Þjóðviljinn - 21.11.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.11.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. nóvember 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (3 20 bækur í ár frá Bókaútgáfu Menn jóSvlnafélagsins ingars í I*$*irrsa á iiteóstl iMtkkrai* Íiiidvegiskækiar Félagsbækur Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins í ár eru 4 talsins fastákveðnar, en auk þeirra mega félagsmenn velja 2 af 5 tilgreindum bókum og fá þær einnig fyrir árgjaldið. Til viðbótar eru svo II bækur á frjálsum markaði fyrir alla. Þeir Helgi Sæmundsson for- reyndir um ísland“. Hafa verið maður menntamálaráðs og Gils Guðmundsson framkvæmda- stjóri útgáfunnar skýrðu blaða- mönnum í gær frá eftirfarandi um útgáfuna. Eins og kunnugt er, byggist forlag þetta á samstarfi tveggja aðila, Menningarsjóðs og Hins íslenzka þjóðvinafélags. Samstarf þessara aðila var ákveðið í árs- byrjun 1940, og komu fyrstu fé- lagsbækur hinnar sameiginlegu útgáfu út síðla á því ári. Bæði áttu þessi fyrirtæki þá mikið starf að baki, einkum þó Þjóð- vinafélagið. Það félag hóf bóka- útgáfu árið 1873 og' gaf út mörg merkisrit. Bókadeild Menningar- sjóðs var stofnsett samkvæmt lögum frá 1928 og gaf út á næstu 12 árum allmargar bækur, sem seldar voru í lausasölu. Með starfsemi hinnar sameig- inlegu félagsútgáfu hefur frá öndverðu verið að því stefnt, að gera sem allra flestum bók- fúsum íslendingum kleift að mynda heimilisbókasafn eða auka á sem ódýrastan hátt það safn, sem fyrir var. Menn geta gerzt félagar án sérstaks inn- ritunargjalds og fengið árlega nokkrar bækur — síðustu árin sex — fyrir mjög lágt gjald. Á síðastliðnum 18 árum hafa verið gefnar úr 95 félagsbækur. Mun láta nærri, að upplag þeirra nemi samtals einni milljón eitt hundrað og tuttugu þúsund ein- tökum. Þessar 95 bækur hafa fé- lagsmenn fengið fyrir 696 kr. samtals, og er þá miðað við bæk- urnar óbundnar. Samanlagður síðufjöldi bókanna er um 17 þúsund blaðsíður. Sést á þessu, að félagsrrtenn hafa fengið mik- inn bókakost við mjög lágu verði. Aukin útgáfa Meginástæðan fyrir því, að fært hefur verið að selja þessar bækur svona ódýrt er hinn stóri kaupendahópur útgáfunnar. Enn- fremur hefur útgáfan notið nokkurs styrks af opinberu fé, og hefur hann oftast hrokkið til að greiða svonefndan „andlegan kostnað“, þ. e. ritlaun og próf- arkalestur. Að öðru leyti hefur útgáfa bókanna staðið undir sér sjálf fjárhagslega. Auk félagsbókanna hefur for- lagið gefið út um 80 bækur, flestar þeirra nokkur síðustu árin. Þær bækur eru seldar í lausasölu á almennum bókamark- aði, en félagsmenn njóta þeirra hlunninda, að þeir fá allar auka- bækur útgáfunnar á 20% lægra verði en þær eru seldar í bóka- búðum. Samanlagt upplag þess- ara 80 aukabóka er orðið um 220 þúsund eintök. Sú bók for- lagsins, sem komið hefur út í langstærstu upplagi, er fræðslu- og. landkynningarbókin „Stað- sænska ferðalanginn og rithöf- undinn Bengt Danielsson. Jón Helgason þýddi. Bókin er 285 les- málssíður auk sérstakra mynda- síðna. Undraheimur dýranna, eftir Mauric Burton, alþjóðlegt fræðslu- og skemmtirit um nátt- úrufræðileg efni. Dr. Broddi Jó- hannesson og Guðmundur Þor láksson magister þýddu. — Bók þessi kom út hiá Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1955, en var þá meðal aukabóka. Aðrar útgáfubækur Eftirtaldar bækur gefur forlag- ið út í ár til sölu á frjálsum markaði. Fá félagsmenn um og yfir 20% afslátt frá útsöluverði þeirra: Saga íslendinga IX. bindi, síð ari hluti, eftir dr. theol. Magnús Jónsson, fyrrverandi prófessor. Er þar með lokið útgáfu á hinu mikla verki dr. Magnúsar um landshöfðingjatímabilið. Þessu riti fylgir nafnaskrá yfir bæði bindin. Bókin er 456 bls. með um 60 myndum. Eru þá komin út sjö bindi hinnar miklu íslend- ingasögu Menningarsjóðs, og ná þau yfir tímabilið 1500—1904. Alls er ritið orðið rúmar 3400 Bærinn byggi íbúðir til leigu prentuð af henni samtals 47 þús- und eintök á ensku, þýzku ög dönsku. Innan skamms mun hún einnig koma út á spænsku. Með nýjum lögum um Menn- ingarsjóð frá síðastliðnu ári voru fjárráð útgáfunnar bætt-að mikl- um mun, enda er útgáfan nú með mesta móti, og nokkur meiri háttar verk ery í undirbúningi. I Félagsbækurrar í ár. Á síðastliðnu ári var efnt til þeirrar nýbreytni, að félags- mönnum Bókaútgáfu Menningar- sjóðs var gefinn kostur á val- frelsi um sumar félagsbókanna. Hinn sami háttur er á hafður nú í ár. Tilhögunin er á þessa leið: Fyrir árgjaldið, 150 kr. miðað við bækurnar óbundnar, en 250 kr. í bandi, fá félagsmenn að þessu sinni sex bækur. Fjórar þeirra ákveður útgáfan, og nær valfrelsi ekki til þeirra. Eru þær þessar: Almanak Hins íslenzka þjóð- vinafélags fyrir árið 1959. Andvari, tímarit Hins íslenzka þjóðvinafélags. Hann flytur m. a. ævisögu Guðmundar Hannes- sonar prófessors eftir Niels Dungal. Vestur-Asía og Norður-Afríka, eftir Ólaf Ólafsson kristniboða. Sú bók hefur að geyma sögulegt og landfræðilegt yfirlit um eftir- talin ríki: Afganistan, íran, írak, Sýrland, Líbanon, Jórdaníu, Ar- abíu, ísrael, Egyptaland, Túnis, Alsír, Marokkó og Líbýu. ■—• Bókin er 272 bls. á stærð, prýdd miklum fjölda mynda. ísler.zk Jjóð 1344—1953, eftir 43 höfunda. í bók þessari birtist úrval *úr kvæðum eldri og yngri skálda, sem gáfu út ljóðabækur á fyrrgreindu tímabili. Valið hafa annazt Gils Guðmundsson, Guðmundur Gíslason ' Hagalín og Þórarjnn Guðnason, Bókin er 283 bls. Til viðbótar framantöldum bókum er félagsmönnum gefinn kostur á að fá fyrir árgjald sitt samkvæmt eigin vali tvær eftir- irtalinna bóka: Tvennir tímar (Börn av Tid- en), skáldsaga eftir Knut Ham- sun. Hannes Sigfússon þýddi Bókin er 301 bls. Hestar, litmyndabók af íslenzk- um hestum og islenzku landslagi. unum eldhús of lítið og of bls. og hefur að geyma geysi- mikinn fróðleik. Andvökur, kvæðasafn Stephans G. Stephanssonar, IV. og síðasta bindi. Þorkell Jóhannesson há- skójiarektor sá um últigáíúna. Þetta bindi er mjög stórt, nær 600 bls. Birtast þar í fyrsta sinn fjölmörg kvæði og kvæðabrot skáldsins, einkum frá yngri ár- um þess, tímabilinu 1870—1890, svo og síðustu ljóð Stephans. Þá eru í bindinu rækilegar athuga- semdir og skýringar, og loks efn- isskrá yfir öll bindin Með þessu bindi er lokið heild- arútgáfu forlagsins á öllum rit- um Stephans í bundnu og ó- bundnu máli. Bréf og ritgerðir I.—IV. komu út á árunum 1938—• 1948 og Andvökur I.—IV. á árun- um 1953—1958. Ails eru ritin tæpar 3800 bls. — IV. bindi af Andvökum kemur út í lok þessa mánaðar. Frá óbyggðum, ferðasögur, eftir Páima Hannesson rektor. í Bókina prýða alimargar ágætar myndir, sem Pálmi Hannesson tók á ferðalögum sínum um ör- æfi landsins. Bókin er 325 bls. Hufiindur Njálu, safn ritgerða eftir Barða Guðmundsson þjóð- skjalavörð. Skúli Þórðarson magister og Stefán Pétursson þjóðskjaiavörður önnuðust útgáf- una. Er hér saman komið á emn stað ailt, sem Barði Guðmunds- son ritaði um Njálu, þar á meðal fimm ritgerðir, sem ekki hafa verið birtar á prenti fyrr en nú. Framhald af 1. síðu. mörgu braggaíbúða sem enn væri búið í væru allar skúra-, kjallara- og hanajálkaíbúðir, sem einnig væru heilsuspillandi. Enn lægði ekki fyrir nein vitneskja urn hve heilsuspillandi húsnæði væri mikið, þrátt fyrir margít- rekaðar tilraunir fulltrúa sósíal- ista og Alþýðubandalagsins til að fá þá vitneskju fram. Meðan vitneskja um þetta er ekki fyrir hendi er ekki hægt að segja hve húsnæðisþörfin er raunverulega mikil og verk- efnið stórt sem leysa þarf. Skor- aði hann enn einu sinni á borg- arstjóra og meirihlutann að gera gangskör að því að þessar upp- lýsingar lægju fyrir. Þá mótmælti Guðmundur ein- dregið að ákveðið yrði að byggja Háaleitisíbúðirnar 70 sjamkvæmt framlögðum teikn- ingum Gísla Halldórssonar. Sam- kvæmt áliti byggingarfróðra manna væri fjölmargt að athuga við þær, og sem ekki stæðist samþykktir og kröfur bygginga- samþykktar Reykjavíkur. T. d. sé samkvæmt teikningum Gísla stofa 13 ferm, eða 1 ferm minni en lög leyfa, þar sem byggingar- samþykktin gerir ráð fyrir 14 ferm minnst. Þá væri í 2ja herbergja íbúð- ábótavant, og verður sagt frá því nánar siðar. — Gísli mót- mælti þessu eindregið. Umræðurnar um byggingamál- in stóðu langt fram á kvöld og ekki rúm til að rekja þær að sinni. Tillögur Guðmundar felldi íhaldið og Magnúa ellefti með hjásetu. Tillögur íhaldsins voru því næst samþykktar með sam- hljóða atkvæðum, með þeim breytingum að af 100 íbúðunum skuli 60 vera 3ja til 4ra her- bergja og varðandi íbúðirnar 70 var fellt niður að byggja skyldi eftir framlögðum teikningum Gísla Halldórssonar. Áskorun er íhaldið flutti á rikisstjórnina, og fuktrúar Alþýðubandalagsins lýstu sig efnislega samþykka, var frestað til annarrar umræðu. Bókin er 322 bls., auk formála og inngangsritgerðar eftir Stefán Pétursson. Þjóðhátíðin 1874 eftir Brynleif Tobíasson. í bók þessari er að finna mikinn fróðleik um þjóð- hátíðina sjálfa, komu Kristjáns konungs IX. til íslands og há- tíðahöidin víðsvegar um landið. Um 150 myndir prýða bókina, sem er 256 lesmSissíður og 64 myndasíður að auki í stóru broti. íslenzku bandritin, eftir Bjarna M. Gíslason í þýðingu Jónasar Kristjánssonar skjalavarðar. Bók þessi hefur að geyma fróðleik um íslenzk handrit í dönskum söfnum. Þar eru kröfur íslend- inga til handritanna rökstuddar og rækilega svarað ýmsum firr- um, sem danskir safnamenn hafa haldið fram um þessi mál. Bókin er 159 bls. Ævintýri dagsins, þulur og barnaljóð eftir Erlu skáldkonu, með 40 gul’-fallegum myndum eftir Barböru M. Árnasson. Hef- ur forlagið leitazt við að gera bók þessa vel úr garði og væntir þess að bókin falli ungum les- endum vei í geð. í lok nóvembermánaðar mun útgáfan senda frá sér síðustu bækur sínar á þessu ári. Eru þær þessar (Andvökur IV. eru áður nefndar): VERÖLD SEM VAIÍ, sjálfs- ævisaga Stefans Zveig í þýftingu Halldórs Jónssenar og Ingólfs Pálmasonar. IVJargir dómbærir menn telja, að bók þessi sé snjöllust allra þeirra rita, sem hinn víðfrægi og vinsæli höf- umdur hefur sarnift. KENNSLUBÓK í SKÁK, eftir Friðrik Ólafsson og Ingvar Ás- mundsson. Hér er um aft ræða bók lianda byrjendum, en ýmsir þeir, sem nokkuð eru á veg komnir í skáklistinni, munu þó geta liaft af henni góð not. Tvö leikrit eftir Loft Guð- mundsson rithöfund. IIús Benörðu Alba, leikrit eftir Fr. Garcia Lorka. Einar Bragi þýddi. — Þrjár bókanna: Andvökur, Veröld sem var og Kennslubók í Framhald á 11. síð>’ Þýzk koma, Helga Fietz tók myndirnar, en dr. Broddi Jó- hannesson hefur samið textann. Bókin er prentuð hjá fyrirtækinu Mandruck f Miinchen í Þýzka- landi. Myndirnar eru mjög fagr- ar og prentun þeirra frábærlega vel af hendi leyst. Er bókin hið mesta augnayndi. Snæbjörn galti, söguleg skáld- saga eftir Sigurjón Jónsson rit- höfund. Bókin er 260 bls. Eyjan góða, myndskreytt ferða- bók frá Suðurhafseyjum eftir mjótt fyrir innréttingu eins og hún er sýnd á teikningu og of lítið til að hafa þar einnig borðkrók. Margt fleira kvað hann bygg- ingafróða menn telja íbúðunum Útbreiðið Þjóðviljann í síðustu viku drukknuðu þrír baðgestir á baðströnd í Durban í Suður-Afríku við að bjarga hundi úr sjónum. Hundurinn komst af. Valtýr Stefánsson tilii eflir Mý Stefáisi ,,Myndir úr þjóðlífinu11 nefnist bók sem Bókfellsút- eáfan hefur sent á markaðinn, og hefur hún að geyma 50 viðtöl sem Valtyr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur samið. Þetta er annað viðtalssafn Valtýs sem út hefur komið í bókarformi; hið fyrra kom 1956 og nefndist „Þau gerðu garðinn frægan“. Öll viðtölin hafa áður birzt i Morgunblað- inu, og koma þar við sögu fjöl- margir þjóðkunnir menn. Myndir eru í bókinni af þeim sem Valtýr ræðir við, og einn- ig af ýmsum sem rætt er um. „Myndir úr þjóðLTfinu" er 352 síður og hefur Oddi h.f. annazt prentun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.