Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 3
Verkbann 1. des. á Pananaskip Stjórn alþjóðasambands flutn- ingaverkamanna samþykkti á fundi sínum í Hamborg í gær að boða til verkbanns á öll þau skip sem sigla undir fán- um Panama, Honduras, Liber- íu og Costa Rica. Bannið á að standa í fjóra daga og hefjast 1. desember. Tilgangurinn er sá að knýja eigendur þessara 1200 kaupskipa, sem eru að lestatölu um 8% af kaupskipa- flota heimsins, til að gera kjarasamninga við sambandið. \ Dr. Jakob Benediktsson. Skarðsórbók Landnámcxbókar komin út á vegum Háskólans Fyrsta fullkomna visindaútgáfa fornrit- anna, sem gefin er út hér á landi í dag kemur út á vegum Háskóla íslands vísindaleg útgáfa á Skarðsárbók Landnámabókar, sem dr. Jakob Benediktsson hefur annazt. Er þetta fyrsta fullkomna vísindaútgáfa fornrita, sem komið hefur út hér á landi og er mjög vel til hennar vandað í hvívetna. Hefur Há- skólinn í undirbúningi fleiri slíkar vísindaútgáfur fornra rita. Fyrir nokkram árum ákvað Háskóli Islands að hefja vís- indalega útgáfu rita frá forn- öld og miðöld svo og ljósprent- iiu gamalla og merkilegra handrita. Voru þeir prófessor- arnir Alexander Jóhannesson, Einar Ólafur Sveinsson, Ólafur Lárusson og Þorkell Jóhann- esson kjörnir í útgáfunefnd. Kom fyrsta bókin í þessum flokki út fyrir tveimur árum, en það var Islendingabók, ljósprentun tveggja handrita hennar með formála eftir pró- fessor Jón Jóhannesson. Fyrsta íslenzka vísinda- lega útgáfan I dag kemur hins vegar á markaðinn fyrsta v'ísindaútgáf- an, Skarðsárbók Landnámabók- ar, sem dr. Jakob Benediktsson hefur séð um og ritað formála fyrir. Mun þetta jafnframt vera fyrsta fullkomna, vísindalega útgáfa fornritanna, sem .gefin liefur verið út á Islandi. Á Háskólinn vissulega þakk- ir skyldar fyrir að hafa riðið hér á vaðið, en honum var að sjálfsögðu málið nánast. Má rauuar furðulegt kalla, að þjóð, sem stærir sig jafn- mikið af fornritum sínum og við íslendingar, og það með réttu, skuli ékki fyrr hafa sýnt þeim þann sóma að hefja vís- indalega útgáfu þeirra, er að öllu stæðist fyllstu kröfur tím- ans. Er vonandi, að því verki verði framhaldið af skörungs- skap, þvi að langan vanrækslu- tíma þarf að vinna upp. Al- þingi mun nú veita árlega 100 þúsund krónur á fjárlögum til þessarar útgáfustarfsemi, en það hrekkur skammt, þar sem slík útgáfa er feikikostnaðar- söm og gefur l'tið í aðra hönd. Er hörmulegt til þess að vita, ef íslenzka þjóðin er svo illa a vegi stödd, að hún hafi ekki efni á að sjá af meiri fjárhæð en sem svarar verði einnar ó- dýrrar bifreiðar til útgáfu dýr- gripa sinna, handritanna fornu. Um Landnámabók og Skarðs- árbók létu prófessor Einar Öl- afur Sveinsson og dr. Jakob Benediktsson fréttamönnum í té eftirfarandi upplýsingar: Landnámabók „Landnámabók er eitt af merkustu ritum úr sögu ís- lenzku þjóðarinnar og einstætt verk í heimsbókmenntunum. En við uppruna hennar og fer- il eru margar gátur tengdar. Hún er ekki varðveitt í frum- riti sínu eða frumgerð, heldur í miklu yngri handritum, sem sýna, að hún hefur orðið fyr- ir margvíslegum breytingum og verið til i margvíslegum gerðum. Helzt hafa hinar elztu gerðir glatazt, en hinar yngri geymzt. Erá miðöldum eru tvær gerðir varðveittar heilar eða því nær, Landnámabók Sturlu lögmanns Þórðarsonar (d. 1284) og Landnámabó'k Hauks lögmanns Erlendssonar (d. 1334). Leifar eru til af enn þriðju gerðinni, Melabók, sem á rætur að rekja til Landnámu á eldra stigi en þessar tvær eru. Skarðsárbók Skarðsárbók er samsteypu- gerð af Landnámutextum Hauksbókar og Sturlubókar, sem Björn á Skarðsá setti síaman eftir skinnbókunum sjálfum og lauk við í síðasta lagi árið 1636. Nú er skinn- bókin af Sturlubók með öllu glötuð — brann 1728 — og af Hauksbó'kartexta Landnámu er aðeins um það bil þriðjung- ur varðveittur á skinni. Báða textana skrifaði Jón Erlends- son upp eftir skinnbókunum nokkru síðar en Björn, og þó að uppskrift hans sé góð, er mikils um vert að hafa texta Bjöms til samanburðar við uppskrift Jóns. En annað og engu ómerkara kemur til. Auk þessara Landnámugerða var Melabók þá enn til á skinni, en af henni eru nú ek'ki varð- veitt nema tvö blöð og engin bein uppskrift. Hins vegar hafði sr. Þórður Jónsson í Hit- ardlal (d. 1670) Melabók með höndum og gerði enn eina sam- steypugerð (Þórðarbók) eftir lienni og handriti af Skarðs- árbók. Nú væri æskilegt að geta vinzað eins mikið af texta Melabókar og unnt er úr Þórð- arbók, en því er nauðsynlegt að til sé eins traustur texti af Skarðsárbók og völ er á svo að hann verði borinn sam- an við Þórðarbók. Ekkert eig- inhandarrit Björns er til af Skarðsárbók, en margar upp- skriftir, og var því óhjákvæmi- legt að athuga þær allar og leggja fram í útgáfu það efni sem í þeim felst, enda hefur texti Skarðsárbókar aldrei áð- ur verið gefinn út svo að við sé hlítandi. Framhald á 4. síðu. Sú saga er sögð um einn af eldri lögregluþjónum bæj- arins, að komi liann þar að sem bifreiðaáreks'tur hefur orðið vísi liann jafnan frá sér öllum afskiptum !af mál- inu með orðunum: „Eg get ekkert skipt mér af þessu. Þið verðið að kalla á lög- regluha!“ Þetta er gaman- saga, en hitt er ekki gaman- mál, að nú virðjast ýmsir af yngri starfsmönnum götulög- reglunnar vera farnir að tíðka það að vísa frá sér og neita öllum afskiptum, ef menn leita aðstoi'íar þeirra vegna yfirtroðslna og Iögbrjóta sam- borgaranna. Eítt dæmi þessara nýju \ánnubragða í götulögreglunni skeði um kl. fimm síðdegis í gær á. benzínafgreiðslustöð Shell við Reykjanesveg. Vöru- bifreiðinni R-3467 víir þá ekið iun á afgreiðslusvæðið og skömmu síðar fólksbifreið, sem lagt var í hæfilegri fjar- Iægð fyrir aftan vörubílinn. — Laugardagur 15. nóvembsr 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Brandenborgarkonsertarnir fluttir á tónleikum Kammermúsikklóbbsins Annað kvöld efnir Kammerklúbburinn til tónleika í samkomusal Melaskólans og verður þá hafinn flutning- ur hinna frægu Brandenborgarkonserta eftir Johan Se- bastian Bach. Eins og skýrt var frá í frétt- um blaðsins á sínum tíma, hef- ur framlag úr Músiksjóði Guð- jóns Sigurðssonar gert Kamm- ermúsíkklúbbnum kleift að flytja á tónleikum sínum alla sex Brandenborgarkonserta Bachs. Sá sem fluttur verður annað kvöld er hinn þriðji í röðinni, saminn fyrir tíu hljóð- færi, þó að hann, eins og hin- ir fimm, sé oft fluttur í hljóm- sveitarútfærslu. Ráðgert er að annar Brandenborgarkonsertinn verði svo fluttur í desember á síðustu tónleikum klúbbsins á þessu ári. Á tónleikunum annað kvöld verður einnig flutt Diverti- mento eftir Mozart, K 563, hrífandi fallegt tónverk. Hljóðfæraleikarar úr Sinfón- íuhljómsveit Islands leika undir stjórn Björns Ólafssonar kon- sertmeistara. Dr. Páll ísólfsson mun kynna verkin. Tónleikarnir, hinir fimmtu sem Kammermúsíkklúbburinn efnir til á þessu ári, hefjast kl. 9. Nokkur skírteini verða til sölu við innganginn og geta menn þá gerzt félagsmenn og átt kost á að heyra alla Brarud- enborgarkonsertana m. fl. Tillaga Ól. Tbors Framhald af 1. síðu. gerðum sínum. Þess vegna ber íslendingum að snúast við nýj- asta óhæfuverki Breta af svo eindreginni alvöru að eftir verði tekið um heim allan. Þvi ber ís- lendingum þegar í stað að kæra Breta fyrir brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og draga þá til ábyrgðar fyrir lögleysur þeirra. Því ber íslendingum án tafar að lýsa yfir því að þeir séu ekki lengur bundnir banda- lagssáttmálanum við Bretland eða neinum afleiðingum hans. Slík viðbrögð myndu sanna Bret- um að íslendingar bogna ekki fyrir ofbeldinu heldur rísa önd- verðir gegn því, að íslendingar sundrast ekki heldur sameinast. Slík viðbrögð myndu jafnframt vekja athygli alls heimsins á því að fámennt og vopnlaust réttar- ríki á hér í baráttu upp á líf og dauða við alvopnað herveldi. Þessi leið ein getur firrt okkur frekari vandræðum og fært okk- ur sigur. Ein lítll leiðrétting Það hefur verið forn iðja hér á landi, stunduð einkum af gam- aljómfrúm, að kenna ákveðnum mönnum börn, þegar áhöld þóttu um faðernið. Herra Þórhallur Vilmundarson menntaskólakenn- ari virðist iðka þessa kvenlegu getgátulist í þeim tómstundum, sem hann helgar Frjálsri þjóð. I-Iann kennir mér ekki aðejns eitt barn, heldur hvorki meira né minna en sjö börn og þau æði limalöng — sjö viðamiklar blaðagreinar eftir Úlfhildi nokkra frá Efstabæ. En ég verð að hryggja herra Þórhall Vil- mundarson: í þetta skipti hefur hann ekki reynzt getspakur' og Htt aukið hróður hinnar sóma- kæru stéttar, sem hefur sér það til dægrastyttingar að feðra böm rétt. Eg er ekki höfundur þess- ara Úifhildargreina og því þætti mér vænt um að vera ekki bendl- aður við þær. Reykjavík 14. nóv. 1958. Sverrir Kristjánsson rotinu! Ökumaðurinn á fólksbifreið- inni fór út úr bíl sfjuun, en nokkru síðar tók hann eftir J»ví, að vörubílnum var hopað. Hrópaði -þjann Jiegar aðvörun- arorð ti! vörubifreiðastjórans en án árangurs, pallur bílsins lenti á fólksbifreiðinni og skemindi hana nokkuð. Þegar vörubifreiðarstjórinn var beð- inn um að gefa venjulega skýrsln um áreksturinn brást Iljann liinn versti við og neit- aði því algerlega. Hringdi þá hinn ökiunaðurinn á lögregl- una, en á meðan var vröru- bílnum ekið brott. Þegar lög- reglujijónarnir komu á stað- inn neituðu þeir stjórnanda fólksbílsins um alla íiðstoð, sögðust engin afskipti hafa af árekstri sem þessum, þar sem ekið væri á bíl í ltyrr- stöðu, výsuðu aðspurðir á rannsóknarlögregluna sem hinn rétta aðila o,g óku við svo búið í brott. Þjóðviljinn fékk þær upp- lýsingar hjá umferðadeild rann- sóknarlögreglunnar síðdegis í gær, að það gerðist æ tíðar að ökumenn sem valdir væru að árekstrunum hlypust á brott án þess að tilkynna lögreglu eða hafa samband við aðra málsaðilja. Hitt væri þó öllu alvarlegra, að talsvert hefði borið á því að undanförnu að götulögreglan hefði vifeað al- gerlega frá sér öllum afskipt- um af málum svipuðum því sem að framan er lýst, enda þótt fullvíst mætti telja að yf- irmenn lögreglunnar hefðu enga skipun gefið lögreglu- þjónunum um slíkt afskipta- leysi. Væri og augljóst, hversu slik „vinnubrogð“ torvelduðu rannsóknarlögreglunnj allt starf við að upplýsa málin, þar sem ekkert væri gert til að fá upplýsingar frá fyrstu liendi og athuga sönnunar- gögn á vettvangi, að ekki sé talað um rannsókn á ökuhæfni og öðru ástandi mannsins, senx árekstrinum hefðj valdið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.