Þjóðviljinn - 25.11.1958, Side 5

Þjóðviljinn - 25.11.1958, Side 5
Þriðjudagur 25. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ■gur saman amæri Bandaríkjamenn sakaðir um að auka óíriðarhætíuna í 10 ár hafa verið viðsjár með Indverjum og Pak- Jstanmönnum, og undanfarið hefur ástandið enn ver^n- að að mun. Indverjar saka Bandaríkjamenn um að ala á óvildinni milli landanna með því að hrúga vopn- um til Pakistans, þar sem herinn er alls ráöandi um allt stjórnarfar. ^Síðustu dagana hafa indversk blöð skýrt frá því, að landa- mæraóeirðir hafi aukizt mjög í seinni tíð, og þau saka Pak- istan um að hafa dregið saman mikið herlið við landamæri rik- isins Assam, sem tilheyrir Ind- landi. Cóðar uppskeru- CO Uppskeran í heiminum upp- skeruárið 1958 — 1959 ætti að verða með betra móti og mun betri en í fyrra, segja landbúnaðarsérfræðingar FAO. Framkft'æmdaráð Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna, en í því eiga sæti 24 fulltrúar, kom saman nýlega á fund í Rómaborg, þar sem þessi mál voru meðal ann- ars rædd. Á fundinum rikti sem sagt almenn bjartsýni um uppskeruhorfur, þar sem veður hefur verið hagstætt. Einkum er búizt við mikilli kornupp- skeru í ár. Fregnir frá stærstu korn- ræktarlöndum heimsins, Banda- ríkjunum, Sovétr.'kjunum og Kína (meginlandið) herma að uppskeran verði mikil í ár komi ekki neitt óvænt fyrir á síðustu stundu. Afleiðing þessa verður vafalaust að enn bætist við kornfyrningar í heiminum, sem voru álitlegar fyrir. Kaffiuppskeran ætti einnig að reynast góð í ár og í Evr- ópu er reiknað með aukinni kjötframleiðslu, mjólkurafurð- um eggja-, blóma- og ávaxta- framleiðslu. «<> M pi * Landvarnir sliga fjárhag Indlands Meðal Indveria, ekki sízt á- byrgra stjörnmálamanna, er sú skoðun rík.jandi, að Bardaríkja- menn eigi að nokkru leyti sök á núverandi ástandi. Bæði er það, að Pakistan hefur eflzt stórlega sem herveldi vegna hernaðarhjá'par Bandaríkjanna og auk þess leiðir það til þess, að Indverjar verða að verja miklu fé til landvarna á kostn- að uppbyggingar atvinnuvega og lífskjara. Ef Bandaríkin veittu Pakistan ekki hernaðaraðstoð, myndu Indverjar geta sparað sér að kaupa dýr vopn, sem þeim er nú nauðsynlegt til að efla varnir sínar. Stríðsógnun Pakistans Ilið slæma ástand í sambúð ríkjanna nú byrjaði með þvi að fyrrverandi forseti Pakistans, Iskander Mirsa hershöfðingi, af- nam stjórnarskrá landsins og setti herlög í landinu í október s.l. Ástandið versnaði enn eftir að yfirmaður alls herafla Pak- istans, Ayub Khan hershöfðingi, lýsti yfir því á fundi með blaða- mönnum, að gera yrði út um deilumál landanna skjótlega, — jafnvel með styrj!:ld, ef það reyndist nauðsynlegt. BOKil slíðms v©pim Grivas, foringi skærusveita EOKA á Kýpur, tilkynnti í gær í flugriti, að hernaðaraðgerðum af hálfu samtakanna yrði hætt um sinn til að gefa þingi SÞ tækifæri til að ræða Kýpur í ró og næði. Á miðri myndinni sést dr. Jagan, verzlunar- og iðnaðarmálaráðherra Brezku Gui- ana, og er myndin tekin er hann kom heim úr ferð sinni til Bret’imds í haust. f búar Guiana heilsa honum með áminningu um að það sé orðið tímabært að land þeirra öðlist frelsi. fapanir draga mest fiskmagn úr sjó Framhald af 1. siðu. íkó. íslenzka sendinefndin hefur hins vegar talið að hér væri um svo mikilvægt mál að rajða að ástæða væri til að bíða fyr- irmæla frá rJkisstjórninni. Þau fyrirmæli munu nefndinni ekki hafa borizt enn í gærkvöld, en það getur varla dregizt lengur og þau- geta ekki orðið nema á einn veg. Einkenniieg mótbára Fréttamaður ríkisútvarpsins í aðalstöðvum SÞ, Þór Vilhjálms- son, sagði m.a. svo frá þessu máli í fréttaauka í gærkvöld: „íslenzka eer.dinefndin hug- leiðir nú hvort rétt sé að styðja tillögu um að næsta allsherj- arþing fjalli um málið eða á- kveði, hvað í því skuli gera. Hún hefúr sjálf ekki tekið end- anlega ákvörðun og hefur lagt málið fyrir ríkisstjórnina. Þeim sem þessar fréttir flyt- ur skilst að íslenzka sendi- nefndin telji að vísu að sumt mæli gegn hinni væntanlegu til- lögu, fyrst og fremst það að Árið 1957 nam fiskaflinn í öllum heiminum 29,960,! 000 lestum. Er það nærri 50% meiri afli en 1938 er heildarfiskafli heimsins nam samtals 20,500,000 lestum. Síðan 1947 hefur fiskveiðin í heiminum aukizt jafnt og þétt, eða til jafnaðar um 5% á ári hverju. Kanada, Danmörk og Noregur eru andvíg henni og eru sem fyrr þeirrar skoðunar, að um málið beri að fjalla á sérstakri ráðstefnu sem fyrst, helzt í febrúar í vetur. Hins vegar virðist íslenzka sendinefndin telja, að það mæli helzt með tillögunni, að sam- kvæmt henni eru möguleikar fyrir því að allsherjarþingið sjálft fjalli um málið, eins og íslendingar hafa viljað og að um það verði fjallað í New York. Ýmislegt annað kemur hér einnig til“. Það hlýtur að hljóma und- arlegá í eyrum Islendinga að það mæli sérstaklega gegn þess- ari tillögu að Atlanzbandalags- ríki eins og Danmörk og Nor- egur séu henni andvíg. Af- staða þeirra til stækkunnar ís- lenzku landhelginnar hefur ekki verið á þann veg að ís- lendingum beri nokkur skylda til að taka sérstakt tillit til þeirra. Og fróðlegt væri að vita hvað fréttamaðurinn átti við með síðustu setningunni: „Ým- islegt annað kemur hér til“. Eftir heimsálfum skiptist fiskaflinn þannig, að mest hef- ir aukningin orðið í Afríku. þar var landað 520,000 lestum af fiski 1938, en 1,860,000 ár- ið 1957. Þar næst liefur aukn- ingin orðið mest í Asíu (9. 360.000 árið 1938 en 12.880. 000 í fyrra). Þá kemur Evrópa með 5,590,000 lestir 1938, en 7,640,000 1957 og loks eru talin Sovétríkin, en þar nam aflinn 1,550,000 árið 1938 en 1957 reyndist hann vera 2,540, 000. Japanir eru mesta fiskveiði- þjóð í heimi og bilið milli þeirra AðstoSarráSherra missir vegna kynvillu Einn af aðstoðarutanríkis- ráðherrum Bretlands, íhalds- þingmaðurinn Ian Iiarvey, hef- ur verið ákærður fyrir kyn- villu. Á miðvikudagskvö’dið í síðustu viku var Harvey hand- tekinn í St. James skemmti- garðinum í hjarta London á- samt ungum hermanni úr líf- verði drottningar. í ákæruskjalinu segir að þingmaðurirm hafi gert sig sekan um „viðurstyggilegt at- hæfi“ í St. James garðinum. Harvey hefur verið einn af talsmönnum utanríkisráðuneyt- isins á þingi á annað ár. Hann sagði af sér því emb- ætti í g&r og afsalaði sér um leið sæti á þingi. og Bandaríkjamanna, sem: næstir þeirn standa í þessum efnum verður æ stærra og stærra. Árið 1957 öfluðu Japanir 18% af öllum fiski er dreginn var úr sjó og vötnum í heim- inum, eða samtals 5,399.000 lestir. Bandaríkjamenn öfluðu sama ár 2,740,1000 lestir. Þriðja mesta fiskveiðiríki heimsins eru Sovétrfkin. Japanir dreifa fiskiskipum sínum frá Suðurheimsskauts- hafi til stranda Alaska í Norð- ur-Kyrrahafi. Þeir hafa fisk- vciðihagsmuna að gæta víða, utan síns heimalands, t. d. í Argentínu, Chile, Brasilíu og öðrum Suður-Ameríkuríkjum, einnig á Ceylon og í fleiri As- íuríkjum. Aukisi niðursuða e.g frysting Hagsliýrslur FAO um fisk- veiðar og nýtingu fiskaflans eru hinar ítarlegustu og hafa margskonar fróðleik að geyma um fiskveiðar um allan heim. 1 árbókinni má t. d. lesa,, að fiskniðursuða og frysting hef- ur aukizt gífurlega hin síðari ár. Árið 1948 voru t.d. sam- tals 553,000 lestir fiskjar í 30 fiskveiðilöndum frystar, en. níu árum síðar, eða 1957, voru frystar 1,415,000 lestir fiskjar. í þessum sömu löndum. Þessar sömu 30 þjóðir fram- leiddu árið 1948 samtals 664, 000 lestir a.f niðursoðnum fiski, aðallega síld, sardínur og ansj- ósur. 1857 nam niðursuðan. 1,057,000 lestum. Bróðurpart- urinn af þessari aukningu hef- ur átt sér stað í Sovétríkjunum. (Frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna). Serkir senda Útlagastjórn sjálfstæðishreyf- ingar Alsír hefur sent SÞ orð- sendingu og skorað á samtökin að fá Frakkland til að taka upp samninga við útlagastjörnina um frið í Alsír. Umræður um Alsir hefjast á Allsherjarþinginu 1. desember. Nýtt danskt met í fiskveiðom Danir auka stöðugt fiskveið- ar sínar og var árið, sem leið — 1957 — enn met aflaár. Frá þessu er skýrt í „Year- book of Fishery Statistic", sem Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gefur út. Samkvæmt þessum heimildum nam fiskafl- Dana s.l. ár rúmlega Vz millj- ón lesta í fyrsta sinni í fisk- veiðisögu þeirra. Nákvæmlega nam af’inn 533, 300 lestum 1957 á móti 463, 000 árið 1956. Til fróðleiks og samanburðar má geta þess, að 1938 nam fiskafli Dana 97, 100 lestum. 1948 var ársaflinn kominn upa í 225.000 lestir. 1953 var hann alls 323 900 og 1955 425,300 lestir. Ilafa Dan- ir þannig rúr»l-ega>-.íim.mfa 1 dað fiskafla sinn á 20 árum. (Frá upplýsingas'krifstofu Sameinuðu þjóðanna). J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.