Þjóðviljinn - 08.11.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.11.1958, Blaðsíða 10
2) — ÓSKASTUNDiN ÓSKASTUNDIN — :(3 SKRÍTLUR Kennari: (er að skýra fyrir börnum gildi brota): „Hvort vildir þú, drengur minn, láta gefa þér 3/4 eða 2/3 hluta af köku"? Drengurinn: (eftir langa umhugsun) „Eg vildi haldur í'á 2/3 (tekur eftir því, að hann hefur valið minni hlutann og flýtir sér að bæta við): Ja, þáð er að segja — ég meinti — ég átti við það, að mér þykir kökur svo vondar, að ég get varla bragðað þær, og þess vegna vil ég fá sem minnst af þeim. Lögregluþjónnf (kemur hlaupandi á eftir manni) „Heyrið þér! þér megið ekki fara með hund þarna inn". Maðurinn: ,,Nú, ég á ekkert í þessum hundi". Lögregíuþjónninn: Hann fylgir yður þó eftir." Maðurinn: ,.Já, það gerið þér. nú Jíka, og 'ekki veit ég ti'l, að ég eigi nokkuð í yður". Sigga litla: „Heldurðu ekki, mamma, að maður- inn, sem máláði landa- bréfið. hafi verið litblind- ur, fyrst hann málaði Grænland gult?" Loddari: ,,Nú skal ég, ykkur til ánægju, breyta til og herma eftir alls konar dýrum. Gerið svo vel að nefna einhver dýr og skal ée þá sam- stundis stæla rödd þess" Einn áheyrandinn: „Reykt síld!" ELTISKÍNNS- SKÓRINN • *- Framhald af 4. síðu. nú að gera, var hann ekki farinn að naga skó- inn? nýja fallega skóinn hennar Siggu litlu. Hún hljóðaði upp yfir sig og herti enn meira á hlaupunum. Þegar Lappi sá Siggu koma aftur stóð hann upp .og var tilbú- inn að halda áfram leikn- um, hann beið með skó- inn uppi í sér og var við því búinn að hlaupa ál stað aftur. Þá sýndi Sigga honum beinið og kallaði til hans: „Lapp:, Lappi minn! Sjáðu hvað ég ætla að gefa þér." Nú leit hann á Siggu og dinglaði rófunni. Ekki viidi 'hann samt sleppa skónum, enda vissi hann ekki hvað hún var með. Hún.,veifaði nú beinki'i framan í hann en það dugði ekkert, hann hugs- aði ekki um annað en skóinn sem hann var að leika sér að. Datt henni þá í hug að reyna að fleyg.ia bein- inu til háns og vita hvovt hann sleppti þá ekki skónum. Fyrst stóð hann og horfði á beinið, þef- aði í áttina til þess og sleppti því næst skón- um og tók beinið og fór að naga það. Sigga litla náði nú í skóinn sinn aftur, en þá hafði Lappi étið úr .honum annari þvenginn. POSTHÓLFÍD Kæra Óskastund! Ég ætla að senda þér tvær myndir með bréf- inu. Mér þykir mjög gaman að lesa þig, og hef gaman af skrítlunum og sögunum. Ég var rétt núna að enda við að lesa söguna Fyrsta langferðin. Svo hef ég ekki meira að segja þér. Vertu blessuð og sæl. Jón ívarsson, 10 ár*, Vorsabjarhól, Gaul- verjabæjarhreppi. Árnessýslu. HREKKJA- ÁLFARNIR Framhald af 1. síðu. orðin eins og á flutninga- degi 14. maí. Klukkan heldur áfram að tifa uppi á vegg, eins og ekkert hafði í skorizt. Allt er að verða um sein- an. Mamma er föl og ó- styrk. Pabbi er eldrauð- ur af vonzku. -------En viti menn!! Liggur þá ekki hnapp- urinn á spegilhillunni, þar sem allir hefðu átt að geta séð hann! Þarna sést, það að pabbi hafði á réttu að standa. Hann gat svarið það, ið hann lagði hnappinn á hilluna. Allir verða sárfegnir, þegar hnappurinn . ýí' fundinn og eru ekkert úfi brjóta heilann um, hvað þetta var undarlegt/'- En rétt þegar ' hjóntn eru að svífa af stað prúð- búin, kallar mamma. „Hvar er nú handtask- an mín? Eg get svarið, að óg-dagðr hana hérna-á stóli-nn. Það get ég dáið upp á". „Hræddur er ég um, að þig misminni", segir pabbi. Og þó að tíminn sé naumur, þræta þau um það góða stund, hvort þeirra gleymi oftar að láta hlutina á sinn stað. Mamma er orðin skjálf- rödduð. — — Allt í einu sjá þau bæði það sama: Handtaskan liggur á stólnum! Hjónin verða fjarska fegin. Mamma þrífur töskuna og þau hlaupa bæði út' í bílinn. Börnin hætta að skríða um gólfið, standa á fæt- ur, bursta rykið af hrrjá'n- um og draga andann létt. Allir eru svo þreyttir og lamaðir efir leitina og fátið, að þeir nenna ekki að ræða málið frekar. Það er svo sem ekki eins dæmi, að hlutir hverfi. Einn góðan veð- urdag fann eldhússtúlk- an hvergi piparglasið. Seinna fannst það í sko- svertukassanum. Einu sinni lét hún tíú sykur- mola í kaffibollann sinn, og kaffið, varð ódrekk- artdi.. ¦ |Q . ¦ íTÍgHj. ! Stundum skipta ausan og rjómaþeytarinn um stað og sumir hlutir ganga alveg úr vistinni sjást ekki eftir það. Hvernig stendur i þessu? Það var eldhús- stúlkan, hún Guðrún, sem komst að því: Hún stóð frammi fyrir speglinum í forstofunni og ætlaði að næla ,ið sér kjólinn með tveimur öryggisnælum. Nælurn- ar lagði hún snöggvast á stól rétt hjá. Sér hún þá ekki í speglinum, hvar svolítiH álfur í grænum fötum s-tekkur upp á stólinn, svo glettinn á svipinn, og tekur báðar nælum- ar! Þá snýr Guðrún sér snöggt við, og hún er bráð í skapi: „Ert það þú, ófétið þitt, sem rífur og slítur allt hérna í húsinu, felur flibbahnappa, handtöskur og lætur piparglasið i skókassann? Og það fékk ég skammir fyrir. Varst það þú, sem lézt tíu mola í bollann minn um daginn?" Alfurinn gretti sig framan í Guðrúnu pg skauzt bak yið skáp. Hún ætlaði að grípa hann Ög elti hann um aila -íbúð- ina. En þegar hún náðí honum ekki, settist hún niður og fór að gráta. „Vertu ekki að gráta, stóra kona. Eg var bara að gera að gamni mínu" Og ; hrekkjaalfurinn sagði henni, að þeir væru margir bræðurnir, þeir voru á hverju heimiíi, og aistáðár" 'væ'r'i jaín gamaaí að vera. Hann sagði, . að það væri svo lifandi, skelf- ing gaman, að sjá fólic hringsnúast og leita og kenna hvert öðru . um, þegar eitthvað týndist. „En þegar einhver fer að gráta, höfum við ekki lengur gaman af leikn- um", sagði álfurinn, því að hann var í rauninni bezta skinn, eins og allir glaðlyndir menn. (O. G. endursagði)'. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 8. r.óvember 1958 ©náir menn í Kreml og géSineníii Framhald af 6. síðu. ríkjanna á fundum þjóðabanda- lagsins var rödd hrópandans í eyðimörkinni. Allur „lýðræðis- heimurinn" horí'ði með eftir- væntingu ti! 1-Iitlers. Hjá fá- ,einum sósíaldemókrötum varð vart smávegis óánægju vegna ofsókna Hilers gegn skoðana- bræðrum þeirra, en það var betra að fara varlega. Þetta var áreiðanlega sterkur rnaður. Samvinnumenn þögðu og létu duga að aka sér við smávegis óværð. Síðan tóku þeri til við að setja á sig svip hinna ábyi-gu stjórnmálamanna og vildu ekki móðga neinn. Það voru kommúnistar einir, sem eitthvað þorðu að segja. Hitler var maðurinn, sem þorði. Hann hlaut að fara í Stalín hinn rauða og þá yrði nú gaman að sjá. Þannig komst einmitt Sigurður Holtsklerkur að orði í endemislegri ræðu, sem hann hélt um það bil, sem þetta loksins varð. . . Já, það var fjarskalega gaman, Siggi. Aðgerðarlaus horfði „lýðræð- isheimurinn" á Franeo leggja Spán undir sig með manndráp- um og miklu blóðbaði og hrinda þar frá völdum lögiega kosinni lýðræðislegri ríkisstjórn. Lýð- ræðisþjóðirnar gátu ékkert við því gert sögðu þær. Samt tókst þeim ágætlega að setja bann á vopnasölu til Spánarstjórnar og sjá um, að uppreisnarmenn- irnir gætu óhindrað flutt til sín vopnabirgðir og nægan liðs- afla. Mennirnir í Kreml voru þeir einu meðal ríkisstjórna, sem reyndu að leggja Spánar- stjórn li'ð. Átölulaust leyfðu lýðræðisþjóðirnar Mússólíni að leggja Abbessínu undir sig. Þeir mótmæltu í Kreml. Astæða þessa var mjög ein- föid. Forráðamenn hinna svo- köiluðu lýðræðisþjóða voru ýmist , auðvaldssinnar eða á- hangendur þess. Þeir vildu að þetta færi svona. Mússólíni, Franco og Hitler töldu þeir síha menn. Þeir héldu, að með því að efla þá, væru þeir að afla sér trúrra fylgismanna til að slá niður sósialismann í heiminum og síðan allar þess- ar bölvaðar frelsishreyfingar, sem létu þá ekki í friði. Og þetta var rétt skoðað. Ekki sízt nazisminn í Þýzkalandi var kapitalisminn á hástigi og annað ekki. Öll einkenni voru til staðar strax og komu þó bezt í Ijós, þegar hin kapítal- isku ríkin, sem kölluðu sig lýðræðisþjóðir, ætluðu að ganga að samningaborði við hinn nýja bandamann. Sömu deilur og alltaf hafa orðið milli auðvaldsríkja og orsakað styrj- aldir komu til.. Deilur um ágóða af nýlendum og einkaréttindi auðhringa urðu þrætusamar. Hiíler var orðinn of stórlátur. Honum nægði ekki að fá átölu- Jaust Austurríki og Tékkósló- vakíu. Hann vildi fá meira og þakkaði alls ekki fyrir þetta. Þá urðu forráðamenn lýðræð- isþjóðanna hijóðir við snöggv- ast. Þeim þótti maðurinn vera ^- að gerast frekur nokkuð og ekki öruggt um að hann færi að heimta sér til handa eitt- hvað af forréttindum þeirra eigin kónga. Oe þeir urðu hljóðir við snöggvast. Á meðan þögn þeirra stóð sýndi Hitler á sér enn eina hlið kapítalismans, hinn slungna stjórnmálaref, sem einskis svífst. Hann gerði hinn fræga samning við Sovét- rikin um að þau og Þýzkaland skyldu ekki ráðast hvort á annað. Eftir það máttu þau gera hvað' þau vildu hans vegna hin vestrænu góðmenni. Má stek? Framhald af 7. síðu. væri samþykkt er einnig brot á millirikjasamningi, sem heitir Bernarsamþykkt. Sumir segja að ef tillagan næði fram að ganga, þá væru hæg heima- tökin fyrir höfundasamtökin að innheimta afnotagjöldin beint frá ríkissjóði íslands og að slíkt væri í sjálfu sér auð- veldara og æskilegt. Vér verðum hinsvegar að vona að flutningsmenn sjái að sér og taki tillöguna til baka. Annárs mætti búast ^ið því að bráðlega kæmi fram til- laga um að allir megi hnupla bíl hvar sem er til eigin af- nota í heimiliserindum. Slíkt yrði ef til vill vinsælt hjá öðrum en bíleigendum. Reykjavík, 6. nóvember 1958. Jón Leifs Lögreglustjóri gerist starfsainur Ég sendi blaði yðar nokkr- ar línur í von um að þær komist.fyrir almenningssjónir. Ástæðan til þess að ég tek mér penna í hönd og fer að skrifa er sú að ég tel að all- ir eigi heimtingu á að vita það sem hér^fer á eftir. Fyrir nokkrum dögum skeði það. undur, að málarameistarar stormuðu(inn í réttarsalinn á lögreglustöðinni og stóðu lög- reglustjórann að verki þar sem hann var að láta þrjá ófaglærða menn mála sal réttvísinnar. Var lögreglu- stjórinn stöðvaður með þetta athæfi sitt, sem var í trássi við iðnlöggjöfina, og málara- meistarar luku við verkið, en mér er ekki kunnugt um á hvaða stigi málið er núna, en ég veit að það er ekki búið að dæma í því. Á þessu hneyksli má sjá, að bezt er fyrir hvern bæjarbúa a3 standa sig, ef hann vill ekki láta troða á rétti sínum þann tíma sem slíkur lögreglustjóri á eftir. að sitja í stólnum. Ég, fór nú a$. hugsa margt, og hafði tal af mörgum lög- regluþjónum, frétti ég þá af einum, sem mun hafa móðgað umræddan mann og kostaði það hann stöðuna. En átyllan, sem lögreglustjóri notaði til þess.að losa sig við manninn var furðuleg, eða sú að hann hafði ekki alveg fulla sjón. Til þess að lýsa manninum Framhald á 11. síðu. Merkjasala Blindrafélagsiiis hefst "á morgun kl. 10. Merkjaafgreiðsla verð- ur á þessum stööum: Austurbæjarskólanum, Borgartúni 7, Laugarnesskólanum, Holtsapó- teki, Réttarholti við Sogaveg, Nesbúð v/-Grens- ásveg, Eskihlíðarskólanum, ísráksskólanum, Melaskólanum, Landakotsskólanum og á Grundarstíg 11. — Merkjaafgreiðsla í Hafn- arfirði er í Rakarastofunni Strandgötu 4. BÖBNIN GðÐ. blessuð komið nú sem allra flest og hjálpið blindum við merkjasöluna. — Góð sölulaun. Biindráíélagið, Grundarstíg 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.