Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 12
Augljóst brot á alþjóðarétti og íslenzku fullveldi MótmœlaorSsending afhent Bretum i gœr í gær afhenti Guömundur í. Guð’mundsson utanrík- isráðherra brezka sendiherranum hér mótmælaorðsend- ingu vegna síðasta ofbeldisverks Breta hér við land. Jafn- framt halda áfram umræður innan ríkisstjórnar og ut- anríkismálanefndar um frekari aðgerðir íslendinga. Orðsending sú sem utanríkis-1 * 3 ráðherra afhenti hljóðaði svo í íslenzkri þýðingu: „Reykjavfk, 14. nóvember 1958. Herra sendiherra. Eg leyfi mér að vekja at- hygli yðar á atviki því, er nú skal greina og gerðist innan íslenzkrar landhelgi 12 nóv- ember s.l.: Kl. 11,25 mældi íslenzka varðskipið Þór brezka togar- ann Harkness FD-120 2,5 sjó- mílur undan strönd Island í námd við Bjargtanga. Kl. 11,30 mældist togarinn 2,7 sjómílur undan landi. Vlarðskipið Þór varð þess vart, að veiðarfæri togarans voru innan borðs en ekki lög- lega frá þeim gengið. Augljóst var, að Harkness var innan óumdeildrar íslenzkr. ar landhelgi og brotlegur við íslenzk lög. Kl. 11,35 gaf Þór togaranum merlki um að nema staðar og var þá jafnframt ljóst að tog- arinn var kominn á talsverða ferð. Togarinn nam ekki staðar. Milli kl. 11,38 og 11,52 skaut Þór fjórum lausum púðurskot- um og mældi aftur (kl. 11,52) stöðu beggja skipanna. Með þvi að Harkness niam eigi staðar þrátt fyrir stöðvun- armerki og púðurskot frá ís- lenzka varðskipinu, skaut Þór kl. 11,58 föstu skoti rétt fyrir framan Harkness. Eftir harð- an eltingarleik var Þór nú á hlið við Harkness og staða tog- arans 0,35 sjómílur innan við gömlu (1952) fiskveiðimörkin. Kl. 12.00 nam Harkness loks staðar. Nokkru síðar kom brezka flotaskipið Russel á vettvang. Eftir að foringjar Þórs og Russels höfðu rætt um málið, tilkynnti hinn síðarnefndi skip- herra Þórs, áð Russel myndi sökkva varðskipinu, ef það s'kyti á togarann. Ríkisstjórn íslands mótmæl- ir hið eindregnasta þessu aug- ljósa broti á alþjóðarétti og íslenzku fullveldi, þegar brezkt herskip aðstoðar brezkan tog- ara, sem er að brjóta íslenzk lög innan óumdeildrar landhelgi Islands, til þess að komlast undan og hótar jafnvel að sökkva íslenzka varðskipinu þegar það reynir að taka hið brotlega skip. Geymir rikisstjórnin sér all- an rétt í þessu máli og krefst þess jafnframt, að brezka rík- isstjómin geri þegar í stað ráðstafanir til þess að láta færa togarann Harkness og skipstjóra hans til íslands, svo að lögfullt mál megi höfða vegna brota á íslenzkum lög- um og reglugerðum. Væntir íslenzka ríkisstjórnin tafarlauss svars við kröfu þessari. Bíkisstjórn íslands lítur þennan atburð alvarlegri aug- Nýtt lag eftir Sigfús Halldors- son á hljómplötu Á markað er komin ný hljóm- plata með laei Sigfúsar Halldórs- sonar „Hvers vegna“. Höfundur Ijóðsins er Stefán Jónsson, en lagið syngur Erla Þorsteinsdóttir með undirleik Jörgen Grauen Gárd og hljómsveitar hans. Út- gefandi er hljómplötudeild Fálk- um en nokkuð annað er brezk- skip hafa aðhafzt í íslenzkri landhelgi. Eg leyfi mér, herra sendi- herra, að fullvissa yður um virðingu mína. Guðmundur 1. Guðmundsson. (sign).“ Orðsendini; frá Kvenfélagi Sósíal- ista Félagsfundur verður hald- inn n. k. þriðjudag 18. nóv. 1958 kl. 8,30 s.d. að Tjarn- argötu 20. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Sagt frá aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík. 3. Kaffi. 4. Kvikmynd. Félagskonur! Við skulum fjölmenna á fundinn og inæta stundvíslega. Stjórnin. í gær var í Bonn, höfuðborg Vestur-Þýzkalands, höfðað mál gegn Hans Kjlb, einkaritara Ad- enauers forsætisráðherra, og Koenicke, forstjóra Daimler- Benz-bílaverksmiðjanna fyrir að hafa þegið og boðið rnútur. Kilb hefur setið í valdhaldi síðan í septemberbyrjun. plÓÐVILJINH Lav,gardagur 15. nóvember 1958 — 23. árg. — 26Í. tölubiað. 7 ára áætlun Sovétríkjanna Fríverzlunarsvæðið virðist nú endanlega vera úr sögunni Ekki eru nú horfur á öðru en að hið svokallaða frí- verzlunarsvæöi í Evrópu sé endanlega úr sögunni. Eitt er víst að úr því verður ekki um næstu áramót eins og ætlunin var. Ráðherrar aðildarríkja Efna- hagssamvinnustofnunar Vest- ur-Evrópu komu aftur saman á fund í París i gær til að ræða þetta mál. Með þeim fundi lauk tveggja daga úrslitatil- raun til að koma á sáttum milli Frakka og Breta, en deila þeirra um framkvæmd þessarar hugmyndar hefur staðið henni fyrir þrifum. Að fundinum loknum kom franska ríkisstjórnin saman. Soustelle, upplýsingamálaráð- herra hennar, skýrði síðan frá því að Frakkar teldu sig ekki geta tekið þátt í fríverzlunar- svæðinu að svo stöddu. Þeim væri dkki unnt að veita öðrum löndum sömu ívilnan- ir og löndin i sexvelda tolla- bandalaginu njóta, ef þessi önnur lönd væru ófús til að taka á sig sömu skuldbinding- ar og tollabandalaginu fylgja. Franska stjórnin á hér við að hún geti ekki fallizt á að Bretum einum verði leyft að njóta sérstakra ívilnana og veita þær í viðskiptum við sam. veldislönd sín. Fréttaritari brezka útvarps- ins sagði í gær að fréttin um þessa ákvörðun frönsku stjórn- arinnar hefði verið reiðarslag. Framtíð málsins væri nú hul- in algerri óvissu. Maudling, fulltrúi brezku stjórnarinnar í viðræðunum í París, sagði að ef engin niður- staða fengist fyrir áramót myndi það þýða tíu ára aft- urför fyrir efnahagssamvinnu rBcja Vestur-Evrópu. Þrír togarar - þrjú herskip Bretar opna nýtt þjófabœli viS Látrabjarg I gær var vitað um 3 brezka togara að veiðum innan fisk- veiðitakmarkanna hér við land. Voru þessir togarar allir að veiðum skammt suður af Látrabjargi og gættu þeirra 3 brezk herskip. Brezku herskipin tilkynntu togurunum í gærkvöldi að verndarsvæðin tvö, sem ver- ið hafa útaf Vestfjörðum hefðu nú verið lögð niður og í stað þeirra opnað nýtt svæði útaf Látrabjargi. Voru 16 togarár á þessum slóðum í dag, en einsog áður var sagt voru aðeins 3 þeirra að veiðum innan 12 sjómílna markanna. Af öðrum fiskislóðum um- hverfis landið er ekkert sér- stakt að frétta, en geta má þess, að brezlca flotadeildin hefur ekki opnað verndar- væði aftur útaf Auturlandi. Landhelgigæzlunni er kunn- ugt um allmarga brezka tog- ara, sem eru að veiðum 30— 40 sjómílur útaf Austurlandi. Framhald af 1. síðu. framleiðslu helztu matvælateg- unda á hvern íbúa. Árið 1965 er áætlað að korn- uppskeran verði orðin 165 mjll- jónjr lesta a. m. k., eða um 40 milljónum lesla meiri en luin var metuppskeruái’ið 1956. Framleiðsla landbúnaðarins á hráefnum handa iðnaðinum mun einnig stóraukast, svo og fram- leiðsla búfjárafurða hvers kon- ar. Landbúnaðurinn getur þar reitt sig á mikilvægan stuðning hins stóreflda iðnaðar: Fram- leiðsla tilbúins áburðar verður þannig þrefölduð á tímabilinu og samyrkju- og' ríkisbú landsir.s munu fá 1,5 milljón dráttar- og uppskeruvéla til viðbóíar. Nærri sexíölduð fjár- festing Á þessum sjö árum mun sam- anlögð fjárfesting nærri því jafnast á við alla fjárfestingu í Sovétríkjunum síðustu fjóra ára- tugina, hún mun því u. þ. b. sex- faldast. Byggt yfir hálfa þjóðina Eitt stórfelldasta átakið til að bæta lífskjör almennings í Sov- étríkjunum felst í þeim lið áætl- unarinnar sem fjallar um íbúða- byggingar á árunum 1959—1965. Á þessum sjö árum er ráðgert að byggja í borgum og við iðn- aðarmiðstöðvar landsins fimmtán milljón íbúðir. Samanlagt flatar. mál íveruherbergja þeirra mun nema um 700 miiljónum fer- metra. Auk þess verða byggðar aðrar sjö milljónir íbúða í sveit- um landsins. Það verða því byggðar 22 milljónir íbúða, eða því sem næst íbúð fyrir aðra hverja fjölskyldu sem nú býr í Iandinu. Auknar þjóðartekjur — bætt lífskjör Áætlað er að þjóðartekjurnar muni á þessu tímabili aukast um 62—65%, eða um tvo þriðju. Kaupmáftur launa vinnandi manna í borg og sveit mun að meðaltali aukast um 40%, eða tvo fimmtu, en kaup hinna lægs't- launuðu tvöfaldast. Ellilaun verða aukin. Ilaldið verður áfram að styí'ta vimiludaginn niður í 7 og 6 klukkustundir án nokkurrar ltaupskerðingar. Ætlunin er að koma á fimm daga vinnuviku með tveim lieilum frídögum í viku. Vinnudagurinn og vinnii- vikan verða því styttri en i nokkru öðru landi. * Aukin heilsurækt, fleiri menntamenn Framlög ríkisins til heilsu- verndar,. fræðslumála og vísinda verða stóraukin. Á næstu sjö ár- um munu æðri menntastofnanir útskrifa 2.300.000 sérfróðra manna og nærri því hehninii fleiri vélfræðingar og aðrir tæknimenntaðir verkamenn rnunu ijúka námi en á undan- förnum sjö árurn. Ymsar ráðstaf- anir verða gerðar til að full- konina skólakerfj*( samræma kennsluna og skóiagönguiid r'>a kröfum lífs og s arfs. Mikilvæg þáttaskil Á þessum sjö árurn munu verða mikilvæg þáttaskil í hinni friðsamlegu samkeppni sósíal- ismans og iauðvaldsþjóðfélags- ins. Að þeim loknum munu Sov- étríkin vera komin fram úr öll- um Evrópuríkjum í framleiðslu iðnaðarvarnings á íbúa. Árið 1965 mun framleiðsla Sov- étríkjanna á 33 vörutegundum verða orðin meiri en Bandaríkj- anna og vera u. þ. b. jöfn fram- leiðslu Bandaríkjanna á öðrum tegundum. I>á verður framleiðsla lielztu landbúnaðarafurða bæði í heilcl og á íbúa orðin meiri en liún er nú í Barsdaríkjunum, Fram úr Bandaríkjunum fyrir 1970 Sökum þess að. árjeg hlutfalls- aukning fr.amleiðslunnar er mun meiri í Sovétríkjunum en í Bandaríkjunum munu þau geta farið fram úr Bandaríkjunum á u. þ. b. 5 árum eftir 1965. Þá eða jafnvel enn fyrr munu Sovétríkin komin lengst allra ííkja, bæði í heildarframleiðslu og framleiðslu á íbúa, og geta því tryggt þegnum sínum beztu lífs- kjör í lieimi. Hutur Sovétríkjanna og ann- arra sósíalistískra ríkja í heild- arframleiðslu heimsins mun stór- aukast á tímabilinu og árið 1965 verður hann orðinn meira en helmingur. Að friður haldist Lögð er áherzla á að þessi á- ætlun sé bein áskorun til auð- v'aidsríkjanna um friðítamlega samkeppni um að auka fram- leiðslu og bæta lífskjör þjóð- anna. Áætlunin er ný sönnun þess að í Soyétríkjunum geta ongin íþjóðfélagsöfl hafzt við sem hafa hag af landvinningum, alþjóðlegum viðsjám c/ árásar- styrjöldum. Friður er frumskil- yrði þess að sovétþjóður.um tak- ist að ná því stórfenglega marki sem þær liafa sett sér í liinni nýju áætlun. Nasser leggur feomstein Assuan Nasseri, fors.e\ Eg\-ptalands, lagði í gær hornsteininn að hin- um mikla stiflugarði sem nú á að fara að reisa í Níl ofanverðri, við Assúan. ^ýiðstaddir þá athöfn voru sov- ézkir sérfræðingar sem munu verða Egyptum til aðstoðar við framkvæmd þessa stórvirkis, en Sovétrikin hafa sem kunnugt er veitt Egyptalandi 400 milljón rúblna lán til byrjunarfram- kvæmda. MUNIÐ afmœlisfagiiað Sósíalista- félags Reykjavíkiir að TJótel Borg 22. p.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.