Þjóðviljinn - 16.11.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.11.1958, Blaðsíða 5
— Sunnudagur 16. nóvembber 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Q galeysi smii Voru dauðþreytíar aí bænalestri oa lasleika og gáíu benzínsprautu í stað deyíilyíja Fyrir nokkrum dögum hófust í Miinchen í Vestur- Þýzkalandi réttarhöld, sem vekja svo mikla athygli, a'ð kalla varð lögregluliö á vettvang til þess að fjarlægja gífurlegan mannfjölda, er hafði yfirfyllt réttarsalinn og stóö í þyrpingu fyrir utan til þess að komast inn. Tvær kaþólskar nunnur úr hjúkrunarreglunni „Miskunn- samar systur“ sátu á ákærendabekknum, ákærðar fyrir aö ha.fa valdið dauða 16 ára gamallar stúlku með gá- leysi sínu. Rétturinn fjallar um atburð er skeði 23. janúar s.l. á há- skólasjúkrahúsinu í Miinchen, en þá dó hin 16 ára gamla Renate Theuser á skurðarborð- inu, vegna þess að henni var gefin 'benzínsprauta af misgán-- ingi er skera átti hana upp yegna botnlangabólgu. Önnur hinna ákærðu, systir XJdelina 51 árs, sagði titrandi röddu fyrir réttinum: „Eftir að ideyfingalæknirinn hafði gefið ideyfingasprautu, þá fölnaði andlit isjúklingsins. Enginn yissi hvað hafði skeð. Meðan læknarnir voru að Btumra yfir sjúklingnum,- fór ég með deyfingasprautuna inn í Xiæsta herbergi og sprautaði því sem eftir var í lófa mér. Er ég lyktaði af því fann ég að það var benzín. Þá þusti ég inn í skurðarstofuna og sagði: „Við höfum sprautað benzíni". 'i Aksel Larsen i Miðstjóm Kommúnistaflokks Danmerkur ákvað á fundi sín- |Um í gær að víkja Aksel Larsen Bem hafði verið formaður flokksins frá 1932 þangað til á þingi hans fyrir skömmu, úr flokknum. Miðstjórnin byggir ibrottreksturinn á því að Lar- gen hafi gerzt brotlegur við flokksagann og neitað að fara eftir saœþykktum flokksþings- Ins. Hún skorar á hann að segja af sér þingmennsku, þar Bem þingsæti hans tilheyri ekki honum persónulega, heldur flokknum. Larsen sagði í viðtali við iflönsku fréttastofuna Ritzau JBureau i gær að hann hefði alls ekki í hyggju að segja af sér þingmennsku. Miðstjórninni hefði verið vel kunnugt um ,þá afstöðu sína og áskorun ihennar væri því aðeins forms- Rtriði. Hin nunnan, sem ákærð er, heitir Jovina og er 25 ára. Það var hún sem sá um að koma fyrir áhöldunum, er nota átti við uppskurðinn og raðaði þeim á viðeigandi stað í ekurð- arstofunni fyrir læknana. Þegar sjúltlingurinn hafði fengið sprautuna og ljóst var að hann var að deyja, skipaði yfirlæknirinn að allir hlutir á staðnum skyldu teknir til at- hugunar. Systir Jovina sagði að hún hefði hlotið að hafa látið vökva úr rangri flösku á sprautuna. Báðar kváðust nunnurnar hafa verið þreyttar þegar upp- r.kurðurinn var gerður. Þær verða að fara á fætur klukkan 4.30 á morgnana og dvelja lengi við bænalestur áður en bær taka til við starfið í sjúkra húsinu. Nunnan Jovina kvaðst hafa verið yfir sig þreytt er uppskurðurinn hófst. Udelina sagði að tíu tennur hefðu verið dregnar úr gómi sínum skömmu fyrir uppskurðinn og auk þess kvaðst hún þjást af ristilbólgu. Dómsforsetinn greip fram í fyrir þeim og spurði: „Gátuð | þér ekki tilkynnt sjukrahús-' stjórninni að þér væruð veik- \ ar?“ Þá svaraði Udelina: „Nunna vinnur eins lengi og hún mögu- lega getur“. Héraðsdómsstjór- inn mælti þá: „Allt hlýtur þó að hafa sín takmörk“. Réttarhöldin munu standa í nokkra daga. Aníta var ekki farin að láta mikið á sjá þegar þessi mynd er tekin, en hún var þó komin úr sokkunum. Ilún virðlst öllu rytjuiegri á myndinni á 1. síðu. Sú tyrkneska, sem Irjað Iieita Ajse Nur Nanah, virðist hins ve.gar að ö!lu leyti vera ve! á sig komin á mynðinni hér að neðan sem teidn var rétt áður en lögreglan kom á vettvang og spiliti veizlugleðimii. i gær Bandaríski kvikmyndaleikar- inn Tyrone Power varð bráð- kvaddur í Madrid í gær, 44 ára gamail. Hann var að vinna við kvikmyndatöku þegar hann veiktist snögglega og lézt hann á leiðinni til sjúkrahússins. Power skaut upp á stjörnuhim- in Hollywood skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina og hef- ur síðan verið einn vinsælasti leikari amerískra kvikmynda. Hann kom hér um árið tii Reykjavíkur, og er það haft fyrir satt að reykvísk kven- þjóð hafi litið fáa menn hýrari augum en hann. Þjóðverjar eru einhverjir hraustustu bjórdrykkjumenn í heimi. Þeir þömbuðu 4640000000 lítra af bjór á bruggunaráririu 1957 til 1958, þ. e. á 12 mánaða tímabili, sem endaði 30. sept- ember s.l. Hér er um að ræða aukningu um 350 milljón lítra frá árinu áður, eða 8 prósent. Þetta er nýtt bjórdrykkjumet hjá Þjóðverjum og svarar til þess að hver Þjóðverji drekki 1 82,2 lítra af bjór á ári. Bayern hefur ætíð verið mið- stöð bjórbruggunar og bjór- drykkju í Þýzkalandi, enda voru 31 prósent af bjór Vestur- Þýzkalands drukkin í því hér- aði. í dag fara fram þingkosn- ingar í Austur-Þýzkalandi og Ungverjalandi. í Austur-Þýzka- landi eru um 12 milljónir á kjörskrá, en frambjóðendur eru 400, jafnmargir og þingsætin. Framboðslistarnir voru ákveðn- ir af samvinnunefnd stjórn- málaflokkanna og eru 100 a vesna geisltinar frá 1945 Afieiðingar kjarnasprengju- árásar Bandaríkjamanna á jap- önsku borgina Nagasaki árið 1945 eru enn að koma í ljós. Fyrir nokkrum dögum andað- ist þar í borginni kona úr ofsa- legri sogæðabólgu, og segja læknar að hún hafi verið afleið- ing geislunar frá árinu 1945, er kjarnasprengjunni var varpað á borgina. þeirra úr sósíalistaflokknum, 96 fulltrúar verkalýðsfélaga og annarra samtaka, 138 úr þrem borgaralegum lýðræðisflokkum, 45 úr Bændaflokknum, en 23 óháðir. 1 Ungverjalandi eru 6.5 miil- jónir á kjöi-skrá og telur frétta- ritari Reuters að kjörsókn muni verða mikil. Meðal frambjóð- enda eru þrír kaþólslcir prestar sem páfastóll hefur lýst í bann. Var í latiraiðu orlofi ti! bess <íl Réttarhöld yíir íyrrverandi íangavörðum Hitlers íara nú fram í Ronn í Þýzkalandi Rréttarhöld fara nú . fram í Bonn í Vestur-Þýzkalandi um þessa múndir yfir tveim fyrr- verandi fangavörðum í fangabúð- um nazista á Hit’erstímanum. Var að verða léttari í flugvél en 61 bara sitt í Keflavík Þegar ein af flugvélum banda- riska flugfélagsins Trans World Airlines (TWA) var á leið yfir Atlanzhaf til Bandaríkjanna í gær, tók bandarihk kona, frú Ellen Wilson, jóðsótt. Var þá tekið það ráð að víkja af leið og lenda á Keflavíkurflugvelli. Var konan flutt á sjúkrahús- ið í Keflavík og þar ól hún dóttur skömmu síðar. Mæðg- unum líður báðum vel, Menn þessir eru Sorge og Schu- bert og eru báðir mjög iiiræmd- ir enda hafa þeir fjöida morða og miklar pyndingar á samvizk- unni. Þeir hafa báðir játað á sig nokkur morð en margt á eim eítir að korna fram í dagsljósið vjð rétlarhöldin. Þegar Schubert var ákærður fyrir að haía myrt íanga í marz 1943 með því að kæfa hann, sagði fangavörðurinn bláít á- fram: „Það getur ekki staðizt, því að í marz og apríl 1943 var ég í iaunuðu orlofi til þess að skjóta Rússa á ítaliu.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.