Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 10
2) — ÓSKASTUNDiN ÓSKASTUNDIN — X3 Bréf úr Laxárdal Kæra Óskastund! Komdu blessuð og sæl. Nú er orðið langt síðan ég hef skrifað þér. Eg ætla að freysta gæfunnar og senda þér dagbókar- brot síðan í sumar. Viltu birta fyrir mig textana O nema ég og Hún bíður þín? Mig langar svo til að læra þá. Hvernig lýst þér á skriftina mína? Eg ætla að senda þér þessa vísu að gamni mínu. Máninn brosir blíður " bleiku skini á völl. Litlir álfar leika í ljósum prýddri höll. Og svo langar mig til að senda þér þessa fyrri- parta, ef einhver vildi botna þá. Með vetri kemur frost og fönn og fýkur snjór um hæðir. f sumar þá var sælutíð og sólin skein í heiði. Finnst þér að hægt væri að hafa söngvaraskoðana- könmm og nefna þá þrjá sön'gvara. Ef þér finnst þetta- hægt þá nefni ég eftirlætissöngvarana mína: Ragnar Bjarnason, Ingibjörg Smith og Hel- ena Eyjólfsdóttir. Loks sendi ég þér fá- einar skrítlur og gátur. Þessar skrítlur eru úr gömlum blöðum og gátan líka. Eg sendi þér leikrit að gamni mínu, ef þú vildir birta það. Vertu blessuð og sæl. Þín vinkona Hlíf Kristjánsdóttir, 12 ára, Lambastöð- um, Laxárdal, Dalasýslu. Við þökkum kærlega fyrir þetta góða bréf og allt efnið, sem hún send- ir. Leikritið kemur vænt- anlega í næsta blaði. Textana munum við at- huga, það er nú þannig að við höfum í alvöru verið að velta því fyrir okkur að ganga í texta- bindindi, en láta ykkur hafa ljóð í staðinn. Hvað finnst ykkur um það? Þið segið ykkar skoðun á málinu um ieið og þið skrifið okkur og segið hverjir eru eftirlætis- söngvararnir ykkar. Hlíf skrifar sérstaklega vel og frágangur á því sem hún sendir er fyrsta flokks. Við vonum að henni finnist gaman að bókinni Ung og aðlað- andi. Skoðanakönnunin verð- ur auglýst í naesta blaði. POSTHÓLFID Kæra óskastund! Komdu blessuð og sæl og þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar, sem ég hef haft við að lesa þig. Eg skrifa þér bara til að biðja þig að birta téxtann Síðasti vagninn. Eg sendi þér mynd af húsi, sem ég teiknaði. Hvernig er skriftin? Vertu blessuð. , Soffía 10 ára. Soffía skrifar Ijómandi vel og það eru vel æfðir drættir í skriftinni henn- ar. Það er helzt stóra K-ið sem er dálítið snubbótt. Ef Soffía skrif- ar eina síðu af k alveg réttu og minnist ævin- lega að k á að vera jafnvel skrifað og aðrir stafir, fær hún 8 fyrir skrift 'í vor. Myndin hennar Soffíu af húsinu kemur í næsta blaði. SKRÍTLA ~~ Hvað heldur þú að pabbi þinn segi þegar þú kemur heim; með rifnar buxurnar? Það veit ég, hann segir, hvað heldurðu að mamma þín segi? Þrjú högg —i snögg Og hörð eins og skipun. í .svartnætti haústsins skáru þau sig í gegnum svefn drengsins — hann var glaðvakandi áður en þriðja höggið buldi á stafni hússins. — Hann vaknaði hljóðlega ug fumlaust með fulla skynj- un á eðli þessa óvænta hendina —' teygði hana í áttina að lampanum og skrúfaði upp í honum. — Það var merkið til for- mannsins að nú væri há- setinn vaknaður. Faðir hans settist fram á stokkinn, tók neftóbaks- glasið sem alltaf stóð á borðshorninu — hélt k því svolitla stund — velti Pétur Sumarliðason; Stolist í róður Fyrsti dagur. hávaða. Formaðurinn var að vekja háseta sína. Drengurinn reis upp og horfði yfir í ¦rúm föður síns. — Ætlaði hann ekki að vakna. Honum fannst alltaf minnkun að því, ef formaðurinn þurfti að berja oft — eða kalla „Ræs". Á borðinu við glugg- ann tórði á olíulampa. — Dauðbleikur bjarmi lék enn um borðið næst lampanum óg gerði myrs- ur baðstofunnar að svört- um vegg. Hvernig stóð á því að faðir hans vaknaði ekki? — Nú myndi formaður- inn berja aftur. — Þau högg voru ekki kallandi eins og fyrstu höggin — nei — þau hljómuðu eins og reiði- þrungin blótsyrði — sögð í lítilsvirðingartón. Nei — nú rétti faðir hans út því milli handanna — skrúfaði tappann — hellti úr því á handarbakið — setti tappann í aftur og lukti glasið í lófa hægri handar — strauk vand- lega úr tóbakshrúgunni þangað til hún lá í löng- um hrygg eftir handar- bakinu. Þá studdi hann báðum olnbogunum á hné sér — efri búkurinn seig áfram, hendurnar urðu- máttlausar. Dreng- urinn leit ekki af tóbak- inu á vinstra handarbak- inu. — Honum var alltaf jafn nýtt að fylgjast með hvernig höndin smáseig niður og hallinn jókst — nú hlaut tóbakið að detta — nei — enn seig höndin — nálgaðist meir og meir lóðrétta línu, aðeins ör- lítið *meira — nei — f að- ir hans kipptist til, ekki upp á við — heldur á- fram — hann var víst sofnaður —¦ enn selg hendin — hana —¦ þar hrundi framan úr tóbaks- hryggnum — um leið re's faðir hans upp — leit í áttina að glugganum — brá svo hendinni upp að nefinu — saug tóbakið hvasst og snöggt upp í nefið — dæsti ofurlítið um leið og hann reis hvatlega - á fætur og klæddí sig snörum, hröð- um handtökum. — Drengnum fannst alltaf renna saman í eitt — rymstrokan í nefi föður síns — og það, að hann stóð allt í einu alklæddur með matarkassann í hendinni — og greip tób- aksglasið, sem hann hafði sett frá sér á borðið um leið og hann stóð upp — stakk því í vasann — og dró niður í lampanum — og svo allt í einu var hann horfinn inn í myrk- urvegg baðstofunnar. SKRITLUR Björru-Á éguð drekka meira? Maginn segir já en höfuðið segir nei. Höf- uðið er vitrara, en það er gamalt spakmæli, að sá skuli vægja sem vitið hafi meira. Kennariinn: Fyrirgefið ungfrú, að ég heilsaði yður. Þér eruð svo líkar systur minni, að ég hélt að þér væruð hún. Ungfrúin: En Geir, ég er systir þín. Kennarinn: Nú, þá er ekki von að ég þekki ykkur í sundur. 10) — ÞJÓÐVILJ[NN — laugardagur 15. nóvember 1958 ÍSLENZK TUNGA Framhald af 7. síðu. bók er álíka fyrirætlun og að einn maður reyni að smala heilan afrétt sauðlausan. Því fleiri sem koma til starfa, því betri verður árangurinn. — Margir hafa líka sent ís- lenzkuþáttunum orðalista, og koma þeir allir að gagni, bæði stórir og smáir. Sannleikurinn er sá að þótt venjulega séu í hverjum lista fleiri eða færri orð sem Orðabók Háskólans hefur heimildir um annars staðaf að, eru alltaf með orð eða menningarsögulegar heim- ildir sem nýr fengur er i, og oft orð sem ekki þekkjast annars staðar að í sömu merk- ingu. Hér skal nú gerð stutt- lega grein fyrir hvernig æski- legast er að gengið sé frá slíkum orðalistum, og gildir í því sama hvort þeir eru ser.íiir þessum þætti, þætti út- varpsins um íslenzkt mál eða Orðabók Háskólans. Heimildarmaðurinn þarf að gæta nokkurra meginatriða: 1) Ef hann er í vafa um stafseningu orðsins, er bezt að rita sem næst framburði; það er síðan málfræðinganna að finna réttan rithátt -—¦ eða rökræða og rífast um það. — 2) Um nafnorð þarf að til- greina kyh orðsins, en það kemur venjulega fram þegar notkun þess er sýnd í setn- ingu eða orðasambandi. Auð- veldast er að finna kyn orðs með því að bæta ákveðnum greini við það. — 3) Skýra þarf merkingu orðsins, helzt með dæmi eða dæmum um notkun þess í setningu, og segja hvað dæmin merkja. — 4) Til að vita um útbreiðslu og merkingarþróun orðs þarf vitneskju sem víðast að og þá hvaðan hver heimildarmað- ur hefur sitt orð. Ef hann hefur það til dæmis úr tal- máli, þarf að^'Tíoma fram hvaðan menneskjan er sem sagði það (úr hvaða sveit eða héraði), svo og ef einhverjar stérstakar likur benda til þess að hún hafi þétta málfar sitt frá einhverjum stað. Gott er einnig að vita aldur hennar svo ekki skakki áratugum. — OEf heimiMin er ritað mál, en ekki talmál, þarf að skrifa stafrétt upp setninguna eða sambandið með orðinu. Sleppa má úr orðum, sem ekki skipta máli fyrir merkingu orðsins og setja tvö xx í stað úr- feUingarinnar. Skrifa þarf við orðið heiti ritsins og blaðsíðu- tal, og ef til vill nánari upp- lýsingar, ef ritið er óprentað. Annars er Orðabók Háskólans að fara af stað með söfnun sjálfboðaliða. til að safna orð- um úr ýmsum ritum, og einn- ig tekur þessi þáttur minn fegins hendi við hverju einu slíku; það fer evo allt til orðabókáVinnar og kemur henni að gagni. Buffið Framhald af 7. síðu. háskóli hafa buffi í sinni að- albyggingu? Úr buffinu eru hara örfá skref upp í skrif- stofu rektors. Þannig eru Vín- arbúar. Þægindi og möguleikar til hjartanlegs smárabbs yfir mokka eða einhverju öðru er fyrir öllu. Enia eru kaffihús eða buffi á allra ólíklegustu stöðum. Þorgeir lEinarsson. Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu. lagsríkjum, og kveður s.vo ramt að þessu að de Gaulle hefur krafizt skipulagsbreyt- ingar á bandalaginu, því að hoaum finnst að Bretland og Bandaríkin séu búin að gera Frakkland þar að hornreku. Það leiðir af sjálfu eðli hern- aðarbandalaga, að þar geta stórveldi ráðið öllu sem þeim sýnist. A-bandalagið er óheppi- legasti' vettvangur sem vopn- laust smáríki eins og ísland getur kosið til að etja kappi við herveldi eins og Bretland, jafnvel þótt ekki væri svo í pottinn búið að í bandalaginu eru saman komin öU þau ríki sem mótsnúnust eru okkur í landhelgismálinu. M.T.Ó. Auglýsið í Þjoðviljanum PRAGA S5T TÉKKNESKU DIESELBIFREIÐARNAR sýndar |í dag og næstu viku klukkan 10—£ dlaglega við Bílasmiðjuna Laugavegi 176. Nánari upplýsingar á skrifstofunni sama stað. THKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐID H.F. Laugavegi 176, sími 1-7181. SENDISVEINN Sendisveinn óskast nú þegar. Vinnutími írá klukkan 7,30—12. ÞJÓÐVILJINN, sími 17500- Grænlendingar Framhald af 5. síðu menn á laun og gaf Grænlemd- ingum ekkert tækifæri til að segja álit sitt á staðsetningu radarstöðvarinnar. Uppi eru ráðagerðir meðal Grænlendinga um að bera fram mótmæli við dönsku stjórnina. Menn gera sér vonir um að hægt verði að losna við radarstöðina úr ná- grenni byggðra bóla, ef hafizt er handa meðan smiði hennar er enn skammt á veg komin. MHtGHSdéíld :roi Skólavörðustíg 12 Gieiðir yðwr JMsto v&cfiáf spa0é yfan~-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.