Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVI.LJIN'N I-ntigardagur 15. nóvember 1958 þlÓÐVIUINH Úterefandi: Sameininsarflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Masnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guömundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Biarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon. Ivar E. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðb.iófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverö kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Eigum við að gefast upp? I herbandalagi eru það stórveldin sem öllu ráða Reynsla Grlkklands af A-handalaginu I deilu þess viS Bretland /\lafur Thors formaður Sjálf- stæðisflókksins hefur rétt einu sinni borið fram þá'til- lögu, að ráðherrafundur Atlanz- hafsbandalagsins verði kallað- ur saraan til þess að fjalla um landhelgismál íslendinga. Þann- ig vildi Ólafur Thors afgreiða imálið í vor, er hann bar fram tillögu um að stækkun landhelg- innar yrði frestað, þannig vildi hann láta afgreiða máiið í sum- ;ar, tveim dögum áður en stækk- t;nin kom til framkvæmda, og hann er sama sinnis enn þann cag í dag, þrátt fyrir það þótt íorustuþjóð Atlanzhafsbanda- lagsins hafi beitt okkur hern- aðarofbeldi í hálfan þriðja mánuð og nú síðast hótað að myrða löggæzlumenn oklcar ef þeir gegni skyldustörfum sín- i.m — einnig innan þriggja mílna marka, TT'ormaður Sjálfstæðisflokksins vdrðist eiga lítinn metnað iyrir hönd þjóðar sinnar, þær filfinningar sem allur almenn- ingur er gegnsýrður af eru honum gersamlega framandi. Sú s'öfnun sem hann vill láta ijalla um örlög ckkar er sam- kunda harðvítugustu andstæð- inga okkar í landhelgismálinu. Ekki eitt einasta ríki Atlanz- hafsbandalagsins hefur form- lega viðurkennt aðgerðir okkar; ineirih'uti þqásara aíkja og öll hin voldugustu halda pví íram að stækkun okkar á land- helginni sé lögleysa og við því aréttlausir; forusturíki banda- lagsins í Evrópu hefur ekki hikað við að. þverbrjóta aðal- grein bandalagssáttmálans í því skyni að heyja styrjöld við . okkur; voldugasta ríki banda- lagsins, sem hefur skuldbundið sig til að vernda ,,okkur“, held- ur að sér höndum og styður þannig ofbeldisverk Breta. Eng- in stofnun í víðri veröld er andsnúnari okkur og fjandsam- Segri |í |landh((’gismr(tinu en einmitt ráðherrasamkunda Atl- enzhafsbandalagsins. Og samt ’-eggur Ólafur Thors enn til — ejtir allt sem gerzt hefur — að líf okkar og örlög verði lögð á hennar vald. /\lafur Thors he’.dur þvi að vísu fram að ráðherrafund- urinn eigi ekki að fjalla um itækkun íslenzku landhelginn- ar heldur árásaraðgerðir Breta, }.ar eigi að bera ,.fram kröfu i;m að ofbeldisaðgerðir Breta -jerði stöðvaðar áður en til manndrápa kemur“. En við höf- i-m einnig reynslu af framtaki AtlanzháfsbandalagsinS til þess í.ð stöðva morð og hryðjuverk. Um langt skeið hafa Bretar haldið uppi ógnaröid á Kýþur, . JÚarnir hafa verið myrtir tug- i.m og hundruðum samah, íbú- sr heilla borga hafa verið of- ■■óttir með aðferðum nazista í ]:águ brezka herveldisins. Grikkland, sem er eitt af aðild- arríkjum Atlanzhafsbandalags- ins hefur kært þetta atferli Breta se ofan í æ og um það hafa verið haldnir stöðugir ráðherrafundir. En árangurinn hefur orðið sá einn að ofbeldi og hryðjuverk Bretia liafa niagnazt. Atlanzliafsbandalagið heéW ekki /’iúið sér gegai Bretum, heldur reynt að sætta Grikki og Kýpurbúa við fram- ferði Breta. lUf íslendingar sneru sér nú til Atianzhafsbandalagsins yrði litið á það sem vísbend- ingu um að v.ið værum nú reíðubúnir til að taka þátt í s;l:j:ri „sæjttagerðf1, við vild- nm s’.aka Ul, við vildum fall- ast á ináiamiðlun. Einmitt slíka undanhaldsmálamiðlun bauð Atlanzhafsbandalagið s.l. vor og krafðist þess að við frestuð- um aðgerðum í landhelgismál- inu á meðan. Þeirri kröfu var þá hafnað og því lýst yfir að frá íslands hálfu kæmi ekkert undanhald til greina, engir samningar. Ef við snerum okk- ur nú íjil Atlanzhafsbandalags- ins yrði talið að við hefðum skipt um skoðun, við værum nú reiðitbúnir til þeirra samn- inga sem við höfnuðum í vor. Með slíkri íramkomu værum við að veikja aðstöðu okkar; Bretar myndu líta á hana sem sigur fyrir sig, sem árangur af framferði brezka flotans við ís. Jandsstremdur. Þótt við .ákærð- um Breta af fuliri djörfung, yrðum við spurðir þegar á eft- ir: en hvað viljið þið gera til að ná sáttum, hvað viljið _þið slaka til svo að málið leysist í friði? Örlagamál íslenzku þjóðarinnar væri orðið flækt í samningamakk. ilfl'álstaður ísiendinga í iand- -'■*■* helgismáiinu er réttlátur og sterkur. Meirihluti þjóða heims stendur með okkur, eins og ljóst birtist á Genfarráðstefn- unni. Þann stuðning eigum við að hagnýta eins og kostur er á m. a. með því að kæra Breta fyrir Sameinuðu þjóðun- um — í stað þess að velja úr ofstækisfyllstu andstæðinga okkar og loka okkur inni með þeim, eins og Ólafur Thors vill. Jafnframt ber okkur að sýna Bretum í Verki að ofbeldi þeirra veikjr okkur ekki heldur aleflir þann ásetning okkar að berjast til fyllsta sigurs. Það gerum við með því að slíta stjórnmálasambandi við árásar- ríkið. Það gerum við með því að taka til endurskoðunar öll fyrri tengsl okkar við ofbeldis- mennina, Atlanzhafsbandalagið, hernámssamninginn. Þau vopn eiglim við bitrust í þessum á- tökum, og sigur okkar er háður því að við höfum manndóm til að heita þeim. jhaldsstjórnin í Bretiandi á nú í illdeiium við tvö bandalagsríki sín, sitt á hvor- um jaðri A-bandalagsins. Hér við ísland er brezka flotanum ekki aðeins teflt fram tfl að vernda skipulagðan veiðiþjófn- að innan tólf mílna fiskveiði- landhelginnar sem Bretar vé- fengja, heidur er þriggja mílna landhelgin, sem Bretar þykjast virða, skert hvað eftir annað og haft í hótunum að sökkva varðskipum okkar, ef þau reyni að framfylgja íslenzkum lögum á svæði sem ekki einu sinni Bretar hafa hingað til borið brigður á að íslenzk lögsaga nái yfir. Eftir síðasta ofbeldis- verk brezka herskipsins Russeil við Látrabjarg, hafa forustu- menn stærsta stjór.nmálaflokks íslands tekið upp á ný tillögu sína um að íslendingar fari þess á leit að A-bandalagið fjalli um árásaraðgerðir banda- lagsríkisins Bretlands gagnvart ! bandalagsríkinu í.slandi. Nú vill svo til að A-bandalagið hefur nýskeð látið til sín taka deilu Breta og Grikkja út af framferði brezku nýlendu- stjórnarinnar á Kýpur við grískumælandi eyjarskeggja. Þótt deilur íslands og Grikk- lands við Bretland séu sín með hvoru móti, er ómaksins vert að rifja upp, hvernig Grikkjum gekk að reka réttar síns gagn- vart Bretum innan vébanda A- bandalagsins. 17'ins og kunnugt er er það sjálfsákvörðunarréttur þjóð- anna sem um er deilt á Kýpur, Grískumælandi Kýpurbúar, fjórir fimmtu hlutar allra eyj- arskeggja, gera kröfu til að fá að ráða framtíð sinni sjálfir og sameinast Grikklandi. Gegn þessari kröfu standa Bretar, sem vilja með engu móti missa herstöð sína á Kýpur, þá einu sem þeir hafa við Miðjarðar- hafsbortri eftir brottíörina af Súezeiði. Hafa Bretar blásið að gömlum væringum milli þjóð- arbrota Grikkja og Tyrkja á Kýpur og njóta fulltingis tyrk- nesku stjórnarinnar, sem gerir kröfu til eyjarinnar ef breyting skyldi verða á þjóðréttarstöðu hennar, enda þótt Tyrkir séu þar í miklum minnihluta. Frið- samlegri baráttu Kýpur-Grjkkja fyrir sjálfsákvörðunarrétti svöruðu Bretar með herflutn- ingum til eyjartnnar og fjölda- handtökum án dóms og laga í skjóli hervalds. Þá kom upp meðal grískumælandi manna mótspyrnuhreyfing, sem hóf skæruhernað gegn Bretum að dæmi mötr<pyijnuhreyfinganna í hernumdum löndum Evrópu á stríðsárunum. Síðan fluttu Bretar Makarios erkibiskup, leiðtoga Kýpur-Grikkja, í útlegð og reyndu að bæla mótspymu- hreyfinguna niður með grimmi- legum blóðsúthellingum, fjölda- handtökum og pyndingum við yfirheyrslur. Daráttan á Kýpur hefur staðið " árum saman, stundum ver- ið nokkuð lát á vígaferlum, svo sem fyrst eftir að Bretar slepptu Makariosi úr haldi, en jafnan sótt í’sama horfið aftur. í Aþenu situr að völdum stjóm íhaldsmanna, sem Oft hefur reynzt deig í stuðniri&i við Kýpur-Grikki og teygt sig langt til samkomulags við Breta. Bretar hafa hins vegar setið fast við sinn keip. í sumar ákvað til dæmis brezka stjórnin að uppfylla að nokkru kröfu Tyrkja um skiptingu á stjórn Kýpur milli gríska og tyrkneska þjóðarbrotsins. Átti hún að vera með þeim hætti að stjórnir Grikklands og Tyrk- iands skipuðu brezka landstjór- anum á eynni sinn ráðunautinn hvor. Tyrkneska stjórnin féllst . á þessa skipan mála en sú gríska hafnaði henni. Um svip- að leyti gerði Makarios kunn- ugt að Grikkir á Kýpur gætu sætt síh við að afsala sér sjáifs- ákvörðuinarrétti um tiltekið árabil, g egn því að Bretar veittu eyjarskeggjum stjáífs- stjórn. Bauð Makarios að SÞ yrðu látnar gæta þess að rétt- indi þjóðernisminnihluta yrðu í heiðri höfð á sjálfstæðri Kýp- ur. egar hér var komið lét Paul Henri Spaak, framkvæmda- stjóri A-bandaiagsins, málið til sína taka. Hann kom því til leiðar að teknar voru upp við- ræður í fastaráði bandalagsins í París um Kýpurdeiluna. Ekki var þó rætt um sjálft efni málsins, heldur tillögu frá Spaak um að fulltrúar Grikk- lands, Bretlands og Tyrklands kæmu saman á fund. Þessi til- laga var rædd lengi. Það kom til tals að fulitrúar fleiri bandalagsríkja en málsaðila sæktu fundinn. Var rætt um fulltrúa frá Bandaríkjunum og Noregi. Endirinn varð sá að enginn árangur náðist. Gríska stjórnin komst að raun um það í viðræðunum í París, að Bandaríkin myndu verða hiið- holl Bretlandi og Tyrklandi á ráðstefnu eins og þeirri sem Spaak stakk upp á. Hún hefði því í raun og veru orðið tjl- raun af hálfu öflugustu ríkja bandalagsins til að þvinga Grikki til undanhalds. Síðan þetta gerðist hafa átökin á Kýpur harðnað. í Famagusta og víðar hefur brezki herjnn komið fram af meiri grimmd en inokkru sinni fyrr, drepið unglinga, stúlkur jafnt og pilta, og mjsþyrmt mönnum hundruðum saman. Yfjrforingi Breta hefur iýst yfir að Kýp- ur-Grikkjum skuli nú sýndur hnefinn. Grikkir hafa tekið þann kost að skjóta máli sínu til SÞ. Kæra þeirra á hendur Bretum mun bráttt koma til umræðu á Allshérjarþinginu sem nú stendur. Reynsla Grikkja kennir okk- ur íslendingum að vonlaust er fyrir smáríkin í A-banda- laginu að sækja þar rétt sinn í hendur stórveldanna. Það befur enn einu sinn; sýnt sig, hve fjarri fer afí bandalagið sé samtök jafnrétthárra aðila. Þar segja stórveldin fyrir verkum í : krafti valds síns og auðs. Mac millan og Eisenhowgr bundu það fastmælum eftir Súezófar- ir Breta, að Bretland og Banda- ríkin skyldu gæta þess vand- lega að styðja hvort annað í ! milliríkjadeilum, Innan A- bandalagsins ætla, þau sér meiri hlut en öðrum .handa- Framhald . á Þl, síðu. Saarðir Kýpur-Grikkir liggja 1 röðum á gólfi sjúkra- húss í Famagusta eftir „yfirheyrsiu,( brezki'a her- manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.