Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 25. nóvember 1958 ÞlÓÐVILIIHN ÚtRefandl: Ramelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar K Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 linur>. — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Aljjy íusambandsþingið | dag hefst hér í Reykjavík fjölmennasta stéttarþing sem háð hefur verið á Islandi. Það eru 350 fulltrúar íslenzkr- ar verkalýðshreyfingar sem safnast saman til 26. þings Alþýðusambands íslands. Þeir koma þessir verkamenn, sjó- menn, iðnaðarmenn og verka- konur . frá verkalýðsfélögum Ireifðum um allt land. Fjöl- mennasti hópurinn er að vanda úr Reykjavik og öðr- um Faxaflóabyggðum og næsta nágrenni en úr öðrum landshlutum koma einnig fjöl- mennir fulltrúahópar vinnandi fólks. Að baki fulltrúunum á Alþýðusambandsþingi standa 30 þúsundir félagsbundinna manna og kvenna í 160 stétt- arfélögum innan sambandsins. lþýðusambandsþing er á seinni árum orðið einn af stórviðburðunum í þjóðlífinu. Alþýðusamtökin eru orðin slíkt vald í þjóðfélaginu að engum kemur annað til hugar en taka verði mikið og vax- andi tillit til krafna þeirra og stefnunnar sem þau marka í vardamálum hvers tíma. Þessi hefur þróunin orðið með vax- andi styrlc, menningu og stétt- arvitund alþýðunnar í landinu. Og því skyldi a’drei gleymt að þessi árangur hefur náðst vegua þess að nógu margir af frumherium og brautryðjend- um verkalýðsfélaganna áttu þann eld í huga og hjarta, þann cbilandi heiðarleika og djarfhug, sem vísaði öllum erfiðleikum á bug og 'ét. eng- ar ofscknir á sig fá. Það var hvorki auðvelt ve>"k né líklegt til persónulegs ávinnings að brjóta verkalvðshreyfingunni braut við erfiðar aðstæður, mæta fullum fjandskan vold- ugs atvinnurekendavalds, skipur'gðum atvinnuofsóknum þess og grímulausu ofbeldi á hendur hverjum beim sem gekk í fararbroddi hinnar ungu og vaknandi a’þýðu- hrevfingar. Og þó var sá örð- ugleikinn kannski erfiðastur allra sem spratt af skilnings- Jeysi margra alþýðumanna •sjálfra á eigin hag og skyld- um við stétt sína. Við allt þetta áttu frumherjar verka- lýðssamtakanna að stríða og heiður og þökk sé öllum þe;m sem brautina brutu, stóðu stöðugir á hverju sem gekk og lögðu þar með grundvö1!- inn að þeim voldugu samtök- um sem íslenzk alþýða á I dag, og sem skanað hafa henni einhver þau bektu lífs- kjör sem alþýða nokkurs lands á við að búa. ffluttugasta og sj"tta þing Alþýðusambands íslands fær m"rg og afdrifarík verk- efni í hendur. Skipulagsmál sambandsins verða eitt. af dag- skrármálum þingsins í fram- haldi af starfi milliþinga- nefndar og heimsókn skipu- lagssérfræðings norska al- þýðusambandsins. Þau mál eru vandasöm en óhjákvæmi- legt að þau verði tekin fast- ari tökum en gert hefur verið til þessa. Eru nú taldar meiri líkur til þess en oft áður að í skipulagsmálum fáist mörk- uð meginstefna sem fylgt verði við uppbyggingu og þró- un samtakanna í náinni fram- tíð. Breytingar á skipulagi verkalýðssamtakanna taka að vonum sinn tíma en fyrsta skilyrðið er að um það náist samkomulag í hverja átt skuli stefnt. CJá málaflokkur sem hlýtur ^ þó að skipa öndvegi á þessu Alþýðusambandsþingi eru efnahagsmál þjóðfélagsins og um leið lífskjaramál verka- lýðsstéttarinnar. Eftir úr- skurði Alþýðusambandsþings í þessum efnum er nú beðið af Alþingi og ríkisstjórn. Þetta er í samræmi við það grund- vallaratriði í stefnu núverandi ríkisstjórnar að aðgerðum í efnahagsmálum verði ekki ráðið til lykta nema í fullu samráði við verkalýðssamtök- in. Andstæðingar ríkisstjórn- arinnar og verkalýðssamtak- anna hafa mjög undan þessu kvartað og talið verkalýðs- samtökunum með því gert of hátt undir höfði. Talar sú af- staða sínu máli um hug Sjálf- stæðisflokksins til samtaka vinnandi fólks enda á hana reynt með alkunnum hætti meðan sá flokkur réði mestu um stjórnarstefnuna. Verka- lýðssamt'kin eru sér fullkom- lega meðvitandi um rétt sinn og skyldur í afstöðunni til efnahagsvandamálanna og munu áreiðanlega marka á þessu þingi sínu þá stefnu sem þau telja farsælasta fyrir íslenzka alþýðu og hags- muni hennar í nútíð og fram- tið og þróun þjóðarbúskapar- ins á íslandi. En farsæl fram- kvæmd á þeirri stefnu sem ofan á verður á Alþýðusam- bandsþingi veltur að sjálf- sögðu eklci sízt á því að heil- brigt og viðtækt Samstarf tak- ist um forustu samtakanna milli þeirra sem skildastir eru í skoðunum og viðhorfi til helztu hagsmunamála alþýðu- samtakanna og vandamála efnahagslífsins. Slíkt samstarf er tvímælalaust bæði æskilegt og mögulegt séu ekki annar- !eg sjónarmið látin ráða. Ein- ing, festa og framsýni þarf að mcta störfin á því fjölmenna Alþýðusambandsþingi sem hefur störf sín í dag. Þjóð- viljinn býður hinn fjölmenna fulltrúahóp íslenzkrar verka- lýðsstéttar velkominn til þings og þýðingarmikilla starfa í þágu alþýðunnar og þ jóðarinn- ar. Gifta og farsæld fylgi störfum 26. þings Alþýðusam- bands íslands. Þriðja þing landssamhands- ins gegn áfengisböliny Þriðja þing Landssambahds- ins gegn áfengisbölinu var haldið að Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík í þessum mánuði. Þingið sátu nær fjörutíu full- trúar frá hinum ýmsu aðilum sambandsins, en þeir eru nú 2G, og bættist einn við á þing- inu, sambandið íslenzkir ung- templarar. Formaður sambandsins, Björn Magnússon prófessor, flutti skýrslu félagsstjórnar um störf sámbandsins á þeim tveim árum, sem liðin eru, siðan síð- asta þing var háð. Minntist hann í upphafi Brynleifs Tobí- assonar áfengisráðunautar, er verið hafði hvatamaður að stofn- un sambandsins dg örugg stoð þess alla tíð. Formaður gat þess, að ályktanir síðasta þings hefðu verið afgreiddar til réttra aðila, og nokkur árangur hefði orðið af sumum þeirra, Sam- bándið hefði farið þess á leit við þingmenn, að flutt yrði á Alþingi þingsályktunartillaga um afnám áfengisveitinga af hálfu ríkisins, og kom sú til- laga fram sem kunnugt er, og urðu um hana miklar umræður, er vöktu alþjóðar athygli á málinu, enda þótt tillagan næði ekki samþykki Alþingis að þessu sinni. Á vegum Landssambandsins höfðu á tímabilinu verið hald- in þrjú námskeið, þar sem leiðbeint var um almenna fé- lagsstarfsemi og um bindind- ismál Voru þessi námskeið all- vel sótt og þóttu bera góðan ár- angur. Eru fleiri þvílík nám- skeið í undirbúningi Erindreki hafði ferðazt nokk- uð á vegum sambandsins og sótt þing félaga innan sam- bandsins og kynnt starfsemi þess og stefnumið. Stjórn Landssambandsins hefur hafið undirbúning að þátttöku af íslands hálfu í 21. norræna bindindisþinginu, sem halda skal í Stafangri í Noregi næsta sumar. Af hálfu Sam- bandsins hafði sr. Magnús Guð- mundsson sótt norræna bind- indisþingið í Árósum 1956. Varaformaður Landssam- bandsins, séra Kristinn Stef- ánsson áfengisvarnaráðunautur, gaf skýrslu um ástandið í á- fengismálum þjóðarinnar og bindindisstarfsemina á liðnu tímabili. Gat hann þess, að á- fengisneyzla hefði aukizt á ár- inu 19,5,7 í 1,69 1 af hreinum vínanda á mann úr 1,29 I árið 1956. Á níu fyrstu mánuðum þessa árs hefði lögleg áfengis- sala numið um 102 milljónum króna og mætti búast við, að hún yrði á þessu ári nálægt 150 miiljónum króna. Þá skýrði hann frá störfum áfengisvarnaráðs, m. a. að því að stofna félög áfengisvarnar- nefnda í hinum ýmsu héruðum landsins. Ráðið hefur erindreka á vegum sínum, er fylgist með störfum. áfengisvarnanefnda, heimgækir skóla o. s. frv. Það hefur og gefið út ýms rit og bæklinga um bindindismál. Um skýrslu stjórnarinnar urðu Æjlmiklar umræður. Reikningar sambandsins voru lagðir fram og samþykktir, svo og fjárhagsáætlun fyrir næsta kjörtímabil. » Um kvöldið þann 8. flutti Esra Pétursson læknir erindi um helztu orsakir að ofneyzlu áfengis og aðferðir til að vinna gegn henni. Fundarmenn þökkuðu fróð- legt og áhrifaríkt erindi og báru fram nokkrar fyrirspurnir í sambandi við það, er læknir- inn svaraði. Næsta dag var fundi fram haldið, og ræddar og sam- þykktar ýmsar tillögur, er lagð- ar höfðu verið fram í þing- byrjun, svo og aðrar, er fram höfðu komið Ilelztu samþykktir þingsins voru þessar: Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu telur brýna nauðsyn til að framfylgt verði lag'afyrirmælum um bind- indisfræðslu í skólum landsins og skorar á fræðslumálastjórn- ina að fela sérstökum náms- stjóra, að hafa það hlutverk á hentfi að skipuleggja bindipdis- fræðslu í skólum og sjá um að hún verði framkvæmd á við- unandi hátt. Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu telur enn brýna nauðsyn að efla bet- ur en orðið er löggæzlu á opin- berum samkorr\iim í landinu, og undirstrikar einkum nauð- syn þess, að komið verði á fót héraðslög'reglu í öllum lögsagn- arumdæmum landsins. þar sem liún er ekki enn komin. Ennfremur telur þingið nauð- synlegt að efla eftirlit með ó- löglegri áfengissölu bifreiðar- stjóra og að strangari viður- lögum sé beitt. Þingið lýsir á- nægju sinni yfir þeim árangri, sem þegar hefur náðst um bætta samkvæmishætti þar sem héraðslögregla hefur starf- að. Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu telur nauðsynlegt að allsstaðar gildi sömu reglur um aldurstakmark unglinga til aðgangs að opin- berum dansleikjum, og að herrí sé eftirlit með því að ung- mennum innan 21 árs sé ekki selt áfengi í veitingahúsum eða áfengisverzlunum, svo sem lög mæla fyrir. Þriðja þing Landssambands- jns gegn áfengisbölinu lýsir sárri hryggð yfir því, að nokkr- ir af farmönnum á skipaflota landsmanna hafa gerzt sekir um alvarlegt áfengissmygl, og varar alvarlega við þeirri hættu, sem öllum heiðarleik í viðskiptum manna í milli er búin, ef smygl nær að viðgang- ast. Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu þakkar alþingismönnunum Alfreð Gíslasyni, Pétri Ottesen og Sig- urvin Einarssyni fyrir þingsá- lyktunartillögu þá, er þeir báru frani á síðasta Alþingi, um bann við áfengisveitingum á kostnað ríkis og ríkisstofnana. Þingið þakkar þeim ennfremur fyrir ötula og einlæga baráttu fyrir samþykkt þessarar tillögu og væntir þess, að þeir beri þilssa tillögu fram að nýju. í öðru lagi skorar þingið á sambandsdeildirnar að víkjast vel við, ef framangreind þings- ályktunartillaga verður aftur borin fram á Alþingi m. a. með því að gangast fyrir undir- skriftasöfnun meðal Alþingis- kjósenda til stuðnings tillög- unni. Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu þakkar þann árangur, sem þegar er orðinn af starfi kvenlögregl- unnar í Reykjavík, og skorar á ríkisstjórn íslands og bæjar- stjórn Reykjavíkur að efla hana frá því sem nú er, og bæta aðstöðu hennar og starfsskjl- yrði. Jafnframt telur þingið brýna nauðsyn til bera að þegar verði hafizt handa um að koma upp vistheimili fyrir stúlkur, sem lent hafa á glapstigum. Þá samþykkir þingið að senda frá sér ávarp til þjóðar- innar. Kosin var stjórn Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu til næstu tveggja ára, óg hefur hún skipt með sér verkum, og er þannig skipuð: Formaður, Pétúr Sigurðsson, ritstjóri. Varaformaður, séra Björn Magnússon, prófessor. Ritari, frú Lára Sigurbjörns- dóttir. Férirðir, Axel Jónsson, sund- laugarforstjóri. Aðrir í stjórninni: Magnús Jónsson, alþingism. Guðbjartur Óiafsson hafn- sögumaður. Karl Karlsson, verkamaður. Varamenn í stjórn voru kosn- ir: Síra Árelíus Níelsson, kenn- ari, Arnheiður Jónsd., kennari. Ásgeir Sigurgeirss., kennari. Sigurgeir Albertsson, trésm,- meistari. Óskar Pétursson, verkstjóri. >—— ------------—------: ___— Kjörið í Niðor- jöfmmariiefnd Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur s.l. fimmtudag fór fram kosning Niðurjöfnunar- nefndar. Fram komu tveir list- ar með nöfnum jafn margra manna og kjósa átti og urðu þeir því'sjálfkjörnir. Á lista Al- þýðubandalagsins var Björn Kristmundsson og á lista í- haldsins Guttormur Erlendsson, Einar Ásmundsson, Sigurbjörn Þorbjörnsson og Haraldur Pét- ursson. Varamenn voru kjörnir á sama hátt Halldór Jakobsson frá Alþýðubandalaginu og Björn Snæbjörnsson, Þorvald- ur Jón Júlíusson, Höskuldur Ól- afsson og Eyjólfur Jónsson frá íhaldinu. — Formaður nefnd- arinnar var kjörinn Guttormur Erlendsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.