Þjóðviljinn - 08.11.1958, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 08.11.1958, Qupperneq 6
6) —■ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 8. r.óvember 1958 gHÓÐVILJINN ÚtKefandi: Sameir.ingarflokkur olþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Rltstjórar: Masnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. - Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Guðmiindur Vigfússon, ívar H. Jónsson. Maenús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbiófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur*. — Áskriftarverð kr. 30 ó món. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- ersstaðar. - Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. s___________________:________ „Lofívarnir” íhaldsins og hernámið Ulfhildur frá Efstahœ: III Vondir menn í Kreml og vestræn góðmenni í bæjarstjórnarfundi í fyrra- dag lagði Alfreð Gíslason, bæjarfulltrúi Alþj'ðubandalags- ins fram tiilögu um að ioft- varnarnefnd yrði leyst frá störfum um næstu áramót og henni gert að skyldu að gera Jokagrein fyrir þeim störfum sem unnin hafa verið á hennar vegum á undanförnum árum, svo og .tillögum sínum ef ein- hverjar væru varðandi skipun -þessara mála framvegis. T framsöguræðu gerði Alfreð grein fyrir flutningi tillög- unnar og voru rök hans rak- in hér í blaðinu í gær. íhaldið brást mjög ókvæða við til’ög- unni og rökum Alfreðs Gísla- sonar. Hver af öðrum sáu þeir sig til neydda að koma upp í ræðustólinn til varnar loft- varnarhneyksli íhaldsins, Gunn- ar Thoroddsen, Geir Ha’lgríms- son, Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson og Björgvin Frederik- sen. Var greinilegt af ræðum þessara íhaldsmanna allra að enn brennur sú sök á flokki Þeirra sem upplýstist í bæjar- stjórnarkosningunum i fyrravet- ur, þ.e. sú eindæma sóun og siðleysi sem í því birtist að eyða á nokkrum árum um 10 milljónum króna af almannafé til svonefndra ioftvarna hcr í -bænum. Sök ráðamanna íhaldsins ligg- ur í tvennu. í fyrsta lagi hafa þeir allra manna mest að því unnið að* íslandi var flækt inn í handalag styrjald- arþjóða, erlendur her kvadd- ur til landsins og honum ieyft að gera landið að víghreiðri í hugsanlegum átökum miili stórveldanna. I öðru lagi hafa forkóifar í'naldsins notað þá hættu, sem yfir þjóðina hefur verið ieidd fyrir þeirra eigin tiiverknað, til einhverrar fá- uýtustu sóunar með almanna- fé sem um getur. Eftir að hafa kaliað eriendan her inn í land- ið er sett á laggirnar rándýrl bákn undir forustu svonefndr- ar loftvarnanefndar, sem tek- izt hefur að sóa 10 milljónum kr. af fé Reykjavíkurbæjar og ríkisins á hinn furðulegasta hátt á fáum árum. Eru um það margar sögur og ekki ailar fagrar hvernig þessu íhalds- bákni loftvarnarnefndar hefui tekjzt að koma f.vrir þejm milljónum af fé a’mennings sem eytt hefur verið með þess- um hætti. Engir neita því að íslending- ar og þá ekki sízt íbúar Reykjavíkur og annarra þétt- býlustu staðanna í náunda við heiztu víghreiður Bandaríkja- manna séu í geigvænlegri hættu staddir ef til ófriðar dregur. Um það hafa hernáms- flokkarnir, undir forustu Sjálf- stæðisflokksins, jséð með á- byrgðarlausu framferði sínu. Eljtt er svo jafn víst, að eftii að kjarnorku- og vetnissprengj- ur komu til sögunnar sem múg- morðs- og eyðingartæki í styrjöid ásamt langdrægum eldfiaugum og öðrum nýtízku vígvélum stórveldanna, er það i barnaskapur einn og blekking að taia um loftvarnir sem já- kvætt framlag til verndar og björgunar mannslífum ef styrj- aldarbrjáiæði skellur á. Það er raunar meira en furðulegt að til þess að halda slíku fram skuli fást sæmilega vitibornir menn, En þó mun helzta skýr- ingin sú, að hér hefur faiizt gott tækifæri til að telja fólki trú um að í loftvarnai-bramli til viðbótar hinni margrómuðu „hervernd“ felist umtalsvert ör- yggi fyrir almenning. Þetta er þó auðsæ blekking. Hemám Bandaríkjamanna setur Islend- inga í fremstu víglinu í styrj- öld ef af henni verður, og þá hrökkva þær ,,loftvarnir“ býsna skammt sem íhaldið hef- ur sóað fé almennings í á und- anförnum árum, enda er al- þjóð um það kynnugt að þær eru hégóminn einber og raun- verulega engar aðrar en kaup á hjúkrunargögnum og bruna- slöngum sem liggja undir skemmdum. Eða hvar eru loft- vamabyrgin sem Reykvíking- um eru ætluð sem vistarver- ur ef svo ilia fer að stórveld- unum lendi saman og íslend- ingar fá að súpa seyðið af þeirri glæpsamiegu ráðs- mennsku hernámsmanna að gera iand þeirra að einum þýðingarmesta hlekknum í víg- búnaðarkeðju Bandaríkja- manna? essi blekking íhaldsins í loftvarnarmálum er stór- léga vítaverð og þá ekki síð- ur sú meðferð á almannafé sem átt hefur sér stað í sam- bandi við hana. Það er því vissu’ega tímabært að þessum skrípaleik verði hætt og loft- varnanefndin lögð niður eins og Alfreð Gíslason hefur lagt til og rökstutt í bæjarstjórn. Ríkissjórnin á þakkir skilið en ekki ávítur fyrir þá ákvörðun að hætta greiðslum i þessa hringavitleysu íhaldsins. Rík- ið hefur annað og þarfara með þá peninga að gera sem það innheimtir af skattþegnunum. Og trúlega eru þeir Reykvík- ingar ekki fáir sem_ telja að bæjarféiag þeirra gaeti einn- ig varið fjármunum sínum af meiri skynsemi og fyrirhyggju en lýsir sér í þeirri ráðs- mennsku sem frægust er í sam- bandi við loftvarnarnefnd og starfsemi hennar. Sigurður klerkur í Holti og Sigurbjörn prófessor eiga lengstar greinar í Félagsbréf- um Almenna bókafélagsjns. Þar að auki eru þeir %rðnir sjálfsagðastir ræðumenn, þegar forsvarsmenn auðvaldsins á ís- landi þykjast fyllast mann- kærleika og vilja endilega halda fund. Þessir tveir Einars- synir eru ólíkir á að . heyra, þó að báðir noti skrúðmælgi annað veifið, bölvi mikið og séu fjarskalega orðijótir hitt veifið. Það, sem helzt sundur- greinir þá, er það, að prófess- orinn er betri leikari og tekst stundum að láta líta svo út, sem mikil og heilög alvara fylgi máli hans. Þá list kann presturinn ekki. Alvara hans er þeirrar tegundar, að manni verður helzt á að kenha í brjósti um hann og líta á hann sem rekald, sem rekið hefur á fjörur ýmissa málefna, en orðið til lítils nothæít, þó að fyrirferðin væri mikil. Þessir tveir, sem Almenna bókafélag- ið reynir nú að notast við sér og málefnum auðvaldsins til þurftar, eiga það sameiginlegt öðrum flóttamönnum, að þegar þeir taka að skrifa ádeilur á sósialismann, sem þeir ávallt kalla kommúnisma án frekari skilgreiningar, þá taka þeir strax að rekja ávirðingar rússneskra yfirvalda. Þessjr tveir og margir aðrir tala stund- um um ástkært frelsið og blessað lýðræðið, en þeir tala aldrei um blessað auðvaldið. Hvers vegna ekki? Þeim ber þó skylda til að uppfræða okk-^, ur alþýðufólkið úr því þeir. vilja vera mannkynsleiðtogar. Við vitum ekki til, að neitt nýtt sé komið við sögu, sem sýni yfirburði kapítalismans yfir sósíalismanum. Um þessa tvo isma var stundum rætt hér í gamla daga og andstæðing- ar sósíalismans höfðu þá sín rök fram að færa t.d. um frjálsa samkeppni og ejnstak- lingsframtak, einnig höfðu þeir þá sitt að segja móti þjóðnýt- ingu kvenna, sem þeir töldu mjög yfjrvofandi. Nú eru menn þessarar tegundar löngu hætt- ir að tala þann veg fyrir skoð- unum sínum. Þejr eru mejra að segja hættir að tala gegn þjóðnýtingu kvenna. Öll rök þeirra, öll lífshugsjón þeirra beinast að því einu að sýna fram á fantaskapinn í Kreml. Það er ekki vegna þess að mig langi sérstaklega til að gera þessum mönnum greiða, að ég vil segja þeim, að allur þessi djöfulgangur þeirra um fantaskapinn í Kreml snertir okkur hér á Efstabæ ekki minnstu vitund. Þeir verða að hitta á betri rök til að sann- færa okkur um giidi skoðana sinna. Ég vil geta þess, að Sennilega værum við hér á Efstabæ öll fylgjandi sósíal- demókrötum að minnsta kosti í flestum innanlandsmálum, ef ekki væri hjá þeim að fjnna einnig þemnan skitoiingsvana ótta við stjórnina í Kreml. Þau rök sem hrundu af stað sósíaljsma og það meira að segja öllum tegundum hans, eru frá sjónarmiði okkar hér enn til staðar. Kapjtalisminn er enn hinn sami ,og hann var og hefur verið og mun halda áfram að fæða af sér uppreisn- ir, byltingar og styrjaldir. Það, sem breytzt hefur og einkum vjð tvær heimsstyrjaldjr, er ekki eðli kapitalismans og auðhringa hans, heldur er breytingin sú, að lífsskoðun sósíalismans hefur vaxið um allan heim og sósíaldemókrat- ar og kommúnistar komizt til valda í hverju ríkinu eftir ann- að. Byltingin í Rússlandi er sögulegasti atburðurinn í þeim áföngum, sem teknir hafa ver- ið, unz þangað er komið, sem við erum nú. Hún er söguleg- ust, en ekki vegna þess hvern- ig hún gerðist, heldur vegna þess, sem varð. í skjóli at- burðanna, sem urðu þar aust- urfrá, höfum við hér vesturfrá öðlazt það frelsi sem við stát- um af. Ég á þó ekki við full- veldi íslands 1918, en einnig það hefði veri& óhugsandi, ef víða hefði ekki kviknað frá þeim eldi, sem brann i austr- inu. Ég á einkum við það frelsi, sem verkaiýðssamtök allra Vestur-Evrópulanda fundu and- blæ af og sem gaf þeim mátt- inn til að verða meira og meira ráðandi afl í heimalandi sínu. Það er staðreynd, hvort sem hún þykir góð eða ill, að hvort sem menn eru að kalla sig kommúnista, jafnaðarmenn eða Framsóknarmenn, þá hafa þeir allir í fjörutíu ár fengið að v'era til vegna þeirra, sem sátu í Kreml þessi ár. Hefði þeim ekki tekizt byltingin þar eystra, hefði heimsauðvaldið fljótt tekið fyrir kverkar svona lireyfjnga, ejns og það líka mun strax gera, ef það gæti komið þeim í Kreml fyrir katt- arnef. Auðvaldið sést ekki fyr- ir, þegar það er komið í víga- hug. Það hefur aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ég hef grun um að mennirnir við Morgunblaðið á íslandi muni ekki, hve grimmt það get- ur orðið og þess vegna fylgi þeir því að málum. Við hér í Efstabæ, sem eldri érurn að árum, munum vel kreppuárin eftir 1930. Við munum hvert áhangendur auðvaldsins srieru vopnum þá, þó að ýmsir þeirra virðist hafa gleymt því nuna. Við vissum, hvað auðvaldið vildi, en þorði ekki. Við mun- um fögnuð þess og eftirvænt- ingu, þegar hinn kjarkmikli maður þess Adoif Hitler kom og þorði. Við munum hverjium hann sagði fyrst strið á hend- ur. Það voru verkalýðssamtök og fantarnir í Kreml. Þá.-fór svo mikil fagnaðaralda um hinn svokallaða lýðræðisheim, að burgeisar hans sóðu á öndinni lengi og sendu út á strætin sonu sína og dætur, sem veif- uðu hakakrossfánum við öskur- æfingar um vonda menn í Kreml. Rödd fulltrúa Sovét- Framhald á 10. síðu. Teikning Ben. Gunn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.