Þjóðviljinn - 02.11.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.11.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 2, nóvember 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (S eftir Matsoka Sawamura t e-L \ íöRÖHIR frrsTJOKk muAm uKLCAsae ^5 1 ■ ■ V, Handkíiöttleiksmótið: ( JUDO er íþrótt, sem fólk á vesturlöndum þekkir 'ekki nógu vel til. I hugum margs fólks gefur nafnið judo til kynna banvæn högg á háls eða bak, eða að smávaxnir og kraftalitlir menn varpi tröllauknum jötnum yfir axlir sér með smáhandsveiflum ein- um saman, eða þá að sparkað sé í rifbein, andlit eða maga andstæðingsins svo að lífið sé murkað úr honum. Allar þessar hugmyndir eru rangar. Judo byggist ekki á neinum loddarabrögðum, þótt stund- um geti þeir, sem veikbyggðir eni notað sér kunnáttu í list þessari til þess að verjast þeim, sem sterkari eru. Judo er sem sé heiðarleg og vel skipulögð jþrótt, sem byggist á fornúm aðferðum Jápana í átökum, þar sem aðilar voru berhentir, og er þetta nokk- urs konar glíma, þar sem not- a.ður er sértstakur einkennis- búningur. Bæði ungir og gamlir, karl- ar og konur, geta stundað þessa íþrótt. Ekki eru til neinar leyni- lega.r aðferðir til að ná skjót- um árangri. Framfarir í list- inni hljóta ætíð að vera und- ir hverjum og einum komnar, nemenda og kennara. Margt - fólk hefur spurt mig:. Hver myndi vinna, ef þér ættuð í höggi við glimu- mann eða hnefaleikamann. Svar mitt við þeirri spurningu er, að það séu til menn, sem eru góðir í judo, aðrir í glímu og enn aðrir í hnefaleik, og hafi þeir allir möguleika til að vinna með því að nota þá tækni, sem þeir hafa þjálf- að sig í hver um sig. Mvndi sá þeirra vafalaust vinna, sem yrði fyrr til að komast í aðstöðu t.il að neyta sinnar íþróttar. En góðir judounn- endur stunda glímu þessa að- eins sem íþrótt og í keppni við aðra judoiðkendur. Orðið judo þvðir eiginlega „hinn mi’di háttur", og í judoskólunum verður þetta að lífshugsjón, sem nemendum er innrætt. Hinn mikla áhuga á judo er hefur þróazt um viða veröld á síðari árum, má ef til vill rekja til þessa, því að hvarvetna sem íþrótt þessi er iökuð eru sömu reglum fylgt. Að heimalaniii iþróttar- innar, Japan, undanskildu, er judo vinsælust í Evrópu og Ameríku, og er alls staðar stunduð bæði af körlum og konum. Þróunarsagá judo er í 'stuttu máli þessi: — Fvrir mörgum *ldum, eða árið 1576, voru hnifar, kylfur, stafir, sverð, spjót og bogar dg örvar einu vopnin, er til voru, en notkun þeirra var kennd og iðkuð með vísindalegri og oft lífshættulegri leikni. Kennarar i íþrótt þessari höfðu opin- berar stöður og voru í miklum metum. Var kennslu þeirra miðlað í mörgum skólum, er spruttu upp. Árið 1876 var mikil breyting orðin á. notkun vopna og glímuaðferða. Hin- ar gömlu liernaðarlistir voru cðum að falla í gleymsku og dá, og fór áhugi á þeim minnkandi í samræmi við það. Gömlu jiujitsukennararnir misstu embætti sín og urðu að leita sér nýrrar atvinnu. En þá kom fram ungur læri- sveinn liinna. gömlu meistara, er gerði sér grein fyrir því, að þessi gamla list var að tortímast. Þessi ungi etúdent var Jigoro Kano. getti hann sér það verk að endurskapa, Matsoka Sawanmra skipuleggja og binda í kerfi hina gömlu list eftir sínu eig- in höfði, og valdi úr öllum gömlu kerfunum til að skapa íþrótt, er byggð væri á há- leitri hugsjón. Þannig stofn- aði Jigoro Kano nýtt kerfi, er' miðaði jafnt að líkamsrækt og andlegri þjálfun í að vinna og tapa í keppni. Þessu kerfi gaf hann nafnið judo. Árið 1882 stofnaði hann sinn eig- in skóla, Kodokwan. Judo, eins og hún er iðkuð í dag, er sem sé kerfi það, er Jig- oro Kano þróaði í skóla sín- um. Hvers vegna kallaði' hann list þessa judo, en ekki jiu- jitsu? Af því að liann kenndi hana einungis sem íþrótt. I jiu-jitsuskólanum meiddust nemendur oft vegna hættu- legra aöferða við að varpa andstæðingi eða með því að snúið var upp á handleggi og fætur. Er fólk.sá þetta, hafði margt fólk fengið þá trú, að jiu-jitsu væri skaðleg og hættuleg, og var því farið að líta á jiu-jitsu sem meðal til að gera unga menn að of- stopamönnum. Önnur ástæða fyrir því, að hann forðaðist nafnið jiu-jitsu var það, að judo er fyrst og fremst í- þrótt til að þjálfa likama og sál, en það er eitt af því, sem mikilvægast er 5 lífinu. Próf- essor Kano setti fram innihald þjálfunar þeirra, sem fólgin er í judo í slagorðunum: „Há- marksafköst með lágmarks- áreynslu“, og „Gagnkvæm vel- ferð og velgjörð". Þannig- verður það að fullkomna! sjálfan sig og stuðla að vel- ferð mannlcynsins lokamark- miðið með þjálfun judo. Úrslitaleikurinn flokki leikinn í í meistara- kvöld? Eftir síðari heimsstyrjöld- ina kom en fram ný þróun á hinum gömlu bardagaað- ferðum jiu-jitsu, eem fólgin var í nýrri og fullkomnari tækni við sjálfsvörn. En nafn- ið jiu-jitsu er eiginlega ekk- ert notað lengur, heldur er nú notað heitið a'ikido yfir það kerfi, er þróaðist í síðari heimsstyrjöldinni, og er und- irbúningur undir kerfi það, er kallast karate, sem krefst geysilegrar þjálfunar, og er hættulegur leikur. Aðeins mjög fáir menn hafa náð valdi á því kerfi. Judo táknar þá „hinn mildi háttur“, eins og frá er sagt hér að framan. Jiu-jitsu þýðir „sjálfsvörn", en það er grund- völlur allrar hernaðarlistar. Aikido, merkir „vörn á mild- an hátt“ (nútíma-jiu-jitsu). Kara- í karate merkir „sterk- ari“, og te merkir „hönd“. Judoiðkendum er skipt í tvo aðalflokka. Lægri flokkurinn, eða byrjendurnir eru kallaðir „Kyu“, en meistararnir ,Dan‘. Er svo Kyu-flokknum skipt í sex stig, þannig að algerir byrjendur eru 6. Kyu, eða af sjöttu gráðu, og bera bleikt belti, í 5. Kyu er gult belti, 4. Kyu sítróngult belti, 3. Kyu grænt belti, 2. Kyu blátt belti og 1. Kyu brúnt belti. Er 1. Kyu liæsta gráða byrj- endaflokksins. Meisturunum er skipt í 10 flokka, þannig að 10. Dan er þeir, er lengst ei*u komnir. Eru einkennis- belti þeirra eins og hér fer á eftir: 1. Dan: svart belti. 2. Dan: svart belti. 3. Dan: svart belti. 4. Dan: svart belti. 5. Dan: svart belti. 6. Dan: Rautf og hvítt belti, eða þá svart belti. 7. Dan: rautt og hvítt belti, eða svart belti. 8. Dan: rautt og hv’tt belti. eða svart belti. 9. Dan: rautt eða svart belti. 10. Dan: rautt eða gullið belti. 12. Dan: hef- ur aldrei verið veitt neinum nema stofnandanum sjálfum, prófessor Jigoro Kano. í kvöld fara fram þrír leikir i meistaraflokki karla. Eftir þeim leikjum sem á leikskránni eru, getur svo farið að í kvöld fari fram hinn raunverulegi úr- slitaleikur í mótinu, en það er leikur KR og Fram. Fram vann sér það til ágætis í leiknum á sunnudaginn var að vinna ÍR sem fyrirfi'am mun hafa verið talið líklegasta lið- ið tií að berjast um titilinn við KR. í öllu falli má gera ráð fyrlr skemmtilegum leik og við fáum að sjá hvort það hefur verið nokkur tilviljun að hinir ágætu Framarar unnu IR-inga. Það er líka ekki ósennilegt að leikurinn milli Þróttar og Víkings verði baráttan um neðsta sætið, svo að það má gera ráð fyrir að barist verði eftir því sem þjálfunin leyfir, 7 mönnum í við- bót bjargað Sjö mönnum í viðbót var í gærmorgun bjargað úr kolanám- unni í Spring Hill í Nova Scotia í Kanada. Höfðu þeir verið lok- aðir inni í námunni á 4.000 m dýpi í rúma viku. Þrátt fyrir það voru þeir allhressir. Á mánudaginn höfðu þeir haldið upp á afmæli þess yngsta þeirra og þá skipt á milli sín einu brauðsneiðinni sem þeir áttu eftir. . . Lítil von er talin að þeir 40 menn sem enn eru í hinum lok- uðu námagöngum muni vera á. lífi. líka þar. Eftir le'ikjum félag- anna á sunnudaginn var, er Víkingur heldur líklegri til að fá bæði stigin, þó allt geti skeð. t Vafalaust er ÍR líklegra til sigurs í leiknum við Val. Vals- menn eru ekki sérlega vel und- irbúnir, og enginn mun efast um að ÍR leggi sig fram í þess- um Ieik allt frá byrjun. Á undan þessum meistara- flokksleikjum fara fram. tveír leikir í 3. fl. A.: Valur—Ár- mann og KR—Þróttur. Skúlatún 2 h Framhald af 12. síðu Þetta álit „sparnaðarnefndar“! bæjarins fyrir órið 1957, sem var lagt' fram á síðasta bæjar- ráðsfundi og má búast við að það verði fljótlega tekið til end- anlegrar afgreiðslu. Verður þá fróðlegt að sjá hvort íhaldið heldur fast við fyrri stefnu eða hvort það telur sér ekki annað fært en að f.vlgja tillögu Inga R. Helgasonar, sern „sparnaðar- nefnd“ hefur nú gert að sinni. Öanskur doktor j f j FramhaJd af 5. síðu 1' ákvörðun í málinu, og sumir hafa viljað halda því fram að orsakarinnar hafi verið að leita í því, að Christjansen læknir er tengdasonur prófessors Eriks Warburgs, rektors háskólans. Prófessor Warburg sat ekki þann fund háskólaráðsins sem ákvað að svipta tengdason hans hjnni óverðskulduðu nafnbót. I 500 ára sögu Kaupmanna- hafnarháskóla hefur það aldreí áður komið fyrir að doktor hafi verið sviptur nafnbót sinni. Samstarfsfólki, félögum, stofnunum, vinurn, kunningjum og vandafólki, er sýnau mér marg- víslega vinsemd á sextugs afmæli mínu 29. september s.l, pakka ég innilega og bið peim allrar blessunar. Jón Axel. Tilkynning Samkvæmt samningum vörubifreiðastjóraf élaganna við Vinnuveitendasamband Is- lands og vinnuveitendur um land allt — verður leigugjald fyrir vörubifreiðar í tímavimiu frá og með 1. nóv., og þar til öðru visi verður ákveðið, sem hér segir: Dagvinna Eftirvinna Nætur og helgidagav. pr. klst. pr. klst. pr. klst. 21/2 tonns bifreiðir kr. 70,66 kr. 88.40 kr. 100,14 2% til 3 tonna hlassþungi — 85,82 — 97,56 — >2.9,30 3 til 3y2 tonna. hlassþungi — 94,94 — 106,68 — 118,42 3]/2 til 4 tonna hlassþungi — 104,07 — 115,81 — 127,55 4 til 4y2 tonna hlassþungi — 113,19 — 124,93 — 136,67 41/* til 5 tonna hlassþungi — 122,30 — 134,04 — 145,78 Aðrir taxtar breytast ekki að þessu sinni. Reykjavík, 1. nóvember 1958. Landssamband vörubifreiðastjóra. %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.