Þjóðviljinn - 06.11.1958, Síða 6

Þjóðviljinn - 06.11.1958, Síða 6
0) — I>JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. nóvember 1958 þlÓÐVILJINN Úteefandl: Sametningarflokkur albí-Su - Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar: Maanús Kjartansson (áb.), Sigurður Ouðmundsson. - Préttaritstjóri: Jón fiiamason. — Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Víefússon, var E. Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson, Sisurður V. Priðbjófsson. — Auglýslngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjóm, af- greiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml: 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 30 á mán. f Reykjavik og nágrenni; kr. 27 ann- Ersstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Alvörumál að er hreinasti óþarfi fyr- ^ ir Ælþýðublaðið að taka < það sem feimnismál og hjú- < skaparfilboð með tilheyrandi < vangaveltum um hjónarúm, ( þó á það sé minnzt eins og < gert var nýlega hér í Þjóðvilj- i anum að eðlilegt væri að ís- < íenzku verkalýðsflokkarnir < hæfu öflugt samstarf í verka- ■ lýðsfélögunum og Alþýðusam- < bandinu, og gæti sú samvinna < ef vel tækist orðið til þess að < ayða tortryggni og efla gagn- kvæmt traust þessara flokka, ■ Líka er nokkuð djarft af rit- / stjóra Alþýðublaðsins að full- ( yrða að Alþýðuflokksmeim séu hæglátir í pólítískum ást- i 'um. Gæti slík fullyrðing orð- < ið til þess að espa þá gár- < unga sem telja að Alþýðu- 1 flokknum hafi undanfarið < helzt mátt llkja við léttúðar- < drós, sem ekki hefur orðið ' upp á mikið að bjóða og er < því hvorki mannvönd né dýr- Í seld, en þeim mun ákafari að i fá sér einhvem til fylgilags. I En þessi almannarómur mun <! þó fremur eiga við einstaka i foringja flokksins, sem að ’ vísu hafa verið látnir ráða I miklu um framkomu hans, en ( allan - þorra flokksmanna. Meðal Alþýðuflokksmanna er . tvímælalaust vaxandi vilji til < samstarfs við stéttarbræður sína í Sósíalistaflokknum, og ! i grein Þjóðviljans á sunnu- daginn, var lögð á það á- < herzla hve miklu varðar fyr- ! ir verkalýðshreyfinguna í iandinu að fólkið í verkalýðs- flokkunum og fylgjendur <! þeirra finni leiðir til heil- i brigðs samstarfs. Reynslan af / Hræðslubandalaginu við •Framsókn og samvinnunni við Sjálfstæðisflokkinn í verkalýðsfélögunum er ekki slík að Alþýðuflokksmenn, i sem hafa í huga markmið flokksins, telji fært áfram á þeirri braut, eigi flokkurinn / ekki að leysast upp og verða / að bráð afturhaldsöflunum sem honum var ætlað að berj- ast gegn og sigra. / Þá er það einnig orðum auk- ið og öfugt lesið að Þjóð- < viljinn hafi talið Sósíalista- i flokkinn og Alþýðuflokkinn \ eitt og hið sama, og að blaðið / Iiafi talið Sósialistaflokkinn ■ nauðalíkan Alþýðuflokknum. Hins vegar benti Þjóðviljinn á, að ekki ætti það að tor- velda samvinnu þessara verk- íýðsflokka, að stefnuskrár þeirra væru mjög svipaðar og íög þeirra, að Sósíalistaflokk- ■ urinn hafi verið stofnaður af sósíaldemókrötum og komm- < únistum með þeirri ætlun að hann væri nógu rúmur til þess að innan hans gætu bæði kommúnistar og sósialdemó- kratar starfað sem flokks- bræður að sameiginlegum hugsjónum og verkefnum, og að Alþýðuflokkurinn héldi því fram í skýrslum til alþjóða- samtaka sósialdemókrata að meðal flokksmanna og fylgj- énda Sósíalistaflokksins sé margt sósíaldemókrata. Hvað eftir annað hefur komið fram í Alþýðublaðinu að íslenzkri alþýðu væri mikil nauðsyn á einum sterkum verkalýðs- flokki, og á það sama hefur ekki sjaldnar verið bent í Þjóðviljanum. Og ekki er það raunsætt sjónarmið, hafandi í huga hina nokkuð sérstæðu þróun íslenzkrar verkaiýðs- hreyfingar, að slíkur eining- arflokkur íslenzkrar alþýðu sem til yrði á næstu áratug- um gæti orðið þrengri en Sósíalistaflokkurinn, einnig hann yrði að gera þessa til- raun að vera íslenzkur verka- lýðsflokkur, þar sem bæði sósíaldemókratar og kommún- istar störfuðu saman að sam- eiginlegum hugsjónum og verkefnum. jóðviljinn vill enn leggja þunga áherzlu á nauðsyn þess, að verkalýðsflokkamir hefji heils hugar samstarf í verkalýðsfélögunum og Al- þýðusambandinu. Það er mál dagsins í dag. Hver sá sem vill að framtíð verkalýðshreyf ingarinnar á Islandi verði eft- ir þeim leiðum sem brautryðj- endur hennar mörkuðu, hlýt- ur að skilja þá nauðsyn, að menn verkamannaflokkanna hefji einmitt nú styrka sam- vinnu í verkalýðsfélögunum og Alþýðusambandinu, og leggi í því samstarfi áherzlu á það sem sameinar en ekki hitt sem sundrar. Taldst slíkt samstarf vel, er ekki óeðlilegt að hugsa sér að það gæti átt sinn þátt í því að auðvelda samvinnu þessara sömu manna á hinu eiginlega stjómmálasviði, auðvelda sam- vinnu Sósíalistaflokksins og Alþýðufiokksins. Og þó nefnd sé sú framtiðarhugsjón beztu manna íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar fyrr og síðar að sú stund komi að íslenzk al- þýða sameini alla krafta sína í einum sósíalistískum verka- lýðsflokki, er það nú þegar fjarri því að vera gamanmál, heldur er það eitt mesta al- vöramál verkalýðshreyfing- arinnar á Islandi, hugsjón sem alþýðan hlýtur fyrr eða siðar að gera að staðreynd í lífi þjóðarinnar,- Margar tor- færar eru enn á leiðinni til þeirrar stundar, en víst er að á þeim torfæram verður að sigrast, eigi íslenzk verka- lýðshreyfing að verða fær um að gegna hinu sögulega hlut- verki sínu. Nú segir hún andlegu kúguninni í útlöndum stríð á hendur „Eg segi allri fjárplógs- starfsemi etríð á hendur“, sagði Rannveig Þorsteinsdótt- ir á sínum tíma í kosninga- baráttu, og hún var kosin á þing eins og menn muna. Þar studdi hún svo íhalds- stjóm sem fæstum þótti her- ská gegn fjálplógsmönnum og víst er um það, að hafi orr- ustur verið háðar á hennar vegum, þá hefur Raimveig og hennar lið borið þar lágan hlut, því ekki leikur vafi á að öll fjárplógsstarfsemi lifði mikið blómskeið um þær mundir. En þótt Rannveig rej'ndist að þessu leyti friðsamari en hún sjálf hafði boðað og ekki fari miklar sögur af hreysti hennar eða herkænsku og má- ske enn síður af seiglu hennar eða þolgæði úr þeirri styrj- öld sem hún eitt sinn tók sér herforingjastöðu í, þá er hernaðarsaga Rannveigar frá síðustu áram máske engu ó- girnilegri til frcðleiks fyrir það, þótt orrustur þær og styrja’dir sem hún ætlaði að heyja gegn fjárplógsstarfsem- áuni færast fyrir. — Sökum þess að tiltölulega lítið hefur í Rannveigu hvin- ið á opinberam vettvangi að undanförnu nú svo sem um tveggja ára skeið, þar til nú á mánudagskvöldið að hún lýsti mikilii vanþóknun á Rússum fyrir þá sök að þeir beittu menn andlegri kúgun og lét í ljósi hryggð sína og vandlætingu yfir illri meðferð á Pastemak, gæti hugsazt að menn hefðu ekki svo sem skyldi fylgzt með því, hvað á daga þessa ágæta kvenskör- ungs hefur drifið frá því að hún lét styrjöldina við fjár- kúgunina undir höfuð leggj- ast og þar til hún hóf aðgerð- irnar gegn andlegu kúguninni. Og með því að jafnan er að því hinn mesti skaði, ef at- burðaríkir kaflar úr sögu mætra manna falla niður, verður hér gerð fátækleg úpp- rifjun á láfsreynslu skörugs- ins hin síðustu árin. Er nú þar til máls að taka að á öndverðu ári 1956 tóku flokksbræður Rannveigar sig til og báðu skörang sinn að vera þingmannsefni annars stjórmálaflokks í kosningum á þvi vori. Það segir sig sjálft, að ekki mun það hafa verið auðsótt að fá jafnflokksholla og stefnufasta Framsóknarkonu til að leggja nafn sitt svo við hégóma, sem hér var farið fram á. En andlega kúgunin lætur ekki að sér hæða og fleiri hafa fyrir henni bognað en veslings Pascernak, enda fór svo að Rannveig var beygð og nafn hennar eftir mikið þjark og p'ningar letr- að uppundir rjáfri á fram- boðslista kratanna, og er það ’annað mál, sem ekki verður hér rakið, að ekki voru allir á einu máli um það, til hverr- ar prýði það væri þar. En þegar til kosninga kom fóra ýmsir efagjarnir menn að vefengja lögmæti þessarar lögspöku Framsóknarkonu á kratalistanum. Og fór þá svo sem oft vill verða, að ein kúgunin býður annarri heim. Nú var það sem sagt sýnt, í framhaldi af þeim útlegðar- dómi, sem flokkur Rannveig- ar hafði upp yfir henni kveð- ið, að hér gat ekki verið um minniháttar fráfæra að ræða, heldur þótti búferlaflutningur nú óhjákvæmilegur. Kúgunarlotan, sem Rann- veig var beitt í fyrstu umferð, þegar aðeins var um skrán- ihgu á kratalistann að ræða, var raunar eins og minnihátt- ar inntaka við smákvilla á móts við það sem nú kom á daginn. Nú þótti eklert minna duga en fórmlegur viðskiln- aður við Framsóknarflokkinn og innganga í kratakompaní- Rannveig Þorsteinsdóttir ið/ en slíkt er auðvitað ekki aúðveldara en gripaflutningur af sýktu svæði yfir mæðiveiki- girðingar og þarf til miklar laxeringar og innanhreinsanir hjartna og nýrna að nokkur skrifi upp á slíkt flutnings- lejrfi, eða viðurkenni lögmæti slikrar tilfærslu. Rannveigu er það sannar- lega ekki láandi þótt um hana færi nokkur hryliingur þegar henni var boðið að bergja af þeim bikar. Mundi og margur hafa hugsað sig'úm tvisvar áðúr en hann léti kúga sig til slíkra hluta, og ekki skal með öllu ósagt látið, hvort Past- emiak héfði reynzt svo ístöðu- lítill að hann hefði goldið samþykki sitt við svo grófri andlegri kúgun. En Rannveig lét sig hafa þetta. Þótt Rannveig hafi um dag- ana margan manninn þreytt með ræðuhöldum í útvarp og víðar á almannafæri, mun þó fáum vera verr til henngr en svo, að ekkj fyndist þeim nóg komið af kúgun og andlegum misþyrmingum í hennar g]arð af hálfu félaga hennar og sámherja í þeim tveim lot- um sem hér hefur verið á drepið. En hér átti ekki úr að aka. Kosningin, sem allt þetta stand var í kringum fór frlam og náði Rannveig kjöri, sem vara-alþingsmaður kratanna í Reykjavik, og liðu nú fram mánuðir. En þing hafði aðeins setið skamma hrið er kratar þurftu á varamanni að halda til þing- setunnar. Þá kom í ljós að þrátt fyr- ir allar þær þjáningar sem á Rannveigu höfðu verið lagðar til að koma henni forklár- aðri yfir hina pólitísku mæði- veikigirðingu milli krata og Framsóknar máttu félagar hennar ekki til þess hugsa að sjá hana koma í þingsal, og hin marghrjáða kona var tal- in jafnóhæf til þingsetu eftir píningarnar og áður, ef þá ekki enn lakari. Hófst nú . hin þriðja pín- ingar-lota. Hún var með þeim hætti, . að svipt skyldi konan bréfi þvi sem henni hafði hlotnazt, eftir allt sem á undan var gengið, op hljóðaði upp á það, að ef krataþingmann með umboði úr hofuðborginni íamaði af, mætti hún nota stólinn hans í þinghúsinu meðan forföll hans stæðu. Ekki getur nú slíkt bréf talizt neinn stórbrotinn dýr- . gripur og hafa mönnum víst oft verið dæmdar ólíkt meiri skaðabætur fyrir miska, þján- ingar og áverka, sem ekki voru meiri að vöxtum á Mk- am’a en ætla má að hér hafi verið lagt á sál Rannveigar. En jafnvel þótt ekki væri sýnna en stóll þessi yrði auð- ur og tómur án Rannveigar, reyndust kúgarar hennar svo óþreytandi, að þeir Mnntu ekki látum fyrr en landskjörstjórn hafði borizt bréf frá Rann- veigu, þar sem hún afsalaði sér þeim réttindum, sem kosn- ingin hafði fært henni, auð- vitað af því að þingseta hennar var þyrnir í ’augum félaga hennar, og fórst henni þar alveg eins og Pastemak, þegar hann frábað sér Nóbels- verðlaun af því að hann varð var við óánægju félaga sinna i rithöfundafélagi með það að hann tæki við verðlaununum. Það er svo sagt um okkur Islendinga, að ekki séum við bamanna beztir með það sem heilög ritning varar þó við, að sjá fullt svo vel flísina í auga bróðurins og bjálkann í eigin auga, og hefur þetta enn á sannazt. Enginn fundur var neins- staðar haldinn um andlegu kúgunina á Rannveigu. Hún mátti mótmælalaust úttaka. aMar sínar andlegu þjáning- ar, og í miklum og erfiðum veikindum, sem síðan lögðust á hana, var konan nærri gleymd öllum þorra manna. ’ Það var þvi raunar ekki svo lítill sögulegur viðburður er hún birtist þjóðinni á ný s.l. mánudagskvöld í útvarp- inu með erindi um daginn og veginn upprisin næstum frá dauðum. Hún talaði um andlega kúg- un, mótmælti henni, fordæmdi hana og sagði henni (óform- lega þó) stríð á hendur og skal hér«a.lveg ósagt látið, hvort nokkur Islendingum hefur meiri ástæðu til þess að taka slíSka afstöðu en ein- mitt hún svo gerkunnug sem hún er fyrirbærinu. En svo var þessi gamla valkyrja enn herská í ræðu, að ekki lagði hún sig niður við að skamma neina minni spámenn, heldur beindi hún öllum sínum skeyt- um að stórveldi því, sem Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.