Þjóðviljinn - 01.11.1958, Síða 9

Þjóðviljinn - 01.11.1958, Síða 9
4)' ÓSKASTUNDIN Lauk ardagur 1. nóvember 1058 — 4. árgangur — 35. tölublaft. m]ÍA W4r Afmælisboð ÖII böi-n eiga af- mæli á liverju ári. '1 Gaman væri að fá vísu um af- mælið Mtt. Sagan af Þettamáekki Þegar Barnið var tólf mánaða hafði það lært margt. Það kallaði móð- ur þína „ma—ma“ og það gat sagt „kis kis“ við köttinn. Það vissi hvað ,,heití“ var og „brenna sig“, því einu sinni tók það á heit- um potti. og síðan gleymdi það ekki sárs- aukanum í stóru blöðr- unni, sem kom á aum- ingja litla puttann. Það vissi hvar ljósið var, og glugginn, og spegillinn. Það var um þetta leyti, sem það heyrði langt, skrítið orð aftur og aft- ur á hverjum degi. Orð- ið var „ÞETTAMÁEKKI“. Barnið velti þvi fyrir sér hvað „þettamáekki“ væri. Þessi skritni hlut- ur var í öllum skúffum. Það vissi Barnið, því í hvert skipti, sem það boraði litlu lúkunni of- an í einhverja skúffuna, var sagt: „Þettamáekki“. Það var líka í sauma- vélinni, því um leið og Barnið setti hjólið af stað, tók mamma hend- ina í burtu og sagði: „Þettamáekki.“ Stundum var það i hárri krukku, sem stóð á kringlótta borðinu stof- unni. Allir inni hrópuðu „Þettamáekki", ef Barnið teygði sig upp á borð- brúnina og ætlaði að ná í krukkuna. í einu horninu í stof- unni var glerker með vatni í og þar í voru þrír litlir gullfiskar. Barninu þótti mjög gam- að að klifra uppá stól og horfa á lithi gullfiskana synda í kerinu sínu. En í hvert skipti, sem það dýfði .fingrunum niður í vatnið til að snerta þessi fallegu dýr, sagði ein- hver, „Þettamáekki". Svona gekk þetta til þar til Barnið var tveggja ára. Það heyrði ekkert orð eins oft og langa skrítna orðið Þettamáekki. Einu sinni var Barnið aleitt hjá igullfiskaker- inu. Mamma var önnum kafin og tók ekkert eft- ir því hvað barnið var að gera. Nú var tæki- færið komið. Barnið klifraði upp á stólinn og teygði sig í áttina að ker- inu, til að ná í gullfisk- ana. En það teygði sig of langt, og datt á gólf- ið, og felldi um leið: fiskakerið. Barnið varð rennblautt af vatninu, sem helltist yfir það. Barnið var tekið upp, kysst . og skammað. Það var hrætt en ómeitt. Barnið hafði lært sina lexíu. Það var bezt að halda sér frá þeim stöð- um sem ,,Þettamáekki“ •hélt sig á. (Þýtt.) SKRÍTLUR~“ Kjóllinn þinn er of fleginn, sagði Anna við Siggu. Það er allt í lagi, sagði Sigga. ÓIi kemur til að sjá mig en ekki kjólinn. Jón frændi stóð og var að vökva blómin í gluggakistunni, þegar konan hans kom inn. — En Jón þó, það er ekkert vatn í könnunni. Það gerir ekkert til. Þetta eru gerviblóm, svaraði Jón. Litill drengur var úti að ganga með föður sín- um, þegar þeir sáu hund, sem rótaði upp jörðinni með afturfótunum. — Pabbi, sjáðu, hund- urinn fer ekki i gang. KROSSGÁTAN Lausn á síðustu gátu. Lárétt: 1 skora, 6 Kilj- an, 7 ló, 9 burknar, 13' an, 14 lóma, 15 ugg, 17 Gutti. Lóðrétt: ■ 1 silung, 2 klór, 3 oj, 4 ra, 5 an, 8 krani, 9 baug. 10 kl., 11 nótt, 12 an, 16 gg. Niliolai Nosov: IÞREP Petja- var að koma heim úr leikskolanum. Hann var nýbúinn að læra að telja upp í tíu. í garðinum hitti hann Völju systur sina, hún var að bíða eftir honum. ,,Nú kann ég að telja!“ sagði Petja hreykinn. „Eg lærði það í leikskól- anum, Horfðu á mig telja stigaþrepin núna.“ Þau lögðu á stað upp stigann, og Petja taldi upphátt: „Einn, tveir, þrír, fjór- ir, fimm, ....“ „Jæ.ia,“ sagði Valja hvetjandi, „haltu áfram.“ „Biddu svolítið, ég hef gleymt næsta þrepi, Bara augnablik og svo man ég það“. „Svona flýttu þér að muna Það,“ sagði Valja. Þau stóðu og stóðu á fimmta þrepinu. „Nei, svona get ég ekki munað það. Við skulum byrja aftur.“ Þau fóru alveg niður og lögðu aítur af stað upp. Petja taldi: „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm Og enn stanzaði hann, „Aftur búinn að gleyma?" spurði Valja. „Uh um. Skrítið, rétt áðan vissi ég það og núna get. ég ekki munað það! Við skulum byrja aft- ur.“ Þau fóru niður og Petja byrjaði á byrjun- inni. „Einn, tveir, þrír, fjór- ir, fjmm, ...“ „Tuttugu og fimm, kannski?“ Stakk Valja uppá. „Nei! Vertu ekki að rugla mig. Eg get ekki hugsað fyrir þér! Sjáðu, allt þér að kenna, að ég hef gleymt þessu. Nú verðum við að byrja upp á nýtt“. „Eg vil ekki byrja upp á nýtt,“ andmælti Valja. „Upp og niður, upp og niður. Eg er strax íarin að finna til í fótunum.‘* „Ef þú kærir þig ekki um það, þarftu þess ekki. En ég fer ekki lengra fyr en ég man það.“ Valja skildi hann eftig og fór inn. „Mamma,“ sagði hún0 „Petja er niðri að telja Framhald á 3. síðu. % ÍÞRðTTIR grrsTJöm /hiihamw niLCASam >■■11 .—........... Gautaborg iFK varð sœnskur meistari í knattspyrnu Fyrir stuttu er lokið keppn- inni í „All Svenskan“ eins og knattspyrnukeppnin er kölluð og er átt við keppnjna í beztu deildinni en þar leika 12 lið. Á s.l. ári var sú ákvörðun tekin í Svíþjóð að breyta til um keppnisfýrirkomulag þann- ig að hvei'fa frá því að Jeika á tveim timabilum eða vor og haust, en þá var byrjað á haust in en endað á vorin. Á sl. vori var svo byrjað og endað nú fyrir skömmu. Urðu nokk- ur átök um breytingu þessa og eru margir áhrifamenn i Svíþjóð mjög mótfallnir þessu fyrirkomulagi, og telja það á ýmsan hátt eðlilegra og betra að skipta keppnistíma- bilinu, það gefi þeim sem eru í hættusætum á hausti tæki- færi til þess að nota tímann yfir veturinn til Þess að undir- búa sig undir lokaþáttinn að vorinu, auk þess telja þeir það hvíld fyrir áhorfendur. Það hef- ur líka komið á daginn að aðsókn að leikjum i All Svenskan hefur verið minni en undanfarið og geta sumir sér til að það eigi rót sína að rekja til þessarar ,,Mammutkeppni“ eins og hún er almennt kölluð. Líka er gert ráð fyrir að Heimsmeistarakeppnin i knatt- spyrnu hafi átt nokkurn þátt í því að aðsókn var svo lítil, fólkið hafi verið orðið mett af knattspyrnu. Meðaltekjur af leik voru tæp 9500 kr. sem þyk- ir afarlítið. Mestar meðaltekj- ur á> einum stað voru í Gauta- borg (16.900) enda er hún talin eiga flesta knattspyrnuunnend- ur, við það bætist líka að» það varð einmitt lið frá Gauta- borg sem vann keppnina að þessu sinni, lék í úrslitum við Malmö og varð jafntefli 1:1 og því náði Gautaborg úr vita- spyrnu sem var ákaflega urn- rædd og tvísýn talin, en hefði Gautaborg tapað hefði Norr- köping unnið keppnina, Norrköping er borgin sem kemur næst með meðaltölu í aðsókn að leikjum og þriðja borg er Marlrnö. (14.000 og 13.000 áhoríendur). 42 vídaspynnir í 186 leikjum I blaðaskrifum um „Mamm- ut“-keppni þessa kemur í l.jós að í 186 leikjum hafa verið dæmdar 42 vítaspymur og' þyk- ir það mjög lítið, því almennt er talið að keppnin í Allsvensk- an sé hörð, enda er þar ekki lengur um áhugamenn að ræða heldur að meira eða minna leyti atvinnumenn sem leika í efstu deildum Svíþjóðar. Að ekki eru fleiri vítaspyrnur dæmdar þykja benda til þess að dómararnir séu ' heldur að slappast, og svo mikið er víst að það eru í flestum tilfellum ungu dómararnir sem dæmdu vítaspyrnurnar. Af þessum 42 vítaspyrnum var skorað úr ,30 og þykir það nokkuð gott. Það er líka athyglisvert að á heima- velli eru dæmdar 28 vitaspyrn- ur en ekki nema 14 þegar ekki er leikið heima. Þrjú ljð hafa ekki fengið á sig vítaspyrnu, og þykir það næstum undravert, en það eru: A. I. K., Gais og Mótala. Flest vítaspörk fengu Malmö eða 9, skoraði úr 4 en „brennir af“ 5 þeirra. Gauta- borg fékk 8, skoraði úr 6. Halm- stad fékk 5 og skoraði úr öll- um, og það var sami maðurinn, Sylve Bengt.son, sem skoraði þau ÖIl. Djurgárden hefur fengið á sig flestar vítaspymur eða 8 talsins. Að þessu sinni falla niður Eskilstuna og Mótala, en í þeirra stað koma Örgryte, lið —— Laugarda gur 1. nóvember Gunnars Gren, og var mikill fögnuður yfir því að hið gamla góða félag „Örgryte Idretts- selskap“ skyldi komast upp í deildina aftur. Nafnið á fé- laginu ber með sér að það er orðið til áður en Klubb og Forening var skeytt við nöfn félaga þar. Gunnar lék með lið- inu i allt sumar en nú hefur hann tekið þá ákvörðun að hætta keppni í knattspyrnu, og var síðasti leikur hans við Dani um daginn. Nú ætlar hann að leika sér að badmin- ton sem „mosjon“ og hugsa um verzlun sem hann á, og auk þess skrifar hann svólítjnn kafla um knattspyrnu á hverj- um degi í blað eitt í Gautaborg og' fær fyrir Það drjúgan skild- ing. Örgryte vann leikinn móti BOIS með 1:0 og þetta eina mark skoraði Agne Simonsson, og þótti það niikil og kærkom- in afmælisgjöf því Simonsson, átti 23 árá afmælisdag einmitt daginn sem leikurinn fór fram. Hitt liðið sem fór upp i fyrstu deild er Hammarby og i úrslitaleik unnu þeir Skell- efteá með 6:2. Svíar vinna annan af tveim leikjuni við Dani. Um síðustu helgi léku Svíar og' Danir ó þrem stöðum í knattspyrnu, og fóru leikar þannig að í Stokkhólmi varð jarfntefli 4:4 en þar áttust vi‘ð A-)ið landanna. B-leikurinn fór fram í Randers í Danmörku og 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (9 þar varð einnig jafntefli 3:3 og unglingaleikurinn fór fram í Odense og urðu úrslit þau að Sviþjóð vann með 2:0. Komu þessi úrslit Svíunum mjög á óvart og þykir frammistaða Dananna mjög góð. 1 Stokk- hólmi voru það Svíar sem allt- af voru á undan að skora en Danir jöfnuðu alltaf, og siðasta mark Svíanna gerði Gunnar Gren og var þá ekki langt til leiksloka, en ungur Dani, Mad- sen að nafni jafnaði, en Mad- sen þessi fékk frábæra aðdáun í leiknum og eftir leikinn sögðu blöðin að í leiknum hefði 38 ára meistari leikið siðasta leik sinn þ. e. Gunnar Gren, en dönsk „leikhetja" hefði byrjað og var þá átt við Ole Madsen. Gautaborg IKF í Evrópu- bikarkeppninni Þess má að lokum geta að norsku m.eistaramir Skeid og Gautaborg kepptu um dagjnn, en Skeid er liðið sem vann Lilleström með aðeins 1:0, og fóru leikar svo að Gautaborg vann með 2:0. Gautaborgarliðið er með í Evrópubikarkeppninni og hefur leikið tvo leiki í fyrstu umferð, og var liðið sem þeir kepptu við Jeunesse frá Luxemburg. Fyrri leikurinn fór fram í Luxemburg og tapaði Gauta- borg með 1:0, en í leiknum sem fór fram í Gautaborg' unnu þeir með 5:1 eftir að Luxemborgar- ar höfðu byrjað að skora.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.