Þjóðviljinn - 01.11.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN (7 1 Laxárdal í Suður-Þingeyj- arsýslu, þar sem fegursta elf- ur landsins rennur, hefur aldrei verið f jölmenn byggð, Lengst af munu hafa verið þar níu býli, og þó tvö hafi lagzt í eyði, hafa tvö ný risið. — Á einum þessara bæja, — öðru höfuðbóli dalsins — Halldórsstöðum, fæddist Páll Þórarinsson 2. febrúar 1857, en maðurinn sá átti sér merki- lega sögu. Ekki einungis fyr- ir það, að hann var einn bezti bóndi síns tíína, held- ur er lika í frásögur fært að hann eígnaðist fyrir konu skozka söngmey, — Lizzie- William að;. nafni, sem fædd er í Fifeshire 8. maí 1875, en hún býr enn á Halldórsstöð- um, með tveímur sonum þeirra Wilhelm og Þór. En Páll lézt 11. júní 1948, .r- 91 árs að aldri. Miglangar að minnast örfáum orðum á nokkur ævi- atriði þessara merku hjóna. Páll á" Halldórsstöðum, eins og hann.var nefndur í dag- legu talir ,pg hljómar einkar vel í eyrum allra þeirra er til þekkja ólst: ekki upp í fá- menni, því hin kostbæra jörð (Halldórsstaðir) hefur löngum verið setin af tveimur og þremur bændum — auk þess, sem systlqnahópur Páls náði nær einum.tug. Og fólkið á þessu h'vfuðbóli Laxárdals hefur löngum þótt frjálslegt og listhneigt. Það virðist því þurfa alhnikið til, að láta eig- inleika sína njóta sín í slík- um hópi. En því var svo var- ið með Pál, því hann átti ekki mörg ár að baki þegar einbeittni hans og fróðleiks- fýsn kom í ljós, samfara út- þránni, sem bærðist í brjósti hans. Það kom lika að þvi, að hann léði útþrá sinni vængi,..því haustið 1882, er hann var 25 ára, lagði hann af stað út í heiminn. Nú lá leið Páls til Skotlands, og bar hann fyrst niður í Leith og leitaði fyrir sér um gisti- stað, þvLhann ætlaði sér að dvelja þarna í borginni nokkra daga —g áður en hann færi upp í, sveit, að kynna sér skozka búnaðarhætti. Og gæf- an var Páli hliðholl, var hon- um visað til konu einnar sem bar ættarnafnið McDonald og rak veitingahús þar í borg- inni, ásamt manni sínum William Grant, sem einnig var umsjónarmaður við stóran barnaskójá. H.ión þessi sem bæði voru af háskozkum bændaættum, ogr áður höfðu átt heima í Fífeshire tóku þessum bórdasvni frá Islandi mjög vel, og dvaldi hann hjá þeim í góðu yfir^æti. En eins og gefur að skilja var Páll mjög stirður í ensku, og gaf sig mest að lítilli stúlku. Lizzie að nafni, sem var dótt- ' ir þessara ágætu hjóna, og var hún mjög hróðug að vera þess umkomin að geta leið- rétt og kennt fullorðnum manni, þar sem hún var að- eins sjö ára barn. En ekki urðu kennsludagarnir margir, - því Páll fór upp í sveit til bónda eins er hann dvaldi hjá hálft annað ár og frétti litla stúlkan ekkert af honum allan þann tíma. Þegar Páll hugsaði1 til heimf erðar1 eftir 3ja missiradvöl, kom hann Við hjá litlu stúlkunni í Leith, fyrrum kennara sins, þóttist hann nú standa henni jafn- fætis í málinu — og jafnvel enskum siðum. Þegar Páll kvaddi, bað litla stúlkan hann að skrifa sér og segja frá hvernig heimferðin gengi. Hann spurði þá hvort hún myndi svara bréfi sínu, játti hún því glöð í bragði. Þetta varð upphaf að tíu ára bréfasambandi þeirra. Nokkrum árum eftir fyrstu Skotlandsfcr Páls átti hann þess kost, að fara þangað öðru sinni til vetrardvalar á búgarði einum, sem og hann notfærði sér. í þeirri ferð sá hann ekki litla kennarann um. Og einn þessara vordaga, eða 3. júní 1894, giftu þau sig. Þegar næsta kvöld voru þau um borð í danska skip- inu „Láru" er klauf öldur hins víðfeðma úthafs í áttina til eylandsins í norðri, sem hinni ungu brúði var algjörlega framandi. Þegar Páll á Halldórsstöð- um kom heim með brúði sína, þarf varla að taka það fram hve gífurlega athygli það vakti í Laxárdal og víðar. Og •ekki fækkaði gestakomum á hið gamalkunna heimili. Og dómarnir, sem konan hans Páll bauð henni þá að hverfa sjálf til æskustöðvanna og lagði það á hennar vald, hvort hún sæi sér það fært að koma aftur. Þessu boði tók hún og hvarf suður yfir hafið, jafn óvænt og hún kom. En þó að syrti fyrir Páli bónda Um þessar mundir fór. þó ekki svo að birti ekki aftur, því skozka blómið hans Páls kom aftur, og festi svo djúpar rætur á Laxárbökkum, að þau hafa ekki slitnað upp s''ðan. Og sagt er, að stuttu eftir kom- una, hafi eitt sinn margt gesta verið á Halldórsstöðum, Gísli T. Guðmundsson: Páll og Lizzie á Halldórsstödum Æfintýrið um þingeyska bóndasoninn og dóttur skógarvarðarins írá Fifeshire skapað henni að lifa með. Þegar ég sá Pál og Lizzie fyrst, mun ég hafa verið á átturda árinu, að mig minnir. Það var í samkomuhúsi .hrepp.sfélagsins að Breiðu- mýri. Þar s'ing Lizzie, sem. öftar. Og !>';. var mín lang- þráða ósk uppfyllt, . og ekki varð ég fyrir vonbrigðum, því oft var ég búinn að heyra á hana minnzt, og satt var það, falleg var hún og brdsmild, hvernig hefur hún þá verið, þegar hún kom frá Skotlandi með Páli, bg e^n ung. Nú var hún komin á fimmtugsaldur. Cg scrTr hCTnar er barst í evrn r,;-> hh, sem 7—8 ára drenfTR hiiórnnr i eyrum mín- um enn í dá«r, þó liðnir séu. meira en þrír áratugir. Páll kom mér fyrir sjónir, bæði þá og síðan, sem frem- ur lágur maður vexti og ekki mjög þrekvaxinn, en persónu- leiki hans orkaði á mig, því undir miklum augnabrúnum hafði hann snör augu, sem mér virtust brosmild, þó við- mót hans pæti «-tund"m verið dálítið hrjúft. E-\ aðaf hans var örugg frsmkomn í orði og athöfnum svo að maöur var þess vel meðvitandi, að þar var á ferðinni maður með fátíðan traustleika. sinn, sökum þess að þá dvaldi Lizzie á stóru sveitasetri inni í.landi, til náms í verklegum fræðum, því á þeim„árum voru ekki kvennaskólar í Skotlandi. Þó var bréfaskriftum þeirra ekki slitið, því nær tíu árum eftir fyrstu Skotlandef or Páls, fær hann bréf frá Lizzie þar sem hún segir honum af þvi, að hún hafi visað frá ungum laglegum biðli á hennar aldri. — Ekki hefur því vérið flík- að, hvað Páll hefur hugsað eftir lestur þessa bféfs, - en eitt er víst, að á þessu herr- ans ári, haustið 1893, fór hann í þriðja sinn til Skot- lands, og hafði hann tryggt sér vetrardvöl hjá bórida þar, áður en hann fór. Þegar hann korii til Leith, og hitti fyrrverandi kennara sinn, sem nú var fullþroska kona, skýrði hann henni frá því, að hann væri kominn frá íslandi í sérstökum erindum til bónda nokkurs, og myndi- dvelja hjá honum um vetur- inn. Þá virtist Páli bregða fyrir mikilli alvöru í svip hennar, og var því fljótur að segja að nú ættu þau léttara með bréfaskipti, en ef hann væri úti á Islandi. Hún játti því með léttu kímnibrosi. Um vorið, er bóndinn á Halldórsstððum hugði til heimferðar skrifaði hann henni, og sagði með hvaða lest hans kæmi til Edin- borgar, og hvaða skip hann tæki til Islands. — Þegar lest- in rann inn á brautarstöðina í fyrrnefndri borg, var Lizzie þar mætt til að taka á móti honum, og gat þess að hún væri búin að fá frí, þar til skip hans færi til íslands. Og þessa fáu daga í Edin- borg, samkvæmt góðum heim- ildum, voru þau kvöld eitt á göngu saman í Princess Stréet þar sem blómaklukkan telur stundir manrianna og þar voru örlög þeirra ráðin, þau hétu hvort öðru ævarandi tryggð- Páls fékk hjá fólkinu, voru lofsamlegri en nokkur önnur brúður hafði fengið þar um síóðir. Svo er það kom í ljós, að hún hafði undurfagra Páll Þórarinsson bóndi að Halldórsstöðum eöngrödd, og söngmenntaður landi hennar hafði spáð henni heimsframa á þeirri braut, þá þrutu öll orð. Því var það engin furða, að mörg- um væri hugsað heim til Hall- dórsstaða, og hins gæfusama bónda Páls Þórarinssonar. En stundum bregður skýi fyrir sól, eins og sagt er — og engan þarf að undra, þó óyndi.gripi hina ungu brúði, í afdal í ókunnu landi. Og heyrt hef ég að Páll bóndi hennar, hafi fundið . til þess, að hann sem eldri maður og reymdari, hefði þarna stofnað til mikillrar áhættu um þetta ráð, honum fórst nú bæði viturlega og drengilega og sýnir það bezt hversu sann- ur maður Páll var. Hann bauð henni að hætta búskap á Hall- dónsstöðum, og fara með henni til ættarstöðva hennar í Skotiandi. En þá fórn af hans hendi taldi. hún sér ekki fært að þiggja, því Lizzie þó ung væri sá hvað bú hans stóð á gömlum og traustum grunni. og þá hafi Lizzie sungið á svo áhrifamikinn hátt, einn frægasta ástaróð allra tima, að tónarnir þeir, hafi náð til hjarta allra viðstaddra. Þegar Lizzie tók upp sam- starfið með bónda sinum, og tók að nema tungu lands- manna, er hún lærði til mik- illar hlítar, skapaði það henni aukin skilyrði til nánari kynna við fólkið. Það mun heldur ekki ofmælt, að þau kynni urðu sérstaklega vinsamleg og þeir, sem höfðu sig litt frammi, og töldu sig vinfáa urðu ekki síður aðnjótandi einlægs vinar, þar sem Lizzie var. Einnig urðu húsdýrin vin- ir hennar. Fuglarnir, er sungu við bæinn hennar á sumar- nóttum, en tístu angurvært á vetrardægrum, fóru heldur ekki varhluta af gæðum henn- ar. I þessu nýja umhverfi, er hún nú háði lífsbaráttuna í við hlið manns síns, mun hún hafa öðlazt nýtt mat á fegurð íslenzkra sveita, og ekki sízt ¦^. ^* Lizzie William skozka stúlkan, sem varð hús- freyja á Halldórsstöðum dalsins hennar, þar sem feg- ursta elfur íandsiris niðar — það opnaði henni nýtt lífs- viðhorf og lífsnautn meðal þess fólks, sem örlögin höfðu Eg vil að lokum minnnst eins atviks í lífi þeirra hjcna Páls og Lv,zie, en það var þegar Lizzie varð ^extug, og ýmis f élagssamtök hé'' iu henni samsæti. Þar var margt manna og tóku margir til máls, og ótrúlega margir, sem naumast höfðu látið í sér heyra áður á mannfundum. Mér er þó minnis^tæðast, er kona á áttræðis aldri kvaiidi sér hljóðs, og lýsti því yfir, að hún væri ekki vön að sækja. samkomur, hvað þá að halda ræður. En í dag bryti hún út af þeirri venju, því nú væri hún hér komin til að þakka Lizzie kynnin, síðan sagði hún m.a.: — Lizzie er eina vinkonan, að mér finnst, sem ég hef eignazt. Hún kom eitt sinn til mín, er ég átti í erfiðleikum — og lagði það á sig að koma oftar og paf mér þrek með alúð sinni til að standast erfiðleikana. Fleiri konur tóku í líkan streng. Setið var undir borð- um í fimm klukkustundir, og var það eins dæmi rnr um, byggðir, og sýnir bað b'izt hve miklum vinsældu»n Lizzie átti að fagna hjá fólkinu. og svo er enn. Þegar í^msæthiu lauk — bakkaði P*n '— og Lizzie söng — og var hyllt með lófataki. Eg var einn af f-'un^ í þessu samsæti, ^em e^ú tók til máls. En eigi rð ^í'ur veit ég eftir þau 25 rr. p-m mér auðnaðist að ver-j ná- granni Lizz;e og Páls, að það mun lengi lifa á vörumfcHs- ins í sveitunum norðpn ) á- jökla íslands ævintýri bónf'a- sonarins frá Halldórsstöðum. og söngkonunnar — dótíur skógarvarðarins í Fifeshire. Ævintýrið, er eitt sinn gerð- ist á löngu liðnu vori —, er þau áttu göngu saman frpm hjá blómaklukkunni í Prin- cess Street, er þau játuðti hvort öðru ást sína, er var svo sterk, að hvorki haf né lönd né glæstir draumrr v,m söngframa fengu aðskilið taail.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.