Þjóðviljinn - 16.11.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. nóvember 1958 — þlÓÐVILIINN ÚtKefandi: Sameiningarflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: ! Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar K. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðb.iófsson. r- Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- Kreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 i; linur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Ólafur Thórs óttast um líf VAMINGIN Atlanzhafshandalagsins egar stjórnmálaloddarirm Ól- afur Thórs ber sér á brjóst og heimtar að Islendingar verði við kröfu Breta og taki að makka um landhelgismálið inn- ■ en Atlanzhafsbandalagsins og fökstyður þá kröfu með um- hyggju um íslenzka sjómenn, gengur hann lengra en leikara- ,■ hæfileikum hans og flokki er hollt. Umhyggja ólafs Thórs fyrir íslenzkum sjómönnum er fcllvíða skjalfest. Sú umhyggja hefur löngum birzt í því eihu, að hirða arðinn af striti ís- ’enzkra sjómanna i lúxuslif hinnar þurftafreku hálfdönsku Thórsfjölskyldu. En þegar tog- arasjómennirnir, sem höfðu ár- liffl saman malað gull þessari ; níkjufjölskyldu á íslenzka hjóðarlíkamanum, vjð óskapleg vinnuskilyrði, sendu þá kröíu inn á Alþingi, að löggjöfin ryggði þeim átta klukkustunda hvíld á só’arhring — voru fúsir til að vinna 16 klukkustundir, þá reis upp Clafur Thórs og barðist af alefli gegn því að J ogarasjómennirnir fengju þess- : rj sjálfsögðu mannréttinda- vröfu sinni framgengt, og fékk auðvitað flokk sinn til þess bka. Og þegar togarasjómenn mörgum árum síðar kröfðust lögfestingar á 12 stunda hvíld . á sólarhring lét Ólafur Thórs :lokk sinn þvælast fyrir mál- jnu meðan hann þorði og lét bróður sinn einn gefa þing- nefnd það álit að 12 stunda hvíld togaraháseta á sólarhring væri óframkvæmanleg á ný- ?. köpunartogurunum! Nei, það er ekki umhyggja fyrjr íslenzkum sjómönnum, sem heldur vöku fyrir Ólafi . Thórs, heldur umhyggjan fyrir Atlanzhafsbandalaginu, hernað- &rbandalaginu sem hann og Bjarni Bcnediktsson f'ekuðu ' Island inn í, í samvinnu við tandaríska og brezka ,,vini“ ‘Heldur Ólafur Thórs, að allir Islendingar hafi gleymt skjall- -'nu um ríkisstjórnir þessara bjóða, um það bil sem verið var að svíkja Island inn í banda- ■agið? Flaðraridi auðmýkt beirra Ólafs og Bjarna Bene- áiktssonar fyrir ríkistjórnurn Bretlands og Bandarikjanna, = Ilt þvaðrið um þá dásamlegu ,.vernd“ sem íslendingar yrðu sðnjótandi í hernaðarbandalagi ið þessar flekklausu lýðræðis- jjóðir, er enn ekki gleymt. Barnalegar fullyrðingar þeirra um að þessar ágætu lýðræðis- jjóðir gætu aldrei hafið árás á nokkra þjóð, eru skja’festar 5 blöðum og þingtíðindum. En hvað er nú orðið eftir af þess- \;m fullyrðingum? Hvar er vernd“ Atlanzháfsbandalags- jjas, þegar sterkasta herveldi ' ’estur-Evrópu ra:ðst á ísland og herskip þess sigla í dauðafæri við sjálfar aðalstöðvar „varnar- liðsins“ svonefnda í Keflavík? Hvar er „verndin“ þegar brezk herskip hóta að skjóta í kaf íslerizk varðskip, sem eru að löggæzlustörfum í íslenzkri landhelgi? Hvert er framlag þessara ástkæru lýðræðisþjóða og bandalagsþjóða fslendinga til landhelgismálsins? Þaer hafa allar sem ein mótmælt aðgerð- um íslendinga og ein þeirra hafið svívirðilega árás á ísland og haldjð uppi hernaðaraðgerð- um í íslenzkri landhelgi í hálf- an þr}ðja mánuð. að er rætin ósvífni að koma fram á þessari stundu, eins og Ólafur Thórs og Sjálfstæðis- flokkurinn gera nú, og heimta að íslendjngar taki að makka við Atlanzhafsbándalagsrikin. Það er rætin ósvifni af á- ábyrgðarmönnum þessa blóði drifna hernaðarbándaíags að ætla sér einmitt nú að halda því að íslendingum, iað gera eigi nákvæmlega það sem Bret- ar og Atlanzhafsbandalagið hafa alltaf viljað, að taka að makka um landhelgismálið inn- an Atlanzhafsbandalagsins. Þ-að eina sem Atlanzhafsbandaiagið hefur verið til viðtals um í landhelgismálinu er imdanliald af hálfu íslendinga, og sú af- staða „bandalagsríkja" íslands hefur í engu breytzt. „Ósk og krafa Sjá!fstæðisflokksins“ um Ól'- --- . •• að draga landhelgismálið nú ’3C' "i": fyrir ráðherraíund í Atlanz- hafsbandalaginu heíur ieinnig verið „ósk og krafa“ brezku sjó- ræningjastjórnarinnár." Sýnir það bezt, hve fjarri hugsunar- háttur Ólafs Thórs er hugsv/i- arhætti íslendinga að hann skuli gerast svo lítilþægur að viija svara morðhótun Breta með því að biðja um fund í kúg'unarsamtökunum, sem öll eru á bandi Breta. Og að þessi maður, með þessa líka þokka- legu fortíð, skuij nú biðja um þjóðareiningu um undanliald í landhelgismálinu, með væmna hræsnisumhyggju fyrir sjó- mönnum á vörunum, er í senn grálegt og fyrirlitlegt sjónarspil. Enda mun Ólafi ekki takast að fá fram neitt samningamakk innan Atlanz- hafsbandalagsins um 12 mílna landhelgina. Eina verðuga svar íslendinga við morðhótun Breta er að kalla tafarlaust heim sendiherra íslands í London og iáta Breta og allan heiminn vita að íslendingar geti ekki verið í stjórnmálasambandi, hvað þá í hemaðarbandalagi, við ríki er svo svívirðilega rýfur gerða samninga og ræðst á íslend- inga með herskipaflota, ofbeldi og morðhótunum. vera að mörgum þyki litlu skipta hvort rétt er farið með slíka hluti, en mér finnst vera búið að selja nögu margt af því sem styður þjóðemisrétt okkar þó þessi atriði fái að standa óbrjáluð eins og skáld- in hafa mótað þau á Iiðnum öLdum. íslandsklukkan mun vera einna skemmtilegust af sög- um Halldórs Kiljans Laxness, einkum fyrsti hlutinn: Jón Hreggviðsson. Skáldinu tekst með ólíkindum vel að lýsa skaplyndi Jóns og setja hann á svið í þjóðlífi liðinna alda. Eg ætla ekki að ræða hér um skáldskap Laxness út af fyrir sig, aðeins að minnast á eitt atriði í sögunni af JóniHregg- viðssyni. Jón var einatt að raula vísur og isegir sagan að þær séu úr Pontusrímum hin- um eldri. Ýmsir hafa spurt mig um þessar Pontusrímur, og hafa margir tekið þessa tilvitnun skáldsins bókstaf- lega. Til munu vera aðeins einar Pontusrímur og orti Magnús Jónsson prúði upphaf þeirra en við þær bættu Ólaf- ur HalLdórsson og Pétur Ein- arsson áBallará. Eg er ekki mikið kunnugur rímum þess- um, en menn geta nokkuð fræðst um þær í ritum Páls Eggerts Ólafssonar, Menn og menntir þriðja bindi og Saga íslendinga 5.-6. bindi, einnig í riti Bjöms Karels Þórólfe- sonar: Rímur fyrir 1600. Eg mun ekki í þetta sinn gera nánari grein fyrir þessum gömlu rímum, en þeirra verð- ur getið seinna hér í blaðinu af öðrum ástæðum. Margir lesendur Islandsklukkunnar hafa það fyrir satt að vísurn- ar eem lagðar eru Jóni Hregg- viðssyni í munn, séu eftir Magnús prúða, en þetta er misskilningur. Vísur þessar eru sumar með bragarháttum sem ekki finnast í Pontusrím- um Magnúsar, svo sem skamm- henda og stuðlafall, og skammhendur voru menn alls ekki farnir áð yrkja þá. Gróf- yrði slík sem eru í sumum vísunum tíðkaði Magnús prúði ekki, hann var prúður meira en að nafninu til. Ein vísan er rangstuðluð, en það hefði aldrei komið fyrir Magnús prúða. Rangstuðlun þessi er i vísunni: Áfram meður svein- um geisar sínum. Þannig standa ekki stuðlar í rétt ort- um stuðlafallshætti, fyrri stuðullinn verður að vera í fyrsta eða öðru áhersluatkvæði- ef haim á að gera gagn. Má Yrkisefnin í vísum Jóns Hreggvíðssonar eiga ekkert skvlt við hugsunarhátt eða ská'dskap Magnúsar prúða, en sá munur verður ekki rak- inn í þessari stuttu grein. Allt þetta og reyndar fleira sýnir að vfeur þær sem Jón bóndi á Rein kvað í raunum sínúm eru ekki eftir Magnús prúða. Hitt er svo einfaldasta lausnin að þær eru alls ekki í rímum Magnúsar! Vísumar era með góðum rímnablæ og fara vel í sögunni og falla 1 þann ramma sem henni er settur. En menn mega ekki vitna í Islandsklukkuna sem heimild um rímnaskáld önnur en höf- und sögunnar sjálfan. í þessu sambandi er vert að mihnast þess er höfundur Jóns Hregg- viðssonar setur sem yfirskrift sögunnar: Höfundur vilí Iáta þess get- ið að bókin er ekki ,,sagn- fræðileg skáldsaga" heldur lúta persónur hennar, atburð- ir og stíll einvörðupgu lög- málum verksins sjálfh.. Við skulum því áð þessu Pramháld á 10. siðu. ‘

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.