Þjóðviljinn - 08.11.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.11.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 8. r.óvember 1958 ÞIÓÐVIUINN Útgefandl: Sameir.ingarflokkur olfcýðu — Sðsialistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Biarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjönsson, Guðmundur Vigfússon, fvar K. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. FriðÞ.tofsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi: 17-500 (5 linur>. — Áskrlftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavik og nagrenni; kr. 27 ann- ersstaðar. - Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmíðja Þjóðviljans. „Loftvarnir" íhaldsins og hernámið í bæjarstjórnarfundi í fyrra- **¦ dag lagði Alfreð Gíslason, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins fram tillögu um að loft- varnarnefnd yrði leyst frá störfum um næstu áramót og h&nni gert að skyldu að gera lokagrein fyrir þeim störfum sem unriin hafa verið á hennar vegum á undanförnum árum, svo og .tillögum sinum ef ein- hverjar væru varðandi skipun ¦þessara mála framvegis. 'J framsöguræðu gerði Alfreð * grein fyrir flutningi tillög- unnar og voru rök hans rak- in hér í blaðinu í gær. íhaldið brást mjög ókvæða við tiLög- unni og rökum Alfreðs Gísla- sonar. Hver af öðrum sáu þeir sig til neydda að koma upp í ræðustólinn til varnar loft- varnarhneyksli íhaldsins, Gunn- ar Thoroddsen, Geir Ha'lgríms- son, Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson og Björgvin Frederik- sen. Var greinilegt af ræðum hessara íhaldsmanna allra að enn brennur sú sök á flokki þeirra sem upplýstist í bæjar- stjórnarkosningunum í fyrravet- ur, þ.e. sú eindæma sóun og siðleysi sem í því birtist að eyða á nokkrum árum um 10 milljónum króna af almannafé til svonefndra ioftvarna hér í -toænum. Sök ráðamanna íhaldsins Hgg- ur i tvennu. í -fyrsta lagi hafa þeir allra manna mest að því unnið að íslandi var flækt inn í bandalag styrjald- arþjóða, er.'endur her kvadd- ur til landsins og honum leyft að gera landið að víghreiðri í hugsanlegum átökum milli stórveldanna. I öðru lagi hafa forkó'far íhaldsins notað þá hættu, serii yfir þjóðina hefur verið leidd fyrir þeirra eigin tilverknað, til einhverrar fá- nýtustu sóunar með almanna- fé sem um getur. Eftir að hafa kallað erlendan her inn í land- jð er sett á laggirnar rándýrt bákn undir forustu svonefndr- ar loftvarnanefndar, sem tek- izt hefur að sóa 10 milljónum kr. af fé Reykjavíkurbæjar og ríkisins á hinn furðulegasta hátt á fáum árum. Eru um það margar sögur 02 ekki allar fagrar hvernig þessu íhalds- bákni loftvarnarnefndar hefui lekizt að koma f.vrir þeim milljónum af fé a'mennings sem eytt hefur verið með þess- lim hætti. Engir neita þvi að íslending- ar og þá ekki sízt íbúar Reykjavíkur og annarra þétt- hýlustu staðanna í náunda við helztu víghreiður Bandaríkja- manna séu í geigvænlegri hættu staddir ef til ófriðar Olfhildur frá Efstahœ: III. Voiidir menn í Kreml og' vestræn góðmenni dregur. Um það hafa hernáms- flokkarnir, undir forustu Sjálf- stæðisflokksins, fséð með á- byrgðarlausu framferði sínu. Hitt er svo jafn víst, að eftii að kjarnorku- og vetnissprengj- ur komu til sögunnar sem múg- morðs- og eyðingartæki í styrjöld ásamt langdrægum eldflaugum og öðrum nýtízku vígvélum stórveldarma, er það I barnaskapur einn og blekking að tala um loftvarnir sem já- kvætt framlag til verndar og björgunar mannslífum ef styrj- aldarbrjálæði skellur á. Það er raunar meira en furðulegt að til þess að halda sliku fram skuli fást sæmilega vitibornir menn. En þó mun helzta skýr- ingin sú, að hér hefur falizt gott tækifæri til að telja fólki trú um að í loftvarnarbramli til viðbótar hinni margrómuðu „hervernd" felist umtalsvert ör- 'yggi fyrir almenning. Þetta er þó auðsæ blekking. Hernám Bandaríkjamanna setur íslend- inga í fremstu víglinu í styrj- öld ef af henni verður, og þá hrökkva þær „loftvamir" býsna skammt sem íhaldið hef- ur sóað fé almennings í á und- anförnum árum, enda er al- þjóð um það kynnugt að þær eru hégóminn einber og raun- verulega engar aðrar en kaup á hjúkrunargögnum og bruna- slöngum sem Hggja undir skemmdum. Eða hvar eru loft- vamabyrgin sem Reykvíking- um eru aetluð sem vistarver- ur ef svo illa fer að stórveld- unum lendi saman og íslend- ingar fá að súpa seyðið af þeirri glæpsamlegu ráðs- mennsku hernámsmanna að gera land þeirra að einum þj'ðingarmesta hlekknum í víg- búnaðarkeðju Bandaríkja- manna? T»essi blekking íhaldsins í * loftvarnarmálum er stór- lega vítaverð og þá ekki síð- ur sú meðferð á almannafé sem átt hefur sér stað í sam- bandi við hana. Það er því vissu'ega tímabært að þessum skrípaleik verði hætt og loft- varnanefndin lögð niður eins og Alfreð Gíslason hefur lagt til og rökstutt í bæjarstjórn. Ríkissjórain á þakkir skilið en ekki ávítur fyrir þá ákvörðun að hætta greiðslum í þessa hringavitleysu íhaldsins. Rík- ið hefur annað og þarfara með þá peninga að gera sem það innheimtir af skattþegnunum. Og trúlega eru þeir Reykvik- ingar ekki fáir sem telja að bæjarfélag þeirra gæti einn- ig varið fjármunum sínum af meiri skynsemi og fyrirhyggju en lýsir sér í þeirri ráðs- mennsku sem frægust er í sam- bandi við loftvarnarnefnd og starfsemi hennar. Sigurður klerkur í Holti og Sigurbjörn prófessor eiga lengstar greinar í Félagsbréf- um Almenna bókafélagsins. Þar að auki eru þeir T^rðnir sjálfsagðastir ræðumenn, þegar forsvarsmenn auðvaldsins á ís- landi þykjast fyllast marin- kærieika og vilja endiiega halda fund. Þessir tveir Einars- synir eru ólíkir á að . heyra, þó að báðir noti skrúðmælgi annað veifið, bölvi mikið og séu fjarskalega orðljótir hitt veifið. Það, sem helzt sundur- greinir þá, er það, að prófess- orinn er betri leikari og tekst stundum að láta lita svo út, sem mikil og heilög alvara fylgi máU hans. Þá list kann presturýnn ekki. Alvara hans er þeirrar tegundar, að manni verður helzt á að kenna í brjósti um hann og líta á hann sem rekald, sem rekið hefur á fjörur ýmissa málefna, en orðið til lítils nothæít, þó að fyrirferðin væri mikil. Þessir tveir, sem Almenna bókafélag- ið reynir nú að notast við sér og málefnum auðvaldsins til þúrftar, eiga það sameiginlegt öðrum flóttamönnum, að þegar þeir taka að skrifa ádeilur á sósíalismann, sem þeir ávallt kalla kommúnisma án frekari skilgreiningar, þá taka þeir strax að rekja ávirðingar rússneskra yfirvalda. Þessir tveir og margir aðrir tala stund- um um ástkært frelsið og blessað lýðræðið, en þeir tala aldrei um blessað auðvaldið. Hvers vegna ekki? Þeim ber þó skylda til að uppfræða okk-^ ur alþýðufólkið úr því þeir. vilja vera mannkynsleiðtogar. Við vitum ekki til, að neitt nýtt sé komið við sögu, sem sýni yfirburði kapítalismans yfir sósíalismanum. Um þessa tvo isma var stundum rætt hér í gamla daga og andstæðing- ar sósíalismans höfðu þá sín rök fram að færa t.d. um frjálsa samkeppni og einstak- lingsframtak, einnig höfðu þeir þá sitt að segja móti þjóðnýt- ingu kvenna, sem þeir töldu mjög yfirvofandi. Nú eru menn þessarar tegundar löngu hætt- ir að tala þann veg fyrir skoð- unum sínum. Þeir eru meira að segja hættir að tala gegn þjóðnýtingu kvenna. Öll rök þeirra, öll lífshugsjón þeirra beinast að því einu að sýna fram á fantaskapinn í KremL Það er ekki vegna þess að mig langi sérstaklega til að gera þessum mönnum greiða, að ég vil segja þeim, að allur þessi djöfulgangur þeirra um fantaskapinn í Kreml snertir okkur hér á Efstabæ ekki minnstu vitund. Þeir verða að hitta á betri rök til að sann- færa okkur um gildi skoðana sinna. Ég vil geta þess, að sennilega værum yið hér á Efstabæ öll fylgjandi sósíal- demókrötum að minnsta kosti í flestum innanlandsmálum, ef ekki væri hjá þeim að finna einnig þemnan skitningsvana ótta við stjórnina í Kreml. Þau rök sem hrundu af stað sósíalisma og það meira að segja öllum tegundum hans, eru frá sjónarmiði okkar hér enn til staðar. Kapitalisminn er enn hinn sami þg haim var og hefur verið og mun halda áfram að fæða af sér uppreisn- ir, byltingar og styrjaldir. Það, sem breytzt hefur og einkum við tvær heimsstyrjaldir, er ekki eðli kapítalismans og auðhringa hans, heldur er breytingin sú, að lífcskoðun sósíalismans hefur vaxið um allan heim og sósíaldemókrat- ar og kommúnistar komizt til valda í hverju ríkinu eftir ann- að. Byltingin í Rússlandi er sögulegasti atburðurinn í þeim áföngum, sem teknir hafa ver- ið, unz þangað er komið, sem við erum nú. Hún er söguleg- ust, en ekki vegna þess hvern- ig hún gerðist, heldur vegna þess, sem varð. í skjóli at- burðanna, sem Urðu þar aust- urfrá, höfum við hér vesturfrá öðlazt það frelsi sem við stát- um af. Ég á þó ekki við full- veldi íslands 1918, en einnig það hefði verið óhugsandi, ef víða hefði ekki kviknað frá þeim eldi, sem brann í austr- inu. Ég á einkum við það frelsi, sem verkalýðssamtök allra Vestur-Evrópulanda fundu and- blæ af og sem gaf þeim mátt- inn til að ver?a meira og meira ráðandi afl í heimalandi sínu. Það er staðreynd, hvort sem . hún þykir góð eða ill, að hvort sem menn, eru að, kalla sig kommúnista, jafnaðarmenn eða Framsóknarmenn, þá hafa þeir; allir í fjörutíu ár fengið að vera til vegna þeirra, sem'- sátu í Kreml þessi ár. Hefði þeim ekki tekizt byltingin þar eystTa, hefði heimsauðvaldið fljótt tekið fyrir kverkar svona hreyfinga, eins og það líka mun strax gera, ef það gæti komið þeim í Kreml fyrir katt~ arnef. Auðvaldið sést, ekki fyr- ir, þegar það er komið í víga- hug. Það hefur aldrei . gert það og mun aldrei gera það. Ég hef grun um að mennimir við Morgunblaðið á fslandi muni ekki, hve grimmt það get- ur orðið og þess vegna fylgi þeir því að málum. Við hér í Efstabæ, sem eldri érum að árum, munum vel kreppuárin eftir 1930. Við munum hvert áhangendur auðvaldsins srieru vopnum þá, þó að ýmsir þeirra virðist hafa gleymt því núna. Við vissum, hvað auðvaldið vildi, en þorði ekki. Vjð rnun- um fögnuð þess og eftirvænt- ingu, þegar hinn kjarkmikli maður þess Adolf Hitler kom og þorði. Við munum hverjum hann sagði fyrst stríð a-hend- ur. Það voru verkalýðssamtök og fantarnir í KremL Þá • fór svo mikil fagnaðaralda um-hinn svokallaða lýðræðisheim, að burgeisar hans sóðu á öndinni lengi og sendu út á strætin sonu sína og dætur, sem veif- uðu hakakrossfánum við öskur- æfingar um vonda merm í Kreml. Rödd fulltrúa Sovét- Framhald á 10. síðu. ¦¦¦,' i f Teikning Ben. Gunn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.