Þjóðviljinn - 08.11.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.11.1958, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. nóvember 1958 — ÞJOÐVILJINN — (11 PETER CURTIS: umstæðum. Eg kveikti hvert einasta ljós í herberginu og sa.t hjá henni. En hún þurfti hvorki á ljósum né návist minni að halda, því að hún sofnaði undir eins. Eg' vissi það af breytingunni á andardrætti hennar og Nú gæti ég gengið inn til hennar og ef þar væri ein- hver sem bæri fram spurningar eða kvartanir, gæti ég sagt að ég hefði þurft að bregða mér frá andartak: eg gæti sagt að tónlistin hefði verið draumur eða ímyndun og reynt aðra aðferð einhverntíma seinna. En það var enginn í herberginu sem bar fram spurn- ingar eða kvartanir. Eloise hafði reynt að fara fram úr rúminu. Rúmfötunum ha-fði verið ’ytt' til" hiiðár', en þau voru enn ofan á fótunum á henhi. Hún'var örend. Eins og ég hafði gert ráð fýrir hafði hjartað ekki þolað áfallið við að vakna, heyra hina óvæntu tónlist, þola einveruna og myrkrið og hinar ímynduðu sk'elfinéar þess. Eg breiddi rúmfötin yfir hana. Nú vrði dálítil bið og ef til vll vrði líkamshitinn athugaöur. Síðan fór ég að símanum. „Antonía,“ sagði ég. „Nú getum við boðið þér til kvöldverðar. Geturðu komið í kvöld? Þú eetur tekið leigubílinn sem Lorkin hefur á brautarstöðinni. Bíll- inn okkar er bilaður. Ágætt. Vertu ekki lengi.“ reglubundnum æðaslætti. Eg vildi ekki að hún dæi að nætuiiagi, svo að ég hafði Ijósin kveikt og mókti í stólnum, ef hún skyldi vakna og fá hræðslukast. Hún svaf til morguns oe þá deildum við aftur um- brottför, og mér tókst að telja hana á að bíða þangað til daginn eftir, þegar hún væri orðin nógu hress til að flytja. Eg lofaði bví ?ð hún skyldi aldrei vera ein nokkra stund næsta sólarhringinn, og við færum burt árla næsta morguns. Veðrið hafði breytzt um nóttina. það var hvöss vest- anátt með skúrum. Eg fyllti hitanoka Eloise og taldi hana á að liggja í rúminu. Hún féllst á það, svo fram- arlega sem ég væri kyrr í herberginu hjá henni, en þegar ég fór niður til að sækia matarbita handa okk- ur, heimtaði hún aö koma líka, þótt hún ætti erfitt um gang og drægist með veggjunum. Eg hitaði udp dósasúpu og bió til eggiaköku. Eloise bar ekki við að aöstoða mig og hún spurði ekki heldur eftir konunum tveimur. Hún virtist ringluð og talaði varla orð. Eg hellti sherrvi í súpuna og drtúgum skammti af.rommi í eggjakökuna. Svo taldi ég hana á að drekka glas af kampavíni svo aö hún yrði nógu hress til að ferðast næsta dag. Eg varð að trvggja það að hún svæfi síðdegis og fram undir kvöld ef hægt væri. Klukkan hálf fjögur tók ég eftir því að augnalok hennar voru farin að þyngjast cg taugakippirnir í höndunum orðnir hægari. Eg lagfærði koddana henn- ar, dró gluggatjöldin fyrir og settist hjá henni. Um leið og augu hennar lokuðust og svefninn náði valdi yfir henni, fann ég andartak til samvizkubits. Eg fann hversu viðurstyggilegt það var, sem ég var í þann; veginn að gera og ég óskaði þess næstum, aö ég þvrfti ekki að gera það. En óskin, iðrunin, samvizkubitiö máttu sín einskis. Eg var kominn vfir það stig að mannlegar tilfinningar hefðu áhrif á m'ig. Þegar ég hugsaði um Antoníu niðri í þorpinu, skammt undan að bíða eftir boðum frá mér, og gerði mér í hugarlund líf okkar, be°ar hún væri í raun og veru orðin mín, náði svo mikill ákafi tökum á mér. að mér varð erfitt um andardrátt. Meðaumkun mín með Eloise varð að engu. Hún var steinsofnuð og ég gat risið hljóðlega á fæt- ur, farið út úr herberginu og undirbúið hinn banvæna lokaþátt. Svo dimmt og skuggaleat var kvöldið að klukkan hálf sjö var alls staðar orðið skuggsýnt og í herbergi Eloise hefði vel getað verið nótt. Eg gat ekki vænzt bess að hún svæfi miklu lengur og ráðagerðin útheimti að hún vaknaöi ein, rugluð og hrædd. Fyrir utan svefnherbergið, í þykka veggnum sem skildi það frá ganginum, var skápur. Eg læddist þangaö með hægð, opnaði dvrnar og setti af stað grammófón- inn sem þar stóð reiðubúinn til notkunar. Fyrst heyrð- ist suð og síðan kvað við fagur en þunglyndislegur sígaunadansinn. Eg læddist niður eftir ganginum og beið. Fvrst í stað heyrðist ekkert hljóð úr svefnherberginu, en síðan heyrði ég hrópað: „Ríehard! “ Það var endur- tekið tvisvar og síðan heyrðist hljóð sem var hvor hróp né grátur, heldur blanda af hvoru tveggja, skeí ingarstuna, hjálparvana mótmæli gegn skelfingunni. Það fjáraði út. Það var eins og dimmdi og kólnaði í ganginum sem ég stóð í. Það fór undartegur hrollur um mig. Ljóðlína úr hálfgleymdri vísu fór um huga minn: „Og sál hans sveif hjá.“ Andartak gat ég hvorki hreyft legg né lið. Enda ætlaði ég ekki aö hreyfa mig úr stað. Eg beið. Platan endaðí og eg heyrði smellinn þegar nálin stöðvaðist. Ekkert hljóð béyrðist. ÞR IÐJI ÞÁTTU It Aatðnía Meeliin hagræddi Síminn hiá frú Barker hringdi átta sinnum frá því ég kom á miðvikudaginn og fram á föstudagskvöld. í hvert skipti tók ég viðbragð. Átta sinnum hugsaði ég: Æ, þetta er Dickon, nú fæ ég að vita allt; og átta sinn- um var það hringing í leigiandann sem frú Barker kallaði þann ,.ví.sa“, sem seldi sápu -eða eitthvað þess háttar og fjöidi fólks hringdi í hann. En þegar síminn hringdi enn á föstudagskvöld, var ég svo viss um að það væri upphringingin sem ég hefði verið að bíða eftir, að ég var komin upp úr bað- kerinu og farin aö reyna aö þurrka mér á þunnu rýj- unni sem gegndi hlutverki baðhandklæðis í Mvrtu- húsi. áöur en frú Baker komst upp á loftið til að kalla í mig. Eg fór niöur og stóð í þrönga ganginum sem lyktaði af gólfbóni og matseld og lvfti hevrnartólinu upp að eyranu. Eg var svo eftirvæntingarfull að það var eins og hold mitt væri á iöi utan á beinunum og það var mikill léttir að heyra Ricliard segja með eðlilegri og rólegri röddu að þau gætu nú boðið mér til kvöldverðar. Eg sagöi: „Þakka þér fyrir. Við sjáumst þá,“ og fór upp til aö klæða mig. Mér fannst enn eins og holdið iðaði utan á beinunum og þess vegna hætti ég að greiða mér 1 miðju kafi og spurði siálfa mig hvort ég ætlaöi i raun og veru upp í Virkishúsið þá um kvöld- Flestar nýju drag’t.irnar eru | þremur hnöppum eð framan. með stuttum beinsniðnum jökk- um, þar sem aðeíns vottar fyr- ir mitti, og við þá er notað slétt pils eða serkkjóll. Hér eru sýndar tvær nýjar ítalsk- ar dragtir, sín með hverju móti. Stutti, beini jalíkinn á dragt- inni til vinstri er rneð fremar Dragtin er úr meðalgrófu tvídi og er mjög nýtileg sumar sem vetur. Dragtin til hægri er með meiri kjóLsvip. Hún saman- etendur af þröngum pokakjól og kragalausum jakka með belti að framan, til að minna lauslega á að til sé eitthvað flegntnn krag-a og Irornum ogsem. hedti mitti. Lögreglustjori Framhald af 10. síðu. sem bezt í máli þessu er rétt að geta þess, að þegar lög- reglustjóri boðaði lögreglu- þjóninn á sinn fund mælti hann eftirfarandi setningu „okkur hugkvæmdist þetta snjalla ráð, að láta athuga | sjónina í yður" og notfærði hann sér það til þess að bola honum úr starfi. Þetta at- hæfi framdi lögreglustjóri nokkrum dögum eftir að hann hafði lesið síðustu greinina sem hin ágæti „Borgari" hafði skrifað í blað yðar, sem er eða virðist vera mj"g kunnug- ur öllum þessum málum og vonast ég eftir að heyra meira frá honum. Ég ætla ekki að lýsa lögreglustjóran- um frekar þótt ég gæti það eftir samtölum við lögreglu- þjóna, en ég vil aðeins henda fólki á greinar ,.Borgara“ svo sem Heilbrigðishættir á lög- reglustöðinm, Bréf frá Bbrg- ara og síðustu greinina Burtu með Sigurjón og óstjórnina. Iðnaða rmaðu r. JDamn the natives6 Framhald af 5. síðu Grænlandsráðunevtinu frá þessu. Ráðunevtið .sendi mót- mæli til bandarí'ka sendiráðs- ins í Kaupmannahöfn, en þvl var svarað að kaninn hefði ekki meint það sem hann sagði. Blaðið Information í Kaup- mannahöfn segir, að hvaða skilning sem ameríkanar leggi í orð sín, þá sé það staðrevnd í málinu að dönsku yfirvöldin hafi sjálf hrópað fyrst: Til helvítis með þá innfæddu — með því að leyfa Bandaríkja- mönnum að ógna ú.tróðraþorpi og góðum veiðistað með hern- aðarmannvirkjum. Slökkviliðið Framhald af 1. síðu. ir minni en á horfðist í fyrstu. Talsverðar skemmdir urðu þó vegna þess hvsrsu slökkviliðs- menn urðu víða að rífa þiljur og klæðningu á gólfi og lofti í kjallaranum til að komast fyr- ir eldinn. Eldurinn komst einn- iv upp á stofuhæð á einum st’að og varð að riifa þiljur á r">nai. Tænlega hálf önnur kbíkkustund leið frá því til- k-mnt var um brunann, þar til s’ökkvriðsbíllinn hvarf af vettvangi, en sex slökíkvi- liðsm'mn vnru við gæzlu í spít- alahúsinu fram til hádegis. Strax og eldsins varð vart, var teldð að flytja sjúklinga úr gamla spítalahúsinu yfir í nýju byggirtguna, en samgangur er á millj húsanna. Gengu þeir flutningar Jnjög greiðlega. Sjúklingar i gömlu spítalabygg- ingunni munu nú vera milli 90 og 100 talsins. Þegar Þ.jóðvi!ji>m lvafði tal af numsóknarlögreg!un síðdegis í g;»r, vildi hún ekkert fullyrúi usu eldsupp- tökin, en talið var sennilegt að kyiknað Jiefði í út frá vind’^'g!, sem skilims hcfði verið efíir logandi í kápu- vasa. Meðan slokkviliðið var r.ð störfum við Laudakotsspítala, biarst því ti’kynning uru eld í skúr við Ægisgarð. Hafði há- spennukapall brunnið yfir þar í rafmagnsspennistöðinni — cg urðu litlar skemnuiir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.