Þjóðviljinn - 09.11.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.11.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 9. nóvenabcr 1958 þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alliýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Maenús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstióri: Jón Biarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbiófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 27 ann- ersstaðar. -- Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. V___________________________✓ Helryk yfir íslandi ¥¥elrykið yfir íslandi hefur tí- faldazt að magni á hálfum mánuði. Við öndum því að okkur, við drekkum það og ét- um, það býr um sig í beinum okkar. Vísindamenn segja okk- ur að magnið sé að visu ekki enn hættulegt lífi okkar, en þeir geta ekkert fullyrt um það hver áhrif helrykið kann að hafa á erfðaeiginleikana; það getur bitnað á afkomendum okkar kynslóð fram af kyns’óð Og raunar eru einnig skiptar skoðanir um áhrif helryksins á líf og heilsu þeirra sem nú lifa. TTelrykið er mannkyninu ógn- arleg áminning um það á 'hversu djöfullegt stig ka'da stríðið er nú komið. Stórveldin keppast við að sprengja og sprengja, þótt hvert um sig eigi nú nægilegt magn af kiarn- orkusprengjum til þess að tor- tíma mannkyninu margsinnis. Mótmæli hinna hæfustu vís- indamanna. mótmæli allrar ai- þýðu í hverju landi heims bera engan árangur. helrykið þétt- ist dag frá degi. Og ekki þarf um það að deila hverjir bera sök á þessari ógnarlegu þróun; það eru „hinar vestrænu lýð- ræðisþjóðir“ sem beittu fyrstu sprengjunni á varnarlaust fó’k í Japan og hafa síðan lýst henni sem vernd og ímynd Torlærðar /~kft hefur það fundizt á und- anförnum árum, að lýðræð- isskelin er ekki ýkja þykk á þeim íslenzkum stjórnmála- flokkum sem í tíma og ótíma berja sér á brjóst og vitna op- inberlega um ást sína ,og tryggð við ieikreglur lýðræðisins. Freklegast dæmið er kjördæma- skipunin á Islandi. sem ekkert er annað en skrípamynd af lýðræði og þingræði, svo mjög er íslenzkum þegnum gert þar mishátt undir höfði. En lýð- ræðisflokkarnir svonefndu hafa hvað eftir annað misnotað meirihluta sinn á Alþingi í þvi skyni að útEoka Sósíalista- flokkinn frá áhrifaaðstöðu sem honum ber að öllum þingræð- isreglum. Hefur þar verið beitt ýmsum brögðum en þau hafa snúizt svo skemmtilega gegn skemmdarverkamönnunum að tími ætti að vera kominn til að allir ís’enzkir stjórnmálaflokk- ar tækju sig saman um að láta leikreglur lýðræðisins gilda, jafnt í kjördæmaskipuninni og í viðskiptum sínum á Alþingi, IJinu sinni fundu Jýðræðis- flokkarnir upp á því snjall- ræði að setja í ýmis lög það ákvæði, að þrír stærstu þing- flokkamir skyldu nefna mann í nefndir. Þá voru þrír stærstu þingflokkarnir Sjálfstæðisf'okk- urinn, Framsókn og Alþýðu- flokkurinn. Þegar þetta breytt- frelsis og friðar og öryggis. Fyrr á þessu ári hættu Sovét- ríkin tilraunum sínum ein- hliða og skoruðu á Vesturveld- in að gera slíkt hið sama, en Vesturveldin neituðu með þeim afleiðingum að Sovétríkin gerð- ust aftur aðilar að þessum dauðaleik. Og. nú leggja Sov- étríkin enn til að tilraunum verði hætt um aldur og ævi og nákvæmt eftirlit verði haft með því að bannið sé haldið, en Vesturveldin vilja aðeins fresta tilraunum í eitt ár, þótt augljóst sé að slík frestun yrði m.a. hagnýtt til þess að enn fleiri þjóðir kæmu sér upp þessum ógnarvopnum. Tslendingar skelfast að von- ■*• um helrykið yfir landi sínu En við erum ekki aðeins þol- endur, við erum aðilar að hel- sprengjustefnunni. Með her- námssamningnum og þátttöku okkar í Atlanzhafsbandalaginu berum vjð okkar ábyrgð á stefnu og aðgei’ðum Vesturveld- anna í kjarnorkumálum. Er ekki helrykið sem daglega sí- ast inn í okkur nægileg áminn- ing um það að okkur beri í staðinn að efla stefnu lífs og friðar? Er nokkuð vit í öðru en að íslendingar styðji kröf- una um algert og ævarandi bann við kjarnorkuvopnum og öllum ti’raunum með þau? leikreglur ist, og Sósíalistaflokkurinn varð þriðji stærsti flokkur þingsins, þóttu þetta ófær og hættuleg lagaákvæði, og lentu upphafs- menn þeirra í hálfgerð vand- ræði. Þegar lög voru sett um Norðurlandaráð, og ákvgðið að Islendingar hefðu þar fimm fulltrúa, voru góð ráð dýr, því Sósíalistaflokkurinn hefði feug- ið einn þeirra við kosningar í sameinuðu A’þingi. Fundu þá Bjarni Benediktsson og aðrar álíka lýðræðishetjur það upp að láta neðri deild þingsins kjósa þrjá fulltrúa og efri deild tvo, og tókst með þessu lýð- ræðislega tiltæki að útiloka sósíalista tim sinn. En svo fór að Bjarni varð að sætta sig við að sitja á þingum Norður- landaráðs við hliðina á Einari Olgeirssyni. Og enn skal nefnt dæmið sem varð tilefni þessara lína. Fyrir sjö árum samþykktu þríflokkarnir, sem mest tala um lýðræði, lög er þeir sjálf ir viðurkenndu að ættu að úti- loka einn þingflokkinn frá störf- um í utanríkismálanefnd Al- þingis. Var nefndinni gert að kjósa þriggja manna „undir- nefnd“, er gegna skyldi hinu eiginlega verkefni nefndarinn- ar. Með þessi lagaákvæði hafa upphafsmenn þeirra verið i hvínandi vandræðum síðustu árin, og tekið þann kost að leggja niður utanríkismála- nefnd. Er vandinn nú orðinn Úlfhildur frá Efstabœ: - Þvottamenn og brálát ohreininði Það er ekki ófróðlegt að fletta upp í íslenzkum blöð- um frá sumri og hausti- 1939 og sjá hvað sagt ei um sátt- mála Hitlers og Stalíns. Öll þau, sem telja sig fylgja iýð- ræði, fordæma samninginn, en fordæming þeirra snýst ein- vörðungu eð Sovétríkjunum. Þegar maður sér þannig skrif- að, getur ekki hjá því farið, að efast verði um heilindi skrifaranna, því að annars væru þeir pólitískir asnar. Árum saman höfðu Sovétríkin varað við Ilitler, án þess nokk- ur viðleitni væri sýnd til að skilja aðvaranir þeirra. Árum saman höfðu þau reynt að ná samningum við lýðræðisþjóð- irnar til að tryggja frjð í heim- inum. Enginn árangur. Þess var heldur ekki ,að vænta, ’/jv'i að svo var litið á, að öll friðar- viðleitni þeirra væri sprottin af óttanum við þýzka herinn, enda var það til þeirra. sem hann hafði átt að snúa vopn- ' um. Síðan koma íslenzku blöð- in ásamt öllum hinum og þá auðvitað íslenzka útVarpið eins og brezka útvarpið og önn- ur slík og enginn virtist eiga nógu sterk orð til að lýsa for- dæmingu sinni á því, að Sovét- ríkin skyldu setjast að samn- ingaborði með Hitler til að tryggja sér stundarfrið. Hvers vegna þessa fordæmingu? Full- trúar lýðræðisþjóðanna höfðu þó hver á fætur öðrum reynt að setjast að samningaborði með Hitler. Þessi rangsnúna fordæming getur ekki annað verið en ein sönnun þess, að auðvaldið varð fyrir vonbrigð- um. Það vissi, að Hitler var þess maður og það hafði gert ráð fyrir að mega garga með honum að næstu sláturstörf- um í heiminum í stað þess að verða nú að snúast á móti hon- um meðan bráðin slapp, sem sameiginlega hafði verið mið- að á. Það var reitt yfir því að’ bráðin skyldi sleppa, Þess vegna var henni bölvað fyrir viðbragðsflýtinn. --------------------------------- spaugilegur og hefur verið lagt fram stjómarfrumvarp um að afnema aftur ákvæðið um þriggja manna undirneíndina, sem nú væri hugsanlegt að útilokaði Sjálfstæðisflokkinn! „Reynslan hjá undanfarandi ríkisstjórnum hefur sýnt að fyr- irkomulag þetta hefur ekki reynzt heppilegt“, segir í grein- argerð! Það sögðu raunar þing- menrf sósíalista fyrir, þegar er þetta fáránlega ákvæði var !ög- fest. En lýðræðishetjurnar virð- ast ekki láta sér segjast fyrr en hætta er orðin á að þeir verði sjálfir fyrir útilokunar- ákvæðum sínum, og ekki er vonlaust að þetta verði sæmileg- ustu lýðræðisflokkar þegar þeir eru búnir að reka sig nógu oft á. í blöðum auðvaldspressunn- ar hér á landi var varla ónota- orð að finn.a til Hitlers fram til ársins 1939. Frásagnir um gyð- ingaofsóknir hans og meðferð hans á kommúnistum var hvergi fordæmd nema af kommúnistum eða þeim, sem taldir voru kommúnistar. Frá- sagnir af ofsóknum hans voru meira að segja langoftast tald- ar kommúniskur áróður. Morg- unblaðjð fullyrti, að kommún- istar hefðu kveikt í Ríkisþing- húsinu í Berlín, svo sem fleiri blöð gerðu reyndar, og þessu voru fiestir látnir trúa hér þá. Dagbók Önnu Frank hefði ekki gengið hér i leikhúsi og á kvik- mynd lengi í þá daga, þó að hún hefði verið til þá. Þvílík mynd hefði alls ekki verið sýnd og þó að það hefði verið gert, hefði verið séð um að gera hana áhrifalausa sem ó- merkilegan samansetning. Það mátti ekki móðga Hitler. Bók, sem gefin var hér út í heftum þessi árin og fjallaði um ýmis fyrirbrigði í ríki Hitlers, var upptæk gerð eftir útkomu þriggja hefta og framhaldið bannað. Það mátti ekki móðga Hitler. Nákvæmlega samskonar bækur eru nú gefnar út hér í tugatali um ástandið í Sovét- ríkjunum, þar á meðal flótta- mannabækur Almenna bókafé- lagsins. Ekki eru þær studdar gleggri rökum nema síður sé. Hvers vegna eru þær ekki bannaðar? Gerir ekkert til þó að forráðamenn Sovétríkjanna verði móðgaðir, þau ríki eru samt ein mestu viðskiptalönd okkar? Svarið er auðvelt. Nei, það gerir ekkert til. Þar sitja fyrir hinir voðalegu óvinir heimsvaldastefnu allra alda. Ráðamenn ís’enzks þjóðfélags vildu ekki láta tala illa um Hitler meðan gengi hans var sem mest, vegna þess að þeir og hann voru runnir af sömu rótum. 'Hann var r.aunverulegt djásn þeirra. Hann var grænn toppur á því tré, sem tekið var að fúna i stofni. Þeir voru visnar greinar þess trés, og þótt þær væru minnstar allra greinanna var sjáanlegur skyld- leikinn og auðfundin kenndin. Skelfing held ég, að það hljóti annars að vera vangefn- ir menn, sem trúa því, að ráðamenn Vesturveldanna hafi gripið til vopna gegn Hitler til varnar borgaralegum lýð- réttindum og blessuðu frelsinu. Það hafa þá verið æði sérstök lýðréttindi og sérstakt frelsi. Það voi-u nefnilega samskonar lýðréttindi og Bretar verja á Kýpur og reyndu að verja í Egyptalandi, samskonar lýðrétt- indi og frelsi og Frakkar verja í Alsír. Þannig mætti lengi telja. Það er talað iila um Hitlér núna í auðvaldshejminum. Leigupennar kapítalistanna og kjaftaskar þeirra láta hátt um misgjörðir hans, en þannig launar auðvaldið ævinlega hverjum þeim dindli sínum, sem ósigur bíður og af er höggvinn. Sagan er um það óræk sönnun. Ságan dæmir og þann dóm óttast auðvald hvers tímabils og þess vegna er það ævinlega að sverja af sér glæpi forfeðra sinna og fyrirrennara. Það hefur alltaf látizt vera annað auðvald en það, sem á undan var gengið og er þó ávallt hið sama. Hitler varð spámaður þess um skeið, síðan McCarthy. Það finnur alltaf sína spámenn og svo mun enn. Núna hefur það sinn Dulles. Það finnur spámenn og þégar þeir bíða ósigur, eru þeir last- aðir og fordæmdir af þeim, sem bera þó í brjósti sömu ósk- ir og sömu hvatir og þeir höfðu. Og þá er byrjað að þvo sér og látast vera hréinn í aug- um þeirra, sem á þarf að halda. Prófessor Sigurbjörn Einars- son og Sigurður prestur í Holti eru nú -orðnir helztir þvotta- menn íhaldsins og þá um leið auðvaldsins á íslandi. Sápu og vatn sækja þeir um nokkuð langan veg og sýnast ekki telja það eftir sér. En þó að þeir hafi sig alla við, verður íhald- ið alltaf jafn skítugt fyrir sjónum heilskyggnra ax- þýðumanna eða að minnsta kosti er þaö svo uni okkur hér á Efstabæ. Við sjáum á því flekkina, sem það fékk á á- sjónu sína við það að standa árum saman gegn hverri ein- ustu ré.ttarbót og hverju ein- asta réttlætismáli fátæks fólks í þessu landi og við munum æv- inlega sjá á því skítinri eftir dekrið við Hitler og svipaða kumpána fyrr og síðar. Við vit- um, að hinir miklu þvotfa- meistarar munu verða að gef- ast upp og þeir raunu korna til okkar og lýsa yfr því, að þeir hafi ekki ætlað sér að þvo neitt. — Sjáið til, munu þeir segja, við vorum ekki að reyna að þvo. Þessir eru jafn- skítugir og þeir voru. Við vor- um enga að þvo. Jæja, en hvað áttj þá þetta káf að þýða? Á Sigurð í Holti er ekki mörgum orðum eyð- andj. En hvað þá um prófessor- inn? Fyrir kui’teisissakir verð- ur að líta svo á, að það sem veldur málæði hans og stun- um niðri á Lækjartorgi og langlokum hans í rituðu máli hér og þar, sé mannúð hans, sárindi hans og vonbrigði yf- ir því, sem í Rússlandi ger- ist, kærleikur hans til hverrar lifandi veru á jarðríki. Ekkert annað ætti að geta knúið manninn til þessarár baráttu hans, nógir eru til og hafa Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.