Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 25. nóvember 1958 þJÓÐVIMINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alÞíðu — Sðsfalistaflokkurinn. — Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón Biarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Siguriónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar K. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, SigurSur V. Friðb.tófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- sreiðsla, augiýsingar, prentstniðja: Skólavörðustig 19. — Simi: 17-500 (5 línur'. — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- arsstaðar. - Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. AljiýSiisambaiidsþingið f dag hefst hér í Reykjavík * fjölmennasta stéttarþing sem háð hefur verið á Islandi. Það eru 350 fulltrúar íslenzkr- ar verkalýðshreyfingar sem safnast saman til 26. þings Alþýðusambands íslands. Þeir koma þessir verkamenn, sjó- menn, iðnaðarmenn og verka- konur . frá verkalýðsfélögum dreifðum um allt land. Fjöl- mennasti hópurinn er að vanda úr Reykjavík og öðr- um Faxaflóabyggðum og næsta nágrenni en úr öðrum landshlutum koma einnig fjöl- mennir fulltrúahópar vinnandi fólks. Að baki fulltrúunum á Alþýðusambandsþingi standa 30 þúsundir félagsbundinna manna og kvenna í 160 stétt- arfélögum innan sambandsins. 4 lþýðusambandsþing er á *¦' seinni árum orðið einn af stórviðburðunum í þjóðlífinu. Alþýðusamtökin eru orðin slíkt vald í þjóðfélaginu að engum kemur annað til hugar en taka verði mikið og vax- andi tillit til krafna þeirra og stefnunnar sem þau marka í vandamálum hvers tíma. Þe«si hefur þróunin orðið með vax- andi styrk, menningu og stétt- arvitund alþýðunnar í landinu. Og því skyldi a'drei gleymt að þessi árangur hefur náðst vegna þess að nógu mars;ir af frumherium og brautryðjend- um verkalýðsfélaganna áttu þann eld í husca og hjarta, þann cbilandi heiðarleika og djarfhug;, sem vísaði öllum erfiðleikum á bug' og 'ét eng- ar ofscknir á sig fá. Það var hvorki auðvelt vck né líklegt til persónu'eps ávinnings að brjóta verkalýðshreyfingunni braut við erfiðar aðstasður, mæta fullum fjandskap vold- ugs atvinnurekendavalds, skipul"gðum atvinnuofsóknum þeas og grímulausu ofbeldi á hendur hverjnm beim sem gekk í farprbroddi hinnar ungu og vaknandi a'þýðu- hreyfingar. Og þó var sá örð- ugleikinn knnnski erfiðastur allra semspratt af skilnings- « Jeysi mars?ra alþýðumanna •sjálfra á e'jíin hag o? skyld- uíri við stétt sína. Við allt þetta áttu frumherjar verka- lýðssamtakarina að stríða og heiður og þökk sé öllum þeún eem brautina brutu, stóðu stöðugir á hverju sem gekk og lögðu þar með grundvöll- inn að þsím voldugu samtök- um sem islenzk alþýða á I dag, og sem skapað hafa henni einhver þau beztu lífs- kjör sem alþýða nokkurs lands á við að búa. Tuttugasta og sj"tta þing Alþýðusambnncls íslands fær m"rg og afdrifarík verk- efni í hendur. Skipulagsmál sambandsins verða eitt af dag- skrármálum þingsins í fram- haldi af starfi milliþinga- nefndar og heimsókn skipu- lagssérfræðings norska al- þýðusambandsins. Þau mál eru vandasöm en óhjákvæmi- legt að þau verði tekin fast- ari tökum en gert hefur verið til þessa. Eru nú taldar meiri líkur til þess en oft áður að í skipulagsmálum fáist mörk- uð meginstefna sem fylgt verði við uppbyggingu og þró- un samtakanna í náinni fram- tíð. Breytingar á skipulagi verkalýðssamtakanna taka að vonum sinn tíma en fyrsta skilyrðið er að um það náist samkomulag í hverja átt skuli stefnt. Oá málaflokkur sem hlýtur ~ þó að skipa öndvegi á þessu Alþýðusambandsþingi eru efnahagsmál þjóðfélagsins og um leið lífskjaramál verka- lýðsstéttarinnar. Eftir úr- skurði Alþýðusambandsþings í þessum efnum er nú beðið af Alþingi og ríkisstjórn. Þetta er í samræmi við það grund- vallaratriði í stefnu núverandi ríkisstjórnar að aðgerðum í efnahagsmálum verði ekki ráðið til lykta nema í fullu samráði við verkalýðssamtök- in. Andstæðingar ríkisstjórn- arinnar og verkalýðssamtak- anna hafa mjög undan þessu kvartað og talið verkalýðs- samtökunum með því gert of hátt undir höfði. Talar sú af- •staða sínu máli um hug Sjáif- stæðisflokksins til samtaka vinnandi fólks enda á hana reynt með alkunnum hætti meðan sá flokkur réði mestu um stjórnarstefnuna. Verka- lýðssamt"kin eru isér fullkom- lega meðvitandi um rétt sinn og skyldur í afstöðunni til efnahagsvandamálanna og munu áreiðanlega marka á þessu þingi sínu þá stefnu sem þau telja farsælasta fyrir íslenzka alþýðu og faags- muni faennar í nútíð og fram- tíð og þróun þjóðarbúskapar- ins á íslandi. En farsæl fram- kvæmd á þeirri stefnu sem ofan á verður á Alþýðusam- bandsþingi veltur að sjálf- sögðu ekki sízt á því að heil- brigt og víðtækt samstarf tak- ist um forustu samtakanna milli þeirra sem skildastir eru í skoðunum og viðhorfi til helztu hagsmunamála alþýðu- samtakanna og vandamála efnahagslífsins. Slíkt samstarf er tvímælalaust bæði æskilegt og mögulegt séu ekki annar- leg siónarmið látin ráða. Ein- ing, festa og framsýni þarf að mcta störfin á því fjölmenna Alþýðusambandsþingi sem hefur störf sín í dag. Þjóð- vil.jinn býður hinn fjölmenna fulltrúahóp íslenzkrar verka- lýðsstéttar velkominn til þings og þýðingarmikilla starfa í þágu alþýðunnar og þ'jóðarinn- ar. Gifta og farsæld fylgi störfum 26. þings Alþýðusam- bands íslands. Þriðja þin ins gegn Þriðja þing Landssambarids- ins gegn áfengisbölinu var haldið að Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík í þessum mánuði. Þingið sátu nær fjörutíu full- trúar frá hinum ýmsu aðilum sambandsins, en þeir eru nú 26, og bættist einn við á þing- inu, sambandið íslenzkir ung- templarar. Formaður sambandsins, Björn Magnússon prófessor, flutti skýrslu félagsstjórnar um störf sambandsins á þeim tveim árum, sem liðin eru, síðan síð- asta þing var háð, Minntist hann í upphafi Brynleifs Tobí- assonar áfengisráðunautar, er verið hafði hvatamaður að stofn- un sambandsins qíg örugg stoð þess alla tíð. Formaður gat þess, að ályktanir síðasta þings hefðu verið afgreiddar til réttra aðila, og nokkur árangur hefði orðið af sumum þeirra. Sam- bándið hefði farið þess á leit við þingmenn, að flutt yrði á Alþingi þingsályktunartillaga um afnám áfengisveitinga af hálfu ríkisins, og kom sú til- laga fram sem kunnugt er, og urðu um hana miklar umræður, er vöktu alþjóðar athygli á málinu, enda þótt fillagan næði ekki samþykki Alþingis að þessu sinni. Á vegum Landssambandsins höfðir á tímabilinu verið hald- i» þrjú námskeið, þar sem leiðbeint var um almenna fé- lagsstarfsemi og um bindind- ismál Voru þessi námskeið all- vel sótt og þóttu bera góðan ár- angur. Eru fleiri þvílík nám- skeið í undirbúningi. Erindreki hafði ferðazt nokk- uð á vegum sambandsins og sntt þing félaga innan sam- bandsins og kynnt starfsemi þess og stefnumið. . Stjórn Landssambandsins hefur hafið undirbúning að þátttöku af íslands hálfu.í 21. norræna bindindisþinginu, sem halda skal í Stafangri i Noregi næsta sumar. Af hálfu Sam- bandsins hafði gr. Magnús Guð- mundsson sótt norræna bind- indisþingið i Arósum 1956. Varaformaður Landssam- bandsins, séra Kristinn Stef- ánsson áfengisvarnaráðunautur, gaf skýrslu um ástandið í á- f engismálum þjóðarinnar og bindindisstarfsemina á liðnu tímabili. Gat hann þess, að á- íengisneyzla hefði aukizt á ár- inu 1957 í 1,69 1 af hreinum vínanda á mann úr 1,29 1 árið 1956. Á níu fyrstu mánuðum þessa árs hefði lögleg áfengis- sala numið um.102 milljónum króna og mætti búast við, að hún yrði á þessu ári nálægt 150 miiljónum króna. Þá skýrði hann frá störfum áfengisvarnaráðs, m. a. að því að stofna félög áfengisvarnar- nefnda í hinum ýmsu héruðum landsins. Ráðið hefur erindreka á vegum sínum, er fylgist rrieð stÖrfum áfengisvarnanefnda, heirnsækir skóla o. s, frv. Það hefur og gefið út ýms rit og bæklin£a um bindindismál. Um skýrslu stjórnarinnar urðu ^lmik.'ar umræður. Reikningar sambandsins voru áfengisböliny lagðir fram og samþykktir, svo og fjárhagsáætlun fyrir næsta kjörtímábil. • Um kvöldið þann 8. flutti Esra Pétursson læknjr erindi um helztu orsakir að ofneyzlu áfengis og aðferðir til að vinna gegn henni. Fundarmenn þökkuðu fróð- legt og áhrifarikt erindi og báru fram nokkrar fyrirspurnir í sambandi við það, er læknir- inn svaraði. Næsta dag var fundi fram haldið, og ræddar og sam- þykktar ýmsar tillögur, er lagð- ar höfðu verið fram í þing- byrjun, svo og aðrar, er fram höfðu komið Helztu samþykktir þingsins voru þessar: Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu telur brýna nauðsyn til að framfylgt verði lagafyrirmælum um bind- indisfræðslu í skólum landsins og skorar á fræðslumálastjórn- ina að fela sérstökum náms- stjóra, að hafa það hlutverk á henr;i að skipuleggja bindipdis- fræðslu í skólum og sjá um að hún verði framkvæmd á yið- unandi hátt. Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu telur enn brýna nauðsyn að efla bet- ur en orðið er löggæzlu á opin- berum samkomiim í landinu, og undirstrikar einkum nauð- syn þess, að komið verði á fót héraðslögreglu í öllum lögsagn- arumdæmum landsins, þar sem hún er ekki enn komin. Ennfremur telur þingið nauð- synlegt að efla eftirlit með ó- löglegri áfengissölu bifreiðar- stjóra og að strangari viður- lögum sé beitt. Þingið lýsir á- nægju sinni yfir þeim árangri, sem þegar hefur náðst um bætta samkvæmishætti þar sem héraðslögregla hefur starf- að. Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu telur nauðsynlegt að allsstaðar gildi sömu reglur um aldurstakmark unglinga til aðgangs að opin- berum dansleikjum, og að hert^ sé eftirlit með því að ung- mennum innan 21 árs sé ekki selt áfengi í veitingahúsum eða áfengisverzlunum, svo sem lög mæla fyrir. Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu lýsir sárri hryggð yfir því, að nokkr- ir af farmönnum á skipaflota landsmanna hafa gerzt sekir um alvarlegt áfengissmygl, og varar alvarlega við þeirri hættu, sem öllum heiðarleik í viðskiptum manna í milli er búin, ef smygl nær að viðgang- ast. Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu þakkar alþingismönnunum Alfreð Gíslasyni, Pétri Ottesen og Sig- urvin Einarssyni fyrir þingsá- lyktunartillögu þá, er þeir báru fram á síðasta Alþingi, um bann við áfengísveitingum á kostnað ríkis og ríkisstofnana. Þingið þakkar þeim ennfremur fyrir ötula og einlæga baráttu fyrir samþykkt þessarár tillögu og væntir þess, að Þeir beri þ<lssa tillögu fram að nýju. í öðru lagi skorar þingið á sambandsdeildirnar að víkjast vel við, ef framangreind þings- ályktunartillaga verður aftur borm fram á Alþingi m. a. með því að gangast fyrir undir- skriftasöfnun meðal Alþingis- kjósenda til stuðnings tillög- unni. Þriðja þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu þakkar þann árangur, sem þegar er orðinn af starfi kvenlögregl- unnar í Reykjavík, og skorar á ríkisstjórn fslands og bæjar- stjórn Reykjavíkur að efla hana frá því sem nú er, og bæta aðstöðu hennar og starfsskil- yrði. . Jafnframt telur þingið brýna nauðsyn til bera að þegar verði hafizt handa um að koma upp vistheimili fyrir stúlkur, sem lent hafa á glapstigum. ¦ Þá samþykkir þingið að senda frá sér ávarp til þjóðar- innar. -, ¦:.¦'<¦: Kosin var stjórn Lan'dssam- bandsins gegn áfengisbölinu til næstu tveggja ára, óg'hefur hún skipt með sér verkum, og er þannig skipuð: Formaður, Pétúr Sigurðsson, ritstjóri. Varaformaður, séra ; Björn Magnússon, prófessor. Ritari, frú Lára Sigurbjörns- dóttir. Férirðir, Axel Jónsson, sund- laugarforstjóri. Aðrir í stjórninni: Magnús Jónsson, alþingism. Guðbjartur Ólafsson hafn- sögumaður. Karl Karlsson, verkamaður. Varamenn í stjórn voru kosn- ir: Síra Arelíus Níelsson, kenn- ari. Arnheiður Jónsd., kennari. Asgeir Sigurgeirss., kennari. Sigurgeir Albertsson, . trésm.- meistari. Óskar Pétursson, verkstjóri. Kjörið í Niður- jöfeuíianiefnd Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur s.l, fimmtudag fór fram kosning Niðurjöfnunar- nefndar. Fram komu tveir list- ar með nöfnum jafn margra manna og kjósa átti og urðu þeir því'sjálfkjörnir. Á lista Al- þýðúbandalagsins var Björn Kristmundsson og á lista í- haldsins Guttormur Erlendsson, Einar Ásmundsson, Sigurbjörn Þorbjörnsson og Haraidur Pét- ursson. Varamenn voru kjörnir á sama hátt Halldór Jakobsson frá Alþýðubandalaginu og Björn Snæbjörnsson, Þorvald- ur Jón Júlíusson, Höskuldur Ól- afsson og Eyjólfur Jónsson frá íhaldinu. — Formaður nefnd- arinnar var kjörinn Guttormur Erlendsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.