Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 1
Laugardagur 15. nóvember 1958 — 23. árg. — 261. tölublað. a Ólöfs Ihors m NATO- er einnig tillaga Breta Tilgangurinn með ofheldisverhum Mreta hefur alltaf verið sá að fá ohhur til samminga innan Atlanz í vor kröfðust Bretar þess að fslendingar hættu við að stækka landhelgi sína en tækju í staðinn upp samninga á vegum Atlanzhafsbandalagsins. íslendingar neituðu þeirri kröfu og stækkuöu landhelgina. Bretar hófu þá hernaðaraðgerðir sínar í þeim tilgangi að neyða íslend- inga til þess að leggja málið fyrir Atlanzhafsbandalagið engu að síður; þess vegna hafa þeir beitt flota sínum á íslandsmiðum hálfan þriðja mánuð, rænt íslenzkum löggæzlumönnum, reynt að sigla á íslenzk varðskip og nú síðast hótað að skjóta Þór í kaf og myrða áhöfn hans. Öllum þessum ofbeldisaðgeröum hafa fylgt ræður brezkra ráðamanna um að þeir væru sífellt reiðubúnir til samn- inga á vegum Atlanzhafsbandalagsins. Tillaga Ólafs Thors um sérstakan ráðherrafund Atlanzhafsbandalaqsins er því einnig tillaga Breta, einmitt sá árangur sem þeir ætluðu sér að ná með ofbeldisverkum sínum. bent hér í blaðinu að það erU • til áframhaldandi ofbeldisverka, Það er nauðsynlegt að öll þjóð- in geri sér Ijóst, að ef íslend- ingar færu nú að biðja um ráð- herrafund Atlanzhafsbandalags. ins yrði hvarvetna litið á það sem uppgjöf af okkar hálfu, yfir- lýsingu um að við værum reiðu- búnir til undanhalds og samn- inga, að Bretar hefðu sigrað með hernaðaraðgerðum sínum. Við gætum. ekki átt, neitt annað er- indi til Atlanzhafsbandalagsins ens að semja við andstæðinga okkar. í þeim samtökum er ekk- ert ríki sem formlega hefur við- urkennt hina nýju landhelgi okkar; þetta eru einvörðungu hagsmunasamtök harðvíítugustu andstæðinga okar. Við getum stöðvað Breta með því að gefast upp Ólafur Thors segir að íslend- ingar eigi að taka upp samninga á vegum Atlanzhafsbandalagsins til þess að tryggja „að ofbeldis- aðgerðir Breta verði stöðvaðar áður en til manndrápa kemur". Það er rétt að við getum stöðy- að ofbeldisverk Breta með því að gefast upp, með því að láta ofbeldið bera tilætlaðan árang- ur. En skyldi sú stefna eiga mik- inn hljómgrunn hjá íslenzku þjóðinni? Og skyldu margir vilja taka undir hin siðlausu land- ráðaskrif íhaldsblaðsins Vísis í gær, en hann segir í leiðara .,að íslenzkir kommúnistar óski þess, að til síórtíðinda dragi og mann- dráp verði framin í sambamdi við vórzlu landhelginnar". Þeii menn sem standa xörð um heiður og hagsmuni íslend- inga í landhelgismálinu óska sannarlega ekki eftir manndráp- um eða hóta þeim; þær óskir og hótanir koma einvörðungu frá Bretum, vinum, bandamönnum . og yíirboðurum Vísis. Og þeir ráðamenn íhaldsins sem sífellt eru að krefjast þess að ofbeld* isverkin beri árangur eru ein- mitt að egna Breta til æ meiri og alvarlegri óhæfuverka. Á það hefur margsinnis verið undanhalds- og uppgjafarmenn- irnir senrhafa sigað brezka flot- anum á íslenzku þjóðina. Fram- koma sumra leiðtoga Sjálfstæð- isflokksins hefur verið Bretum rökstuðningur þess að hótanir og ofbeldi myndu bera árangur, að ísleíndingar myndu gefaslt upp og biðja um ráðherrafund hjá Atlanzhafsbandalaginu eftir allt saman. Uppgjafartillögur í- haldsforsprakkanna og tvískinn- ingur sumra annarra stjórnmála- manna hefur komið þeirri skóð- un inn hjá Bretum að íslenzka þjóðin væri klofin í landhelgis- málinu, og með ofbeldisverkum og hótunum um manndráp átti að reyna að fullkomna sundrung ina. Þess vegna er tillaga Olafs Thors um ráðherrafund þjóð- hættuleg, og verður Bretum hvöt jafnvel þótt hún beri ekki ár- angur hér innanlands. Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins hefði að minnsta kosti átt að hafa sóma- tilfinningu til að bera tillögu sína fram í kyrrþey en ekki op- inberlega. Rðeins óbilandi einurð [ærir okkur sigur Leið íslendinga til þess að sigra Breta og venja þá af of- beldi og hótunum um manndráp hefur verið og er sú ein að standa fast saman um málstað sinn og sýna engan bilbug. Þeim mun einarðari sem íslendingar eru þeim mun fyrr sjá Bretar þann kost vænstan að láta af hinum smánarlegu hernaðarað- Framhald á 3. síðu. Stúdentaráð háskólans hef- ur vegna síðustu atburða í landhelgismálinu ákveðið að ef na til almenns f undar stúd- enta í dag. Verður hanm haldinn í hátíðasal skólanisi og hefst klukkan fjögur síðV degis. Er þess að vænta að stúd- entar f jölmenni til að mótmæla óhæfuverkum hinna brezku veiðiþjófa og ofbeld- jsmanna. Inni í blaðinu Eigum við að gefast upp?, leiðari á 6. síðu. Erlend tíðindi, 6. síða. i Islenzk tunga. 7. síða. ¦^r^—-^! isar '¦¦ '.¦M\::^!ié. WiMim mmm ¦<á> Nikita Krústjoff Sovétrikin bjóða bu kepptii um aykning i >sBunnar :u framlei Á nœstu 7 árum munu yfirburSlr sósialhmans yfir auo- valdsb'ióSfélagiS veroa sannaSir fyrir fullf og allf Meginatriði hinnar nýju sjö ára áætlunar Sovétríkjanna hafa nú verið birt. Af þeim er ljóst að þegar þessu tímabili er lokiö munu þjóðir Sövétríkjanna hafa fært end- anlega sönnun fyrir yfirburðum sósíalismans yfir auðvaldsþjóðfélagíð. Á þessum fáu árum munu Sovétríkin auka iðnaöarframleiðslu sína um fjóra fimmtu, þjóðartekj- urnar um tvo þriðju, meðaltekjur vinnandi manna um tvo fimmtu, tekjur hinna lægst launuðu um helming, stytta vinnudaginn niður í 7 og 6 stundir, vinnuvikuna í 5 daga, byggja 22 milljónir íbúöa, útskrifa á þriðju milljón nýrra sérmenntaðra manna, fara fram úr öllum öðrum löndum í framleiðslu helztu matvæla á hvern íbúa, og eiga aðeins herzlumuninn eftir til að skjóta mesta iðnaðarrisa auövaldsheims- ins, Bandaríkjunum, aftur fyrir sig. Að þessum sjö árum liðnum munu þjóðir sós- íalismans, þriðjungur mannkyns, framleiða helming alls" iðnaðarvarnings heimsins. Þetta eru nokkur helztu atrið- in í uppkastinu að hinni nýju sjö ára áætlun sem gilda á í Sovétríkjunum á tímabilinu 1959 —1965. Uppkastíð var samþykkt á fundi í miðstjórn Kommúnista- flokks Sovétríkjanna í Moskvu á miðvikudaginn og verður að undangengnum umræðum á öll- um vinnusstöðvum í landinu iagt fyrir 21. þing flokksins í janúar. Nikita Krústjoff, framkvæmda- stjóri flo"kksins, mun leggja upp- kastið fyrir flokksþingið og gera grein fyrir því. Sovétríkin þegar komin langt áleiðis Hann mun benda á að á rúm- um fjórum áratugum sem iiðnir eru frá byltingunni hcfur sov- étþjóðunum miðað vel áleiðis. iðnaðarveldi Evrópu og annað mesta í heimi. Megináherzla verður lögð á það næstu sjö árin að flýta enn framvindunni svo að Sovétríkin nái á sem skemmstum tíma því marki sínu að jafnast á við og fara fram úr háþróuðustu lönd- um auðvaldsheimsins í fram- leiðslu á hvern íbúa. Iðnaðarframleiðslan aukin um 80% Heildarframleiðsla sovéska iðn- aðarins á þessum sjö árum, á að aukast um 80% miðað við árið 1958. Samkvæmt þessu verður hin hlutfallslega aukning fram- leiðslunnar á hverju ári svipuð því sem hún hefur verið undan- farin ár, en raunveruleg aukning verður að sjálfsögðu miklu meiri Soyéti'íkin eru nú þegar mesta og því meiri sem lengra líðu r, þar sem viðmiðunartalán hækk- ar stöðugt. Málmar og efnaiðnaður Lögð verður sérstök áherzla á að auka framleiðslu á stáli og járn'i, og öðrum málmum. Þann- ig er t. d. ætlunin að árið 1965 verði framleiðsla járhs orðin 65 —70 milljónir lesta, en stáls 86 —91 milljón lesta, en það er meira en 50% aukning frá því sem hún verður á yfirstandandi ári. Þá yerður einnig lagt mikið kapp á að auka framleiðslu efna- iðnaðarins, einkum gerviefna alls ,konar. Þannig verður framleiðsla mikilvægustu gerviefna til klæðagerðar flólf- eða fjórtán- fólduð. Vinnsla olíu og hagnýting á náttúrugasi verður einnig látin sHja i fyrirrúmi. Olíuframleiðsl- an verður aukih upp í 230—240 milljónh- lesta, en það er tvö- falt meira magn en unnið var úr jörðu á yfirstandandi ári. Rafvæðingu verður hraðað. Afköst raforkuvera munu einnig hafa meira en tvöfaldazt árið 1965 og þá nema 500—520 mill- jörðum kílóvattstunda. Vinnsla og hagnýting ójárn- kenndra málma rnun færast mjög í aukana, og framleiðsla vélaiðnaðarins átóraukast, eða nærri því tvöfaldast á tímabil- inu. Kjarnorkan verður hagnýtt til friðsamlegra starfa. Stóraukin framleiðsla neyzluvarnings Enda þótt enn sem áður .sé lögð megináherzla á þungaiðnað- inn, er þó fjarri því að fram- leiðsla neyzluvarnings verði látin sitja á hakanum. Hún verður þvert á móti stóraukin og mun að sjö ára tímabilinu loknu hafa nálgast framleiðslumagn Banda- ríkjanna. Á þessum sjö árum vcrða byggð í Stovétríkjunum eða keypt erlendis frá 270 iðjuver til framleiðslu á neyzluvarningi. Árið 1965 mun Sovétrikin komin jafnfætis eða fram úr há- þróuðustu ^auðvaldslöndum í Framhald á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.