Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagtrr 25. nóvember 1958 — 'ÞJÓÐVILJINN — (3 4 nýjar barna- og unglinga- bœkur frá Iðunnarútgáfunni Iðunn hefur nýskeð sent á markaðinn eftirtaldar fjórar bækur handa börnum og unglingum: Fimm í ævintýraleit. Þetta, er önnur bókin í flokki bóka um félagana fimm eftir Enid Blyton, höfund Ævintýrabók- anna, sem öll börn og ungling- ar þekkja. Fyrsta bókin um félagana fimm heitir Fimm á Fagurey, og þriðja bókin, sem kemur út fyrir jólin heitir Fimm á llótta. Bækur þessar eru prýddar fjölda mynda, og þær eru mjög vinsælar hjá börnum og unglingum. Táta tekur til sinna ráða lieitir bók handa telpum. Fjall- ar hún um duglega og táp- mikla telpu, sem er gjörn á að fara sínu fram, en er hjarta- góð og eðallynd og vill alle staðar koma fram til góðs. Staðfastur strákur eftir Kor- mák Sigurðsson. Þetta er sag- an af Jóni Óskari, sem búinn var að missa báða foreldra sína, en ólst upp hjá ömmu einni í litlum kofa, sem stóð rétt ofan við flæðarmálið. Jón Öskar gat verið nokkuð ein- þykkur, en hann var sannar- lega staðfastur strákur, heið- arlegur og hugrakkur og vin- ur og hjálparhella þeirra, sem minnimáttar voru. Margar myndir eftir Þórdísi Tryggva- dóttur prýða bókina. Síðast en ekki sízt er svo Ævintýri tvíburanna, hörku- spennandi unglingasaga eftir Davíð Áskeleson, prýdd mörg- um myndum eftir Halldór Pét- ursson. Saga þessi gerist seint á 17. öld og segir frá tveimur munaðarlausum bræðrum, sem rötuðu í ósvikin og spennandi ævintýri innan lands og utan. Bók þessi er ekki aðeins mikill skemmtilestur fyrir unglinga, heldur geymir hún einnig glögga þjóðlífsmynd frá liðn- um tíma. Tvö innbrot í fyrrsnétt í fyrrinótt var brotizt inn í verzlunina Bókhlöðuna og stol- ið um 700 krónum í skiptimynt. Um nóttina var einnig brotizt inn í veitingastofuna Florída við Hverfisgötu, en þar var engu stolið. Ðelldarfundur Fundur í kvöld í 4. deild B (Skuggahverfisdeild) kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. Áríðandi mál á dagskrá. — Sósíalistafélag Reykjavíkur Tungl og sæskeljar Tveir nýir keppentlur mættu íil leiks er þátturinn „Vogun vinnur — vogun tapar“ var tek- inn upp í fyrradag. Hjörtur Páll Einarsson allt um sæskeljar Ilalldórsson, menntaskólakenn- ari var fús til að svara öllu um tunglið og 11 ára gamall piltur, Páll Einarsson Pálssonar yfirverkfræðings lijá Reykja- víkurbæ, lét ekki standa á svörum um sæskeijar við Is- land og vakti frammistaða lians mkinn fögnuð viðstaddra Þjóðviljinn hafði tal af móð- ur piltsins, Kristínu Pálsdóttur, og sagð hún, að Páll hefði allt- af haft mikinn áhuga fyrir náttúrufræðum, en í fyrravor hefði athygli hans beinzt að skeldýrum sérstaklega, þar sem harin var öllum stundum að rannsaka 'lífið í fjörunni við Ægissíðu, skammt frá þar sem þau búa. Foreldrar hans hafa stutt •hann með ráðum og dáð, út- vegað allar fáanlegar bækur um skeldýr, og við þetta hef- ur öll fjölskyldan fengið meiri og minni áhuga fyrir náttúru- skoðun. Bróðir hans, Baldvin, sem er 8 óra, sagði, eftir að hann hafði hlustað á þáttinn, að hann hefði átt að fara því hann hefði getað svarað öllum spurningunum rétt! Áhugi Páls hefur smitað út frá sér meðal kunningja hans; þegar hann gefur kunningjun- um gjafir þá gefur hann bókina Skeldýrafánu, eftir Ingimar Óskarsson. Hjá Ingimar hefur hann einnig fengið heilmikla vitneskju um kuðunga. Móðir hans sagði að lokum, að hún hefði ekkert vitað um að hann myndi koma fram í þættinum — en var ekki grun- laus um að faðir hans hefði haft einhverja hugmynd um fyrirætlun þess stutta Hjörtur Ilalldórsson — allt um tunglið Sjö skip og sín ögnin aí hverju Nýjar sjóferðasögur eftir einn víðsigldasía íslending: Sigurð Haralz f vikunni sem leið gerðust þau tíðindi að Sigurður Haralz rauf þögnina eftir hálfan annan áratug og sendi irá sér nýja bók: Sjö skip, og sína ögnina af hverju. Bætur hækki Stjórnarfrumvarp um breytingu á lögunum um Útflutningssjóð Stjórnarfrumvarp um breyt- ingu á Iögum um Útflutningssjóð o.fl. var lagt fram á Alþingi í gær. Með frumvarpinu er lagt til að hækkun sú sem ákveðin er á bótum almannatrygginganna í lögunum um Utflutningssjóð, taki einnig til slysadagpeninga og dánarbóta þegar um er að ræða dauðaslys lögskráðra sjómanna, svo og sjúkradagpeninga og fæð- ingarstyrks. Efni frumvarpsins er í 1. gr. sem er á þessa leið: ,,Frá 1. júlí 1958 skulu bóta- upphæðir þær, sem ákveðnar eru í II. kafla laga nr. 24/1956 um almannatryggingar, svo og í 36., 37., 38. og 39. gr. sömu laga hækka um 5%. Frá sama tíma Framhald á 2. síðu Fréttamenn rææddu í gær við Hans Jóachim Reichenbach, full- trúa Volkswagenverksmiðjanna sem hér er staddur, og skýrir hann svo frá: Þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem til íglands, og eins og fleirum mun fara varð ég mjög undrandi yfir því sem ég í fyrstu sá, pg sem ég hafði ekki bú- izt við, Reykjavík ber vott um velmegun, og býður upp á öll þau þægindi, sem ferðamenn verða aðnjótandi í beztu borgum Evrópu. Eins og kunnugt er leggja Volkswagen verksmiðjurnar mikla áherzlu á að umboðsmenn þeirra, hvar í heimi sem er, veiti viðskiptamönnum sínum svo góða þjónustu sem kostur er á. Það kom mér því gleðilega á óvart að sjá hér í Reykjavík hversu Volkswagenumboðið er vel uppbyggt og hefur fullkom- inn og góðan lager, við þær erf- iðu aðstæður sem við er að stríða. VW verksmiðjurnar senda út myndalista og allar upplýsingar, en ekkert er eins áhrifaríkt eins og persónuleg kynni, og sá er tilgangur með komu minni hing- að til lands, að ræða við umboðs- mann vorn hér um hin ýmsu vandamál viðvíkjandi innflutn- ingi varahluta. Af reynslu minni í öllum löndum Evrópu, verða hinir smærri umboðsmenn sér- staklega að vera vel á verði um aðflutning á varahlútum. Mun þessa gæta sérstaklega um Is- land, sem hefur mikla varahluta- þörf samanborið við önnur lönd, og • einnig vegna strjálla sam- gangna. Getur af því leitt tíma- bundinn varahlutaskort, en af Fyrsta bók Sigurðar Haralz Lassarónar, kom út 1934, Emi- grantar tveim árum siðar og Nú er tréfótur dauður árið 1943. Sigurður Haralz er einn víð- sigldastur íslendinga. Árum sam- an flæktist hann um öll heimsins höf. Lassarónar og Emigrantar voru frásagnir hans af kynnum við ýmis olnbogabörn lífsins er hann þekkti á þeim árum. Þeir sem þekkja Sigurð vita að hann er hafsjór af ótrúlegustu sögum frá ótrúlegustu stöðum. Og menn voru farnir að halda að hann ætlaði að láta þær gleymast og hverfa með sér, en nú hefur hann afsannað þetta og sent frá sér nýja frásagnabók: Sjö skip og sín ögnin af hverju. Segir hann þar nokkuð frá veru sinni og siglingum á sjö skipum. Vera því sem ég hef kynnt mér meðan ég hef dvalið hér á landi, hefur umboðsmaður vor, Hekla hf., reynt að veita viðskiptavinum sínum alla þá þjónustu, sem hægt er að láta í té. Til fróðleiks ætla ég að lofa yður að heyra lítilsháttar um II. .1. Reiclienbacli varahluta afgreiðslu VW verk- smiðjanna, Það þarf bæði mik- ið húsnæði og fjölda fólks til að sjá um varahlutaafgreiðslu til 108 innflytjenda um allan heim, ásamt 64 umboðsmanna í Þýzka- landi. I desember í á. var tekin í notkun ný varahlutadeild að flatarmáli 82.000 fermetrar. Dag- lega eru afgreidd 160 tonn af varahlutum. Við það vinna 500 verkamenn og 150 sérfræðingar. I þessu sambandi má geta þess að eigendur Volkswagenbíla hér hafa félag eða klúbb, og verður aðalfundur hans bráðlega. Verð- ur þar sýnd fræðslukvikmynd um bílana og flutt erindi um viðhald þeirra og viðgerð. kann að einhverjum þyki ferð- *rnar sukksamar, en þeim til huggunar skal sagt það, að ekki gerast aðrir drengir betri né" heiðarlegri en Sigurður Haralz og ef einhverjum kann að finn- ast frásagnirnar hrjúfar verða þeir að rriinnast þess nð lif út- ijisuröur Haraiz hafssjómannsins er hrjúft og síð- ur en svo alltaf syngjandi ævin- týr. Og Sigurður segir hispurs- laust og jafnframt mannlega £rá, og kann einnig þá list að skrifa þannig að ánægja er að. I Sjö skipum segir Sigurður frá veru sinni og ferðum á Villa- ston, Doricstar, Susan Mærsk, Hans Mærsk, Meliskirk, Perseus og Títus. Þar segir hann m. a. hina eftijrnýnnilegu sögu um köttinn —- og sjómanninn norðan af íslandi sem heldur lét setja sig í járn en liorfa á flækings- ketti misþyrmt. Og þarna segir hann hina kátlegu sögu af því þegar lögreglan í Sidney tók hann fyrir að sofa standandi á járnbrautarteinunum! En hér verða ekki taldar upp frásagn- irnar, — menn verða að lesa þær sjálfar, en þó skulu nokkur kaflaheiti nefnd af handahófi: Hjaltland og ísrael, Þrumuveður — hrátt kjöt og bókmenntir, Enskur aðalsmaður cg kjálka- brotinn Kínverji, Hjá mellu- konsúl í San Juan, Negraveizla á Haiti, Dýr í búrum — þilfars- farþegar, Jól í Amsterdam og Afmælisdagur í Porto Prince. Bókin er 210 bls. Útgefandi er ísafold UmsækjeiidiiF Framhald af 12. síðu. mag., Helgi Hálfdánarson, lyf- sali, Jóhann Sveinsson, cand. mag., Jón Gíslason, fræðimað- ur, Ólafur F. Hjartar, bóka- vörður, Sigfús Haukur Andrés- son, car.d. mag., Sigurjón Sig- urðsson, Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur og Þórhallur Guttormsson, eand. mag. Um safnvarðarst'.’ðu í Þjóð- minjasafni: Albert Sigurðsson, cand. mag., Bergsteinn Jónsson, cand. mag., frú Elsa E. Guð- jónsson, Halldór J. Jónsson, cand. mag., Jóhann Sveinsson, cand. mag., Þorkell Grímsson, cand. mag. og Þórhallur Gutt- ormsson, cand. mag. (Frá' ménntamálaráðuu" neytinu). Mest flutt inn af VolkswagenbíSum Hekla fær gullverðlaun frá Volkswagen- verksmiðjunum fyrir góða þjónustu Á þessu ári hafa verið fluttir hingað inn yfir 150 Volkswagenbílar, eða fleiri en af nokkurri annarri teg- und, og eru nú um 600 Volkswagenbílar í eigu íslendinga — en allmiklu fleiri á íslenzkum vegum. Volkswagenverksmiðjurnar í Wolfburg hafa nú veitt Heklu, umbjóðanda verksmiðjunnar hér, gullverðlaun- um fyrir góða þjónustu, og mun Hekla vera fyrsta bílaumboðið hér sem slík verðlaun hlýtur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.