Þjóðviljinn - 31.10.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.10.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 31. október 1958 T£I hjálpar vangefnum Framhald af 3. síðu. bregðist vel við vangefnum til hjálpar. Stjórn félagsins skipa Guð- rmmdur Gíslason, Aðalsteinn Eiríksson, Kristrún Guðmunds- dóttir, Sigríður Ingimundar- dóttir, Hjálmar Vilhjálmsson. 1 varastjórn eru Hialldór Hall- dórsson, Páll Líndal, Fanney Guðmundsdóttir, Vilhelm Há- konarson og Arnheiður Jóns- dóttir. Békmenntir Framhald af 7. síðu. undur standi sífellt á varðbergi að hún verði það ekki. Þess- vegna leggur hann sig allmjög fram um það að skrifa kank- vísan og jafnvel spaugilegan stíl. Niðurstaðan verður sú, að stíllinn er. í ósamræmi við efn- ið; þau farast á mis. Stíllinn, sem höfundur valdi sögunni, er ef til vill . megingalli hennar þegar öll kurl koma til grafar. Lesandinn vantreystir í flestu því skáldverki, sem ritað er í „röngurn" stíl. Málið á sögunni er sömuleið- is skrýtinn bléndingur. Það er einn þátturinn í ótímabærri gamansemi höfundar að við- hafa öðru hverju fornlegt orð- bragð, sem ekki kemur til mála að málarinn beiti: hún flugðist öll á hlaupinu; sú kona er vakna kunni snemmendis. Á hinn bóginn ber talsvert á leið- um málleysum: Eg dundaði mér þarna. . . heilu dagana; sparsemi sem afar og ömm- ur höfðu ræktað með sér gegnum innlent dg útlent mis- æri — og fleira þessu líkt. Skáldið Guðmundur Böðvars- son vex ekki af þessari sögu, en maðurinn hækkar: þarna situr bóndi einn í fásinni upp- undir fjöllum og brýtur heilann um þau vandamál, sem at- vinnuskáld og heimspekingar einoka í öðrum löndum. Svona er Guðmundur Böðvarsson hugrakkur maður — og svona erum við íslendingar merki- leg þjóð, þegar öllu er á botn- inn hvoitft. B. B. ! Bandarríkjamenn fá Nóbelsverðlaun í læknisfræði Nóbelsverðlaunum í læknis- fræði var úthlutað í Stokkhólmi V í gær, og hlutu þrír Bandaríkja- menn verðlaunin að þessu sinni fyrir rannsóknir í erfðafræði. Helming verðlaunanna hlutu tveir menn: prófessor George W. Beadle, 55 ára gamall og prófess- or í lífeðlisfræði við verkfræði- skóla í Kaliforníu, og E. Tatum, sem er 45 ára og starfar við Standford-háskóla. Hinn helminginn hlaut svo G. Lederberg, en hann er aðeins 33 ára að aldri og starfar við Madi- son-háskólann ’’ Viscounsin. Hann er meðal þeirra yngstu er hlot- ið hafa Nóbelsverðlaun í læknis- fræði. Þessir þrír menn hafa unnið brautryðjendastarf á sviði erfða- fræðinnar og eru tilraunir þeirra sagðar hafa jfýðingu í sambandi við hugsanlegár krabbameins- lækningar. AB kynnir Haga- Sín — á Isafirði Síðast liðið miðviku'lagskvöld, 25. þ.m. gekkst Almenna bóka- félagið fyrir kynningu á verk- um Guðmundar G. Hagalíns á ísafirði. Var kynningin með sama sniði og sú, sem haldin var í liátíðasal háskólans 12. okt. í tilefni af sextugsafmæli rithöfundarins. Húsfyllir 'var á kynningunni og hrifning með áheyrendum. Umboðsmaður Almenna bóka- félagsins á ísafirði, Matthías Bjarnason bóksali sá um þessa bókmenntakynningu, og róma þeir, sem vestur fóru vegna •hennar, undirbúning hans og móttökur. Almenna bókafélagið hefur í hyggju að efna til fleiri bók- menntakynninga úti um land í framtíðinni. R .* Vetrarkáp tir Vetrardragtir Flokksfonngi Almenna bókafélagið kgnnir dæmdur til dauða rit Sigurðar Einarssonar Foringi Framfaraflokks Suð- ur-Kóreu, Cho Bon Gam, sem tvisvar hefur verið í framboði við forsetakosningar á móti nú- verandi forseta Syngman Rhee, hefur verið dæmdur til dauða í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Dómstóllinn þóttist finna hann sekan um njósnir og sam- vinnu við stjórn Norður-Kóreu. Útbreiðið Þjóðviljann Á sunnudaginn kemur gengst Almenna bókafélagið fyrir kynningu á verkum sr. Sigurð- ar Einarssonar í Holti í tilefni af sextugsafmæli skáldsins. Verður kynningin í hátíðasal háskólans og hefst kl. 2.30. Dagskrá verður eem hér seg- ir: Guðmundur Daníelsson rit- höfundur flytur erindi um skáldið, en kvæði lesa þau Guð- björg Þorbjarnardóttir og Lár- us Pálsson. Baldvin Halldórs- son les eina af hinum al- kunnu ritgerðum sr. Sigurðar, en Þorsteinn Hannesson syngur einsöng, lög við ljóð eftir skáld- ið. Undirleik annast dr. Páll Isólfsson. Þá verður samlestur úr leik- ritinu Fyrir kóngsins mekt. Haraldur Björnsson og Ævar Kvaran lesa. Loks flytur skáld- ið sjálft kvæði. Efnið, sem flutt verður á bókmenntakynningunni er valið þannig, að það veiti sem bezta innsýn í skáldskap hans, þann elzta sem hinn yngsta. BOKMENNTIR II. ARG. - UTGEFANDI: BOKAUTGAFA MENNINGARSJOÐS - I. TBL, GðæssSegt rii* um þjóðhátíðina 1874, prýtt rúmlega 150 myndum Fyiir skömmu kom á bókamarkað mjög veglegt rit um þjóðhátíðina 1874. Segir þar frá hátíðahöidum í ölluin sýsluin landsins. Höfundur ritsins er Bryn- leifur Tobíasson. Kristján þonungur IX. Bók þessi er í sama broti og rit þau, sem út hafa verið gefin um Al- þingishátíðina 1930 og Lýðveldishátíðina 1944. Kostakjör Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins njóta ekki aðeins þeirra hlunninda, að fá félagsbækurnar við Bók sú, sem hér um ræðir, hefur að geyma glögga og greinargóða lýs- ingu á aðdraganda þjóð- hátíðar, hátíðahöldunum sjálfum og þeirri miklu þjóðlífsvakningu, sem varð um þessar mundir. Skýrt er frá komu Kristjáns konungs IX. hingað til lands „með frelsisskrá í föðurhendi“, ferð hans austur um sveitir, aðal- hátíðinni á Þingvöllum og þjóðhátíðanhaldi í öllum sýslum landsins. í bók- inni birtast myndir af fjölda manna, er koma við sögu, Ijósmyndir frá konungskomunni og há- tíðahöldunum, myndir af ýmsum spjöldum og merkjum, er uppi voru höfð, góðum gripum, er þjóðinni voru gefnir, skrautrituðum ávörpum o. fl. Þá hefur bókin og að geyma allmargar myndir eftir erlenda lista- menn, sem sóttu Island heim í tilefni hátíðarinn- ar. — Ýmsar þessara v“8 „Fró óbyggðum", ný fcók eftir Pólma Fjórtán ár eru síðan höfundur hófst handa um söfnun efnis í bók þessa. Ritaði hann þá allmörg- um mönnum víðs vegar um land, er vel mundu atburðina 1874, og fór þess á leit að þeir skýrðu frá þjóðhátíðarmimiingum sínum. Svör bárust frá 30 mönnum úr ýmsum landshlutum. Þessir menn eru nú flestir látnir, en frásagnir þeirra birtast í bókinni og auka verulega gildi hennar. (Auglýsing) mjög vægu verði, heldur er þeim eirrnig gefinn kostur á að fá aukabæk- ur útgáfunnar með um 20% afslætti. Eftir því sem útgáfa aukabóka fær- ist í vöxt, eftir því eru þessi hlunnindi mikil- vægari. Skal vakin at- hygli á því, að þeir fé- lagsmenn, sem kaupa 5 helztu aukabækur útgáf- unnar í ár, fá afslátt af þeim sem nemur heldur hærri upphæð en félags- gjaldið er. Fyrir félags- gjaldið fá þeir sex bækur, samtals um 1300 bls. að stærð. Gerizt áskrifendur og njótið þessara mikilvægu hlurminda. Félagsmenn, kaupið jólabækurnar hjá eigin forlagi og sparið með því fé! Afgreiðslan er að Hverfisgötu 21 í Reykja- vík. Umboðsmenn hefur útgáfan um land allt. Höfundur Njáiu Meðal útgáfubóka vorra í ár ér rit Barðá Guð- mundssonar þjóðskjala- varðar, Höfundur Njálu, Hefur nokkm’ hluti rits- ins áður birzt í blö'ðum og tímaritum, en fimm ritgerðir eru hér prent- aðar í fyrsta sinn. Bók þessi hefur að geyma stórmerka rannsókn á einu mesta listaverki ís- lenzkra bókmennta. Hún ér mjög vel rituð og víða bráðskemmtileg aflestrar. — Skúli Þórðarson mag- ister og Stefán Pjetursson þjóðskjalavörður hafa annazt útgáfu bókarmnar. Ritar Stefán greinargóðan inngang, er nefnist: Hin nýja Njáluskoðun. Félaqsbœkurnar 1958 Félagsbækur Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins munu koma út um miðjan nóvember- mánuð. Bækurnar eru sex, samtals um 1300 bls. Nú eins og í fyrra verður félagsmönnum gef- inn kostur á nokkru val- frelsi. Brátt verður nánar sagt frá árbókunum og tilhögun valfrelsisins. Hesnnessoii/ fsgur ósíur til Sonds og tungu Meðal útgáfubóka Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins í ár er önnur bókin í flokki rita þeirra, sem Pálmi Hannes- son rektor lét eftir sig. í fyrra kom út bókin „Landið okkar“, safn út- varpserinda og ritgerða, aðallega um ísland, landið sjálft, íslenzkt þjóðerni, sögu og tungu. Bók þess- tekið, svo sem hún átti skilið. Seldist hún mjög vel, og er upplagið senn á þrotum, þótt stórt væri. Hin nýja bók Pálma „Frá óbyggðum“, hefur að geyma snjallar ferðasög- ur, bráðlifandi lýsingar ó íslenzkum öræfaslóðum og allmarga kafla úr dag- bókum, er höfundur hélt jafnan á ferðalögum sín- ari var frábærlega vel I um. Bók þessi er, eins og hin fyrri, rituð á þrótt- miklu og litauðugu máli. Má hiklaust kveða svo að orði, að hún sé fagur óður til lands og tungu. Bókin er prýdd ágæt- um myndum, sem Pálmi Hannesson tók á ferða- lögum sínum. Hún er nokkru stærri en „Landið okkar", í sama broti og hún og svipuð að frágangi. MAðKðÐliSINN Laugaveg 89. Hafnarfjörítar Þjóðviljann vantar böm til blaðburðar í vesturhluta suðurbæjar. Talið við Sigxúnu Sveinsdóitur. Skúlaskeiði 20, sími 50648 Happdrættið biður útsölumenn sína að herða söluna og gera jafnóðum skil fyrir selda miða. — Þeir, sem þegar hafa selt sína miða, ættu að koma í skrifstofuna og taka viðbót. Þeir, sem enn hafa ekki fengið miða, en taka vilja þátt í sölunni, ættu að koma sem allra fyrst og sækja sér miða eða hringja í síma 17500 og verða miðamir þá sendir. Látum nú hendur standa fram úr ermum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.