Þjóðviljinn - 06.11.1958, Side 11

Þjóðviljinn - 06.11.1958, Side 11
Fimmtudagiir 6. nóvember 1958 — ÞJÖÐVILJINN — PETER CURTIS: 30. cLagur. þér upp að hliðinu og þar átt þú að fara úr og ganga upp að húsinu.“ Eg teiknaði staðsetningu hússins á jörðina. „Gakktu upp að húsinu, það er allt og sumt. Já, að einu undanteknu. Heldurðu að þú gætir meö einhverju móti talið lækni trú um að þú værir hjart- veik. Antonía hnyklaði brýnnar. „Það held ég bara. Eg tók einu sinni svefntöflur. Þær svæfðu mann á stundinni og gáfu dásamlega drauma, en daginn eftir hafði ég’ákafan hjartslátt ef ég hreyfði mig minnstu vitund. Þær voru handa kven- fólki sem getur legið hálfan daginn í rúminu, en ég var að vinna um þetta leyti og gat ekki haldið áfram að taka þær. En ég á þær ennþá. Eg býst við að læknir héldi að ég væri á grafarbakkanum ef hann vissi ekkert um töflurnar .... En, Dick. ég skil ekki . .. . “ „Bíddu hæg,“ sagði ég. „í Brodric er gamall læknir sem heitir Adams. Eg hef séð hann á kránni. Skrýtinn f-ugl um nírætt. Það ætti aö vera auðvelt að taka hann meö trompi. Farðu til hans strax og þú kemur þangaö. Segðu honum að.þú hafir áhyggjur af hjartanu." ,,En heyrðu mig, Dick. Eg get ekki gert þetta nema ég viti hvers vegna ég á aö eera það.“ „Nú jæja. Þá er ég hræddur um að þú verðir að vera um kyrrt í Flitch kránni og giftast Skákborði. Er hann búinn að biðja þín?“ Svipur hennar var hörkulegur. „Hann var að því kominn einu sinni en ég kom í veg fyrir þaö og ég held að hann hafi móðgast. Nú er hann kuldalegur viö mig og er hættur að koma í heimsókn. Og ég hef fengið tilkynningu um að ekki verði þörf fyrir mig nema til ágústloka. En það er ekki þar með sagt, Dic.k, að ég sé reiðubúin að taka þátt í einhverium skrípaleik með þér, sem ég veit hvorki haus né snörð á, Fara til læknis út af hjartanu, ekki nema það þó! Þú ætlar þó ekki að fara að kála mér?“ Hún leit á mig sínum yndislegu augum og ég las úr þeim tortryggni og ótta. „Þú veizt mæta vel að ég gæti aldrei skert svo mik- ið sem hár á höfði þínu, vina mín.“ „Þá ætlai’ðu að drepa Eloise,“ sagði hún og hún bar höndina upo aö munninum og skelfingin í augum henn- ar var ósvikin. „Eg sver að ég ætla ekki að snerta Eloise.“ Es: reyndi að vera fljótur að hugsa. „Heldurðu að bað borgaði sig? Þegar Eloise deyr fara peningarnir í sjóð handa Díönu. Það er mér kunnugt um.“ „Hvað ætlarðu þá aö gera? Ó, Dick, þú gerir mig hrædda. Eg er viss um aö þú ert að ráðgera eitt- hvað skelfilegt og ætlar að láta mig hjálpa þér.“ „Vertu nú skynsöm,“ sagöi ég dálítið hranalega. „Eg bað þig aö hætta í starfi, sem þú yrðir að hætta í hvort sem væri, og taka þér leyfi í dálitlu sjávarþorpi og koma svo einn daginn og hitta okkur í nýja hús- inu. HvaÖ er svona skelfilegt við þetta?“ „En það er allt þáttur í áætlun. Þú sagðir þaö sjálf- ur.“ „En þetta er áætlunin. Þú vildir óð og unovæg vita hver hún væri og nú segirðu að hún sé skelfileg." „Jæja, ef betta er áætlunin, þá ertu ekki með réttu ráði. Þú talaðir um að við myndum lifa saman af lands- ins gæðum. Og svo ætlaröu að bjóða mér til kvöldverð- ar eða eitthvað þess háttar og segir að það sé áætl- unin. Þetta er fi’áleitt. Þú ætlar að gera Eloise eitt- hvert rnein." „Eg sver þér að ég ætla ekki aö leggia fingur á El- oise. Eg sver það við ástina sem ég ber til þín, og hún er það eina sem mér er heilagt." „Hvernig eignm við þá að búa saman?“ „Það kemur í ljós. Það er eins og' með sjónhverf- ingar, þær eru aldrei útskýrðar fyrirfi’am. Jæja, ætiárðu þá að korna á miðvikudaginn eða ekki?“ Hún leit aftur á mig og fallega andlitið hennar var afmyndað af óvissu og kvíða. Við höfðum gengið góð- an spöl frá veginum, og ég leit í kringum mig, nam staðar, tók hana í fang-mér og fór að kvssa hana. í fyrstu var hún köld og stirð, en fljótlega lifnaði hún í faðmi mér og endurgalt kossa mína. Með herkjum •tókst. mér að hafa mig brott frá henni. „Jæ.ja, ætlarðu þá að koma? Það er ekkert áð óttast og þú þarft engar áhyggjur að hafa. Eg sver þér það. Og á eftir veröur allt dásamlegt. Treystu mér bara fyrst' um sinn, vina mín.“ Eg sá af svip hennar að ég hafði sigráð. „Eg’ kem,“ sagði hún. „Þetta er siálfsagt ekki verra en ýmislegt annað sem ég hefi gert.“ Eg ók eins og óður maður heim í Reykháfshúsiö aftur. Flutningurinn var auðveldur og við gátum látið fara vel úm okkur fram á síöasta dag', vegna þess að viö skildum talsvert eftir af húsgögnum, og eldabuskan ætl- aði að verða eftir, svo aö við fengum jafnvel reglu- legar máltíðir. Eloise og ég lögðum af stað að loknum hádegisverði og ég ók hægt og við fengum okkur te á leiðinni, svo að við komum ekki á leiðarenda fyrr en um kvöldið. Eg hef aldrei komið á eins kyrrlátan stað. Að undan- teknum ölduniðnum við ströndina og fiarlægu kindar- jarmi stöku sinnum, heyrðist ekki nokkurt hlióð. Kon- urnar, ungfrú Footer og frú Roach höfðu tekiö vel til og kveikt uop í öllum herbergjum. Um leið og ég oonaði dvrnar sagði é°:: ..Eloise, eiiru hef ég levnt big. Eg er ekki búinn að fá þiónustufólk. En ég hef góða von og ég er búinn að finna tvær ágæt- ar konur sem geta komið á hverjum degi bangað til v,ið erum búin aö finna fólk. Mér fannst ekkert liggja á. Eg sagði þér það ekki fyrr, svo að þú hefðir ekki áhvagjur.“ Hóm tók bessu með meiri stillingu en ég hafði búizt við. Við reikuðum um, virtum fyrir okkur ríki okkar og komum meö tillögur til úrbóta. Síðan útbió ég snarl handa okkur og við fórum í rúmrð. Eg svaf ekki sér- lega vel. Daginn eftir lagði ég að Eloise að vera í rúminu fram að hádegi. Og þegar sjálfir flutningarnir voru um garð gengnir var eins og orka hennar væri þorrin, svo PÖ hún hélt sig í rúminu fram á dag, en þá fór ég með hana í stutta göngu og náöi síðan í legustól iðaldatízkan Tízka og tildur er eng-an veg-| ugt um þann mikla ósið, er inn nýtt fyi’irbrigði, og frá ó- munatíð hafa menn reynt að tolla í tízkunni, hvort sem hún var hentug eða tildursleg. t bók Björns Þorsteinssonar, ís- lenzka skattlandið, er kafli með nafninu Stéttaskipting og tízka, þar sem vikið er nokkuð að þessu efni. Til gamans skulu teknar hér glefsur úr þeim kafla: ,,í rituðum heimildum ís- lenzkum frá miðöldum er getið hundraða tegunda af álnavöru, sem hér var notuð og' má þar á meðal nefna persneska dúlca eins og baldikinn eða baldurs- skinn, bartard og bukaram. Þá tíðkaðist hér einnig flauel, baðmullarefni eins og fustan og guðvefur, lin og iéreft, pell og purpuri, alún og eilki og alls konar annar dýrindisvefn- aður. En þessi innfluttu dýr- indisklæði hafa aldrei verið i almenningseign, alþýða manna hefur gengið I heimaunnum föt- menn hafa hér meir 1 venju tekið í þvísa landi en í engu öðru fátæku, um skrúðklæðnað, svo sem margir hafa raun af með etórum skuldum og missa þar fyrir þarflegra hluta margra, en hinn fátæki þarfn- ast sinna hjálpa, og liggur fvr- ir slíkt margur til dauða úti frosinn, og þv.í gerum vér öll- um mönnum kunnugt, að hver sá sem á til hundraða og eigi minna, hvort sem hann er kvongaður eða eigi, má bera eina treýju með kaprúni (höf- uðfat) af skrúði; en sá er á til xi hundraða, má þar með bera skrúðkyrt.il einn; sá er á til !xxx hundraða má þar með bera 'úlpu eða kápu tvídregna utan gráskinn; en sá er á til hundrað hundraða, hann má að frjálsu bera þessi öll klæði; utan lærðir menn beri klæði sem þeir vilja, og handgengn- ir menn, þeir sem sér eigu öll skyldarvoþn. Þeim mönnum og, um allt fram á þessa öld, þótt sem utan hafa farið er lofað hún reyndi að tolla í tízkunni að bera þau klæði, er þeir með snið og lit á fötum feín- um.... „Til staðfeátingar því, að Is- lendingar hafa snemma gerzt stertimenni í klæðabui-ði er kluusa í, Jo«abók um skrúð- klæðnað og hljóðar á þennan hátt; „Það er öllum mönnum kunn- flytja sjálfir út, meðan þau vinnast, þó að þeir eigi mimia fé eir fyrr segir, en eigi skulu þeir kauþa til framar en fyrr skilur. En ef nokkur ber sá skrúðklæði, er minna fé á eða öðruvísi en hér votar, sé klæði upptæk konungs mnboðsmamii nema konur beri“. Æskulýssíða Framhald af 4. síðu grunni og vígður árið 1949. Við það tækifæri hélt Sigfús Sigur- hjartarson mjög fagra ræðu, er hann nefndi „Landnemans þrá“. Nú er skíðaskálinn orðinti sá samastaður, 'þar sem félag- arnir geta skemmt sér við hol’a útivist og fjörugar kvöld- vökur. Árið 1955 eignuðumst við fé- lagsheimilið í Tjarnargötu 20 og þar með stórbættar aðstæð- ur til félagsstarfseminnar, sem gjarnan mætti nota enn betui en gert er. í félagsheimilinu eru góðar aðstæður til fundar- starfsemi og þar geta áhuga- hópar starfað. Þaugað er hægt að koma á hverju kvöldi og spila. teíla, lesa. rabba saman eða hiusta á útvarp. ÆF hefur tekið öflugan þátt í heimsmótum æskunnar, sem hingað til hafa verið haldin í hinum stærri borgum Austur- Evrópu, en það næsta verður háð í Vínarborg að sumri. Heimsmótin hafa veitt æsk- unni kærkomii. tækifæri tit að kynnast skoðunum, áhuga- málum og menningú ungs fólks hvaðanæva úr heiminum. Æskulýðsfvlkingin á enn næg verk að vinna. Það er verkefni fyrir hana að, vinna bug á hinni mik!u deyfð og óstjórn, sem nú ríkir í mál- efnum íslenzkrar æsku. Hún mun vinna ötullega að lausn á ýmsum vandamálum, eins og vöntun á íbúðum við hæfi ungs fólks, sem vill stofna heimili, skorti á skemmtistöðum, bar sem hægt er að skemmta sér á heilbrigðan og ánægjulegan hátt í staðinn fyrir sjoppur og samkomustaði, þar seni gróða- sjónarmið braskara ræður. Það er hlutverk ÆF að fylkja æskufólki til sjávar og sveita undir merki sósía'ism- ans, og verða þannig sá vaxt- arbroddur Sósíalistaflokksins, er rétti honum örfandi hönd til að sanna honum að hann sé á framtíðarvegi. framhald af 6. síðu. ' Pistei-nak er þegn í, en hall- mæ’ti í engu þeim andlegu þ:““lahöldurum, sem haft hafa síálfa hana að ambátt sinni, þótt \?mdséð sé að Pastemak hafi til jessa orðið harðar úti en Rannveig. Þær styrjaldir, sem Rann- veig Þorsteinsdóttir boðar þegar svo stendur í bæli hennar, bæði stríðið gegn fjárplógsstarfseminni og hern- aðurinn gegn andlegu kúgun- inni eru góð str.’ð, Hitt er öllu lakara, að ’einhvernveginn hlýtur að leika nokkur vafi á því, að hershöfðingi, sem heyr hina fyrrnefndu styrj- öld helzt með innheimtu. eðn fasteignasölustarfi fyrir lög- .fræðingataxta og hina síðar- töldu með atkvæðasöfnun i þágu andstæðinga sinna. eða með því að gera.st félagi i öðrum floklci en hann styður, verði ekki tiltakaniega sigur- sasll. Hitt er annað mál a3 góður málstaður verður auð vitað ekki vonlaus fyrir það, þótt honum bjóðist vafasamur fvrirliði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.