Þjóðviljinn - 06.11.1958, Page 9

Þjóðviljinn - 06.11.1958, Page 9
Fimmtudagtir 6. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN íi % ÍÞHðTTIR msruOKb mmakm HtucASa* Gunnar Gren — II proffesore Frá því va.r sagt hér fyrir nokkru að hinn snjalli knatt- spyrnumaður Svía, Gren, hafi með leik sínum við Dani kvatt alla keppni í knattspyrnu. Má segja að það hafi verið annar kveðjukappleikur hans, sá fyrri var þegar hann gerðist at- vinnumaður í knattspyrnu, en þá lék hann í landsleik þar sem hann var að kveðja, að því er hann bjóst við fyrir fullt og allt. Þann leik lék hann ár- ið 1949 og þá á Rásunda, eins og nú. Mótherjinn var Ung- verjaland. Svo vildi til að í þeim leik varð lika jafntefli, og þar skoraði hann líka mark, en í það sinn var það markið sem jafnaði leikinn fyrir Svía. í þá daga lék hann í liði sem var í annarri deild sænsku keppninnar og heitir „Örgryte Idrettsselskab,“ en er nú eins og frá hefur verið sagt, farið uppí fyrstu deild eftir að hafa ver- ið utan fyrstu deildar í 18' ár. Eftir heimkomuna frá ítalíu fór hann strax í gamla. félagið sitt og enginn einum manni er eins þakkaður sá sigur, því að það er ekki aðeins að hann sé góður leikmaður, hann er líka hinn snjalli skipuleggjari i öllu er að knattspyrnu lýtur, og kunnáttumaður. Fyrir þetta hlaut hann nafnið „II profess- ore“ á Italíu og það nafn flutt- ist með honum hcim til Sví- þjóðar. Sjálfan mun Gunnar ekki hafa órað fyrir því, að hann ætti það eftir sem raun varð á þegar heim kom, og ef at- hugaðir eru leikir hans á þessu ári kemur í ljós að það er ekkert smávegis sem hann hef- j ur tekið þátt í. I fyrsta lagi: j Úrslitaleikur í Heimsmeistara- keppni, í öðru lagi leikur með norrænu meistaraliði í haust, Evrópúméistari í vor, og svo það að vera með i því að koma Ö.I.S. upp í fyrstu deild. Það er ekki svo Iélegur endir á langri knat.tspyrnuævi! En ef farið er að fletta þeim blöðum sem greina frá því sem hann hefur lengst náð i knatt- spyrnu og viðurkenningum, er; ekki af svo litlu að taka, og; fer það helzta hér á eftir: 1 Sænskur meistari 1941—’42. Italskur meistari í Milan. Ol- ympíumeistari í London 1948. I liði meginlandsins á móti Eng- landi 1947. Tvisvar hefur hann fengið verð laun Iþróttablaðsins sænska eftir að farið hafði fram al- menn atkvæðagreiðsla um það meðal lesenda hver væri bezti leikmaður landsins i hans stöðu. Hann hefur fengið „Gull- knött“ stórblaðsins Stockholms Tidningen. Konungsverðlaunin „fyrir fræg afrek“ 1958. Gull- skjöld ,,Centralforeningen" fékk hann einnig. Þá fékk hann gullskjöld Gautaborgarblaðsins Ny Tid sem bezti íþróttamaður Vestur-Svíþjóðar 1949. Hann hefur einnig fengið „Stora Grabbarnas merki" eða Garpa- merki eins og það mundi kall- að hér. Hann er næsthæstur sænskra knattspyrnumanna, hvað tölu landsleikja snertir eða með 57 leiki alls, en gert er ráð fyrir að hann mundi hafa Ieikið allt að 125 leiki ef hann hefði ekki dvalið í 7 ár i Italíu sem at- vinnumaður. Mundi það þá vera heimsmet. Eftir leikinn við Dani sagði Gren að nú væri hann hættur og nú yrði það fjölskyldan og verzlunin sem hann mundi fyrst og fremst sinná. Aðeins örlitil hreyfing í -riennis, þvi að hann vildi ekki hafa „bíla- dekk“ yfrum magann. Önnur saga gengur líka um að hann hafi látið í ljós þá skoðun, að hann vildi dvelja lengur á Italíu, og frá Róm kemur sú frétt að ekki sé ó- mögulegt að hann fari til fé- lagsins Roma og verði þar tæknilegur ráðunautur. Er þessu fagnað í Roma, en ekki hefur fengizt nokkur staðfest- Framhald á 10. siðu Kvikmyndaklúbbur á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur Sýningar í Háagerðjsskóla í samvinnu við sóknarnefnd Bú- staðasóknar, laugardaga kl. 4.30 5.45. Forsala aðgöngumiða er gilda á sex sýningar — fimmtudaga og föstudaga kl. 5.30 til 6.30. Verð kr. 15,00. Sýningar í kvikmyndasal Aust- urbæjarskólans — sunnudaga kl. 4. — Aðgöngumiðar sem gilda á sex sýningar — seldir við innganginn. Verð kr. 15,00. Iþróttahús Vals bráðlega tekið í notkun Stjórn félagsins var öll endurkjörin Sovézk ntei í kúlnvarpi Á móti sem nýlega var hald- ið í Tiflis setti Armeníumaður- inn Vartan Evsepjan nýtt sov- étmet í kúluvarpi, varpaði 17.93 m sem var 21 cm betra en fyrra metið. Annar maður kúluvarpskeppninnar var líka yfir gamla metinu. Varpaði Varanauskas 17.82. Metið átti Viktor Lipsnis sem var ann- ar á E.M. i surnar. Evrópu- metið á Tékkinn Skobla og er það 18,01. Á sama móti hljóp Rússinn Bolotnikoff 10900 m á 29.06.8. Hástökkið vann Sjavlakadse og stökk 2.09. Aðalfundur knattspymufé- lagsins Vals var haldinn 27. október s.l. í félagsheimilinu að Hlíðarenda. Fundarstjóri var Sigurður Ólafsson og ritari Jón Þórarinsson. Formaður Vals Sveinn Zoega flutti stutta yfirlitsræðu um störfin á liðnu ári. En skýrsl- ur og reikningar stjórnar og starfandi nefnda lágu fyrir í fjölriti. Starfsemi félagsins á s.l. ári var mikil. Félagið tók þátt í öllum knattspymumótum sum- arsins. Einnig tóku flokkar frá félaginu, bæði kvenna og karla, þátt í handknattleiksmótum. Nokkur knattspyrnumót vann félagið á árinu, í yngri fiokk- unum, og var í úrslitum í öðr- um bæði yngri og éldri. Aðalþjálfarar félagsins á starfsárinu voru þeir Einar Halldórsson, og Árni Njálsson, en Árni þjálfaði aðallega yngri flokkana og handknattleiks- flokkana. Haldið var áfram á árinu. með byggingu hins mikla. og vandaða iþróttahúss, og miðaði því svo vel að það mun verða tekið í notkun innan skarams. Formaður íþróttahússnefndar, er Úlfar Þórðarson læknir og hefur hann verið það frá upp- hafi. Starfsemi meðal yngri flokk-' anna var endurskipulögð á. ár- inu, og stofnað unglingaráð og því sett sérstök reglugerð. For- maður ráðsins er Sigurður Mar- elsson kennari, sem er ung- lingaleiðtogi félagsins. Þá var fulltrúaráð félagsins einnig endurskipulagt og því sett ný reglugerð. Eiga nú sæti í því rúmlega 30 eldri félagar. Valsblaðið, sem legið hefur niðri undanfarin ár, hóf göngu sína áð nýju á árinu, og hafa komið út af því á starfsárinu 4 tölulöð. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Sveinn Zoega formaður, Sigurður Marelsson unglingalteiðtogi, Valgeir Ár- sælsson, Guðmundur Ingim'und- arson, Baldur Steingrimsson, Gunnar Vagnsson og Einar Björnsson! I varastjórn voru kjörnir: Friðjón Friðjónsson, Ægir Ferdínandsson og Elías Hergeirsson. Fundurinn var mjög fjöl- mennur og mikill áhugi ríkj- andi um að efla starfsemi Vals sem mest og nýta sem bezt þá miklu og margþættu mögu- leika til aukins félags- og í- þróttalegs árangurs er skapast með tilkomu nýja íþróttahús- ins. Látið okkur annast lireinsun á gólfteppum og húsgögnum með nýjustu og fullkomnustu aðferðum. Engir flutningar og engin fyrirhöfn fyrir yður nema hringja í síma 11-4-65, þá munuin við koma og hreinsa hiutinn á staðnum. DURACLEAN HREINSUN Systrafélagið „Alfaí4 Sunnudaginn 9. nóvember heldur Systrafélagið Alfa 1 sinn árlega bazar í Vonarstræti 4 (Félagslieimili verzlunarmanna). Verður bazarinn opnaður kl, 2 \ % eftir hádegi. 1 Á boðstólum verður mikið af hlýjum ullarfatnaði \ barna og einnig margir munir hentugir til jólagjafa. I Allir velkomnir. |> Stjórnin 1 Byggingarsamvinnufélag barnakennara tilkynnir: Fyrir dyrum standa eigendaskipti að fjögurra herbergja íbóð félagsmanns í Lauganeshverfi. 1 Félagsmenn, sem vilja óska forkaupsréttar, gefi l sig fram fyrir 12. nóvember. f STEINÞÖR GUÐMUNDSSON, T Nesveg 10. Simi 12 - 785. I Nauðungaruppboð verður haldið í tollskýlinu' á hafnarbakkanum, hér i bænum, föstudaginn 14. nóv. n.k. kl. 1.30 e.h. eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o.fl. Seld verða aJlskonar húsgögn, skrifstofuáhöld, trésmíðavélar, gólfpússunarvél, isskápar, skartgripir o.fl. Ennfrem- ur verða seldir húsmunir, barnaleikföng og barna- föt, útistandandi skuldir o.fl. tilheyrandi. nokkrum dánar. og þrotabúum. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. ■9 Skólavorðustíg 12 Greiðis yður /tæstovexHwf Seljum í dag og næstu daga nokkur st.ykki af ódýrum tékknesk- um gólfteppum, stærð 2,50x3,50, 2,70x3,60. Húsgagnasalaii Nctað og nýtt Klapparstíg 17. Súni 19557. Gólí'teppahreinsun Vió hreinsum gólfteppi, renninga og mottur úr ull, bómull, hampi og kókus. — Hreinsum einnig úr kaffi-, blóð- og vínbletti. Herðum tfeppin. Gerum við og breyt- um einnig teppumun. — Seiulmn. Sækjum. Gólfteppagerðin h.f., Skúlagötu 51. Sími 17360. UTSALA á lítið eitt gölluðunx kven-, herra- og unglingakápum úr Poplin- og Rayon* efnum. Útsalan er á 3. liæð verk- smiðjunnar, Skúlagötu 51. Sjóklæðagerð íslands h.f. Kaupið miða í Happdrætfi Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.