Þjóðviljinn - 08.11.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN (3 Nýjustu skólarnir eru : en það þarf að byggja fleiri og kynna sér land og þjóð. Hann var ánægður með áhuga Forseti íslands var meöal peirra sem voru viðstaddir opnun myndlistarsýningarinnar frá^Ráðstjórnarríkjuniim og sést hann hér skoða sýninguna ásamt Alexandroff amb- assador, listmálaranum O. Véreski og P. Kugujenko, starfsmanni í sovétsendiráðinu. Sálfræðingur og barnavernd Framhald af 12. síöu. rá'ð ráða nefndinni sem fulltrúa kúnnáttumann um uppeldismál og skal hann annast dagleg störf Nú er orðið * kunnáttumaður teygjanlegt hugtak, enda munu dæmi þess að það hafi verið teygt all-óþyrmilega, en um það skulu ekki fleiri orð höfð nú. Hefur engran sérfræðing ¦I' barnaverndarnefnd Reykja- víkur á sæti valinkunnugt sóma- fólk, en sérkunnáttu í barna- vernd mun það enga ,hafa. Nefndin hefur heldur ekkj neinn sérfræðing á sínum snærum og verður því í hverju vandamáli að treysta á brjóstvitið ¦ eitt. Þessi skortur á faglegri þekkingu er óhæfa, sem hvorki er bjóð- andi nefndinni né skjólstæðing- um hennar. Þegar hús er bygrgt Þegár hús er byggt eru fag- menn kvaddir til að hafa um- sjón með verkinu. Slíkt er ekki falið fúskurum, en. Þegar leystir eru vandasömustu þættir barna- verndar, — mál, sem varða framtíð; ógæfusamra barna, þá_ er ekkert hirt um sérþekkingu. Hvergi ;á þó fúskið minni rétt á sér og hvergi er það hætlu- Jegra en við lausn vandamála yngstu kynslóðarinnar. Skref afturábak , Fyrir allmörgum árum starfaði mjög hæfur sálfræðingur á veg- um barnaverndarnefndar Reykja- vikur. Var hann ráðunautur hennar um öll vandasöm mál. Þegar liann lét af því starfi eft- ir 8 ára starf var einhverra hluta vegna ekki hirt um að ráða annan í hans stað. Var með þessu stigið stbrt skref aftur á bak, en um ástæður til þess er mér gersamiega ókunnugt. Þar hlýtur að hafa komið til grófur skilningsskortur á hinu mikil- væga hlutverki barnavemdar- nefndar. Meira um vert Eins og að líkum lætur vilja öðru hvoru til slæm mistök í starfsemi nefndarinnar. Það er ekki óeðlilegt, eins og að nefndinni er búið. Ekki mun ég þó nefna nein dæmi þessa að sinni, enda er meira' um vert að byrgja brunninn en fjasa um orðinn Mut. . . A því er hin mesta nauðsyn að barnaverndarnefnd fái í þ.ión- ustu sína sálfræðilegan ráðu- naut, og það sem alíra fyrst. 'Því' vænti ég þess að bæjarstjórn samþykki tillögu mína um þetta efni svo fljótt sem hún telur sér fært. Að lokum lét Alfreð svo um mælt að hann teldi rétt að barnaverndarnefnd fengi tillögu sina tiJ umsagnar áffu'r en á- kvörðun um hana yrði tekin í bæjarstjórn, Hverju reidðist Gunnaí? Borgarstjórinn er kunnur fyrir að falla vel í geð að koma fram í hlutverki landsföðurs gagnvart Reykvíkingum, og hefði því mátt ætla að hann tæki jafnsjálf- sagðri tillögu með föðurlegum fögnuði, en það var nú dálítið annað. Brást hann reiður við og átaldi Alfreð harðlega fyrir að hafa verið með stóryrði og til- efnislausar ásakanir í garð barnaverndarnejndar. Varðandi sálfræðingsleysi nefndarinnar sagði'hann að nefndin hefði tal- ið heppilegri vinnubrögð að leita til sérfræðings þegar hún teldi þess þurfa, i stað þess að hafa fastan sálfræðing í þjónustu nefndarinnár. Auk þessarar tæki- færis-aðstoðar sérfræðings hefði nefndin fastaií sérfræðing í þjón- ustu sinni, ,,konu af sænskum skóla fyi'ir „social-arbete"." Keiður landsfaðir leiðréttur Alfreð leiðrétti hógværlega rangfærslur hins reiða landsföð- ur og kvað sér þykja leitt að hann gæti ekki haft rétt eftir nýsögð orð sm. Það er rétt, sagði Alfreð, áð ég gagnrýndi ástandið eins og það er, hitt er ekki rétt að ég gagnrýndi ne^ndina. Það er stað- reynd að sálfræðingur hefur ekki starfað að lausn vandamála barnanna, en það er það sem þarf. VLð megum ekki rugla saman starfi ,.social-workers" og sálfræðinga. Reiði borgarstjórinn reis enn á fætur og kvað ekki sér að kenna það sem aflaga færi(!), það hefði aldrei staðið á greiðsl- um til nefndarinnar. Svo endur- tók hann ásakanir um að Alfreð hefði ráðizt á nefndina. Alfreð svaraði: Eg beini gagn- rýni til bæjarstjórnarinnar og gagnrýni hana fyrir sofandahátt í málinu. • A að stinga. henni undir stól? Borgarstjóri flutti tillögu um að vísa tillögu Aifreðs til barna- v^erndarnefndar, — „og annarrar umræðu" bætti Guðm. Vigf. við: ..Það er ekki í minni tiilögu!" sagði borgarstjóri. ,,Er ekki nóg að segja frestað?'' gall við 'í Geir Hallgrímssyni! Síðan var samþykkt með 14 atkv. gegn 1 áð fresta afgreiðslu tillögunnar og vísa henni til barnaverndarnefndar. I — segir Norðmaður sem verið hefur hér undaníarið og haldið íyrir'lestra Að undanförmi hefur dvaliö hér Norömaöurinn Kaj? Piene, rektor viö Pedagogisk Seminar í Osló og haldið hér námskeiö fyrir gangfræöaskólakennara um kennslu- tækni, próf og einkunnargjafir. Rektorinn flýgur heim í dag eftir 2 vikna dvöl hér á landi. Fréttamenn ræddu í gær við hvor aðferðin sé heppilegri. rektorinn. Kvað hann það hafa 9að var samdóma álit þeirra verið ánægjulegt að fá tæki- íslenzku kennara, sem sóttu færi til að koma til íslands námskeið Norðmannanna 2ja að þau hefðu verið fróðleg og lærdómsrík. Einkum hafi það I kennara- fyrir fyrírlestrunumJ verið ánægjulegt að fá hingað | sem hann hélt hér, en þeir, Norðmenn til fyrirlestrahalds. fjölluðu aðallega um kennslu-j þar sem við höfum hingað til tækni, próf og einkunnagjafir;j haft lítil samráð við þá um sérsvið rektorsins er kennsla í: skólamál. 'fteikn'íngiv éðTis- og' efnafræði. Hann ræddi um skólana hér og kvaðst vera hrifinn yfir ðll- um aðbúnaði í nýju skólunum, en kvaðst einnig hafa tekið eftir því að hér þyrfti að byggja fleiri skóla, ef vel ætti að vera. Hann tók til dæmis Melaskó!ann og Samvinnuskól- ann, sem mjög fú'Íkomna skóla er ættu fáa sína líka. Kennslutækni í skólum hér og í Noregi er nokkuð frá- brugðin. I Noregi þurfa börn ekki að ganga undir nærri eins mörg próf og börn gera hér, og meiri áherzla er lögð á, að nemendur séu virkir í náminu; það er að segja, að ekki er gengið jafn langt i yfirheyrslu- kennslu og hér er gert. Ekki skal neinn dómur lagður á 1 n? ^ðalílutningsmaður uggandi um aídrií þess Biskupsmálið er strandað í bili. Vaf það tekið til 3. umræðu á fundi neðri deildar í gær, en forseti (Einar Olgeirsson) tók málið af dagskrá samkvæmt ósk Gísla Guðmundssonar, er taldi sig þurfa lengri tíma til að undirbúa breyt i ngatillögur. Gísli bar fram ósk um frestun þegar í byrjun umræðunnar. Kvaðst hann hafa í undirbúningi breytingatillögur og þyrfti þeirra vegna að láta fara fram lög- fræð'ilega athugun sem ekki væri tök á að ljúka fyrir helgi Allir nefndarmenn í meirihlutan- um höfðu áskilið sór rétt til að fylgja breytingartillögum sem fram kynnu að koma og mætti því vænta þess, að breytingar- tillögur gætu hlotið fylgi. Bjarni Bemediktsson mæltist tiJ þess að meðferð málsins héldi á- fram, eínkum með tilliti til þess að þrír deildarmanna, Einar Ol- geirsson, Emil Jónsson og Bjarnj Benediktsson væru á förum tiJ útlanda til fundar Norðurlanda- ráðsins. Eftir atkvæðagreiðslunni við 2. umræðu virtist hugsanlegi að þessir þrír þingmenn gælu ráðið' úrslitum málsins í deild- inni. Væri því æskilegt ef fært þætti að afgreiða málið áður en þeir færu. Gísli Guðmundsson taldi, að sjálfsagt væri að fresta atkvæða- greiðslu um málið þar til þing- mennirnir væru komnir heim úr utanförinni. Ekki mundi málið neitt betur sett þótt það kæmist til efri deildar, því efri deildar þingmenn væru líka á förum utan o'g yrði málið tæpast af- greitt þaðan í fjarveru þeirra. Bjarni Benediktsson bað þá um hálftíma fundarhlé. Veitti forseti það. Að því loknu, bað Sjálfstæðisflokkurinn enn um hálftíma hlé, og var það einnig veitt. En að því loknu lýsti for- seti yfir því, að hann yrði við bón Gísla Guðmundssonar að taka málið af dagskrá, og lauk svo fundi, ' . 5080 h\ framlag stmannaeyinga I síðasta mánuði fór Sihfóníu- hljómsveit íslands í hljómleika- för tii Vestmannaeyja. Stjórn- andi var PauJ Pampiehler og einsöngvari Stefán íslandi. Að- sókn að tónleikuiHim var mjög mikil og viðtökur áheyrenda á- kaflega góðar. Bæjarstjórn Vest- mannaeyja bauð hljómsveitinni til rausnarlegrar veizlu að tón- leikunum loknum og sendi síð- an nokkrum dögum seinna 5 þús. kr. framlag til hljómsveit- arinnar og skyldi fé því varið til að standa straum af Vest- mannaeyjaförinni. Hefur 'Jón Þórarinsson framkvaemdastjóri Siníóníuhljómsveitar íslands beðið Þjóðviljann um að flytja Vestmannaeyingum þakklæti fyr- ir þessa sérstæðu hugulsemi og rausn. ÍSSl ÍIÁA um arf ir<. 'k Reyðarfirði. Frá frétta- rítara Þjóðviljans. „List um landið" skemmti í Félagslundi s.l. þriðjudags- kvöld. Aðsókn var ágæt og al- menn hrifning. Guðlaugur Sig- fússon oddviti þakkaði lista- fólkinu komuna og bauð þvi til kaffidrykkju. Gat hann þess í ræðu sinni að ekkert pyrfti að greiða fyrir afnot hússins. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari þakkaði fyrir hönd listafólksins. Það er eindregin ósk Reyð- firoinga að framhald megi verða á þessari starfsemi menntamálaráðs og ríkisút- varpsins. OSidllSl'O verður haldið hátíðlegt laugardaginn 22. nóvember (ekki þann 8. eins og áður var auglýst) klukkan 7 e.h. að Hótel Borg. Verð aðgöngumiða kr. 150,00 (matur innifalimi). Þátttakendur eru beðnir að gefa sig fram á eftirtöldum stöðum: Sósíalista- félagi Reykjavikur, sími 17510, Sósíalistaflokknum, sími 17511, Mál og menningu, sími 15055, Bókabúð KRON, sími 15325 og Þjóðvidjanum, BÍmi 17500. Dagskrá auglýst síðar. I AFMÆLISNEFNDIN. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.