Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.11.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Handknattleiksmóttið: I»rótÍMr §erði ..rið Wíhing í 2» íí&khi Annar flokkur kvenna á íramfaraleið. Á laugardagskvöld fóru fram þrír leikir í öðrum flokki kvenna og í heild báru þessir leikir það með sér, að liðunum er að fara fram, bæði hvað snertir kraft og hraða, og enda leikni. Þar er það þó sem vantar einna mest á, og í því tilfelli er ekki um annað að ræða en að æfa og æfa hin einstöku atriði, en síðan kem- ur að þvi að fella allt saman í heild. 1 fvrsta lagi er það á- nægjulega að sjá hinn mikla áhuga og mikla fjölda, sem kemur fram, og í öðru lagi hve hinum ungu stúlkum fer fram. Margar þeirra eru að kalla á byrjunarstigi í hand- knattleik og haldi þær áfram þarf ekki að kvíða því að kvennaflokkarnir verði slakir í framtíðinni. Það vekur einnig athygli hvé ungu flokkarnir í Víking láta að sér kveða og er fullt útlit fyrir að Víkingur sé á hraðri leið upp úr þeim öldu- dal sem félagið hefur verið í, og er skemmtilegt til þess að vita. Sjálfsagt á hið nýja „landnám” þeirra inn við Rétt- arholt sinn mikla þá.tt í þess- ari velgengni, og í sömu andrá má líka nefna Pétur Bjarna- son, sem með ótrúlegri elju og seiglu kennir, leiðbeinir og heLdur hópunum saman. Margir leikanna voru jafnir og spennandi, og einstaka leikmenn þessara ungu flokka sýndu stundum góð tilþrif. Ef við förum að vega það og meta hver þeirra sem kom fram í leikjunum átta á laug- ardagskvöldið hafi vakið mesta athygli munu flestir vera sammála um að það hafi verið dómarinn sem dæmdi fjóra leikina og var marka- dómari að einum eða tveimur að auki. Hann átti að dæma tvo, samkv. skránni, en hann taldi ekki eftir sér að bæta við sig þegar aðrir hafa senni- lega(?) brugðizt. Dómarinn heitir Óskar Einarsson. Annar fl. kvenna: KR — Víkingur 3 :1 Það virtist sem hinar smáu en kviku Víkingsstúlkur ætl- uðu að gera KR- istúlkunum erfitt fyrir. Þær byrjuðu að skora en í hálfleik höfðu KR- stúlkurnar þó jafnað. Þó að leikurinn væri nokkuð jafn stóðust Víkingsstúlkurnar ekki lokaáhlaup KR sem skor- uðu tvö mörk í seinni hálf- leik, Víkingur ekkert. Annar fl. kvenna: Valur — Fram 8 : 6 Það var töluvert líf í þess- um leik. Valsstúlkurnar voru heldur ákveðnari og höfðu Skattheimta ,,Steís" — Má fólk raula í heima- húsum? — Má lesa bækur upphátt? RAULARI skrifar: „Hefurðu séð hann Jón, ó, Jón? ef Jón fær veður af grammó- fón, hann rölíir af stað með reikn- inginn frá Stefi'. var einu sinni kveðið, og kom mér vísubrot þetta oft í hug, þegar Stef hóf segulbands- skattheimtu sína, sem frægt er orðið, Nú er það þannig, að ég hef þann ávana að syngja eða raula heima hjá mér, eihk- um ef ég er eitthvað að dunda. Getur maður ekki búizt við að Stef hgimti skatt af þess hátt- ar rauli eða söng? Ef það er skattskylt að eiga seguibands- tæki, sem eingöngu er notað til gamans í heimahúsum, — mað- ur lætur kunningja sína tala og syngja inn á bandið, sjálfum sér og þeim til gamans, — þá finnst mér, að það hljóti æði- margt að geta heimfærzt undir þann skatt. Er manni t.d. leyfi- legt að syngja inni í baðinu hjá sér? Það getur alltaf hittzt þannig á, að einhver heyri sönginn og hlusti á hann sér til ánægju. Og hvernig er það, má maður eiga bækur, eru þær ekki stef- skattskyldar? Og' ef maður má eiga b?ekur, má maður þá lesa þær, t. d. upphátt. Það er sem sé orðið svo ótrúlega margt, sem maður má ekki. öðruvísi en þá að borga fyrir það sér- staklega.” — PÓSTURINN er harla ófróður um lög og reglur „Stefs“, vel má vera, að einhver ,,paragraf“ þeirr.a laga heimili skattheimtu af bókum. A. m. k. er trúlega varasamt að lesa bækumar upphátt, ég tala nú ekki um, ef segulband er nærstatt. í annan stað hygg ég, að margir séu mér sammála um það, að sjálfsagt hafi verið að stofna ,3tef“ og Jón Leifs eigi þakk- ir skilið fyrir að hafa liaft forgöngu um það. Þess vegna er leitt til þess að vita, ef „Stef“ spillir fyrir sjálfu sér með því að eltast við smámuni, sem manni finnst að ekki geti skipt miklu máli og tilheyri auk þess þeim hlutum, sem fólki finnst eiga að vera frið- helgir, eins og t. d. segul- bands.tæki, sem notuð eru til skemmtunar í heimahúsum. meira vald á leiknum. Þó voru þær heldur of staðar og send- ingar ekki nógu nákvæmar. Pramstúlkurnar voru þéttar við meiningu sína og þótt leikar stæðu 4:1 um hríð voru þær komnar í 5:6 um miðjan síðari hálfleik. í heild var leikurinn nokkuð skemmtilegur. Annar flokkur karl(a; Fram ‘ KR 13:7. Fyrri hálfleikur þessa leiks var á köflum rnjög vel leikinn af hálfu Fram. Var leikur þeirra breytilegur og oft með hugsun' enda var það svo að hinir knálegu KR-ingar stóð- ust þeim ekki snúning. 1 hálf- leik stóðu leikar 10:3 fyrir Fram. En umskiptin voru ó- trúleg í síðari hálfleik, því að þá voru það KR-ingar sem náðu góðum leik og unnu þann hálfleik með 4:3. Mun hvorttveggja hafa skeð, að Fram gaf ótrúlega eftir og áttaði sig ekki á þeirri breyt- ingu sem orðin var á KR, og ekki síður hitt að KR-ingar börðust og léku miklu skipu- legar. Annar flokkur karla; Ármann — IR 9:5 Þessum leik svipaði nokkuð til hins fyrri. Ármann hafði algjöra yfirburði, og þegar langt var komið út í síðari hálfleik stóðu leikar 8:2 fyrir Ármann. Á þeim tíma náði 1 kvöld verður haldið í Sundhöll Reýkjavíkur fyrsta sundmót vetrarins, Sundmót Ármanns. Keppt verður í 11 einstaklingsgreinum auk boð- sunds. Keppnisgreiniar eru þessar: 50 m skriðsund; keppendur eru þar 6, þeirra á meðal Pétur Kristjánsson methafi og Guðmundur Gíslason. 50 m flugsund karla; þar keppir Pétur Kristjánsson. 100 m baksund karla; meðal kepp- enda eru Guðmundur Gísla- son og Jón Helgason. 200 m Ármann oft mjög góðum og jákvæðum leik, enda er liðið skipað góðum einstaklingum. Það fór þó svo, að í síðari hluta seinni hálfleiks gáfu Ármenningar eftir og iR-ingar skoruðu 3 síðustu mörkin. Þessum 2. flokki ÍR hefur ekki enn takizt að tileinka sér leikni og leikaðferðir ÍR-ing- anna sem nú skipa meistara- flokk, er þeir náðu á þeirra aldri. Annar flokkur karla; Þróttur — Víkingur 4:4 iJrslit þessa leiks mun hafa komið mest á óvart þetta Framhald á 11. síðu. bringusund karla sem líklega verður tvísýnasta keppni kvöldsins; þar er keppt um bikar sem gefinn er til minn- ingar um Kristján Þorgríms- son, og er núverandi hand- hafi hans, Einar Kristjánsson, meðal keppenda. Auk hans keppa þeir Valgarð Egilsson, Sigurður Sigurðsson af Akra- nesi og Torfi Tómasson. í 100 metra skriðsundi kvenna er Ágústa Þorsteins- dóttir meðal keppenda, en hún er nú í mjög góðri æfingu. Aðrar keppnisgreinar: 50 metra skriðsund telpna, 100 m bringusund kvenna, 50 m baksund kvenna, 50 m skrið- sund drengja, 100 m bringu- sund drengja og 50 m bringu- sund drengja innan 14 ára aldurs. 1 öllum þessum ung- lingasundum er f jöldinn allur af efnilegu sundfólki. í boðsundinu keppa þrjár sveitir, frá Ármanni, IR og Ægi. Keppendur á þessu sund- móti eru frá Sundfélaginu Ægi. Ármanni, ÍR, KR, Akra- nesi, Keflavík, Iiafnarfirði og Þingeyjarsýslu. Mótið hefst kl. 20.30 og má búast við mjög spennandi keppni í mörgum greinum. Til afgreiðslu strax! hentugar grjótmulningsvélar, afköst frá 18 til 25 ten.metrar á klukkutima. Trektarop frá 650 til 400 mm. Vinsamlegast látið oss vita hvers þér óskið. Deutscher Innen- und Aussenhandel MASCHINEN — EXPORT Mehrenstrasse 61 (M7) Berljn W 8 Deutsche Demokratische Republik. >9 A8K H B Rl K HI«K « IB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.