Þjóðviljinn - 16.11.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.11.1958, Blaðsíða 9
— Sunnudagur 16. nóvembber 1958 — ÞJÓÐVILJINN Ungmenzicdélglð Snæfell 20 ára Hinn 25. okt. s.l. var fjöl- menni mikið saman komið í samkomuhúsinu í Stykkishólmi til að minnast 20 ára þróttmik- illar starfsemi Umf. Snaefells. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Daníel Ágústín- usson bæjarstjóri á Akranesi, en hann var þá kennari í Stykkishólmi. Stofnfélagar voru alls 49, þar \f hafa 14 verið virkir félagar æ síðan og voru þeir á 20 ára afmælinu gerðir að heiðursfélögum. Fyrsta stjórn skipuðu: Daníel Ágústínusson form., Haraldur ísleifsson gjaldkeri og Auður Jóinsdóttir ritari. Um starf- semi félagsins fram á þennan dag er margt að segja og verð- ur hér aðeins drepið á það heizta. Almennir fundir hafa verið að meðaltali 6 á ári, heldur fleiri fyrstu árin en færri þau síðustu. Þá hafa starfað ýmsir flokk- ,ar innan félagsins svo sem málfundaflokkur, taflfiokkur o. fl. Félagið hefur starfað að ýms- um menningarmálum í Stykkis- hóimi, t. d. leiklist, skógrækt, aðstoð við ýmsar framkvæmd- ir svo sem byggingu íþrótta- húss, sundlaugar og um skeið starfrækti það gufubaðstofu í skólanum. Þá á það íþróttavöll, sem verður fuilgerður innan skamms. Þegar vatnsveita var lögð til bæjarins árið 1946, lögðu ung- mennafélagar fram 100 dags- verk til þeirra framkvæmda. Þá hefur félagið átt sinn þátt í því, að halda uppi skemmtana- lífi í bænum. Um tíma gaf fé- lagið út biað, er nefndist Ár- biik, og einn vetur var æfður kórsöngur. Mikið hefur verið um ferða- lög og nokkrar fjallgöngur hafa verið íarnar. Einn aðalþáttur félagsstarfs- ins frá upphafi hefur verið í- þróttastarfsemin, einkum nú síðari árin. Á vegum félagsins hafa.alls starfað 19 kennarar og leiðbein- endur og kennt alls 8 iþrótta- greinar. Sýningar hafa verið margar og íþróttamenn félagsins keppt víða við góðan orðstír. Frjáls- íþróttamenn félagsins hafa tek- ið þútt í öllum héraðsmótum Meistaramót Reykjavíkur í körfuknattleik liefst annað kvöld kl. 8.15 í íþróttahúsinu að Hálogalandi. 1 mótinu taka þátt lið frá 5 félögum: Körfulcnattleiks- félagi Reykjavíkur, Iþróttafél. Reykjavíkur, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, íþróttafélagi etúd enta og Glímufélaginu Ár- fnanni. í meistaraflokki eru lið frú KFR, ÍS og tvö frá ÍR. I 2. flokki eru 5 lið, í 3. flokki tvö lið og þrjú lið í kvenna- flokki. Annað kvöld verða tveir leik- ir. I meistaraflokki keppa IS Og B-lið ÍR, en í 2. flokki A- lið Ármanns og A-lið lR. I-I. S. II. frá upphafi eða 20 alls. Seinni árin hafa þeir verið einkar sigursælir, (sigrað á 5 héraðsmótum og keppt víða, m. a. erlendis. Árið 1957 var talið, að fá ungmennafélög stæðu Snæfelli á sporði í frjálsum íþróttum. Knattspyrna hefur verið iðkuð og handknattleiksflokkur kvenna hefur tekið þátt í 2 íslandsmótum og urðu stúlk- félagið 20 ára afmælis síns með hófi hinn 25. f: m. Sóttu það 160 manns, félagar og gest- ir þeirra. Margar ræður voru fluttar og skemmtiatriði fóru fram. Mörg heillaóskaskeyti bárust og gjafir. Ólafur P. Jónsson oddviti afhenti félaginu 5000 kr. gjöf frá Stykkishólmshreppi. Daníel Ágústínusson gaf fé- laginu fagran grip, sem keppa skal um í íþróttum. — Afreks- ffinir vinsæiu og snjöllu keppinautar: Ágúst Bjartmlarz (til vinstri) og Vagn Ottósson (T.B.R.) urnar sigurvegarar á Lands- móti U. M. F. í. í Hveragerði vorið 1949. Skíða- og skautaíþróttir eru stundaðar þegar færi gefur, glíma iðkuð einn vetur og eitt sinn voru fimleikar i hávegum hafðir. Badminton „þjóðaríþróít“ í Stykkishólmi En sú íþrótt, sem átt hefur mestum vinsældum að fagna í Stykkishólmi er badminton- íþróttin. Þessi skemmtilega íþrótt barst þangað árið 1947 og var braut- ryðjandi hennar Þorgeir Ibsen þáverandi skólastjóri. Þá þegar var tekið að stunda hana af miklu fjöri. íþróttahús barnaskólans var þá í smíðum en hvergi nærri fullgert. Var það torfi klætt að innan, engin upphitun og engin böð nema snjórinn utan djua. En aðstæðurnar breyttu engu, sífcllt bættust fleiri í hóp- inn, sem vildu iðka badminton. Slíkur var áhuginn og er enn, enda er Stykkishólmur nefndur á máli íþróttanna, badminton- bærinn og verðskuldar það nafn. Árið 1950 eignaðist félagið fyrstu íslandsmeistarana í bad- minton, þau Ágúst Bjartmarz og Höllu Árnadóttur, en þá var mótið haldið í fyr sta sinn í Stykkishólmi. Síðan hefur félagið ætíð átt einhverja sigurvegara á íslands- mótunum að undanskildu ár- inu 1956. En það ár sigraði Stykkishólmur Reykjavík í bæjarkeppni, hafði áður tapað einni slíkri keppni árið 1952. Með sigrum sínum hefur í- þróttafólk þetta varpað miklum ijóma á nafn félags síns og orðið Stykkishólmi til hins mesta sóma. Veglegt afmælíshóf Eins og áður er sagt minntjst merki Umf. Snæfells voru veilt í fyrsta sinn við þetta tækifæri. Hlutu þau 8 íþróttamenn, karl- ar og konur, sem mest og bezt afrek hafa unnið fyrir félag- ið. Þau eru: Badmintonleikar- arnir Þorgeir Ibsen, Ólafur Guðmundsson, Ágúst Bjart- marz, Halla Árnadóttir, Ragna Hansen, Ebba Lárusdóttir og Greta Zimsen og frjálsíþrótta- maðurinn Jón Pétursson, sem nú keppir fyrir KR. Ennfremur Daníel Ágústínus- son fyrsti form. Ungmf. Snæ- fells. Þá bárust félaginu 3 afmælis- Ijóð. Núverandi stjórn Snæfells skipa: Sigurður Helgason for- maður, Hannes Gunnarsson rit- ari, Karl Torfason gjaldkeri og meðstjórnendur þeir Steinar Ragnarsson og Hjldimundur Björnsson. Aðalverkefni félagsins á næsta starfsári er að ljúka við byggingu íþróttavallar i Stykk- ishólmi. Félagar Snæfells nú eru 120. Onnlánsdeild Skólavörðustíg 12 Grciðir yður Vfoesfcmtiaf M' II Trúlofunarhringir, Steinhringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. Verzlunin Hlíð' J Kópavogi Úrval af sirsefnum, falleg gardinu- efni, þýzkir nælonundirkjólar, telpu- 1 skirts,, sokkabuxur, grillon merinogaK sængurveradamask, rifflað flauel og allskonar smávara. Verduuin HLÍD, Hlíðaxvegi 19 Lögiaksís rska riy r Samkvæmt kröfu oddvitans í Vatn.sleysustrandar hreppi, úrskurðast hér með lögtak fyrir öllum o' greiddum útsvörum til Vatnsleysustrandarhrepps, sent' fallin voru í gjalddaga hinn 15. október 1958 au|r dráttarvaxta og lögtakskostnaðar. Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldunum með drátt arvöxtum og kostnaði að liðnum átta dögum frf birtingu úrskurðar þessa verði eigi gerð skil fyrfc þann tíma. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. 12. nóvember 1958. Þorgeir Þorsteinsson, ftr. Lögiaksu rsku rðu r Samkv. kröfu sveitarstjórans í Njarðvíkurhreppi, úr skurðast hér með lögtak fyrir öllum ógreiddum út svörum til Njarðvikurhrepps, sem fallin voru í gjald' daga hinn 15. október 1958 auk dráttarvaxta o| lögtakskostnaðar. Lögtök ven'ða framkvæmd fyrir gjöldunum meS dráttarvöxtum og kostnaði að liðnum átta dögurrt frá birtingu úrskurðar þessa verði eigi gerð . skl? fyrir þann tíma. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, '12. nóvember 1958. Þorgeír Þorsteinsson, ftr. 20 ARA afmæli BREIÐFIRBINGAFÉLAGSINS verður haldið í samkomuhúsinu ,,Herðubreið“ laug ardaginn 22. nóvember og liefst með borðhaldi kl. 7. Flutt verða stutt ávörp og ræður, en auk . þesn skemmtir liið viðfræga kalypso söngpar Nína oj| Friðrik ásamt erlendri kalypso hljómsveit. Að lokuni verður stiginn dans. Dökk föt. Aðgöngumiðar verða afhentir á eftirtöldum stöðumi Verzlun Pét.urs Kristjánssonar, Ásvallagötu 19, síkn£ 12078. Verzlun Ólafs Jóhannessonar, Grundarstig 2„ simi 14974 Verzlun Jóhannesar Jóhannssonar Lauf- ásvegi 41, simi 13773. Verzlun Filippíu Blöndal, Laugavegi 10, sími 12123. Félagsmenn lia^a forgangsrétt til kl. 6 miðvikudagin* 19. nóvember á meðan miðar endast. 1 TJ ndirbúningsnef ndin. Sendisveinn Okkur vantar sendisvein nú þegar. Vinnutími frá kl. 7.30 — 12 f.h. ÞJÓÐVILJINN Skólavörðusfig 19 — Sími 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.