Þjóðviljinn - 08.11.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.11.1958, Blaðsíða 1
Laugardagur 8. nóvember 1958 — 23. árgangur — 255. tölublað INNI í BfiABINU: Stofnun skipulagssjóðs í kaupstöðum — 7. síða, Vontlir menn í Kreml og . . 6. siða. íslenzk tunga — 4. síða. Brezkir togarar við Aust- urland í vetur. iís , ði nioBii uscíoosr Y ingannnar Krústjoff: Við þurfum ekki stríð til að byggja kommúnískt þjóðfélag, — faeldur frið Víða um heim var í gær haldið hátíðlegt 41 árs af- mæli októberbyltingarínnar rússnesku. Krústjoff forsætisráðherra hélt ræðu við móttöku heiöursgesta í Kreml í gær. Meðal gesta var opinber sendinefnd Pólverja undir forustu Gomulka, foringja pólska Verkamannaflokksins. Krústjoff lagði áherzlu á það í ræðu sinni að utanríkisstefna Sovétríkjanna væri grundvölluð á friðsamlegri sambúð xíkja með ólík þjóð- félagskerfi. Það er steína Sovétríkjann að menn í mikilli fjöldaskrúðgöngu vinna að því að koma á vin- samlegri samvinnu meðal fólks, hvaf'sem það býr í heiminum, sagði forsætisráðherrann. Við þurfum ekkj á stríði að halda til að byggja upp kommúnískt þjóð- félag,— við þurfum frið. Þess vegna munu . Sovétríkin kapp- kosta að bæta sambúðina við öll ríki og vinna að því af festu, að tryggja friðinn í heiminum. Hátíðahöldin hófust í Moskva í gærmorgun eins og venja er til. Gengu verkamenn og íþrótta- á Rauða torginu og einnig var þar hersýning, en hún var miklu minni í sniðum en undanfarið og stóð aðeins í 15 mínútur að sögn fréttamanna. Malinovskí, landvarnaráðherra Sovétríkjanna flutti ræðu á Rauða torginu. Hann sagði að þjóðir Sovétríkjanna myndu tryggja varnir sínar og á efna- hagssviðinu rriyndu þær innan skamms komasffram úr hinum háþróuðu vestrænu þjóðum í framleiðslu á hvern íbúa. Hann sagði að Sovétríkin myndu halda áfram baráttunni fyrir friði í heiminum en lagði áherzlu á að herafli Sovétríkjanna væri vel búinn og fær um að sigra árás- araðila. Ekkert tunglskot í gær í gær ætluðu Bandaríkjamenn að gera tilraun sína iil að skjóta eldflaug til tunglsins. Skömmu áður en skjóta átti eldflaughmi frá Cap Kanaveral, var því frest- að vegna „tæknilegra örðug- leika", að því er sagt var. Segjast ámeríkanar munu reyna tunglskotið aftur í dag. Eldur kviknaði í kjallara gamla Landakois- spítalans snemma í gærmorgun Með skjótum viðbrögðum og snarræðf tókst slökliviliðsmönn- um að foríía stórbruna hér í Keykjavík í gærmorgun, er eldur kom upp í kjáJIara gunila Landakotsspjtalans, þar sem nær 100 sjúklingar eru nú rúmliggjandi. Slökkviliðjð í Reykjavik fékk tilkynningu um brunann kl. 7.52 í gærmorgun. Þar eð búast mátti við að mikii hætta væri á ferðum, var allt liðið kvatt út og öllum dælubílum þess stefnt að Landakoti. Þegar þangað kom var nokkur eldur í íbúðarhoi bergi í kjaliara gamla spítalahússins, sem er stórt timburhús eins og kunn- ugt er. Slökkviliðsmennirnir rufu þegar gat á glugga her- bergisins og sprautuðu vatni á eldinn, einnig fóru þeir með vatnsslöngur niður í kjallara- ganginri, en þangað hafði eldur inn læst sig í pappa- og striga- klæðningu neðan á loftinu. Giftufi(amlegt slökkvistarf. Slökkvistarfið tókst injög giftusamleg1) og urðu skemmd- Framhald á 11. síðu írak semur við Kína um verzlun Stjórn Iraks héfur í iindir- búningi viðskiptasamninga við mörg ríki sem eiga að miða að því að auka iðnvæðingu í land- inu. Á næstunni mun þannig gerður samningur við Kina um mikil viðskipti, og annar við Ungverjaland. írak hefur þeg- ar gert viðskiptasamninga við Framhald á 5. siðu. Kosningar til Lösþings Færeyja eru háðar í dag Þjóðveldisílokkurinn talinn sigurstrang- legur vegna einarðrar íramgöngu í landhelgismálinu A Kosningar til Lögþings Fær- eyinga fara fram í dag, og voru síðustu framboðsfundirnir haldnir í fyrrakvöld. imbaná þg heíst 25. Jue Stjórn Alþýðusambands Is- lands hefur nú ákveðið að Al- þýðusambandsþingið, sem er hið 26. í röðinni, verði sett 25. nóvember n.k. Þingið verður haldið í KR- skálanum vlð Kaplaskjólsveg, en með hverju ári f jölgar félög- um í sambandinu og einnig fé- lagsmannatólu einstakra sam- bandsfélaga og þar með full- trúatölunni. Þarfnast þing sam- bandsins því ærins húsrýmis. 20 mönnum bjarg- að af ísjaka 20 bandarískum vísindamönn- um, sem hafa verið einangraðir á ísjaka í Norðu-íshafniu síðan á sunnudag, var bjargað í gær með notkun flugvélar. ísjaki sá, sem rannsóknarstöð- in var á, brotnaði í tvennt í miklum stormi og x*ak mennina burt með öðru brotínu. Á þessum norðlægu slóðum er nævri samfellt myrkur allan sól- arhringinn um þetta leyti árs, og urðu mennirnir á jakanum að tendrá blys til þess að leið- beina björgunarliðinu. Flugvél flutti þá til Thule í Norðvestur- Grænlandi; ¦ • ¦ rno A. Síawaar kosin hete orgari Wiraipegborgar Guðrún Á. Símonar ópem- söngkona er nú á söngferða- lagi um Bamdaríkin og Kanada. Síðastl. miðvikudagskvðld hélt Þjóðræknisfélagið og félagið Kanada-Island fjölsótta söng- skemmtun í Winnipeg, þar sem Guðrún söng við frábærar und- irtektir áheyrenda. Borgarstjóri Winnipegborgar ávarpaði söng- konuna að hljómleikunum lokn- um og afhenti henni heiðurs- skjal þess efnis, að hún hefði verið kjörin heiðursborgari Winnipegborgar. (Frá utanríkisráðuneytinu). Aðalmálið í kosningabarátt- unni að þessu sinni er fiskveiði- lögsagan og fiskveiðiréttindi Færeyinga við Grænland.. Líklegt þykir að kjörsókn verði. mjög mikil og meiri en undanfarið. Fréttamenn í Kaup- mannahöfn telja að Þjóðveldis=- flokkurinn sé mjög líklegur til að auka fylgi sitt í þessum kosningum, enda hefur hana verið einarðastur allra stjórn- málaflokka í Færeyjum í fisk- veiðilögsögumálinu. Sambands- flokkurinn er einnig talinn hafa möguleika á fylgisaukn- ingu. rö og útgöngu- bann á Kýpur 4 Enn einn óbreyttur borgari hef- ur verið myrtur á Kýpur, og hafa þá alls 10 brezkir borgar- ar verið myrtir á eynnj, síðan Bretar tóku að framkvæma á- áætlun sína um skiptingu eyjar- innar hinn l', október s.J. Maður sá, sem myrtur var i gær yar skotinn, þegar hann var að stíga upp í bifreið fyrir utan bankann í Nikosíu, þar sem hann vinnur. Herflokkar umkringdu þegar í stað svæðið í kringum morðstað- inn og handtóku fjölda af ung- um grískumælandi Kýpurbúum. Bankamaðurinn er fjórði Bret- inn sem myrtur er á Kýpur á þrem dögum. Framhald á 12. síðu. Sovétríkin mót- mæla áburði vesturvelda Fréttastofan United Press skýroi frá því í gær, að Sovétstjórnin hefði neitað þeim áburði vesturveldanna, að Sov- étrikin hefðu sprengt tvær kjarnasprengjur síðan Genfar- fundur kjarnorkuveldanna um bann við kjarnavopnum hófst. Um leið minnir Sovétstjórnin, vesturveldin á það, að hún hafi fullan i-étt á að gera jafa- margar tilraunir með kjarna- Fnamhald á 5. síðu. Gerið strax skil fyrir selda miða í Happdrætti Þjóðviljans Afgreiðsla happdrættisins er á Skólavörðustíg 19 — Sími 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.