Þjóðviljinn - 08.11.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 08.11.1958, Page 7
Laugardagur 8. nóvember 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Stofnun sklpulagssjóðs í kaupstöðum og kauptánum SjóSnum verSí m.a. aflaS fekna meS verShœkkunarskaffi á fasfeignirt sem hœkka i verSi viS breyff skipulag Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur s.l. fimmtudag flutti Guðmundur Vigfússon, bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins tillögu um stofnun sidpulagssjóðs, er hafi það hlutverk að greiða kaupverð fasteigna, er bæjarstjóm kaupir til þéss að skipulags- breytingu verði komið í framkvæmd. E!r gert ráð fyrir að sjóðnum verði m.a. aflað tekna með því að leggja verðhækkunarskatta á fasteignir, sem hækka í verði vegna skipulagsbreyt- inga. Tillögu Guðmundar var samkvæmt tillögu borgar- st.jóra vísað til bæjarráðs til athugunar. Er hér birt framsöguræða sú, er Guð- nrundur Vigfússon flutti fyr- ir tillögunni. !Ég hef leyft mér að leggja fyrir þennan bæjarstjómar- fund svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjómin telur brýna nauðsvn tif bera, að sett verði lög um stofnun skipu- lagssióðs í kaupstöðum og kauptúnum, er hafi það hlut- verk að greiða kaupverð fasteigna, er bæjarstjóm kaupir til þess að sldpulags- breytingu verði komið í framkvæmd, og verði sjóð- um þessum meðal annars aflað tekna með því að leggja verðhækkunarskatta á allar þær fasteignir, sem hækka í verði vegna skipu- lagsbreytinga,“. Eins og tillagan ber með sér er hún viljayfirlýsing bæjarstjómar og myndi án efa, næði tillagan samþykki, verða leitað til þingmanna Reykjavikur um flutning frumvams á Alþingi I sam- ræmi við efni hennar. Nauð- syn slíkrar lagasetningar er tvímælalaust mést hvað Reykiavík enertir, en málið er einnig aðkallandi fyrir ýmsa aðra kaupstaði og kaup- tún, þar sem skipulagsbreyt- ingar á gamalli byggð em orðnar nauðsyn vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur á undanförnum árum og áratug- um, en einkaeignaréttur á lóð- um annarsvegar og tak- m"rkuð fjárráð bæjarfélag- anna hins vegar tefur fyrir skipulagsbrevtingum og gerir þær í raun og vem litt fram- kvæmanlegár að óbreyttum aðstæðum. Það er auðvitað mál út af fyrir síg, að enn hefur ekki verið gengið frá endanlegu ekipulagi Revkjavíkurbæjar og, hefur það mál oft verið rætt hér í bæjarstjórninni. Ég skal ekki ræða það mál almennt að þessu sinni, en vil þó nota tækifærið til að minna á nauð- syn þess, að gengið verði sem fyrst frá skipulagi bæjarins á lögformlegan hátt. Meðan það er ekki gert heldur út- þennsla byggðarinnar áfram h"mlulaust, með öllum þeim gífurlega kostnaði sem henni fylgir fyrir bæjarfélagið og gjaldendur þess, og með því ástandi í gatnagerð sem er langt frá því að vera mönnum bjóðandi og veldur árlega stórfelldu tjóni á samgöngu- tækjum bæjarbúa og þar með Guðmundur Algfússon einnig gífurlegu f jártjóni fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild. Ásigkomulag hins sí- vaxandi gatnakerfis sem ekki tekst að malbika er svo fyrir neðan allt sem telja verður mönnum bjóðándi í vaxandi borg, að það kallar óhjákvæmi lega á skjótar og margþættar aðgerðir til úrbóta. En hvort sem sú sjálfsagða ráðstöfun fæst viðurkennd eða ekki, að gengið sé endanlega frá því skipulagi sem byggja á bæinn eftir í framtíðinni, eða búið verður við hitt enn um skeið, að ákveða verði eft- ir hendinni byggingar- og gatnafvrirkomulag á einstök- um stöðum, gefur það auga leið hvaða erfiðleikar fylgja því, að bærinn verður að kaupa dýrum dómum hvern lóðarskika sem taka þarf til þess að gera skipulagsbreyt- ingu framkvæmanlega. Nú er svo komið að slíkar lóðir inn- an gamla bæjarins fást yfir- leitt ekki fyrir minna en 1000- 3000 krónur pr. fermetra, hvort sem þær eru keyptar samkvæmt samningum eða eftir mati. Þetta er staðreynd, hvort sem mönnum líkar hún betur eða ver. Þessi baggi hvílir á bæjarfélaginu og þeirri kynslóð sem nú lifir vegna þeirrar furðulegu skammsýni forfeðranna að skipta og ráðstafa þeim jarð- eignum í einkaeign, sem eitt sinn voru eign bæjarfélagsins. Nauðsynlegum skipulags- breytingum verður ekki komið í framkvæmd nema teknir verði upp breyttir starfshætt- ir. Það er svo augljóst mál að ekki þarf um að deila. Allar meiriháttar breytingar og umbætur á skipulagi ein- stakra bæjarhverfa eru það kostnaðarsamar að þær eru bænum ofviða að óbreyttum tekjustofnum. Flestum munu þykja útsvörin ærin þótt ekki þurfi að koma til stórfelld hækkun’þeirra af völdum f jár- þarfar til uppkaupa á lóðum éða lóðahlutum sem hljóta að fylgja flestum eða öllum breytingum á skipulagi gamla bæjarins. Hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða, eigi ekki allt að sitja í sama fari og aðkallandi breytingar á skipulaginu að dragast miklu lengur en æskilegt er. Skorturinn á nauðsynlegu fjármagni í þessu skyni er líka án alls efa ein helzta ástæðan til þess, að ekki þyk- ir fært að ráðast í nauðsyn- legustu breytingar á skipulag- inu í eldri bæjarhlutunum, evo aðkallandi sem þær þó eru af umferðarástæðum og til þess að nýta betur þau mannvirki í gatnagerð og öðru sem þar eru fyrir hendi. 's> Það er skoðun mín, að til" þess að ráða bót á þessu þurfi bærinn að fá nýjan tekjustofn er gangi til sjóðsstofnunar, er stæði urdir útgjöldum við skipulagsbreytingar, svo sem kaup á fasteignum i því skyni. Þetta eru útgjaldasam- ar framkvæmdir og ekki sízt þegar byrjunin verður að vera sú, að ná eignarhaldi á rándýru landi, áður en unnt er að hefjast handa. En elík- ar breytingar á skipulaginu eru ekki aðeins í almennings- þágu eins og málum er háttað hjá okkur. Ný og breið gata sem ákveðin er af skipulaginu og framkvæmd af bæjarfélag- inu, skapar möguleika til framtíðarbygginga af allt ann- arri og fullkomnari gerð en fyrir voru og hækkar fast- e’gnir einstaklinga og hluta- félaga stórkostlega í verði. Bæjarfélagið færir eigendun- um stórar fjárfúlgur beint og óbeint með slíkum aðgerð- um og gróðamöguleikar þeirra hafa vaxið stórum. Og þá vaknar spurningin: Er það réttmætt að þeir beri engan hluta þessara útgjalda bæjar- félagsins, fram yfir hvem al- mennan borgara þess og gjald- þegn. Eg held að þeirri spurn- ingu verði ekki svarað nema á einn veg: Það er réttmætt og eðlilegt að sérstakur verð- hækkunarskattur sé lagður á þær fasteignir sem gefa auk- inn arð og hækka í verði við framkvæmd breytts skipulags. Og það er bráðnauðsynlegt fyrir bæjarfélagið að slíkur skattur verði á lagður til þess að standa undir þeim útgjöld- um sem á það leggjast við kaup á fasteignum til þess að skipulagsbreytingar séu fram- kvæmanlegar. Verði að því ráði hnigið sem tillagan- gerir ráð fyrir, þ.e. stofnun skipulagssjóðs er afl- að verði tekna m.a. með á- lagningu verðhækkunarskatts, ætti aðstaða bæjarins til þess að koma í framkvæmd nauð- synlegustu umbótum á skipu- lagi gamla bæjarins að batna verulega frá því sem nú er. Bærinn fengi á þann hátt nýjan og fastan tekjustofn, sem skapar honum aðstöðu til að hefjast handa um þær breytingar á skipulaginu, sem staðið hafa fastar lengur en góðu hófi gegnir og eru í raun og veru orðnar brýnar og óhjákvæmilegar. Reykjavík er fyrir löngu vaxin upp úr þeim fetum, sem henni voru sniðin um og fyrir aldamót og jafnvel síðar. Þungi um- ferðarinnar vex ár frá ári og er orðið eitt mesta vandamál bæjarfélagsins og bæjarstjórn- arinnar. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Þeir sem réðu skipulagi og uppbvggingu gamla bæjarins miðuðu í mörgum tilfellum breidd og gerð gatna við handvagna og hestakerrur en ekki þann urmul bifreiða og stórra flutningatækja sem nú er kominn til sögunnar og fer . sívaxandi. Slík stökkbreyting kallar á nýjar aðgerðir eigi að afstýra algeru öngþveitis- ástardí í umferð og samgöng- um. Sú skylda hvílir á bæjar- stjórninni, að hafa forgöngu um þær brevtingar á skipu- lagi og þá nýbyggingu gamla bæjarins sem fyrir löngu er orðið aðkallandi dagskrúrmál'. Tillagan um stofnun skipu- lagssjóðs er flutt til þess að- auðvelda bænum þessa for- göngu og flýta fyrir umbót- unum. Umbætur á gömlu og úreltu skipulagi eru bæði í þágu almennings og bæjar- félagsins og eigenda lóðanna í gamla bænum. Meðan skipu- lagið hefur ekki fengið á sig löglegt framtíðarform og skil- yrði eru ekki sköpnð fyrir framkvæmd þess verða eig- endur lóðanna einnig að halda að sér höndum og geta ekki nýtt þær í samræmi við óslrir sínar, þarfir og hagsmuni. Það er því einnig og ekki sizt þeirra hagur að skipulagið sé ákveðið og framkvæmdir hafn- ar. Þess vegna er það og einn- ig sanngirnismál að bsir fast- eignaelgendur sem græða á aðgerðum bæjarfélags’ns í skipulagsmá’um beri bvngri bvrðar í sambardi við kostn- aðinn en hinn aimenni skatt- þegn bæjarfélagsins. • Fg treysti þvi. að öllum bæjarfulltrúum sé svo ljós nauðsyn þess að levsa þetta vandamál t’l framhúðar, að þeir geti fallizt á þá tillögu, sem hér hefur verið lögð fram. Það yrði svo væntánlega verkefni borgarst.jóra og bæj- arráðs að trvCTgia flutning málsins inn á Alþingi og vinna að framgangi Jess þar. lón Leiís: Má stela til heimilisþarfa? Heimkominn úr utanlands-*' ferð fréttir undirritaður, sem reyndi þar að halda uppi hejðri íslendinga sem réttarsamfélags og menningarþjóðar, að fram sé komin á Alþingi tillaga um að heimila hljóðfestingu hug- verka í heimahúsum endur- gjaldslaust. Ekki hefur frétzt að neinn flutningsmanna þessarar tillögu hafi átt viðtal við höfunda eða höfundaréttarfræðinga um þetta mál, enda mundi tillagan tæplega vera fram. borin, ef svo hefði verið. Höfundasamtökin og höf- undaréttarfræðingarnir munu svara fyrir sig og kljúfa málið til mergjar, en til bráðabirgða vill undirritaður hér aðeins taka fram þetta: Skyldi ASþingi slysast til að samþykkja slíka tillögu, mundi ákvæðið Ivímælalaust. verða úr gildj numið með dómi, þar sem það brýtur í bága við stjórnarskrána og þá megin- hugsun höfundaféttarins, að hugsmiðir hafi eins og aðrir smiðir einkarétt á því, sem þeir hafa smíðað og ráði því hvort og með hvaða skilyrðum þeir láti það af hendi. Menn' mega ekki taka eignir annarra til afnota hvort sem það er í ábataskyni eða ekki. Þetta er mjög ríkt í réttarmeðvitund allra menningarþjóða. Vilja menn t. d. leyfa veiðar í landhelgi til heimi’isþarfa? Eiga sauðaþjófar að fá að ste’a kindum og slátra þeim án refs- ingar, ef verknaðurinn er að- eins framinn til heimilisþarfa? Ætla háttvirtir þingfuIUrúar ís- lenzkra bænda að gerast for- mælendur sliks réttarfars? Nú má skilja að fátækir menn og hungraðir steli til heimilis- þarfa, enda þótt rcfsing liggi- við, en eigendur hljóðritunar- tækja eru yfirleitt efnaðir menn, því að tækin eru dýr. Þess vegna er ekki hægt að viðhafa þau mannúðarsjónar- mið gegn þeim, sem gætu vald- ið náðun hjá öðrum. Samtök höfundanna hafa hinsvegar t'all- izt á að leyfa hljóðritun til heimilisþarfa ótakmavkað í heilt ár gegn gjaldi, sem væri hæfileg greiðsla fyrir leyfi tit að hljóðrita eitt verk til heim- i'isnotkunar. Flutningsmenn framan- greindrar tillögu^segjast vil.ia að tónskáld fái réttmæt laun t'yrir sín verk. Hafa þá þessir flutningsmenn athugað hvernig launakjör tónskáldanna eru? Þau fá yfirleitt engin laun fyr- ir sín verk fyrr en verkin eru flutt eða hljóðrituð, og upp- hæðirnar, sem tónskáldin fá, eru ekki nema vasapeningar þangað til verkin eru mjög oft og mjög viða flutt og hljóðrjt- un þeirra selst í miklum fjölda eintaka út um allan heim, en þegar svo er komið eru tón- skáldin venjulega dauð. — Hljóðritun í heimahúsum dreg- ur hinsvegar úr plötusölunni. Það er skiljanlegt að óvin- sælt sé hjá veiðiþjófum, sem veitt hafa í landhe'gi öklum saman, að banna þeim allt i einu veiðar innan slíkrar land- helgi, en vér Islendingar stönd- um fast á vorum rétti og verð- um. að varast að ganga á rét.t annarra, ef vér viljum að rétt- ur vor sé virtur Framangreind tillaga ef hún Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.