Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Árni Böðvarsson: ÍSLENZK TUNGA 27. páttur — 15. nóv. 1958 Ýmsir hafa hugleitt það hvernig bezt mundi vera að ganga frá orðalistum sem seniir eru íslenzkuþáttum blaða eða útvarps, eða Orða- bók Háskólans beinlínis. En sannleikurinn er sá að fjöldi fólk-s lumir á ótrúlegum orða- •fjölda sem aldrei hefur kom- izt á bækur og þá ekki held- ur neinar orðabækur, nema þá ef til vill í annarri merkingu, og sum alls ekki. Það er mál fyrir sig hversu mikill hluti orða í íslenzku liefur aldrei komizt á bækur, þrátt fyrir allt sem ritað hefur og varð- veitzt á íslenzku. En það hef- ur verið mikil trú málfræð- inga að í málum eins og ís- lenzku kæmi tæpast til greina að til væru önnur orð en þau sem skráð hafa verið og not- uð í ritmáH. Nú vita allir sem fengizt hafa við orðabókar- starf í íslenzku að þetta er engan veginn þannig, og hefur þó tiltölulega miklu meira af íslenzku alþýðumáli verið not- að sem ritmál en í flestum öðrum nálægum tungum. Þeir 'sem fengizt hafa við orðabókarstarf, vita að það er seinunnið og ótrúlega erfitt. Slíkt verk verður aldrei unnið til fulls, þegar í hlut á lifandi tunga, en híns vegar er vitan- lega framkvæmanlegt að gera fullkomna orðabók eða orða- safn yfir allan þann orða- forða sem kemur fyrir í á- kveðnum ritum, og eru orða- söfn málakennsiubóka nærtæk- ust dæmi um það. Þá eru einnig til sérstakar orðabækur um rit höfuðskálda; til dæmis eiga Englendingar sér orða- bækur um öll rit Shakespear- es, á mörgum málum eru til biblíuorðabækur, meðal annars orðalykill Nýja tesetamentis- ins á íslenzku (eftir Björn Magnússon prófes-sor). Við höfpm þó enn ekki sérstakar orðabækur um rit neinna af okkar höfuðsnillingum. Orðabók Sigfúsar Blöndals er fullkomnasta og bezta orðabók íslenzks máls sem enn er til, og'mun verða það lengi enn um sinn. Ýmsar ísJenzkar orðabækur aðrar eru þó til. En orðabók Sigfúsar er fyrst og fremst íslenzk-d"nsk, það er að segja: þýðingarnar eru á dönsku, þó að oft séu skýr- ingar einnig á íslenzku. Sig- fús safnaði meginþorra orða- safnsins sjálfur, orðtók fjölda rita, það er fór yfir ritin, skrifaði orðin á seðla og rað- aði þeim síðan í stafrófsröð. Einnig fékk hann verulegt safn úr talmáli. Árangurinn Varð mesta og bezta íslenzka orðabókin sem enn er til. En þrátt fvrir allt er fjö'di orða í nútímamáli íslenzku eem vantár í hana. Er þar vitanlega fyrst að gæta þess að bókin var full- þrentuð fyrir meira en þremur áratugum (prentunin fór fram á árunum 1920—’24), og á þ’eim timá hefur málinu bætzt grúi orða. Eg lít t.d. á dag- blöðin frá því síðastliðinn fimmtudag. Þar rekst ég á þessi orð sem vantar í orða- bókina: veiðiþjófur (um fiski- skip, en hins vegar hefur Sig- fús það i merkingunni „veiði- þjófur á landi"), liernaðarof- beldi, stjórnmálasamband, millifyrirsögn, landhelgisbrjót- ur, stöðvunarmerki, herseta, sovézkur, stjórnarfulltrúi, bráðabirgðalausn, kommún- istaforingi (og ekki heldur stofnorðið kommúnisti), vam- armálaráðlierra, lögregluvörð- ur, fungnakrabbi, og þannig mætti lengi telja. Flest þess- ara orða eru komin fram í málinu eftir að Sigfús safn- aði til orðabókar sinnar, og því engin von til þess að þau kæmust með í hana. í öðrum flokki mætti telja þau orð sem voru til í málinu þeg- ar Sigfús var að safna orðum, en hafa farið fram hjá hon- um, — og ber sízt að lasta hann fyrir það, því að miðað við allar aðstæður er það ekki mikið, auk þess sem orðabók hans er frumsmíð. — Meðal gamalla orða sem þannig hafa sloppið undán skyggnu auga Sigfúsar eru bókamaður, borghlaðinn ufli fjárhús, brjálæði, buxnaldauf, brún- rcndóttur, fressköttur, fislétt- ur, fjallpeli, fjörulalli, frum- atrði, fræðaskjálfti, geðofsi, gaska af e-u, hrokagikkur, hrossadilla, skáldverk, söng- pípa (um mann), vangadans, þurhey (t. d. vera í þurheyi, þ. e. vera við að þurrka hey), þverbrýna, öldurót, og þar fram eftir götunum. Flest þessara orða snerta daglegt líf að meira að minna leyti, og ef að er gáð, kemur í Ijós að erfitt er að finna þau í bókum sem prentaðar voru fyrir 1920, þó að allt muni þetta hafa tíðkazt fyrir þann tíma. Og að ætla sér að tæma orðaforða málsins í eina orða- Framhald á 10. síðu. 7 Hm/PmW í MncL-l/ll Fyrra föstlu1ag’ 7- nóvcmber> var þess minnst með veg- t* liU VCÍIIixol I iTiUbfiiVla legum hátíðahöldum um gervöll Sovétríkin, að liðið var 41 ár frá hinni miklu októberbyltingu verkalýðsins í Rússlandi. Aðalhátíðahöldin fóru að venju fram í Moskvu og sést hér 4 myndinni nokkur hluti af hinni geysistóru hópgöngu sem lagði leið sína um Rauða torgið þann dag. Myndin er tekin úr einum (af turniun Iireml- múranna. Til vinstri sést grafhýsi Leníns og Stalíns og Sögusafnshúsið, en langa byggingin til hægri er ein af stærstu verzlunum Moskvuborgar, Gúm-magasín. B uííi ð Vín 1. nóvember. Það er glatt á hjalla í há- skólabuffinu. Niður af tugum radda berst út í súlnagöngin og napran bláma morgunsins. Það er fjandi kalt. Kuldinn kom skyndilega eina nótt öll- um að óvörum. Aumingja ná- ungarnir á mópedunum hafa misst kærusturnar. Þær halda ekki út aftan á, þegar næðing- samur kuldinn kemur. Þær reyna þá að ná sér i stráka með bíla, líka gamla bíla. Ást er þá komin undir veðri eins og flugsamgöngur. Það fer hrollur um mig. Eg verð að fá mér mokka, hugsa ég. Geng á niðinn. Þessi fallandi og aðra stundina stígandi radd- niður töfrar og dregur. I þjóðsögum gengu menn á nið Eldur í mosa Eru þeir nú aftur í eldiviðarhraki, Varnarliðsmenn, westan úr veldi risaskóga? — Þjóð sem þoldi eigi þrúgan, ok og kúgun, hjó sig fyrrum frjálsa úr Bretans böndum, kveikir eigin orðstír eld í fjörrum löndum. Ennþá svíður ísland undan brunasári og íslendinga undir amerískri herstöð. — Má ég mildilegast í mosans nafni biðja þá, sem fara að Fróni með báli og brandi, að kveikja eld að iljum í eigin föðurlandi. Kristinn Pétursson. og söng og töpuðust eða hurfu aftur sturlaðir. Það er hver stóll setinn. Eg kannast við flest fólkið í sjón, sumum er ég rabbkunnur. Þetta er alls konar fólk og af öllum þjóðum. Meðal þess eru einnig króniskir buffsetu- menn með löng andlit. Efni- legir menn, sem gengu.í hól- inn en komu ekki út aftur. Menn, sem setið hafa hér heil- an tug ára og prófessorarnir eru löngu hættir að vilja tala við. Menn, sem sögur hafa spunnizt um. Sumir eru smeykir og órólegir, þeim finnst þeir vera að svíkjast um að koma hingað. Þeir gleypa í sig mokkann og hverfa út strax aftur. Eg svipast um eftir l”nd- um. Enginn. Áður fyrr vor- um við uppáhaldsgestir herra Meistero. En nú er Meister farinn og einhver annar búinn að taka við buffinu. Þarna situr Ottó, ótrúlega hetjuleg- ur ásýndum, þrátt fyrir tóta’a blönku. En hann er samt eitt- hvað mæðulegri en venjulega. Sennilega ekki búinn að fá neitt jobb. Hann situr yfir þvi ódýrasta, % lítra af epla- safa. Ottó er einn af snap- stúiientunum. 75 prósent af austurrískum stúdentum eru snapstúdentar. Menn, sem verða að vinna með námi. Ekki einn og einn tíma á dag, heldur fulla vinnu. Tilvera þessara manna er ótrúlega erfíð, oft eiginlega vonlaus. Þeir geta varla nokkurntíma sótt fyrirlestra eða lesið að gagni. Þá er skilningur há- skólans á högum þeirra eng- inn. Eg hef upplifað það, að prófessor hefur vísað slíkum stúdent frá prófi. Manntetrið glopraði því nefnilega út úr sér, að hann yrði að vinna með námi og hefði af þeim ástæðum ekki getað sótt fyrir- lestra. Frelsi til að stunda nám í þessu landi er því í raun og veru ansi takmarkað og þó verður frelsi til að stúd- era varla skilið frá því, sem menn almennt kalla andlegt frelsi og þeir hrósa sér af, að sé svo ríkt hér. „Sæll“ sagði Ott.ó og ýtti til mín stóli. „Sjáðu hvað hún er falleg þessi ini- verska.“. — Hann sagðist hafa verið að stara á þetta hlýbrúna and’it siðustu tvær stundirnar. Ottó var ógiftur og gat leyft sér pð stara á fagurt kvennandlit í tvo tíma. Það var ekki laust við að ég öfundaði hann í bili. „Þessir tveir þarna em Rúss- ar“ sagði Ottó og hætt.i að glápa „á háum stvrkjnm“. ,.Á própagandastvrkium frá Kön- unum", spurði ég. „Nei. Nei! Ekta. Rússar með ist'mk frá sovétstjórninni til að læra þýzku“. Að minn'"ta kosti drukku þe'r f'ottan sérbjór. Og benti það til hárra styrkja. Þarna voru líka nokkrir Ung- verjar. Rekaviður, sem öldu- rót byltingar hafði sko’að á austurrískar fiörur. 83 Ung- verjar stunda nám í Vin. All- ir á bandarískum áróðurs- styrkjum. Rokkefeller eða ein- hver slík stofnun veitti féð þ. e. a. s. hefur veitt það fram að þessu. En Rokkefeller hef- ur ekki lengur áhuga á mál- inu og nú standa þess'r 83 ungversku stúdentar uppi alls- lausir í Vín. „Hvernig he’d- urðu þeir reddi isér út úr þessu?“ spurði ég Ottó. En hann var farinn að stara á einhvern annan kvenmann og anzaði ekki spurningunni. Það var skemmtilegt and- rúms'oft hérna inni. Menn ræddust við, spiluðu á spil, tefldu og drukku vín, bjór og kaffi. Sorgir hins daglega strits glevmast í bili. Konur auka gleymskuna. Hér eru kvöldin og næturnar undir- búnar og margt prófið. Ottó drakk sinn áttunda hluta úr lítra og ég mokkann og siðan löbbuðum við út með reykn- um e'ns og Kári forðum úr brennunni en í mun betra skapi. Skyldi nokkur annar Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.