Þjóðviljinn - 08.11.1958, Side 4

Þjóðviljinn - 08.11.1958, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagtir 8. RÓvembe; 1958 Sinfóníuhljóm- sveitin Framhald af 12.' síðu. á píanó, en Björn Guðjónsson blaes á trompet. Þetta er í fyrsta skipti sem Guðmundur leíkur með hljómsveitinní, en hann er nú í fremstu röð ísienzkra píanó- ieikara. Hann lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1948 og var síðan um nokk- urra ára skeið við framhalds- nám í París. Guðmundur hefur leikið á nokkrum tónleikum Tón- listarfélagsins jhér og er nú kennari við Tónlistarskólann. Austurríkismaðurinn Hans Antolitseh, stjórnandi Sinfóníu- hijómsveitarinnar að þessu sinni, var fyrir nokkru ráðinn hljóm- sveitarstjóri Ríkisútvarpsins í stað Wunderliehs, eins og áður hefur verið greint frá í fréttum blaðsins. Anatoiitsch er fæddur í Vínar- borg og stundaði nám við tón listarháskólann þar. Hann starf- aði í Þýzkalandi á styrjaidarár- unum. m. a. í Königsberg í Aust- ur-Prússlandi (nú Kaliningrad í Sovétríkjunum) og Breslau (nú Wroclaw í Póllandi), stjórnaði har óperuflutningi. Frá striðs- lokum hefur hann starfað sem hijómsveitarstjóri í Vín, bæði stjórnað útvarpshljómsveitinni bar og þrem öðrum hljómsveit- um, m. a. Vínar-sinfóníuhljóm- sveitinni. Þá hefur hann stjórn- að sem gesíur hljómsveitum á líalíu. Arni Böövarsson: ÍSLENZK TUNGA Eins og lesendum þáttarins er kunnugt, hafa ýmsir sent mér gott efni, sem kemur bæði að notum í þennan þátt sérstaklega og svo ekki síður öðrum þeim er fást. við rann- sókuir á islenzkri tungu, eink- um orðafotða hennar. Margir hafa sent mér orðalista. Nú hefur t.d. nýlega borizt einn slíkur listi frá Ingvari Agn- arssyni, og eru það mest orð úr máli Strandamanna, Strandahreppi, margt af því merkilegt. Áður hefur verið minnzt á miklar og goðar upplýsingar frá Þorsteini Magnussyni frá Gilhaga í Skagafirði, Halldóri Péturs- syni (úr Borgarfirði eystra og af FJjótsdalshéraði), en fleiri ber til að nefna. T.d. hefur Jóhannes Ásgeirsson margsinnis sent mér upplýs- ingar um það hvaða orð tíðk- ast vestur í Dölum af þeim orðum sem hér hefur verið minnzt á í þættinum. Þá gæti ég nefnt marga aðra bréfrit- ara víðs vegar að, svo og ýmsa sem hafa hringt til mín með upplýsingum um málfar manna. Allt slikt er mikils virði. En hér var ekki ætlun- in að fylla þáttinn með upp- , Nú liggur vel á mér” — Ótilhlýðileg íramkoma lögreglumanna — Ástandið í skemmtanamálunum BORGAEI SKRIFAR: — Ef þú skyldir nú fara á dans- leik hér í Reykjavík eitt- hvert laugardagskvöldið, þá ætla ég að taka þér vara fyrir því að syngja, þegar þú kemur út, væntanlega um tvö- leytið, því maður veit aldrei nema lögregluþjónar nr. 113, 140 eða 141 séu mættir í bíl fyrir utan dyrnar, og lög- regluþjónar með svona virðu- legum númerum þola ekki að hevra sungið um tvöleytið; þeir munu setja þig inn í bíl- inn og aka l:ár til hinna glæsi- legu húsakvnna lögreglunnar, í Kjallarann. Ég fór sem sé á ball á laugardagskvöldið á- samt tveimur kunningjum Tnínum, og þegar við komum út um tvö-Ievtið, lá skiljan- lega fremur vel á okkur, og einn okkar byrjaði að s.yngja: ,.Nú livgur vel á mér“. — En hað hefði hann betur látið ógert; tveir fílefldir lögreglu- menn komu þegar á vettvang og handtóku manninn, stungu honum inu í lögreglubíl og óku af sísð, þrátt fyrir ein- dregin mótmæii okkar. (Þess má geta, að manninum var strax s’epnt lausum, þegar á lögreglustöðina kom). Nú segia lögregiumennirnir: Við tóknm manninn úr umferð fvrir að vera með hávaða á a’mannafæri að næturlagi.' M’kið rétt. Annars hélt ég, að enginn vissi betur en lög- regluþjónar bæjarins, að fólki sem býr í nágrenni við sum danshúe bæjarins, verður ó- gjarnan svefnsamt fram eftir nóttu vegna söngs og annars hávaða, sem drukknir menn hafa í frammi, meðan á dans- leiknum stendur. En dansleik- ir fara fram undir lögreglu- eftirliti, ekki satt. Það er þess vegna helzt til seint að verið að sitja fyrir mönnum utan dyra um tvöleytið og taka þá úr umferð, þá vegna hávaðans sem þeir gera, ef þeir skyldu nú vera búnir að framleiða viðlíka há- vaða innan dyra (undir lög- reglueftirliti) í 3—4 klukku- tíma. Margir ballgestir höfðu miklu hærra en kunningi minn, þegar þeir komu út af umræddum dansleik, og voru á allan hátt verr á sig komn- ir og liklegri til.að gera ein- hvern „skandala", en vera má, að lögreglumennirnir hafi heyrt verr með því eyranu, sem að þeim snéri. Kannski lögreglumcnnirnir hafi líka verið í ákvæðisvinnu að safna í bílinn og fengið visst fyrir 26. páttur — S. nóv. 1958 talningu á nöfnum, og slcal því staðar numið með það. Halldór Pétursson hringdi til mín og leiðrétti villu sem komizt hafði inn í eina skýr- ingu í bréfi hans, er minnzt var á í siðasta þætti. Skýring- in við orðið h’argaralegur átti að vera þessi; „óþjált, t.d. um band, hart og illa unnið, einnig vinnuföt, t.d. olíuföt, sem harðna, vaðmálsföt, jafn- vel um slátur sem linoðazt hafði of hart upp í“. En upphaf s’kýringarinnar sem háfði flækzt inn, átti við annað orð, kumbur, Það er „haft um linspunnið band, ljótt og gróft“. Um þetta orð hef ég ekki aðrar heimildir í svipinn, og væri fróðlegt að frétta af því frá öðrum. Það er ekki í orðabók Sigfúsar Blöndals í þessari merkingu, en hins vegar er það til í fornu máli í merkingunni „klunni“, einnig samsetning- in „trékumbur“=trédrumbur. Prófessor Alexander Jóhann- esson bendir á skyldleika þessa orðs við orðið kuml (dys), einnig kumpur um mann (=draslaralegur mað- ur). Sú mynd er til hjá Sig- fúsi í merkingunni ,,gróft ull- fyrir ballgestum utan dyra danshússins og hrifsa ein- hvem og einhvern úr hópnum af algerðu handahófi. Slík vinnubrögð verða. til þess eins að særa réttlætiskennd fólks og vekja hjá því gremju og reiði í garð lögreglunnar. Annans er ástandið í skemmt- anamálum okkar harla hág- borið. Eins og kunnugt er, hafa sum samkomuhús hér vínveitingaleyfi, cnnur ekki, og það er strax hæpin ráð- stöfun að.gera þannig upp á milli annars sambærilegra samkomuhúsa. Ég get ekki séð neinn eðlismun á því hvort menn drekka sig út úr fulla af víni, sem keypt er á margföldu verði í Sjálfstæðis- húsinu, eða hvort menn verða útúr fullir af innihaldi vasa- pelans sem þeir höfðu með sér i Breiðfirðingabúð. Nú er auðvitað ekki beinlínis gert ráð fyrir að menn hafi vin um hönd í þeim samkomuhús- um, sem ekki hafa vínveit- ingaleyfi, maður hevrir jafn- vel að það sé bannað, og ein- stöku sinnum sér maður dyra- verðina taka pelagrey af mönnum. Engu að síður eru hinir miklu fleiri, sem ,,sleppa“ inn með ekki einasta vasapelann einn, heldur full- ar þriggja pela flöskur, sem þeir hafa undir borðunum hjá sér og seilast í, þegar eftir- litsrnennirnir snúa baki í þá, og það er nokkuð oft. Þetta hálfkák held ég að sé hin argarn", og er vita.nlega sama og kumbur. I norsku eru bæði til „kumb“ og „kump“ í svipaðri merkingu og í íslenzku, um eitthvað klunnalegt éða gróft. Þá verður þess enn að geta að orðið ,,kumbur“ er til í þjóðsögum Jóns Ámasonar í merkingunni ,,nykur“ ( ný útg. I. bd„ 131. bls.). Nykur var þjóðsagnadýr í hestliki (hófarnir sneru þó venjulega aftur) sem reyndi stcðugt að tæla menn á bak sér til þess að geta hlaupið með þá út í stöðuvatn, en þar var venju- lega aðsetur þessara dýra. — Víkjum aftur að grófa band- inu: Þó að Sigfús Blöndal hafi ekki fengið „kumbur" í þeirri mcrkingu, þá hefur hann orðið .gumbur, um grófa vinnu, einkum gróft ullar- band, og til er á Suðurlandi lýsingarorðið Iosagumburs- legur um eitthvað sem er losaralegt í sér, og einmitt notað m.a. um lauslega spunnið band eða of laust prjón. Ég sé nú að þetta orð er ekki í orðabók Sig- fúsar, en mér er það munn- tamt. Ekki er það algengt að linhljóð (eins og í gumbur) skiptist á við harðhljóð (eins og í kumhur) í upphbfi orða, en til er það þó, svo sem ber- visinn; pervisinn. Fyrir nokkru var hér í þættinum minnzt á orðið kríkur og talað um að það væri „nánast sama og nári“. Þetta er sú merking sem ég er vanasiur í orðinu, en nú hef ég Þ’étt að það hafi hneykslað suma lesendur, sem geta ekki fyrirgefið mér þessa skýbngu, því að t.d. í Vestur-Skaftafellssýslu merk- ir það sama og læri. Þar eru algengar samsetningar eins og flórkríkur .= flórlæri, og mér er sagt að alltáf sé tal- að um fugiskríka, meðal þeirra manna sem þar leggja, sér til munns þvílíkar dýra- tegundir. í seðlasafn} Orða- bókar Háskólans eru mörg dæmi um orðið í þessari merk- ingu sem mér er tömust, efsti hluti læranna innanverðra, það er „nánast sama og nári“. Þetta litla dæmi er aðeins sýnishorn af því hversu mismunandi merking- ar einstakra orða geta verið, og þó verið báðar réttar. —- þetta kom fram í sambandi við orðið krílýijóstur sem Halldór Pétursson kenndi mér, og aðrir lesendur þáttar- ins virðast ekki kannast við. Dr. Halldór Halldórsson prófessor segir mér að lýs- ingarorðið ruddungslegur hafi verið daglegt mál móður hans, en hún var af Fljóts- dalshéraði. Merking hennar i orðinu var „myndarlegur", og það var alltaf hól, t.d. í sam- bandi eins og „anzi ruddungs- legur karl", aldrei nein niðr- andi merking, eins og hjá Halldóri Péturssyni. Þá skal vikið að öðru efni. Orðabók Háskólans feendi í fyrra út spurningalista um orð í sambandi við veðurfar (og raunar fleiri lista). Svör hafa borizL viðs vegar að af la.ndinu, en svissneskur mað- ur, dr. Oscar Bandle, hefur tekið sanian spummgarnar og vinnur fyrst úr svörunum. Nú liefur komið í ljós að til- finnanlegur skortur er á svör- um af Suðvesturlandi, t.d. úr verstöðvunum hér Í kringum Faxaflóa. Ef einhver lesandi þáttarins vildi ta.k'a að sér að svara spurningalista um orð í sambandi við veðurfar á þessum slóðum, væri það mjög vel þegið. Spuminga- lista og leiðbeiningar um hvernig svara beri, má fá hjá mér eða Orðabók Háskólans. SINFÖNIUHLJÓ3ISVEIT ÍSLANDS manninn, án tillits til þess hvort þörf var að taka hann versta plága. Annað hvort á úr umferð eða ekki. Aðfarir þeirra hentu einna helzt til þess. Það er gott og blessað að lögreglan sýni röggsemi í því að hafa hendur í hári óróaseggja og fjarlægja þá, en það nær engri átt að sitja mönnum að vera frjálst að neyta víns í öllum samkomu- húsum eða harðbanna það í þeim öllum, og því banni þá framfylgt. Allt annað er kák eitt og laumuspil, sem enginn tekur mark á. í Þjóðleikhúsinu næstkomandi þriðjudagskvöld 11. nóv. kl. 20.30. Stjómandi: HANS ANTOLITSCII Einleilcari: GUÐMUNDUR JÓNSSON Viðfangsefni eftir Weber, Shostakovitz og Beetlioven, Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. ynnm TII. BIFREIÐAEIGENDA Að gefnu tilefni skal athygli bifreiðaeigenda hér með vakin á ákvæðum 14. gr. umferðarlaga nr. 26, 1958, en þar segir: Verði eigendaskipti að skriiðu ökutæki, skulu bæði hinn fyrri og hinn nýi eigandi tafarlaust tilkynna það til lögreglustjóra í því umdætni, sem ökutækið er slcráð í. Þeir, sem vanrækja þessa skyldu, verða látnir sæta ábyrgð. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 7. nóvember 1958 — SIGURJÖN SIGURDSSON

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.