram í Lilleström. Það mátti því aðeins ske að þar væri völlur sem tæki allt að 15 þús. áhorfendur, en völlur- inn sem þar var fyrir tók um 6500. Nú voru góð l'áð dýr, og þá var það sem svo að segja allur bærinn tók tii starfa og vann hverja stund á kvöldin og dagitin líka til þess að búa út áhoi'fendasvæði. Komu þar há- ir sem lágir og unnu, embætt- ismenn, verkamenn, böm og gamlir. Allir settu metnað sinn í það að Lilleström stæði við það sem til þyrfti til þess að leikurinn færi þar frarn, og það leikur á móti. Fredrikstad. Þetta tókst, föstudagskvöld fyrir leikinn var allt tilbúið, það gaf félaginu líka góðan skilding, því að fyrir að sjá um keppnina fékk það 20 þús. norskar ki'ónur, og er það nægilegt fé til að hafa þjálfara í 2 ár, auk þess sem þeir fá fyrir leikinn þegar gert verður upp. — Markverðustu leikir og lið? — Einn mesti sigur okkar var þogar liðið vann Fredrik- stad í Lilleström. Tvísýnasti leikurinn var við Freidig í Bergen, þegar sigurmái'k okkar kom á síðustu sekúndunum í framlengingu! Bezti leikur Lilleström var við Larvik Turn. sem við unn- um 4:2. Skemmtilegasta liðið sem ég horfði á í Nox-egskeppninni og sem lék skemmtilegasta knatt- spyrnuna var Eik, en liðið er svolítið ójákvætt fyrir fram- an markið. — Hvað nú ungi maður? — Veit það varla. Fékk til- boð um að kenna við skóla úti og Lilleström lagði hart að mér að koma aftur. Eg hef ekki enn gert það upp við mig hvað ég geri. Nei, hér hefur enginn gert mér tilboð um þjálfun^ enn sem komið er, en einhvern- veginn finnst mér að það væri gaman að geta geri knattspyrn- unni hér eitthvert gagn. — Og svo að lokum: Hvað á- lítur þú að við hér þyrftum að gera til að bæta knattspyrnuna, eftir reynslu þína úti? — Fyrst og' fremst að halda áfram að byggja upp unglinga- starfið í félögunum og leggja rækt við unglingana, ekki að- eins knattspyrnulega, það verð- ur líka að vera félagslega. Ef strákai'nir eru rétt upp aldir I félögunum, þá fá þeir meiri tryggð við félögin sem. þeir eru í. Þessi tryggð endist þeim svo þegar þeir hætta, og þeir hverfa ekki og týnast. Mér hef- ur aldrei verið eins ljóst og eftir veru mína í Lilleström, hvað hinir eldri sem hættir eru, geta haft mikil áhrif á hug og vilja hinna jmgri ef þeir halda saman, sagði Karl að lokum. Krustjoff samdi bók í sumarleyfi Fregnir frá Moskvu herma að Krústjoff forsætisráðherra Sovétríkjanna hafi notað sum- arleyfi sitt á Krímskaga til þess að vinna að samningu nýrrar hókar. Það fylgir fréttinni að bókia fjalli um nýjar skýringar á verkum Lenirxs, Auglýsið í Þjóðviljanum Stjörnufræðingar hafa á seinni árum eignazt nýtt tæki til ramtsókna á geinmum og lumintunglum. I»að er radíókönnuð- urinn sem tekur A ið útvarpsbylgjum sem berjast utan úr geimn- mn, en fyrir alllöngu kom á daginn að allar stjörnur gefa frá sér útvarpsbylgjur og tíðni þeirra og bylgjulengd getur fært vitneskju mn eðli þeirra, Þetta er ekki livað sízt mikils virð; þegar mn er að ræð-v himintungl sem ekki sjást í sjón- aukuin, jafnvel þeim stæistu, vegna þess að þau eru falia á bak við ský )af geimrylú. Radíókönnuðirnir eru einnig not- aðir til rannsókna á sjáanlegum stjörnum, jafvel á sólinnfi sjáltri. — Myndin er af einum stærsta radíókönnuði Evrópia sem er eign Heinrieli Hertz-stofnunarinnar í BerUn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.