Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 25. nóvember 1958 — 23. ár.^angur — 269. tbl. ÆFR FELAGSFUNDUR verður urri landhelgismálið á fimmtudagskvöldið . Framsögumaður verður Karl Guðjónsson alþingismaður. STJÓRNIN. e -nýrri ráðstefnu um la Þing SÞ mun sennilegafella fillögu Brefa og USA um slika ráSstefnu, afsfaSa íslands gefur róð/ð úrslifum Samkvæmt skeyti sem Þjéðvilíanum barst í gær- kvöld írá aðalstöðvum Sameinuðu þióðanna í New York eru nú allar líkur á því að tillaga Breta og Bandaríkjamanna a allsherjarþinginu um að boðuð verði ný arþjóðaráðstefna um landhelgismál á næsta ári verði íelld, en í þess stað samþykkt að málinu skuli vísað til næsta allsherjarþings, og yrði mál- ið þá aígreitt í samræmi við vilja íslendinga. Magnús Kjartansson ritstióri sem nú fylgist með gangi máls- ins á þinginu sendi blaðinu svohljóðandi s'keyti í gær: ..Stuðningsríki 12 mílna Itand- helgi eru að bindast samtök- um um að fella tillögu Breta og Bandaríkjanianna um nýja ráðstefnu um Iandhelgismál. Þau munu leggja til að mál- inu verði vísað til næsta alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna. Indland og Mexíkó hafa undirbúið tillögu þess efnis, o,g vitað er að hún nýtur stuðn- ings sósíalislísku rOtjaiuija, Suður-Ameríkuríkjanna, Ar- abarikja og nrargra Asíuríkja og er þegar vitað um 36 stuðn- ingsriki. íslenzka sendinefndin er sammá^a tillögu Indlands og Mexíkó og vill jafnvel flytja hana með þeim, en bSður fyr- irmæla ríkisstjórnarinnar. Af- staða íslands gæti ráðið út- slitum. Andstæðingar 12 mílna landhelgi lnafa sig mikið í frammi að tjaldabaki til að hindra samþykfctt tillögunnar." Auk fulltrúa Indlands og Mexíkó munu fulltrúar eftir- talinna ríkja hafa ákveðið að gerast meðflutningsmenn til- lögunnar: El Salvadors, Vene- zúela, Ekvotors, Chile og Eg- yptalands. Þeir 36 fulltrúar sem þegar hafa lýst sig sam- þykka tillögunni munu skipt- ast þannig: 10 frá sósíalistísku rikjunum, 10 frá SuðurxAmer- íku, 10 frá Arabaríkjum og 6 ,frá Asíuríkjum.. Vitað er að sum ríki munu sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þessa tillögu, en 81 ríki á fulltrúa á þinginu. Það eru því. eins og áður segir mjög mi'klar líkur á <að þegar sé fenginn meirihluti fyrir sam- þykkt tillögunnar, en það má þó varla tæpara standa, og því getur afstaða íslands ráðið úr- slitum, eins og segir í skeyt- inu. íslendir/^jr vilja skjóta afgreiðslu íslendingar hafa lagt meg- ináherzlu á að afgreiðslu land- helgismálsins yrði hraðað og því hafa þeir viljað að henni yrði lokið þegar á yfirstand- andi allsherjarþingi. Þess vegna hefur íslenzka sendinefndin á þinginu verið andvíg tillögu Breta og Bandaríkjamanna um að ný alþjóðleg ráðstefna yrði kölluð saman í júli—ágúst næsta ár, þar sem það yrði aðeins til að draga afgreiðslu málsins á langinn. Yrði slíkri alþjóðaráðstefnu falið að fjalla um málið, hafa Islendingar kosið að hún yrði haldin þeg- ar á þessum vetri og því lýst yfir stuðningi við breytingar- tillögu Kanada, Danmerkur og Noregs um að hún yrði hald- in í febrúar n.k. Aðeins um tvennt að ræða Nú þykir hins vegar sýnt að sú tillaga nái alls.ekki fram að ganga og einnig er augljóst að landhelgismálin verða ekki til lykta ráðin á yfirstandandi þingi SÞ. Það er því aðeins'um tvennt að velja: tillögu Breta þeir. að halda uppi alþjóðalög- um. Er eftir nokkru að .bíða? Islendingar hljóta því 'að styðja tillögu Indlands og Mex- Framhald á 5. síðu og Bandarikjamanna um ráð-1 veiðiþjófnaði við Island undir stefnu í júlí'—ágúst eða til-1 því yfirskini að með því séu lögu Indlands og Mexíkó, sem munu leggja áherzlu á að land- helgismálið verði tekið fyrir þégar í upphafi næsta allsherj- arþings haustið 1959 og verði endanlega afgreitt á því þingi. Nái tillaga Breta og Banda- ríkjamanna fram að ganga og verði landhelgismálin því tekin fyrir á nýrri alþjóðaráðstefnu í júlí'—ágúst næsta ár, er það alveg undir hælinn lagt hvort endanleg niðurstaða fæslf á næsta ári. Telji Bretar sig von- lausa um að ,fá stuðning tveggja þriðju hluta slíkrar ráðstefnu við sinn málstað (þrátt fyrir það að þar munu eiga sæti fulltrúar sex ríkja, sem eru utan SÞ: Vest.-Þýzka- lands, Svisslands. San Marínó, Vietnlams, Suður-Kóreu og Páfagarðs (!), en fimm þeirra styðja sjónarmið Breta), þá hafa þeir í hendi sér að draga ráðstefnuna svo á langinn, að útilokað verði að málið fái endanlega afgreiðslu á næsta allsherjarþingi SÞ. Bretar gætu þannig enn um sinn haldið á- fram ofbeldisverkum sínum og Sir John Cockroft, yfirmað- ur brezku kjarnorkurannsókn- anna, kom í gær til London úr vikudvöl í Sovétríkjunum. Hann sagði fréttamönnum við heim- komuna að sovézkir kjarnvís- indamenn væru komnir álíka langt í rannsóknum sínum og starfsfélagar þeirra í Bretlandi, en þeir ynnu að miklu um- fangsmeiri viðfangsefnum. Sir John bætti við: ,,Ég held að þeir muni skjóta okkur aftur fyrir sig". Erfiðar horfur á a3 Fœrey- ingcsr fáisf á bátaflofann Samningar um það haía verið reyndir að undaníörnu en án árangurs Landsamband íslenzkra útvegsmanna sendi nýlega tvo menn til Færeyja til aS kanna möguleika á því aö fá færeyska sjómenn á nokkurn hluta bátaflotans á vetr- arvertíð. Á síðustu vertíð voru hér milli 900 og 1.000 Færeyingar og þykir sýnt að töluverður hluti bátaflotans stöðvist, ef ekki fást færeyskir sjómenn á hann. Færeyingar hafa verið ófúsir til að ráða sig á ís- lenzk skip síðan 55% yfir- færslugjaldið kom til sögunnar. Fulltrúar LÍÚ hafa rætt við stjórn Fiskimannafélags Fær- eyja og hefur þeim verið tjáð að kjör færeyskra sjómanna á íslenzkum skipum yrðu að véra slík að yfirfært kaup þeirra yrði u.þ.b. sama upphæð í fær- eyskum gjaldmiðli og var í fyrra. Á þeim grundvelli væri Fiskimannafélagið fúst til ;að halda áfram samningum. Alþýðusambandsþingið hefst í ÞingiS sitja 350 fullfrúar 30 þús. manna og kvenna i 160 verkalýSsfélögum um land allt Þing Alþýðusambands íslands, hið 26. í röðinni, verö- ur sett í dag klukkan 4 síðdegis. Þetta þing vinnandi fólks á íslandi er stærsta stéttaþing sem hefur veriö hald- ið hér, sitja það um 350 fulltrúar frá félögum innan Al- þýðusambandsins, sem nú eru 160 og telja samtals 30 þúsundir félagsmanna. Þetta er þingið sem þjóðin vinnandi fólki landsins mann- hefur öll beðið eftir undanfar- sæmandi lífskjör. ið. Þingið sem athygli allra Og enn í dag eru til vold- landsmanna beinist að næstu ugir aðilar sem vildu helzt fá daga. Þetta er ekki að undra, því Alþýðusamband íslands er f jölmennustu samtök íslenzkrar alþýðu. Þingfulltrúarnir 350 eru þar mættir sem umboðs- menn 30 þúsunda vinnandi manna og kvenna um land allt, félagsbundinna í Alþýðusam- bandinu. Þegar tekið er tillit til fjölskyldna þeirra sést bezt að þing þetta snertir beint mik- inn meirihluta Islendinga. Þúsundirnar 30 innan Al- þýðusambands íslands eru það fólk sem framleiðir þau verð- mæti sem afkoma þjóðarinnar byggist á. En einmitt þetta fólk sem byggir upp Alþýðu- sambandið og einstök félög þess, hefur allt frá stofnun fyrsta verkalýðsfélagsins á Islandi orðið að heyja harða Hannibal Valdimarsson baráttu fyrir því að tryggja forseti Alþýðusambands íslands. / að skammta alþýðunni kaup og kjör að vild, fá takmarkalítið vald til þess að græða á henn- ar kostnað; menn sem ætla að ærast yfir því að fólkið sem framleiðir þjóðarauðinn hafi alltof mikil völd! Enn hafa þeir háu herrar ekki skilið þá staðreynd að það er ekki hægt að stjórna þessu landi gegn vilja alþýðunnar. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð var horfzt í augu við þessa staðreynd og hún við- urkennd með því að heita að hafa samráð við verkalýðssam- tökin um lausn efnahagsmál- anna. Aðalmál þessa Alþýðu- sambandsþings verður einnig efnahagsmálin. Megi ákvarðan- ir þingsins í því, og öðrum mál- um, takast sem giftusamleg- ast, fyrir verkalýðssamtökin og fyrir íslenzku þjóðina. Góð síldveiði austiir í haf i Neptúnus fékk allt að 50 tunnui í togi Togarinn Neptúnus hefur undanfarið gert tilraunir meö veiðar í síldarflotvörpur. Fékk hann ágæta síld 60 —70 mílur úti af Langanesi. Fyrst reyndi togarinn í Mið- nessjó og fékk þar um 20 tunn- ur í togi að meðaltali. Þaðan fór hann austur fyrir land, um 60— 70 mílur út af Langanesi. Þar fékk togarinn mjög feita píjd og falleca, sem jafnaðist á við Norðurlandssíld að sumarlagi. Var það vorgotsíld, sem hrygnir við Noreg, og mun því hverfa af þessum slóðum á næstu mán- uðum. Mun það líka óvenjulegt að síld sé svo norðarlega um þennan tíma árs. — Neptúnus hefur hætt þessum veiðitilraun- um. A þeim slóðum sem Nepptún- us fékk síldina voru um 400 sov- ézk skip að síldveiðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.