Þjóðviljinn - 08.11.1958, Page 9

Þjóðviljinn - 08.11.1958, Page 9
«x ÓSKASTUNDIN Laugardagui' 8. nóvember 1958 — 4. árgangur 36. tölublað Getið þið séð hverjum þessi hrekkjalegi páfagáuhur er að stríða? Reynið að snúa blaðinu við. Kannski kannist þið við .... Sveinn Sveinsson: ELTISKINNS- SKÓRINN Þegar að Sigga litla var 5 ára gaf mamma hennar henni blágrœna eltiskinnsskó með hvítum þvengjum og hvítum bryddingum í afmælis- gjöf. Þetta voru ákaflega fallegir og góðir skór, enda varð Sigga litla ákaflega glöð og ánægð með þá. Hún varð nú að hlaupa um allt og sýna ölium nýju og fallegu skóna sína. Og ekki var það sízt hann Lappi hvolpurinn á bænum, sem sjálfsagt var að tæki þátt í gleði hennar. Iíún hljóp út á tún þangað sem Lappi lá og sleikti sólskinið. „Sjáðu Lappi minn“, kallaði hún strax er hún sá hvolpinn og hljóp beint til hans og fleygði sér niður hjá hon- um. „Sjáðu hvað hún mamma rnin gaf mér ■íalléga skó: Og sjáðu, það eru rósaleppar innan i þeim“. Hún tók af sér annan skóinn og hélt honum fyrir framan augun á hvolpinum. Hann lét ekki á sér standa að sam- gleðjast Siggu litlu, hann þaut á fætur, hringsner- ist í ákefð og dinglaði rófunni. Lappa þótti mjög vænt um Siggu, Þau voru góðir vinir og léku sér mikið saman. Nú vildi hann eins og vana- lega fara að leika sér og greip því nýja og fallega skóinn hennar Siggu litlu og hljóp með hann dálítinn spotta. Þar lagð- ist hann niður og ætlað- ist til að Sigga litla elti síg. Og það stóð ekki á því. hún hljóp srax á eftir Lappa og kallaði á eftir honum, „Lappi, Lappi, þú ert vondur Lappi að taka skóin i minn“. En hann lét sér ekki segjast mikið við það, hann hljóp bara lengra með skóinn og lagðist niður aftur. Sigga hljóp líka og þannig gekk þetta nokkra stund, en aldrei náði hún skónum sínum af Lappa, hann var svo miklu fljótari að hlaupa. Loks gafst hún upp og fór hálfskælandi inn ;il mömmu sinnar og sagði að hann Lappi hefði tek- ið skóinn hennar og vildi ekki láta hana fá haim aftur. Mamma hennar gaf henni þá kjötbein, sem hún sagði Siggu litlu að fara pieð og gefa Lappa og vita hvort hann sleppti þá ekki skónum. Sigga litla hljóp nú út á tún með beinið handa Lappa, en hvað var hann Framhald á 2. síðu. HEILABROT Ráðningar á gátmn í siðasln blaði: 1. vatnið, 2 silkiormur- inn. Hvað merkja órðin? Lausn: 1 fata. 2 askur, 3 gluggi, 4 auli, 5. 6. 7. 8. 9.. kon- ungur, 10 nótt. Ritstjóri Vilborq Dagbjartsdóttir — Útgefandi Þjóðviljinn Tveir 11 ára strákar, Ragnar og Grétar, sendu okkur nokkrar myndir. Myndirnar eru af ræningjaskipum, víkingaskipum, sjóorustum og vitum. Skipamynd- irnar eru flestar í litum svo ekki verður hægt aú prenta þær í blaðinu okkar, en myndin hér við hliðina. vandlega unnin blýantsmynd, sýnir vinnu þeirra. Ragnai’ og Grétar eru í sama bekk í skól- anum. Þeirn finnst mest gainan að teikna. smíða og reikna. ★----------------------------- Hrekkja- áifarnir -K TTafið þið heyrt getið um hrekkjaálfana? Það er ekki víst. En þið hafið sjálfsagt oft orðið fyrir ertni þeirra. • Þeir hafa líka stundum gert pabba ykkar og mömmu gramt i geði. Aldrei hafa þeir þó leikið þau eins grátt og þegar þau voru að fara á jóladansleikinn i fyrra. Hlustið þið nú á: Pabbi tekur flibbahnapp úr hvítu spariskyrtunni sinni og leggur hann á spegilhilluna. — Hann sver og sárt við leggur, að hann hafi lagt hnapp- inn þar. En nú er hnappurinn horfinn og finnst hvergi nokkurs staðar. Pabbi segir að hnappurinn hljóti að hafa oltið á gólfið og kallar í ofboði á alía krakkana til að leita. Hann er að flýta sér og fer að verða of seinn. Krakkarnir skríða um allt gólf, undir borð og bekki, en ekki finna þeir hnappinn. Mamma getur ekki tekið þátt í leitinni, því að hún var komin í siða kjólinn. Hún horfir á og verður óróleg. „Það er undarlegt, góði Kristján, að þú skulir þurfa 'að týna flibba* hnöppunum út úr hönd* unum á þér“, segir hún. Og pabbi svarar: „Eg lagði hnappinn á spegilhilluna. Það gæti édf svarið, þó að ég ætti að láta lifið“. „Ekki meturðu nú lí| þitt mikils“, svarar mamma önug. Og börnin skríða horn« ana á milli í herbergimi, undir borð og bekki, henda og grýta og hafi endaskipti á hverjuiti hlut. Seinna er íbúðia Framhald á 3. síðu. •--- Laugardagur 8. nóvember 1958 — ÞJóÐVILJINN — (9 r % ÍMtÓTTIR tlTSTJÖIU: niMAKM USLCASOS ótið heldur á fram í kvöld og á morgun Handknattleiksmót Reykja- um sigri. vikur heldur áfram í kvöld og Aðrir leikir kvöldsins eru: 4 morgun, og fara 7 leikir fram í kvöld. Aðalleikurinn verður í meistaraflokki milli Vals og KR og verður gaman að ejá ihvort Val tekst að rugla KR í ríminu, scm þó er ekki við að búast, því að KR hefur, að því er leikur þeirra við Fram á sunnudaginn var sýndi, sjald- an komið eins sterkt og þá í byrjun keppnistímabils. Verður því að spá KR fremur auðveld- Finnar keppa í knattspyrnu í Róm 1960 Finnska knattspyrnusam- nandið hefur fyrir nokkru á- kveðið að Finnland skuli senda knattspyrnuflokk til OL í Róm 1960. 2. fl. kvenna A Valur — Þróttur; Víkingur — Ármann; Frarn — KR. 3. fl. karla B Ármann — Víkingur; Valur — Fram; Vikingur — Fram. Leildrnir á sunuudagskvöid Meistarafl.leikirnir á sunnu- dagskvöld eru milii Víkings og IR og Ármanns og Þróttar. Vafalaust verða ÍR-ingar ekki í vandræðum með að ná í bæði stigin úr ieik þessum. Víking- ar hafa ekki sýnt neitt veru- lega jákvætt, það sem af er en ÍR-ingar, þótt þeir séu ekki komnir í eins góða æfingu og oft áður, búa yfir meiri hand- knattleik og grunnþjálfun. Aftur á móti getur leikur- inn milli- Þróttar og Ármanns orðið jafnari ef Þróttur tekur á. Eftir leikjum beggja á móti þessu ættu Ármenningar að vinna, og það með nolckrum mun. Langt er þó frá því að Ármann eigi enn sterkt og sig- urstranglegt lið, en það ætti að vera1 aðeins tímabil, því að eíns og yngri flokkar félagsins voru í fyrra ætti ekki að líða langur timi þar til þeir fara Galina Bystrova og Kusnet- soff hafa bæði bætt Evrópu- metið, hvort í sinni grein, og hún heimsmetið. Galina, sem í sumar varð Evrópumeistari í 80 m grinda- Heimsmet í spjót- kasti kvenna Núna um mánaðamótin setti sovézk stúlka heimsmet í spjót- kasti á móti í Tiflis. Stúlka þessi heitir Birute Zalagaitite. Árangur hennar er 57.49 m, sem er 9 sm betra en staðfest heimsmet, en það átti Anna Fazera frá Ástralíu. Birute er 24 ára gömul og varð sovétmeistari í spjótkasti í sumar. að Iáta til sín taka. Aðrir leikir sunnudagskvölds- ins eru: 3. fl. karla A.B. Fram — IR. 3. fl. karla B. Víkingur — Valur; KR — Ái’mann. 1. fl. karla Ármann —• KR hlaupi kvenna og fimmtarþraut einnig, setti nýlega heimsmet í fimmtarþraut kvenna og varð árangur liennar 4872 stig, sem er 26 stigum betra en gamla metið hennar var. Landi hennar bætti Evrópu- metið í tugþraut um 24 stig á sama móti, en árangur hans varð 8,037 stig. Hann átti sjálf- ur gamla metið. á sama móti náðist góður árangur í mörgum greinum. í sleggjukasti fóru þrír menn yf- ir 63 metra, og þó voru fjórir ,,beztu“ mennirnir ekki með. Sigurvegari varð hinn 22 ja ára gamall Dobrivetser, kastaði 64,12 metra. Petroff stökk 4,45 metra á stöng og Osolin hljóp 100 m og 200 m á 10,4 sek. og 21.3. Áustur-Þýzkaland vann Noreg 4:1 1 Um síðustu helgi kepptu Norðmenn við Austur-Þjóð- verja í knattspyrnu í Dresdent og fóru leikar þannig að A- Þjóðverjar unnu með fjórum mörkum gegn einu. Fyrri hálf- leikurinn endaði 2:1 og var af hálfu Norðmanna allvel leikinn, en síðari hálfleikurinn var aft- ur á móti mjög vel leikinn af hálfu Þjóðverja, og segja norsk: blöð að Norðmenn hafi slopp- ið mjög vel. 1 leik þessum lék Torbjöm Svensen 79. landsleik sinn, en. hann var slæmur í hægra fætl allan leikinn og átti því ekki eins góðan leik og vant er, og sama má segja um vörnina í norska liðinu. Áhorfendur voru 50 þúsund. Nýtt met í \ hástökki innan- háss —1.90.5 Á innanfélagsmóti iijá KK setti Jón Pétursson nýtt ts- landsmet í liástökki innanlniss, stctík 1,90,5 metra. Eldra met« ið var 1,86 m sett af Gísla Guðmundssym. Heimsmet í fimmtarþraut kvenna o| Evrópumet í tugþraut karla Kaupið miða i Happdrætfi Þjóðviljans >

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.