Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 9
41 —i ÓSKASTUNDIN
Laugardagur 15. nóvember 1958 — 4. argangur — 37. tölublað
Um daginn birtum við mynd af
afmælisboði og óskuðum eftir vísu
um frá lesendum okkar. Það stend-
ur ekki á vísunum— hér kemur
heilt kvæði. Óskastundin notar
tækifærið til að óska öllum afmæl-
isbörnum í dag til hamingju.
Kvæðið er frá Böðvari Guðlaugs-
syni.
oAfmœlisveislan hennar Tótu
Tóta litla, Tóta Iitla
er íiu ára í dag.
Vinum vill hún bjóða
í veizlu eina góða.
Veizla sú, já, vftið þið nú,
hún var ineð rausnarbrag.
Mamma bakar, mamma bakar
mar'gan góðan snúð-
Tóta, litla Tóta
findilfætt má þjóta
ótal ferðir, ótal ferðir
út í næstu búð.
Allra seinast, allra seinast
inn á borðið fór
frumrétturinn fínj
á fati úr postulíni:
rjómaterta,. rjómaterfla
rosalega stór.
Boðsgestirnir, boðsgestirnir
borðið setjast við.
Sjáið1 káta krakka
kræsingarnar smakka
glöð í bragði, glöð í bragði
að góðra bama sið.
Látftu ekki, láttu ekki
líða yfir Mg.
Satt er bezt að segja:
*-_______
sa eg nu emn peyja
tertustykki, stærðarflykki
stinga upp í sig.
¦
Ógn er kátur, ógn er kátuí
allur hópurinn.
ÖII sú æskugleðj
yljar mömmu geði.
!
Ollum bauð hún, öllum bauð hún
aftur í bollann sinn.
Kárnar gaman, kárnar gaman,
kyrrist hópurinn.
Lítil telputáta
trúi ég færi að gráta,
af því hún hellti, af því hún hellti^
oní kjólinn sinn.
Vakír aftuí, vakir aftur
veizlugleðin Ijúf.
Stebbi litli stutti
stóð þá upp og flutfli
ofurlítinri, æðiskrýtinn
afmæKsiæðustúf.
Börnín áttu, börnin áttu
býsna glaðan dag.
Léku Ijóð á tlungu,
litlu skinnin sungu.
Og þau sungu, og þau sungu
einmitt þennan brag.
Ritstjóri Vilborn Dagbjartsdóttir — Utgefandi Þjóðviljinn
Dagur í sveitinni
(Dagbókarbrot)
Þegar ég vaknaði fanö
ée goluna frá opnum
Hlugganum streyma inn l
herbergið. Eg fór á fætur
og leit út um gluggann
og sá að það var renn-
blautt á en gott veður.
Eg fór niðW f'eTcfnus og
borðaði grautinn minn.
Svo fór ég að tala við
Stínu og við ákváðum að
fara yfir í Hlíð og tína
ber eftir hádegið.
Eg tefldi eina skák og
svo var farið að borða.
Síðan fór ég og náði. i
mörg box til að tína ber-
in í.
Nú var allt tilbúið og
við lögðum af stað. Okk-
ur gekk vel að vaða yfir
ána, því að hún var ekki
mjög mikil. Við gengum
út veginn og síðan upp
hlíðina. Þar er mjög gott
og sézt nærri því
um allan dalinn.
Himinn var grár og
drungalegur og rigning
úti á ströndum. Við höfð-
um hugsað okkur að fylla
öll boxin, en ekki höfð-
um við tínt lengi þegar
flóðgáttir himinsins opn-
uðust og rigningin steypt-
ist úr loftinu í stríðum
straumum. Það var eins
og margir litlir lækir
kæmu úr loftinu og á fá-
einum mínútum varð svo
blautt að við urðum að
hætta.
Þá iögðum við af stað
niður hlíðina og heim á
leið.
Við urðum strax gegn-
blautar, en við flýttum
okkur samt ekkert. Þegar
við komum heim fórum
við að þurrka af okkur
bleytuna og skoða mynd-
ir. Eftir kaffi kom ágætt
veður. Þá fór ég upp fyr-
ir tún að tína bláber.
Þegar ég kom heim aftur
fór ég í reiðtúr með Ásu
og Stínu.
Fyrst fórum við hægt'
en svo fórum við að
hleypa hestunum. Ása og
Stína voru oftast langt á
undan mér. Þegar. við
vorum komnar út hjá
Spágilsstöðum snerum við
heim. Þegar þangað kotn
var klukkan orðin hálf
níu og allir búnir að
borða nema við.
Eg fór að hlusta i'
þáttinn „f stuttu rnáli*'
og svo fór ég að sofa og
mig dreymdi margt og
mikið.............
H. K. 12 ára.
Fyrir stuttu efndum
við til samkeppni um
bezta dagbókarþáttinn o»
væntum þess að fá.helzt
frá ungu stúlkunum.
Verðlaunírí eru bókin
Ung og aðlaðandi eftir
Olgu Golbæk. H. K. fær
bókina í næsta pósti með
kveðju frá Óskastund-
inni.
G Á T A
Um
morgna skríður á
fjórum fótum,
en fer á tveim
um miðjan daginn og
dregst á þrem
um dagsetur heim.
% ÍÞRðTTIR
mrsTJOxit niMAttn usuaásai
Handknattleiksmótið:
ÍR-ÁFmann off Fram- Valur
Handknattleiksmót Reykja-
víkur heldur áfram um helgina
og fara fram átta leikir í
kvöld í yngri flokkunum.
Á morgun eru svo f jórir leik-
ir í meistaraflokki, einn í
kvenna,flokki og þrír í karla-
flokki. Vafalaust geta tveir
þessara leikja orðið jafnir og
epennandi, ef allt lætur að lík-
um. Það er í fyrsta lagi IR
og Ármann, en þar gæti farið
svo að Ármenningar yrðu ÍR-
ingum erfiðir. Þó að Ármann
eigi nokkuð misjafna leiki þá
virðist sem liðið sé að fá meiri
festu og öryggi. Hitt er svo
annað mál að ef maður skoðar
einstaklinga liðanna finnst
manni sem ÍR ætti að vinna
örugglega, en það er eins og
þeim gangi illa að ná verulega
jákvæðum leik.
Leikur Fram og Vals gæti
líka orðið jafn og ekemmtileg-
ur, og takist Val verulega upp
gæti svo farið að Fram yrði
að gæta sín. Valur hefur í
flestum leikjunum náð þetri
leik en búizt var við af liðinu
eins og það er í dag. Fram
hefur líka sýnt betri leik en
áður óg er þegar allt kemur
til alls líklegri til sigúrs.
Þriðji leikurinn, sem er
milli Víkings og KR, má gera
ráð f yrir að verði einhliða
sókn af KR-inga hálfu, enda
er KR sterkasta liðið en Vík-
ingur annað lakasta liðið í
keppninni.
1 meistaraflokki kvenna eru
það Fram og Þróttur sem eig-
ast við og getur sá leikur orð-
ið jafn og skemmtilegur, þótt
hvorugt liðið sé komið í þjálf-
un enn þá.
Fyrsti leikur sunnudags-
kvöldsins er á milli Vals og
Ármanns í 2, flokki kvenna.
í kvöld fara þessir leikir
fram: — 2. flokkur kvenna A.
Þróttur — Víkingur, KR —
Valur, Ármann — Fram. —
3. flokkur karla B. Víkingur B.
—' Víkingur C, Ármann —
Valur, Víkingur — Fram, KR
1— Ármann; iR — Þróttur.
dsa Silva gerist
Þær eru nýjastar fréttir af
okkar ágæta vini da Silva, sem
hingað kom í sumar til einvígis
við Vilhjálm Einarsson, að
hann er byrjaður að leika í
kvikmynd. Er hann talinn mjög
efnilegur leikari, en ekki er
farið að sýna myndina ennþá.
Þetta er ekki íþróttakvikmynd,
svo það er engin hætta á því
að hann verði útilokaður frá
keppni, af þeim sökum.
— Laugardagur 15. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Búlgaría vann Balkanleikina
Hinir svonefndu Balkanleikir
fóru að þessu sinni fram í
Sofia í október. Sigurvegari
í keppninni var Búlgaría og
kom það nokkuð á óvart. Fengu
Búlgarar 133,5 stig, en Júgó-
slavar 124 stig, Júgóslavía var
talin líklegur sigurvegari fyrir
Sviss býðnr sov-
éskom ísknatí-
leiksm. heim
1 fjöMa ára hefur Sviss ekki
viljað hafa samband við Sov-
ét-íþróttamenn og ekki viljað
bjóða þeim heim og ekki
þiggja boð heldur. Hefur þann-
ig verið um að ræða nokkurs-
konar slitið íþrótta-stjórnmála-
samband milli landanna. Þó var
það ekki svo að sovét-íþrótta-
mönnum væri meinað að koma
þangað á alþjóðamót, eins og
t. d. E.M. í frjálsuirí íþróttum,
er þar fór fram 1954, og heims-
meietaramót hafa þeir . líka
mátt sækja þangað.
Nú hefur brugðið svo við, að
Svisslendingar hafa, að því er
virðist, slegið striki yfir Hðna
tímann, og þoðið landsliði
Rússa í ísknattelik að koma
til Sviss og taka þátt í vígslu
á nýjum vélfrystum ísleik-
vangi í Gefn, en hún fer fram
í lok þessa mánaðar.
keppnina. Rúmenía fékk 109,
Grikkland 107,5 og Tyrkland
30 stig.
Á mótinu voru sett mörg
þjóðamet, og mótið talið
skemmtilegt. Bezti árangur: —
100 m hlaup Batvaroff B. 10.4,
200 m Batsvaroff B. 21.2, 400
m Snjader J. 47,0 met. 800 m
Murat J. 1.50.0, 1500 m Murat
J. 3.43.8, 10 000 m Gregescu
B. 30,24,0, 110 m grindahlaup
Lorger J. 14.00, 400 m grind,
Savel R. 52.6, hástrkk, Sahin-
er T. 2,01, langstökk, Marinoff
B. 7.37, stangarstökk, Roríban-
is G. 4.46, Þrístökk, Gourgou-
siloff B. 15.87, kúluvarp Art-
arski. B 17,16, kringukast Art-
arski B. 53.11, spjótkast Bezim-
J. 72,36, sleggjukast Kroumoff
B. 61,63, tugþraut Slavkoff B.
6,746 stig. 4x100 m Bulgaria
41,5 met.. 4x400 m Búlgaría
3.12.3, met. Júgóslavía 3.12.4.
Keflavík — i
Suðurnes |
Innlánsdeild Kaupfélagg [
Suðurnesja greiðir yður
hæstu fáanlega vexti af
innstæðu yðar. \
Ávaxtið sparifé yðar
hjá oss.
KAUPFÉLAG SUÐURNESJ4
Faxabraut 27, Keflavík.
m